Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
499
Þessi maður var um 6 fet á hæð.
Hann var hörundsdökkur og skegg-
laus, en þó loðinn í framan. Hann
var með stórt nef, og í engu líkur
apa. Ekki virtist hann geta talað.
Hann leit ekki við brauði og vatni,
sem var borið fyrir hann. Svitinn
streymdi af honum og var það
augljóst merki þess að hann þoldi
illa húshita. Var því farið með
hann út til skoðunar. Að lokum
má þess geta, að hann var morandi
í lús frá hvirfli til ilja, og það var
alveg óþekkt tegund lúsa. Því
miður hafði dr. Karapetian ekki
rænu á því að hirða nokkrar af
þessum lúsum.
Hin sagan er komin frá Kína
og er frá prófessor Koo Wai Loo
sagnfræðingi við háskólann. Hann
segir að til sé frumstæður maður
í Himalajafjöllum, en hann sé
öðru vísi en „villimaðurinn“ í f jöll-
unum suður af Shensi. Sá villi-
maður sé líkari nútímamanni,
nema hvað hann sé kafloðinn.
Hann hefst við í ískulda á háfjöll-
um, en gengur þó nakinn og menn
vita ekki til þess að hann hafi nein
verkfæri. Og eftir því sem pró-
fessor Loo segir, hefir hann ekki
lært að fara með eld, og kann ekki
að tala. Prófessorinn segir að til
hafi verið fjöldi af þessum villi-
mönnum, og áður en byltingin
hófst hafi bændur veitt þá eins
og skepnur, eða fangað þá og not-
að þá sem þræla, því að hægt hafi
verið að kenna þeim einföld vinnu-
brögð. Hann segist hafa séð einn
af þessum villimönnum 1954. Þó
hann væri ótalandi, hafði hann
lært nokkur orð í kínversku og gat
leyst ýmiskonar erfiði af höndum.
Út af þessu vakna nokkrar spurn-
ingar. Hvernig stendur á því, að
vísindin kannast ekki við þessa
villimenn, ef mikið hefir verið af
þeim og þeir hafa verið notaðir
sem þrælar til skamms tíma?
Hverjir eru þessir menn, sem ekki
eru loðnari en Aino (sem mann-
fræðingar þekkja vel), en kunna
ekki að tala?--------
Eftir öllum þessum upplýsing-
um að dæma, er snjómaðurinn
víða til, allt frá Mongolíu, yfir
Tibet og vestur í Kákasusfjöll.
Margt í þessum frásögnum er
eflaust þjóðsögur. En ýmsu í þess-
um frásögnum ber þp saman. í
Mongolíu er snjómaðurinn t. d.
kallaður „almass“, en vestur í
Kákasus er hann nefndur „almas-
sty“ eða „almasstyn“. Þeir eru í
líkingu við menn, en kafloðnir. Nú
er enginn skyldleiki með þeim
tungumálum, sem töluð eru í
Mongolíu og Kákasus, enda langt
á milli. Nafnið ætti því að hafa
borizt með farandmönnum. í
Pamir-fjöllum eru þeir nefndir
„almaste“, en þar er líka önnur
dularfull vera, sem kölluð er „gul-
biaban“.
Það eru víða til sögur af tröll-
um og risum, sem eru loðnir. Þær
eru ekki aðeins bundnar við Asíu.
Vér rekumst á þær í biblíunni og
í þjóðsögum Vesturlanda. Er hægt
að fullyrða ,að enginn fótur sé fyr-
ir þjóðsögum?
Tékkneskur fornfræðingur, sem
heitir dr. Vlcek og hefir starfað í
Mongolíu, hefir nýlega komið með
upplýsingar, sem styðja þá skoðun
að snjómaðurinn sé til. Hann segir
frá því, að á 18. öld hafi komið
út í Tibet dýrafræði með mynd-
um. Ein myndin er af loðnum villi-
manni, sem stendur á steinum og
undir þeirri mynd stendur „mann-
dýr“.
Þessi bók kom seinna út í Mong-
olíu og þar er sama myndin, nema
hvað hún er nú gerð líkari manni
og undir henni stendur „villimað-
ur“. Dr. Vlcek bendir á, að allar
myndirnar í tibetönsku bókinni sé
af dýrum sem til séu þar í landí,
en ekki af neinum ímynduðum
dýrum. Hann heldur því að mynd-
in af „mann-dýrinu“ sé líka rétt.
Dr. 'Vlcek er fornfræðingur, en
ef hann hefði verið mannfræðing-
ur mundi honum hafa verið kunn-
ugt, að forðum höfðu teiknarar í
Evrópu þann sið, að gera apa lík-
ari mönnum en þeir eru. T. H.
Huxley birti einu sinni nokkrar
myndir, sem sýndu þetta glögg-
lega.
Eg hefi reynt að draga saman
það sem sameiginlegt er með þess-
um sögum, en það er of lítið til
þess að hægt sé að draga ákveðnar
ályktanir af því. Athyglisvert
er þó, að öllum ber saman
um að háraliturinn á þess-
um verum sé brúnn, rauðbrúnn,
eða jarpur. Að vísu kalla sumir
hann gráan, en þær frásagnir telj-
ast til undantekninga. Hér er ekki
við mikið að styðjast, en það er
þó betra en ekki neitt í allri óviss-
unni og margs konar ósamræmi.
Yfirleitt er ekki mikið mark tak-
andi á þessum sögum. En minna
má þó á það, að um langt skeið
voru frásagnir Kongómanna um að
í skógunum væri furðulegt dýr,
sem þeir kölluðu okapi, taldar upp-
spuni einn og hégiljur. En svo
fannst okapi.
—oOo—
Nafnið snjómaður, sem notað hefir
verið hér á landi, er ekki annað en
þýðing á enska nafninu „snowman".
Indverjar kalla hann Yeti. Mun það ei
sama nafn og jötunn á íslenzku, og
jötnasögur vorar sé arfsagnir þaðan að
sunnan? Til þess bendir lýsingin á
Hymi jötni: „En váskapaður — varð
síðbúinn — harðráður Hymir — heim
af veiðum, — gekk inn í sal, — glumdu
jöklar, — var karls er kom — kinn-
skógur frörinn“. Hann er og kallaður
„áttrunnur apa“ sem getur þýtt apa-
bróðir eða mannapi.