Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1962, Side 10
Hver er uppáhaídsmatur eiginmannsins FRÚ Ingibjörg Magnúsdótt- ir, kona Magnúsar Jónsson- ar, alþingismanns, svarar: Þetta var nú ljóta spum- ingin. Ég sé að ég hlýt að vera óvenjulega vond eigin- kona, því ég ihefi ekkert svar á hraðbergd. Þó vil ég nefna sjálfri mér til ágæ-tis, að kjöi súpu roatreiði ég aldrei, þair sem roér hefur fyrir löngu lærzt að sá réttur formyrkv- ar jafnvel hið mesta sólskins slkap eiginmannsins. Anmars er sérstaklega auðvelt að gera honum til hæfis, ég !held að hans listi yfir góð- gæti nái allt frá soðnum þorski til kjúkiinga með frönskum kartöflum, sveppa sósu og ananassalati. En nú skilst mér að kominn sé fram nýr réttur, sem allt slær út, nefnilega léttreykta larobakjötið hjá Þorvaldi í Síld og Fisk. Að minnsta kosti var maðurinn minn mjög hrifinn af kvöldverði í Þ j óðleiklhúsk jallaranum, þar sem á borðum var um- rætt kjöt, glóðarsteikt. Þar af leiðandi býst ég við að í bili sé uppskriftina að uppá- haldsmatnum að finna hjá Þorvaldi í Síld og Fisk. Það var gert af brýnni nauðsyn — 38257. — Ragnar Björnssom? -— Það er hann. — Má trufla þig? — Ekki lengi, því ég er að borða norðlenzkan rauðmaga. Svo fer ég á æfingu á eftir. — Er gott að fara saddur á æfingu? — Nei, það er svona álíka holt og fyrir 100 m. hlaup. Mað- ur þarf líka að vera léttur á sér á söngæfingum. — Hvað ertu að æfa? — Ég er að æfa Fóstbræður. — Stendur eitthvað til? — Já, það stendur til að kór- inn fari að syngja opiniberlega. — Nokkuð nýtt? — Já, það hefur fjölgað hjá þeim. Eitthvað fyrir augað. — Hvað? — Það er ekki gott að vera of lengi án kvenfólks, eins og þú veizt. — Já, vel á mimnzt, þú ert ný- giftur. — Já, það held ég nú. — Hvernig líkar þér það? — Vel, ekki sízt, þegar ég fæ rauðmaga. — Er hún roúsíkölsk líka? •— Auðvitað. — Hlustar kannski á þig leika á orgelið í Dómkirkj- unni? — Það hefur komið fyrir. — Er hún trúuð? — Já. — Trúir ekki bara á þig? •— Ég vona að bún geri það líka. En hún er prestsdóttir og alin upp í guðsótta og góðum siðum. — En ert þú trúaður? — Hjálpa þú vantrú minni, get ég sagt. — Spila menn ekki betur á orgel í kirkju, ef þeir eru trú- aðir? — Jú, þeir verða a.m.k. að bera virðingu fyrir því, sem þar fer fnam. — Ertu hættur við píanóið? — Nei, það er farið að sækja svolítið á mig aftur. — Ætlarðu kannski að halda tónleika bráðuih? — Það fer eftir því, hvernig mér og píanóinu kemur saman. — Ekki þér og konunni? — Ég leik ekki á hana. — Þú sernur auðvitað? — Það getur verið. — Hvenær samdirðu lag fyrst? — Þegar ég var 10 ára. Það var gert af brýnni nauðisyn. Faðir minm, sem var orgelleik- ari á Hvammstamga, átti ekki nógu erfiðar æfingar, svo ég varð að semja þær sjálfur. Næst samdi ég lög, þegar ég varð ástfanginn. Það var líka af brýnni nauðsyn . — Hvað varstu gamall þá? — Líklega 15 ára. Passar það ekki? — Ertu búinn að semja eitt- 'hvað fyrir konuna? — Nei, nú fer maður miklu hægar í sakimar. Ég er svo ný- giftur. — En heldurðu að rauðmag- inn sé orðinn kaldur? — Já, ætli hann sé ekki kom- inn með sama hitastig og í sjón- um. — En koman? — Bless, ég ætla að gá að því. J HUNDALÍF ■> Ferðaútvarp hærra metið en beddi Haldiði kannski að það sé eitthvað við það að athuga að vera vel klæddur? Svona er umhorfs alls staðar í Aden. Vegurinn liggur til Litlu-Aden, þar sem starfsnr.snn B.P.-olíufélagsins búa. HÉR birtist kafli úr bréfi frú frú Jakobínu (Bíbí) Webb, sem sagt var fré hér síðast: Hér í Aden er mjög mikil auðn, enda er skaginn að mestu hamrar, klettar og eyði- merkur frá gömlum eldgosum, hraun er sjáanlegt líka og víða marglitt eins og heima. Regn er mjög sjaldgæft og líða mánuðir á milli skúra! Á miðju ári gerir oft mikla sandstorma, þá dimmir oft mjög mikið og allt verður þakið ryki inni sem úti — þó maður loki öllum gluggum og hurðum. Landsbúar eru að sjálfsögðu flestir Arabar, en einnig eru margir Indverjar búsettir hér og Sómalir hafa setzt hér að á seinni árum. Snilld er að aka bíl hér um stræti og göt- ur, því fyrir utan óhemju fólksfjölda er mikið af geit- um og kúm, og oft virðist manni dýrin bera meiri virð- ingu fyrir farartækjum en fólkið. En þessi dýr eru öll mjög horuð, enda er aðal- fæða þeirra sorp og bréfarusl sem landsbúar henda út. Svo eru í mörgum strætum opnar þrær, þar sem ösku- eða rusla- tunnur em tæmdar, og ganga svo dýrin í þetta. Ekki get ég lýst ólyktinni og óþriínaðinum, sem þessu fylgir. Úlfaldar eru líka mikið not- aðir hér til flutninga, aðallega upp í landið, þar eð engar götur eru lagðar og því erfitt um sam göngur. Sumir nota bá til flutn- inga vatns, sem eigandinn sel- ur svo á „krónu málið“. En flestar íbúðir landsmanna eru svo mikil hreysi, að ekki þættu hæf dýrum hvað þá mönnum á Islandi. Auðvitað er þá ekkert vatn né rafmagn lagt inn. Mikið er um betlara (oft mikið bæklað fólk) um allar götur. Og þó að aðstæð- ur séu betri sofa margir á göt- um úti, fjöldinn af þeim á sér bedda, sem þeir reisa einhvers- staðar upp við vegg, þegar hann er ekki í notkun, en aðr- ir meta meira að eiga ferðaút- varp og láta heyra í því há- stöfum í tíma og ótíma. Að vísu er engán arabísk útvarp&stöð 'hér, en ensk stöð er starfrækt 'hluta dagsins. En Arabamir hlusta á sitt tungumál frá stöð- um eins og t.d. Egyptalandi. Þó að óþrifnaður hér sé á háu sfigi er heilsufar landsbúa mjög gott í samaoburði við mörg hitabeltislönd. Ástæðan er aöallega sú, að vegna hitans er mjög lítið um flugur (sem oft bera sýkla) og líka sú' aið fólk heldur sjálfum líkamanum hreinum. — Arabar eru vel þekktir prangarar og oft mjög svikulir, en þó höfum við haft góð kynni af sumum verzlunar- mönnunum, og oft notið mestu hjálpsemi og tryggðar. Hér hafa þotið upp nýjar bygging- ar (leigðar næsta eingöngu Evrópufólki). Eina vélin sem virðist notuð við byggingar er seroentshrærivél, en húsin eru hlaðin úr grjóti, sem höggvið er til og steypt á milli. Gólf eru steypt að nóttu til, við ljóa frá olíuluktum, steypan er boir- in upp af verkamönnium sem ganga upp pallstiga nokkurn og tauta hástöfum tvö orð á ara- bisku. Þeir sem eru á uppleið segja „fullt, fullt fullt, fullt!“, þeir á niðurleið: „tómt, tómt^ tómt!“ Gengur þetta stundum alla nóttina. Mörg húsin eru svo pússuð og máluð skærum 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.