Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1960, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 497 en þó með þéttum smákörtum, og hvergi gat eg séð þess merki að hraundrönglar hefði verið brotnir úr þakinu. En birtuna frá hellis- munnanum leggur ekki langt inn og tekur þá við myrkur, svo ekki er gott að átta sig á þessu. En Magnús Einarsson á Búðum sagði mér, að þegar gengið væri eftir hellinum nokkra stund í myrkri, kæmi skíma inn um ofurlítið op eða glugga, þar sem hægt væri að komast upp úr honum, og taldi hann hellinn ekki lengri. Ofan á hellisþakinu eru aðrar hrauntrað- ir, 30—40 metra langar, og er þetta op efst í þeim. Hellirinn er því að minnst kosti helmingi lengri en hann hefir verið talinn. Og þó held eg að hann sé enn lengri. Búðaklettur er eldgígur, eins og hann kom upp á Reykjanesskaga, hafði gengið undir þveran Faxa- flóa. En þegar hann komst upp, voru skór hans fullir af gullsandi. Nú er það einkennilegt, að í tveimur víkum hjá Búðum er sandur, sem kallaður er gullsand- ur, vegna þess hvað hann glitrar og glóir mikið í sólskini. í sandi þess- um eru aðallega gul og tinnusvört korn. Er mikið af slíkum kornum í hraungrýtinu við sjóinn og sjálf- sagt í öllu hrauninu, því að hvar sem sandur er í Klettsgötu glóir hún og glitrar af þessum kornum. Ársæll Magnússon legsteinasmiður í Reykjavík hefir fengið allmikið af þessum sandi og notar hann til sandblásturs. Segir hann að þetta sé bezta innlent efni sem hann hafi fengið til þess, vegna þess að korn- in séu bæði hörð og þó seigt í þeim, svo að þau vinni miklu betur en annar sandur. Klettshellir, sem nú er alltaf kallaður Búðahellir hefir víst aldrei verið rannsakaður, og þeim sem hafa skoðað hann, ber ekki saman um hve langur hann muni vera, en telja hann 30—40 metra. áður er sagt, og verður hlið á hon- Þó gizkar Þorvaldur Thoroddsen um gegnt suðvestri, svo að klettur- á að hann sé miklu lengri og muni mn er ekki nema skeifulöguð brík. ná inn í gíginn. Eggert Ólafsson jnnj { gígnUm hafa verið tvö elds- segir að hraundrönglar miklir sé í uppvörp og er grjóthryggur á milli. hellisþakinu. Eg fór álíka langt inn { nyrðri eldstöðvunum eru hraun- í hellinn og hann, en hvergi gat traðir miklar og hefir hraunleðjan ég séð þessa hraundröngla. Mér beljað út um hliðið á gígnum. En virtist þakið nokkurn veginn slétt, skammt þar frá hefir þessi hraun- Urauntraöir í gígnum Hellismuninn er bæði hár og víður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.