Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 505 koma þrjár stjörnur, sem ekki eiga nein nöfn, heldur aðeins einkennis- bókstafi. Þær sjást ekki með ber- um augum og leiðin af jörð til þeirra er um 8 ljósár. Svo kemur Sirius, bjartasta stjarnan á himninum, og tindrar fagurlega dálítið til austurs frá Orion. (Það er enginn vandi að þekkja Orion-stjörnumerkið. Þar eru fjórar bjartar stjörnur, sem mynda ferhyrning, og eru hendur og fætur Veiðimannsins. Milli þeirra eru þrjár stjörnur, einnig bjartar, og þær mynda belti hans, og aðrar þrjár þar niður af og tákna þær sverð hans). Til Sirius er 9 ljósára leið. Þar fyrir utan koma svo tvær stjörnur daufar, Ross 154 og Ross 248. Þar næst koma þrjár stjörnur einnig daufar og heita Epsilon Eridani, 61 Cygni og Tau Ceti. Sirius er stundum kölluð hunda- stjarnan, eða stóri hundurinn, en litli hundurinn heitir Procyon og er 8. bjartasta stjarna á himninum. Þangað er um 11 ljósára fjarlægð frá jörð. Héðan sýnist Procyon í námunda við Sirius á himni, nema lítið eitt hærra. Sumir halda að þessar tvær stjörnur dragi nöfn sín af „hundadögum“ vegna þess að þá eiga þær stað á himni í nánd við vora sól. Báðum fylgja litlar hvítar stjörnur. Allar þær stjörnur, sem nú hafa verið nefndar, eru innan 12 ljósára fjarlægðar frá jörð. Þeim er dreift um himininn þannig að helmingur þeirra er á, suðurhveli, en hinn helmingurinn á norðurhveli. Sex þeirra sjást ekki með berum aug- um, þrjár eru mjög daufar, en þrjár mjög bjartar. Þetta er ofur- lítið sýnishorn af því hvað stjörn- urnar á himninum eru mismun- andi, og að birta þeirra er ekki öruggur mælikvarði á nálægð þeirra. Canopus, stóra stjarnan á suður- End urvaxtarmáttu r ÞAÐ er kunnugt um ýmis lægri dýr, að ef þau missa arm eða fálmara, þá vex það að nýu. Slíkan endurvaxtarmátt eiga ekki hin æðri dýr. Ef þau missa útlimi, verður sá missir ekki bættur. Mörgum vísindamönnum hefir þótt þessi munur einkennilegur og hafa gjarnan viljað komast að því með hvaða hætti endur- vöxtur verður. Um mörg ár hef- ir Marcus Singer prófessor við Cornell-háskóla gert tilraunir á salamöndrum og froskum í þessu skyni. Nú er það vitað, að sala- möndrur og froskar hafa ekki þann endurvaxtarmátt, að þeim vaxi nýr limur í stað annars er forgörðum hefir farið. En próf. Singer hefir tekizt að láta vaxa nýan lim á frosk í stað annars er hann hafði höggvið af. Hann gerði það á þann hátt, að flytja taugaþræði úr afturlöpp á froski í stúfinn af framlöppinni, og við það tók framlöppin að vaxa, þar til hún var fullvaxin. Talið er að uppgötvun þessi geti einhvern tíma í framtíðinni haft afar mikla þýðingu fyrir menn, því að ekki sé loku fyrir það skotið að hægt verði að efla endursköpunarmátt mannlegs líkama svo, að hann geti sjálfur látið ný líffæri vaxa í stað þeirra er hann hefir misst, eða þá holdfyllingu, sem nú er talin óhugsandi. Maðurinn hefir í sér nokkurn endurvaxtarmátt, eins og sjá má af því, að ný húð vex á sár og neglur koma aftur, þótt þær sé slitnar af. hveli himins og næststærsta stjarn- an, sem sést frá jörðinni, er í 180 ljósára fjarlægð. En Rigel, sem er 7. bjartasta stjarnan, er í 650 ljós- ára fjarlægð. Þetta eru mikil him- inbál. Ef Canopus væri í aðeins 30 ljósára fjarlægð — eða þrisvar sinnum lengra burtu en Sirius — mundi hún vera jafn björt Venus þegar hún er björtust. En í sömu fjarlægð mundi sól vor varla sýni- leg berum augum. Ef Rigel væri jafn nærri jörð og Alpha Centauri, mundu menn fá ofbirtu í augun að horfa á hana, og hún mundi gera jafn bjart á jörð eins og tunglið þegar það er fullt og skín í heiði. Ein af hinum nálægari stjörnum er 61 Cygni. Hún virðist hafa mjög stóran og dimman fylgihnött. Þennan fylgihnött hafa menn ekki getað séð í stærstu stjörnusjám, en hans verður vart vegna þess að að- dráttarafl hans hefir áhrif á stjörn- una. Þetta er fullgild sönnun þess. að það eru fleiri sólir en vor sól, sem hafa jarðstjÖrnur í fylgd með sér. Það er nú ekki víst, að vér verð- um að bíða þess að vér komumst til annara stjarna, til að ganga úr skugga um hvort þar eru lifandi og skyni gæddar verur. Stjörnu- fræðingurinn dr. Frank D. Drake við stjörnurannsóknastöðina í Green Bank í Vestur-Virginiu, hóf fyrir nokkru að hlusta í radíóbylgj- ur, sem koma frá stjörnunni Tau Ceti og öðrum þeim stjörnum, sem næstar eru jörð. En auk þeirra varð hann var við aðrar radio- bylgjur, regluleg skeyti, sem virð- ast send af einhverri vitsmuna- veru, því að það voru sex fyrstu ódeilanlegu tölurnar: einn .. tveir .. þrír .. fimm .. sjö .. ellefu, táknaðar með stuttum hljóðum. / T )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.