Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1962, Page 16
HEIMSV
•^ÍÐASTA öld Inkanna
var mesta blórnaskeið þeirra.
Þegar Pizarro lenti með spænska
innrásarherinn árið 1533, ríktu
Inkarnir yfir víðáttumildu heims-
veldi, sem náði allt frá Maule-
fljótinu í Chile til Quito í Ecua-
dor. Það var eina raunverulega
heiinsveldið í Ameríku fyrir
daga Evrópumanna.
Sögu þessa landsvæðis má
rekja aftur til 2500 fyrir Krist,
þegar fyrstu íbúarnir, sem kunn-
ugt er um, tóku sér bólfestu með-
fram sjávarsíðunni og lifðu á
fiski og sæljónum.
En saga Inka-veldisins hefst
með Inkanum Manco, sem lagði
út í óvissuna vopnaður gullnum
teini eða fleyg, í þeirri bjarg-
föstu trú að þar sem fleygurinn
sykki í jörð hefði sólguðinn ætl-
að honum að setjast að. Fleyg-
urinn sökk í jörð í Cuzco („nafla
jarðarinnar“), og frá Cuzco
stýrðu eftirmenn Mancos her-
ferðum sínum og landvinningum.
Upp frá þessu var Inka-heims-
veldið fjölskyldufyrirtæki, sem
varð frægt fyrir stórkostlegt
vegakerfi, frábæra leirkera-
smíði, marghyrndar og veiga-
miklar steinbyggingar og fjöl-
kvæni aðalsins eða hástéttanna.
Margir af vegum Inkanna eru
enn í notkun.
Inkamir gátu hins vegar ekki
reiknað eða talið með öðru móti
en því að binda hnúta á litaða
strengi.
Venjuleg borg í ríki Inkanna, þegar þaö stóð með mestum blóma, áður en Spánverjar komu árið 1533.
Teikningin, sem byggð er á upplýsingum frá British Museum, er af borginni Macchu Pichu í Peru.
Borgarveggir voru óalgengir.
að heimsveldið féll í hendur
innrásarhernum. í ríkinu voru
tvenns konar lög, önnur fyrir
aðalinn, hin fyrir almenning.
!
Það var ekki fyrr en meðlimir
fjölskyldunnar lentu í innbyrðis
deilum og ilhndum út af erfðum,
Þetta eru rústirnar í Macchu Pichu, eins og þær standa mörgum öld-
um eftir hrun heimsveldisins.
Gislar
Bandarískur auglýsingameistari,
Stephen James að nafni, 37 ára gam-
all, hefur fundið upp aðferð sem hann
telur að tryggja muni heimsfriðinn.
Hún nefnist „gisla-aðferðin“ og er
ekki óþekkt úr íslandssögunni í sam-
bandi við kristnitökuna.
Aðferðin er í því fólgin, að „fjand-
samleg“ ríki skiptist á gislum, og
muni það koma í veg fyrir styrjöld
— og kveðst hann þegar hafa fengið
mörg hundruð tilboð frá Bandaríkja-
mönnum, sem tjá sig fúsa til að fara
sem gislar til Sovétríkjanna eða hvert
í heim sem verkast vill.
Hann hefur ennfremur átt því láni
að fagna, að eitt riki að minnsta kosti
hefur tekið hugmynd hans alvarlega.
Stjórnin í Ghana hefur boðizt til að
leggja hugmyndina fyrir afvopnunar-
ráðstefnuna, sem innan tíðar verður
haldin í Accra.
Er þetta abferbin?
í París er verið að gera kvikmynd,
sem heitir „Hvernig menn verða
happasælir í ástum“.
Kvikmyndin hefst á því, að kven-
hetjan, I.ise Delamare, réttir hetjunni,
Jean Poiret, fjórtán kinnhesta.
Skyldi það annars vera aðferðin?
PRCNTMYNDAGERDIN
MYNDAMÓT H.F.
MORGUNBLAÐSHÚSINU - SÍMI 17152