Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Side 16
S03 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE S gefur og N-S eru í hættu. ♦ 5 3 ¥ A G 8 4 3 ♦ A D 10 ð 3 ♦ 10 A K » 8 8 ¥ K 10 7 ¥ 7 6 5 ¥ K 9 3 A A, D G 4 2 ¥ — ♦ K G 2 * A G 7 4 2 Réttar sagnir á þetta eru, hvort sem notað er Culbertson-kerfið eða Vínar- sagnkerfið: s V N A 1 A pass 2 ¥ pass 3 ¥ pass 3 ♦ pass 4 ♦ pass 6 ♦ pass Út kom T7. Ekki er hægt að vinna spilið nema með því að trompa laufin og svo þarf spaðinn að liggja rétt. Slagurinn er tekinn með drottningu á hendi. Þá kemur lauf undir ásinn og síðan lauf undir tromp. Næst kemur spaði og er „svínað“, og lauf undir tromp. Aftur er spaða „svínað“ og svo kemur spaði og er drepinn með TÁ. Þá kemur HÁ og í hann fer lauf. Svo kemur tromp, og þannig nást 12 slagir. l Bemaska jon Ólafsson vísilögmaður bjó bæði að Miðhúsum í Reykhólasveit og í Vi*:dalstungu. Þótti hann bæði forn- eskjublandinn og glettingasamur. Ingi- bjórg hét ekkja, sem bjó í Berufirði í Keykhólasveit ásamt börnum sínum og nét einn sonur hennar Einar. Jón vís,'ögmaður falaði jarðarpart af ekkj- ur.n,, ,en fekk ekki. Reiddist hann því og heitaðist við hana. Nokkru seinna kom draugur að Berufirði. Þaðvarstrák ur og sá Ingibjörg hann fyr en hann sá hana, en hún þorði ekki að vísa hon- FÉ KEMUR AF FJALLI. — Islenzka sauðkindin hefir ærið frjálsræði á sumrin og rásar þá upp um fjöll og firnindi. Þótt sumarhagar sé góðir nærri byggð, ieit- ar hún upp á öræfin og lifir þar á snöpum. Er það vegna þess að öræfagróðurinn er mikið sætari og betri á bragðið — en önnur grös. Á haustin verða menn svo dögum saman að eitast við þessar dreifðu skjátur og verða þá margar torfærur á vegi. Hér sést hvar fé er rekið yfir straumharða á. Einn af gangnamönnum fer á undan til að velja vaðið. (Ljósm.: vig.) um frá sér. Var það síðan um 14 ár að hún þorði ekki að fara ofan fyrir palls- stckkinn. Þá ráðlagði förukona ein Ingibjörgu að láta ná mannsbeinum úr kiikjugarði að Reykhólum, brenna þau til ösku og taka öskuna inn. Ingibjörg senai Einar son sinn eftir beinunum og kom hann með þau heim að Berufirði, en jafnskjótt og hann hafði skilað þeim, hneig hann dauður niður við pallstokkinn, kenndu sumir um beina- sókrxinni, en aðrir sendingunni. En það er af Ingibjörgu að segja, að hún tók inn beinaöskuna, og batnaði henni að fu'Ju. (Gísli Konráðsson). Brúðkaupsnótt. Jón hét maður Ólafsson, er bjó að Stóra Holti í Austur-Fljótum, gildur bóndi, mikill formaður, allsvakafeng- inn við öl. Hann missti konu sína og fekk aftur meyar þeirrar 18 vetra, er Halldóra hét, er mikil var vexti og hin gjörfulegasta að sjá. En það varð hið fyrsta kvöld, er þau skyldi í rekkju stíga, þá vildi hann verja henni rekkj- una, því bæði var hann við öl og lét sem sig iðraði þess að hafa fengið henn- ar, meyar einnar, umkomulausrar og óráðinnar. En það er frægt orðið, að Halldóra steig eigi að síður í rekkj- una og helt honum sem barni, að al- mælt er, og það þótt hann væri all- gildur fyrir sér. (Gísli Konr.) Gamall siður Það var gamall og góður siður í Vest- manneyum, að byrja aldrei svo á byggingu, að °kki væri áður gert vart við með nokkrum fyrirvara, hvað væri í ráði. Einkum átti þetta sér stað, ef raska þurfti hólum eða hæðum og jafn- vel þúfum, þar sem talið var að huldu- fólk hefði heimkynni sín. Venjulega voru stungnir þrír kekkir úr hólnum eða hæðinni með þeim formála, að á þessum stað yrði eftir þrjár nætur byrjað á undirbúningi að byggingu, ef ekki yrði áður búið að láta vita til þess, hvort það væri nokkrum til meins eða ama. Fylgdu hinir gömlu menn þessari reglu hver fram af öðrum. Væri út af þessu brugðið, eða ekki sinnt aðvörun hólbúans, brást ekki að eitthvert slys eða tjón henti þann, sem lét fram- kvæma verkið eða venzlafólk hans á stundum. (Sögur og sagnir úr Vest- manneyum) \ 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.