Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Qupperneq 2
494 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gamlar sjóbúðarústir á Frambúðum. fjöllunum, eins og togað sé í hana. Og ekki er að orðlengja þetta, glaðasólskin og heiðskírt loft allan daginn. ----O------ Búðahraun er nokkuð stórt. Það þekur allt nesið, sem gengur fram milli Hraunshafnarvíkur og Breiðavíkur og nær alveg upp und- ir Öxlina. Er það líklega um 15 ferkm. að flatarmáli, eftir íslands- kortinu að dæma. í því miðju rís Búðaklettur, 88 m. hár. Þegar horft er á hann að norðan, er hann kollóttur að sjá og reglulega bungulaga, svo hann er líkastur hnetti, sem sé að skjóta þarna upp úr hrauninu og hálfur kominn upp úr. Hann gæti því heitið Urðar- máni, en óskiljanlegt er mér hvers vegna hann hefir verið kallaður klettur, því að hvergi sér klett á honum. Hlíðarnar eru þaktar hraunmylsnu upp á brúnir. En nafnið er sjálfsagt fornt, því að til forna hét hraunið Klettshraun, og vegur, sem liggur þvert yfir hraun- ið og norðan fram með honum, kallast enn Klettsgata. Þetta er gamall eldgígur og er hraunið allt úr honum komið og hefir hann dreift því nokkurn veginn jafnt út frá sér á alla vegu. Hann hefir eflaust gosið oftar en um sinn, ef til vill hefir hann byrj- að sem eldgígur á mararbotni, skot- ið upp kollinum sem glóandi ey kippkorn undan ströndinni, beint suður af Axlarhyrnu. Síðan hefir hraunleðjan ollið úr gígnum á báða bóga, þangað til þessi ey varð land- föst og þarna myndaðist hið ein- kennilega nes sem skiptir hinum upprunalega vogi, sem þarna hef- ir verið, í tvær víkur, Hraunhafn- arvík og Breiðavík. Hraunið þar sem Búðir standa, er eldra en aðal- hraunið og má sjá hvar yngra hraunið hefir flætt fram á það og staðnæmzt. Hafa orðið ógurleg umbrot þegar bráðið hraun byltist á úfnu hrauni og hafa vatnsgufur upp úr eldra hrauninu hjálpað til að gera þau umbrot enn stórfeng- legri. Víða hafa stórar spildur risið á rönd, aðrar sokkið, og svo hefir allt brostið í sundur af glufum og gjám, sprengigígum og jarðföllum. Er því Klettshraun, eða Búða- hraun eins og það kallast nú, ær- ið torvelt yfirferðar og ekki árennilegt að fara þar með hesta. Og þó hafa fiskalestirnar undan Jökli þrætt sig eftir Klettsgötu öldum saman, og hófar hestanna mulið og fágað klappirnar og sums staðar markað götur í þær. Annar vegur lá fyrir ofan hraun- ið og heitir Jaðragata. Hefir sá vegur verið betri og eflaust fjöl- farnari. Þar var bærinn Öxl rétt við veginn. Þar bjó á ofanverðri 16. öld Björn Pétursson, sem kunn- astur er undir nafninu Axlar- Björn. Leituðu margir vegfarend- ur gistingar hjá honum, en hann myrti menn til fjár og faldi líkin í Igultjörn (eða íglutjörn sem sumir kalla). Er mælt að hann hafi drepið 18 menn. Hann var hand- tekinn við kirkju á Knerri á sjálf- an páskadaginn 1596. Hann var dæmdur til dauða á Laugarbrekku- þingi sama ár, höggvinn og dysj- aður á Laugarholti. — ----O----- Við göngum í góða veðrinu út að Frambúðum. Þar verður vík inn í hraunið og upp af henni eru slétt- ir grasbalar. Sandur er í fjöru og góð lending, enda var þetta talinn einn allra öruggasti lendingarstað- ur á nesinu fyrrum. Því til sönn- unar má benda á þessa frásögn Grímsstaðaannáls 1724: „Um vor- ið viku fyrir kóngsbænadag (5. maí) gerði mikinn sunnangarð. — Þá forgekk róðrarskip við Fram- búðir, drukknuðu tveir, en hinum varð hjálpað, þó langt komnir væru. Mundu engir menn og ei höfðu heyrt, að skiptapi hefði orð- ið við Frambúðir“. Þarna var mikið útræði um ald- ir og áttu ýmsar jarðir þar upp- sátur og var talið til hlunninda. Þess er getið um Kálfárvelli að þeir máttu hafa þar • tvær skips- hafnir og áttu rétt á búðarvist „í efstu búð“ Aðrar jarðir í Staðar- sveit, sem þarna áttu uppsátur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.