Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 503 og nú fór eg á kaf ofan í einn þeirra. Nú varð eg að bíða eftir því að fötin mín þornuðu og eg gæti hreir.sað úr þeim slavakið og leirinn. Við þetta missti eg allan áhuga á veiðunum og lagði svo á stað heimleiðis. En eg hafði ekki farið langt, er eg sá glóa á eitthvað á víðikvisti rétt við veginn. Þetta var drekafluga og nú fór eg að skjalfa af veiðihug. Hún sat þarna kyr og hvessti á mig augun. Var hún að bíða tækifæris að ráðast á mig? Mér leizt ekki á blikuna. En þá minntist eg þess, að hér var til peninga að vinna. Ef eg gæti náð í þessa flugu, þá gæti eg keypt mér fulla vasa af góðgæti. Og svo var það frægðarsaga að segja hinum strákunum. Eg fór úr jakkanum og læddist að henni. Eg komst í færi og fleygði jakkanum yfir hana. Hún hreyfði sig ekki, og þá sá eg að hún hafði verið að hugsa um eitthvað annað en mig. Eg náði henni svo og lét hana í dósina, sem eg var með. Þetta var stór og skínandi falleg fluga. Og sigri hrós- andi hljóp eg heim í sprettinum. Eg rakst á félaga mína og sagði þeim að eg hefði náð í flugu. — Lofaðu okkur að sjá hana, sagði Frissi. — Ertu vitlaus, heldurðu að ég fari að taka lokið af dósinni, «agði ég. — Veiddirðu hana niðri í einhverju dýinu? spurði hann og starði á buxur mínar og sokka. — Þið munduð vilja vaða fyrir 10 krónur, sagði ég. Hann sá að það var satt og þagði. Svo fórum við rakleitt heim til Magnús -ar læknis. Frissi hringdi dyrabjöllunni svo lengi, að strákarnir urðu hræddir og flýðu, því að þeir vissu að læknirinn var uppstökkur og ekki lambið að leika við. Og svo flýði Frissi líka. Eg var kyrr. Eg þurfti að ná í peningana. Dyrnar opnuðust og út kom aðstoð- arstúlka með hvíta húfu á höfðinu. — Hvers vegna hringirðu svona óskaplega? sagði hún. — Eg gerði það ekki, það voru hinir strákarnir, sagði eg. — Og hvað er þér á höndum? spurði hún. — Er læknirinn heima? spurði ég. Hún hvessti á mig augun og spurði: Hvað viltu honum? — Eg er hér með eiturflugu, sem ég ætla að selja honum. — Eiturflugu? endurtók hún. — Já, hún er hérna í dósinni. Mér er sagt að læknirinn sé vitlaus í eitur- flugur. Hann sogar eitrið úr þeim og notar til lækninga. Og þessi er gríðar- stór og það er sjálfsagt mikið eitur í henni. — Komdu inn fyrir drengur minn, sagði hún. Bíddu hérna í biðstofunni, læknirinn er að fá sér te. Eg settist þar og beið og beið lengi, að mér fannst.- Svo heyrði ég fótatak hennar og stóð á fætur. Hún kom inn og rétti mér dósina. — Læknirinn bað mig að skila þakk- læti til þín fyrir að lofa sér að sjá þessa flugu, sagði hún, en hann segist ekki vilja kaupa hana. Þetta voru sár vonbrigði, en ég lét sem ekkert væri. — Það gerir ekkert til, sagði ég. Eg get alls staðar selt hana. Annars fannst mér þetta óskiljan- legt. Það var vitað að læknirinn keypti flugur, en þessa vildi hann ekki. Eg sagði engum frá þessu fyrr en eg náði i Leif nokkrum dögum seinna. — Manstu að þú sagðir að læknar keyptu eiturflugur? sagði eg. Eg fór með stóra og fallega flugu til læknisins, en hann vildi ekki kaupa hana. — Vildi hann ekki kaupa hana? hróp -aði Leifur .Það var skrítið. Hvað sagði hann? — Eg hitti hann ekki sjálfan, sagði ég. en aðstoðarstúlkan hans tók við flugunni og fór með hana til hans og ég beið á meðan. Svo kom hún aftur og sagði að hann vildi ekki kaupa hana. Eeífur varð þungt hugsi langa stund og fitlaði við hökuna á sér. Svo spurði hann í lægri nótunum: Hve lengi beiðstu? — Sjálfsagt tíu mínútur, ef ekki leng -ur, sagði ég. — Rækallans þjófurinn, sagði Leifur. Hann hefir sogað allt eitrið úr flugunni á meðan þú beiðst. Þetta fannst mér hverju orði sann- ara. Og nú minntist ég þess að stúlk- an hafði verið eitthvað kindarleg þeg- ár hún færði mér dósina. — Hvernig var flugan útlítandi þeg- ar þú fékkst hana aftur? spurði Leifur. — Hún var ósköp dauf í dálkinn, en ég hugsaðj ekkert um það þá, sagði ég. — Það tek-ur af allan efa, sagði Leif- ur. Hann hefir stolið úr henni öllu eitrinu og látið þig bíða, mieðan hann var að því. Og þig grunaði ekki neitt. Það gerir ekkert til þótt surnir segi að drekaflugur sé ekki eitraðar, við vitum betur. Og eins og hendi væri veifað var sagan komin um allt þorpið, að Magnús læknir hefði stolið eitrinu úr drekaflugunni minni. Og þá fékk hann nafnið „eiturþjófur" og það loddi við hann þangað til hann dó, því að þar sem ég ólst upp var fólk langrækið. En þetta varð honurn ekkj neinn álits- hnekkir, þvert á móti, fólk treysti hon- um miklu betur eftir en áður. Það var eins og Gudda gamla sagði: Svona slyngur náungi hlýtur að vera góður læknir. (Kafli úr bók eftir Bill Naughton), Torfkirkjan á Árbœ SAFNGESTUK á Arbæ hefir sent Lesbók þessar vísur: Risin kirkja er Arbæ á öll í fomum sniðum. Silfrastöðum sú er frá sögð að stofni og viðum. Hafa smiðsins hagleikshót hlúð að fornum viðum. — Þeir hafa fengið búningsbót bezta á öllum sviðum. Skrá og lamir líta má lista hagleiks smíði, og vindskeiðarnar vestan á virðast höfuð prýði. Kirkjan auka eflaust má aðsókn mannaferða. Staðarprýði Árbæ á álitin mun verða. Það þótti 'íðindum sæta hjá amer- ísku blaði, að ritstjórinn bauð einum blaðamannanna sex mánaða frí með fullum launum. En þá fyrst þótti keyra um þverbak, er blaðamaðurinn vildi ekki þiggja það. — Hvernig stendur á pessu? spurði ritstjórinn. — Það eru tvær ástæður til þess að eg vil ekki fara í frí. í fyrsta lagi gæti það bitnað á blaðinu ef eg væri svo lengi fjarverandi, og í öðru lagi gætl verið að það bitnaði ekki á blaðinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.