Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Side 10
502 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan E iturþjófu r PAÐ VAR einn júlímorgun þegar ég var tólf ára, aö ég stóð úti á götuhorni og hlustaði á stóru strákana. — Og þó það sé hitabylgja, þá dett- ur mér ekki í hug að sofa við opinn glugga í nótt, sagði Keli, eftir það sem gerðist í nótt. — Hvað gerðist í nótt? spurði Kobbi. — Eg skal segja ykkur frá því, sagði Keli. Eins og þið vitið var hitinn óskap- legur og eg var svo heimskur að opna gluggann. Og 9vo kveikti eg á tveimur kertum og fór að lesa ævintýr. Þá heyri eg einihverja suðu og eitthvað þeytist inn um gluggann, og Hans bróð- ir kallaði til mín: Varaðu þig, þarna kemur eitúrfluga. — Hverskonar eiturfluga? spurði Kobbi. — Ein af þessum stóru með langa gagnsæa vængi og tvö kolsvört augu, sem stara á mann. — Það er víst hrossafluga, sagði Tumi. — Nei, það er drekafluga, sagði Leifur. — Þær eru miklu minni sagði Tumi. — Haltu áfram með söguna, sagði Leifur — Hans bróðir flýtti sér að breiða upp yfir höfuð á sér, en Nonni litli var með breitt yfir höfuð, því að hann getur ekki sofið öðru vísi. — Eg get skilið það, þegar þú hefir tvö kerti logandi rétt við nefið á hon- um, sagði Kobbi. — Okkur kemur Nonni ekkert við, sagði Leifur, við viljum fá að vita hvað gerðist. — Eg flýtti mér að breiða sængina upp yfir höfuð þegar Hans kallaði og ég var mjög hræddur, sagði Keli. En það var óþolandi hiti undir sænginni, sem að nokkru er getið að framan. Má með sanni segja, að sá sem kunni skil á því öllu, væri margvís og fjölkunnungur. 1. 9. 1960 Halldór Stefánsson. og ljósin loguðu og eg hafði verið í miðri mjög spennandi sögu, og þegar eg heyrði ekki neitt lengur, þá gægð- ist eg upp undan sænginni og fór að lesa. Svo heyrði eg suðuna aftur. en læt sem ekkert sé. Og hvað haldið þið svo að gerist. Þetta slæki kemur hvín- andi ofan úr loftinu og hlammar sér með stórum smelli á bókina og einmitt á orðin sem eg var að lesa. Og þarna rétt fyrir augunum á mér er eitur- flugan, níu þumlunga löng. — Náðirðu henni? spurði Leifur. — Náði henni, ertu vitlaus, sagði Keli. Nei, eg breiddi yfir höfuðið í hvelli og hafði ekki rænu á að slökkva Ijósin og eg heyrði lengi suðið í henni. En þegar eg vaknaði í morgun, þá var hún horfin. — Þú varst klaufi að ná henni ekki, sagði Leifur. — Hvers vegna hefði eg átt að ná henni? spurði Keli. — Vegna þess að það er hægt að selja þær fyrir peninga, sagði Leifur. Þegar eg heyrði talað um peninga, dró eg mig nær Leifi til þess að missa ekki af neinu. Eg var altaf að hugsa um peninga á þeim árum vegna þess að peningar voru ekki til. — Hver vill kaupa eiturflugu? spurði Keli. — Hver einasti læknir mundi glað- ur borga 10—20 krónur fyrir stóra eiturflugu og bráðlifandi, sagði Leifur. Eg ætlaði ekki að trúa rnínum eigin eyrum. — Hvað gera þeir við eiturflugur? spurði Keli. — Þeir soga eitrið úr broddinum á þeim og nota það í áburð, sem er alveg öruggur við gigt, sagði Leifur. — Eg hefi nú altaf heyrt að dreka- flugur geti ekki stungið, þær geta bara bitið, sagði Tumi. — Það er verst fyrir þig sjálfan að trúa því, ef drekafluga skyldi einhvern tíma ráðast á þig, sagði Leifur Gudda gamla hafði staðið á hleri bak við húshorn, en nú stóðst hún ekki mátið og gall við: — Þetta er rétt hjá þér, Leifur. Þeg- ar hún Sigga mín gat varla hreyft sig fyrir gigt, þá stakk drekafluga hana og henni snarbatnaði og hún hefir aldrei kennt sér meins síðan. — Það vita allir, sagði Leifur, að hver sem færi á þessari stundu til Magnúsar læknis með dresaflugu, mundi fá hana borgaði út í hönd. — Já, eg hefi heyrt að allir læknar sé vitlausir að ná í eitrið vegna þess hvað nú er mikið um gigt, sagði Gudda gamla. — Og spítalarnir lí'ka, sagði Leifur. Þetta kvöld gat eg ekki hugsað um annað en eiturflugur, og eg var ákveð- inn að fara á veiðar daginn eftir. Eg ætlaði að vera slunginn og láta ekki nokkurn mann vita af þessu, en eg gat þó ekki þagað um það við leikbræður mína. — Eg get náð okkur í nóga peninga, sagði eg. — Hvernig ætlarðu að fara að því? sagði Frissi. — Eg ætla að veiða drekaflugur. Magnús læknir kaupir þær fyrir pen- inga út í hönd. — Hver segir þér það? — Þetta vita allir, sagði eg. Og Leif- ur var að tala um þetta. Hann sagði að hægt væri að fá 10—20 krónur fyrir stóra drekaflugu. — Ef Leifur segir það, þá er það dagsatt, sagði Frissi. Við skui.im allir fara á veiðar. Búið ykkur vel út, strák- ar, og hafið með ykkur tómar tóbaks- dósir til þess að setja flugurnar í. Við lögðum svo allir á stað út í Keldumýrar, en þangað voru um 5 km. Úti var steikjandi hiti og við vorum allir komnir að niðurlotum þeg- ar þangað kom. En drekaflugurnar voru ekki sérlega niðurbeygðar. Við heyrðum hvína í þeim og sáum sólina skína á vængi þeirra hátt í lofti svo hátt að við gátum ekki náð til þeirra. Eg sá fljótt að ekki var mikill veiði- hugur í félögum mínum, og mér þótti vænt um er þeir sögðust ekki nenna þessu lengur og fóru heim. Nú var eg einn um hituna, og mér sýndust flug- uina.T ekki jafn styggar eftir að þeir voru fernir. Hvað eftir annað lá við að eg næði flugu, en þær sluppu þó. Svo sá eg eina stóra og fallega. Eg beið færis. Skyndilega stefnir hún beint á mig og eg varð smeikur og hörfaði aftur á bak. En eg hafði gleymt því að þarna voru djúpir pyttir,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.