Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Blaðsíða 4
496
LESBÖK MORG UNBLAÐSINS
ekki undir honum, og Skógrækt-
inni leizt ekki heldur á að halda
þar áfram, svo hún kippti að sér
hendinni.
Nú er vitað, að mikill kjarrskóg-
ur hefir verið í Búðahrauni að
fornu. Allar þær jarðir, er þarna
áttu land, notuðu skóginn óspart,
en svo áttu fleiri jarðir skógar-
ítök þar. Kálfárvellir máttu höggva
þar skóg á 80 hesta á ári hverju,
og Hraunlandamenn létu Kambs-
menn fá þar skógarteig í staðinn
fyrir engjateig í Kambslandi. —
Jarðabókin segir 1714 að í Hraun-
hafnarlandi sé skógur þá svo þorr-
inn, að hann nægi ekki til ljádeng-
inga. Eitthvað hefir hann enzt
lengur í ytra hlutanum, því að
1839 segir svo í sóknarlýsingu
Breiðavíkur, að í hrauninu sé
skógur sem dugi til dengsliskola og
lítilfjörlegra smíða.
Ofurlítið kjarr er í hrauninu enn
á ýmsum stöðum. Því hefir ekkert
farið fram þau árin, sem hraunið
var friðað og virðist þarna ein-
hver ólíklegasti staður til skóg-
ræktar. Jarðvegur er yfirleitt
þunnur alls staðar þar sem hans
gætir og illmögulegt að komast um
hraunið, nema þar sé brotnar
brautir með ærnum kostnaði. Til-
gangslítið virðist og hafa verið að
girða hraunið til þess að vernda
þann mikla og einkennilega gróð-
ur, sem þar er, því að hann er
sjálffriðaður í djúpum hraunkötl-
um. Nú má líka svo kalla að girð-
ingin sé ónýt orðin, því að henni
hefir ekki verið haldið við, og var
upphaflega ótraust, þar sem hvergi
var hægt að reka niður staura. Og
hliðið, sem við komum að, stóð
galopið.
Klettsgatan er ekki greiðfær, og
stundum sést ekki móta fyrir
henni. En vörðubrot vísa veginn,
svo óþarfi er að týna götunni. Á
báðar hendur er umbylt hraunið
með gjám og hraunkötlum. Eru
katlar þessir mismunandi víðir og
mismunandi djúpir, en í botni
þeirra allra er stórkostlegur gróð-
ur. Eru þar ýmsar tegundir
burkna og sumir svo risavaxnir að
þeir eru um tvær mannhæðir og
blöðin svo breið og fyrirferðarmik-
il, að þau minna á suðrænan gróð-
ur. í sumum kötlunum, þar sem
sólar nýtur vel og hitinn verður
mikill, má sjá sóleyar og blágresi,
sem eru metri á hæð eða meira.
Á einum stað mátti sjá einstæðings
reynihríslu, og er lengra kom inn
í hraunið var þar víða dálítið kjarr.
Hraunið er svo úfið, að þegar horft
er yfir það, virðist hvergi vera
gróður. En hann er þar alls staðar
niðri í lautum og bollum, kjarn-
mikill og fagur. Það er ekki ama-
legt að taka sér gönguhvíld í ein-
hverjum bollanum. Þar er skjól
fyrir öllum áttum og gróðurilmur
svo mikill að óvíða mun eins. Það
er engu líkar en þarna vaxi alls
konar kryddjurtir, og þó er þetta
aðeins íslenzkur hraungróður.
Eggert Ólafsson getur um að
þarna verði ýmsar jurtategundir
óvanalega stórvaxnar og nefnir þar
til ætihvönn, fjögurra laufa smára
og mjaðjurt, sem geti orðið 7 feta
há. Ekkert af þessu sáum við, en
þó getur verið að það hafi verið
allt í kringum okkur, í næstu
sprungum, hraunglufum eða
hraunbollum.
Kippkorn austur af Búðakletti
er í hrauninu rauður hóll, strýtu-
myndaður, sjálfsagt gamall gígur.
Hann heitir Fagurhóll, en enga
sérstaka fegurð gátum við séð á
honum. Nafnið hefir hann ef til
vill fengið af því, að hann er fag-
urrauður öðrum megin, en fagur-
grænn hinum megin, því hann er
gróinn að sunnan. Skammt frá
honum eiga að vera tjarnir í hraun-
inu og heita þær Fagurhólstjarnir.
Búðaklettur verður gráskjöldótt-
ur þegar nær er komið, því að mik-
ið vex af grámosa utan 1 honum.
Þegar komið er vestast með hóln-
um eru þar miklar hrauntraðir,
sem liggja til norðausturs, en innst
í þeim, rétt undir klettinum, er
hellir mikill eða hraungöng. Munn-
inn er hár og hellirinn með hvolf-
þaki þegar inn kemur. Nokkuð mn-
an við munnann er grjótbálkur
þvert yfir hellisgólfið, sennilega
hlaðinn til þess að kindur kæmist
ekki lengra inn í hellirinn, en nú
er sá garður hruninn fyrir löngu
og gagnslaus. Slíkar fyrirhleðslur
hafa verið í ýmsum öðrum hellum
hér á landi. En þjóðtrúin kom með
þá skýringu, að í þessum hellum
hefði búið tröll og hlaðið þessa
garða. Og í Búðahelli átti jötunn
heima. Einhverju sinni fór vinnu-
maður frá Knerri inn í hellinn með
fé, og hefir hvorugt sést síðan. För
smalans og fjárins voru rakin inn
að tjörn, sem var í hellinum og sást
þar traðkur mikill. Menn úr Búða-
sveit og Breiðavík fóru nú inn í
hellinn, til þess að leita að smal-
anum. Þá er þeir komu að tjörn-
inni, sáu þeir jötunn mikinn með
járnmeis fullan af kindahöfðum;
leizt þeim þá ekki á blikuna og
hurfu frá. Síðan hefir ekkert frézt
af smalanum.
Samkvæmt þjóðtrúnni á hellir
þessi að vera geisilangur. Sumir
segja að hann nái út í Djúpasker,
en það er sker djúpt út af Hraun-
hafnarósi. Aðrir segja að hann nái
alla leið upp í Surtshelli, og hafa
líklega dregið það af því, að þessir
tveir hellar eru myndaðir á sama
hátt, eru göng sem bráðinn hraun-
straumur hefir runnið fram úr.
Enn segja aðrir, að eitt sinn hafi
sakamaður komizt á flótta inn í
Klettshelli og gekk eftir honum
langa lengi í kolsvarta myrkri, uns