Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Side 5
„Islendingar eru vafalaust ólist-
rœnasta þjóð veraldarinnar. Ekkert
liggur öllu fjœr íslenzku heimili en
listrænn srnekkur á hvaða sviði
sem er“.
Þessi orð Steins Steinars koma
mér í hug oftar en ég kæri mig um,
þegar ég hugleiði íslenzkan smekk
og ekki sízt þegar ég virði fyrir
mér liandaverlc þeirra manna sem
mestu virðast ráða um byggingar-
list höfuðborgarinnar.
Átakanlegasta dœmið um þetta
annálaða smekkleysi er sennilega
staðsetning Bœndahallarinnar. Bœði
frá sjónarmiði listræns smekks og
heilbrigðrar skynsemi var sú ráð-
stöfun svo glórulaus, að helzt mœtti
cetla að mönnunum, sem þar áttu
hlut að máli, hafi ekki veriö sjálf-
rátt.
Háskólahverfinu hafði verið
markaður virðulegur og sjálfstæður
vettvangur í skipulagi Reykjavíkur,
eins og tilhlýðilegt var um höfuð-
menntasetur þjóðarinnar, en „með
einu penna-
striki“ ef svo
má oröa það,
v ar hverfið
svipt svip sín-
um o g b e r
ekki framar
sit t b arr.
Sama er hvað- f
an úr b o r g - '
inn i horft er
t i l háskólans
(ég hef g ert
mér far um að
kanna það): hann hverfur ásamt
hverfinu öllu í skugga hallarbákns-
ins, sem liœglega hefði mátt koma
fyrir hvar sem var í borginni ann-
ars staðar en einmitt á þessurn stað.
Það er tilgangslaust að koma með
þœr viðbárur, að praktískar ástœö-
ur liafi ráðiö váli staðarins, einkan-
lega meö tilliti til fyrirhugaðs hót-
els (sem var víst ekki einu sinni á-
kveðið þegar Bœndáhöllinni var vál-
inn staður). Eigi práktísk sjónar-
miö álgerlega aö byggja út listrœn-
um viðhorfum, er jafngott að kasta
grímunni strax og viðurkenna
hreinskilnislega að hér skuli hugar-
far molbúans álrátt. En leynist ein-
hver snefill af smekJc með fslend-
ingum í framtíöinni, er sá hlutur
vís, aö skömm þeirra, sem ábyrgð
bera í þessu máli, mun uppi meðan
hvort t.veggja stendur á sínum staö,
Háskóli fslands og Bœndáhöttin.
Nefna mætti fjölmörg önnur
dæmi um íslenzka smekkleysið, en
ég lœt nægja í svipinn að benda á
viðbyggingu Landspítálans og fyr-
irhugaða ofanábyggingu Útvegs-
bankans, sem raunar var þegar bú-
iö aö skemma meö smeklclqusri viö-
byggingu, og á hiö sama viö um
Landsbankann. Nœst mequm við
sennilega eiga von á þremur hœð-
um ojan á Alþingishúsiö og ný-
nxzku viðbyggingu við Stjórnarráð-
ið.
Þafí er svo kapítuli út af fyrir
sig, hvernig gengið er frá uppdrátt-
um að ýmsum opinberum bygging-
um, og kemur þá fyrst í hug viö-
bygging Arnarhvols og fϚingar-
deild Landspítalans, en í báöum til-
fellum munu sálerni hafa gleymzt
og kannski ýmislegt fleira! Ýtar-
leg saga íslenzkrar byggingarlistar
siðustu tvo áratugi yrði að sönnu
fróðlegt rit og uppbyggilegt!
s-a-m.
AF ýmsum ástæðum vekur
hver ný bók eftir Vladi-
mir Nabokov athygli og umræður.
Síðasta skáldsaga hans, „Pale Fire“,
var tekin til meðferðar af flestum
gagnrýnendum strax og hún kom
út, og allir sem fylgjast vildu með
samtíð sinni keyptu hana. Hins
vegar er myndin, sem hinn almenni
lesandi hefur gert sér af Nabokov,
einkennilega brengluð eða a.m.k.
einhliða. Hann er nú kominn á sjö-
tugsaldur, en heimsfrægð hans er
aðeins sex ára gömul.
Það var ekki fyrr en árið 1956, að
Graham Greene gerði bókmenntaheim-
inn hvumsa með þvi að kjósa skáld-
sögu sem nefndist „Lolita“ beztu bók
ársins. Hún var þá aðeins fáanleg í
„vatfasamri“ Barisar-útgiáfu. Það eru
ekki nema rúm þrjú ár síðan enskur
útgefandi áræddi að gefa hana út í
Lundúnum. Jafnvel enn þann dag í dag
á Lundúna-bókasafnið enga bók eftir
Nabokov yngiri en fræðilagt rit um
rússneska skáldið Gógol, gefið út fyrir
15 árum.
m að er því engin furða, þó orð-
stir „Lolitu“ gefi hinum almenna les-
anda heldur brenglaða mynd af höf-
undinum. Sem höfundur þessarar marg-
ræddu skáldsögu baðar bann sig í
sama tvíræða töfraljóma eins og
þeir féla.gar D. H. Lawrence og Henry
Miller, og eru þeir þó allir hátt yfir
þess konar frægð hafnir. Þar við bætist
að Nabokov er Rússi með bandarískt
vegabréf, og vekux það hvort tveggja
tortryggni i ýmsum hópum. Mörgum
finnst líka, að „Lolita" hljóti að geyma
eitthvað af eigin reynslu höfundarins
í kvennamálum.
Þeir sem kynnast Nabokov hlæja að
slíkri fásinnu, enda á hann fallega konu
sem hann hefur búið með í góðu yfir-
læti i 40 ár. Hann er slavneskur i útliti,
andlitið breitt og dálitið guggið, fasið
eilítið þunglyndislegt. Hann talar hægt
og heldur sér jafnan við efnið. Það er
eitthvað upphafið og göfugmannlegt við
framkomu hans.
En útlitið er í rauninni jafnvillandi
og orðstírinn. Hin heiðríka ró aðals-
mannsins felur eldsál, sem er örg út
í heiminn og lífshætti nútímans. Þetta
kemur sjaldan fram í viðræðum en
maður les naumast svo blaðsíðu í bók-
um hans, að maður skynji ekki sára
gremju hans yfir lífinu eins og þvi hef-
ur verið lifað síðan 1917.
F áir rithöfundar hafa átt glæsi-
legra upphaf. Nabokov-fjölskyldan var
vellia.uðug og bjó í Pétursborg, var frjáls
lynd í skoðunum og hafði talsverð
pólitísk áhrif. Hún var af því margum-
talaða auðfólki sem ferðaðist milli Neva-
fljóts og Signu með viðeigandi fylgdar-
liði kennslukvenna og herbergisþjóna,
flutti út á sveitasetrin á sumrin og hélt
veglegar veizlu.r á vetrum. í rússnesku
byltingunni hvarf þessi unaðslega ver-
öld; Nabokov-fjö'lskyldan leystist upp og
tvístraðist.
Vladimir Nabokov kom til Cam-
bridge, þar sem hann lauk námi í Trin-
ity College árið 1922. Síðan komu erfið
ár fátæktar í París og Þýzkalandi.
En um tvítugsaldur átti hann þeg-
ar harðskeytta og kaldhæðna kímnigáfu.
Þegar veröldin greiddi honum högg, var
hanin meir en reiðubúinn að slá aftur frá
sér. Hann var bundinn því Rússlandi,
sem hann hafði þekkt, og átti erfitt
með að semja sig að hinum nýju að-
stæðum útlegðarinnar, þó honum heppn
aðist að vísu að skapa sér nýja tilveru,
sem á yfirborðinu var viðunanleg. í
vissum skilningi er allt lifsverk hans
vandlega hugsuð hefnd gegn þeim ör-
lögum, sem gerðu hann viðskila við þá
menningu sem ein gat fært honum full-
nægju í lífinu.
í öndverðu skrifaði Nabokov á rúss-
esku. Margar af fyrstu bókum hans eru
nú að koma út á ensku í fyrsta sinn.
Ein hin bezta þeirra, „Gjöfin“, sem tal-
in er veigamikill lykill til skilnings á
verkum hans, er bráðlega væntanleg
á markaðinn í enskri þýðingu sonar
hans, Dmitris. Nabokov hefur tamið sér
eins konar höfðingjaviðhorf við verkum
sinum. Þau eru til, segir hann, og þeg-
ar stundir líða mun heimurinn komast
að raun um, hve góð þau eru. Þangað
til sú tið rennur upp, segir hann ann-
an daginn, að „Vörn Luzhins" sé bezta
bók sín, en hinn daginn að „Heimboð
til aftöku“ sé bezt.
fr rið 1940 fór hann ásamt konu
sinni til Bandai'ikjanna, og iinua ar-
um siðar varð hann bandarískur ríkis-
borgari. í uppha.fi kenndi hann við
Wellesley College, en hafði jafnframt
fræðimannastyrk frá Harvard-háskóla
til að stunda rannsóknir á „Lepidoptera"
— þ.e. mölflugum, fiðrildum og öðru
slíku, en á því efni hefur hann lengi
haft vísindalegan áhuga. Siðan fór hann
til Cornell-hákóla og var þar prófessor
i rússneskum bókmenntum í 11 ár. Á
þessu skeiði hlaut hann tvisvar Guggen-
heim-verðlaunin og einu sinni verðlaun
frá American Academy of Arts and Lett
ens. Annars áttu bækur hans engu sér-
stöku gengi að fagna.
Nú hefur hann á efri árum höndlað
lukkuna sem hvarf honum um tvítugt.
Hann býr í íburðarmiklu gistihúsi í
Sviss, en gerir sér engar grillur um stað
festu gæfuinnar. Reynslan hefur sýni-
lega kennt honum að setja ekki traust
sitt á heiminn. Valdhafar hans eru
svikahrappar og harðstjórar, mannfólk-
ið sauðspakt, heimskt og glatað. Vitring-
urinn leitar hælis bak við hlíf kald-
hæðni og upphafinnar einsemdar.
Á Berlínar-árunum hitti Nabokov oft
aðra útlæga rithöfunda, t.d. Bunin og
Aldanov, en honum er ekki sérlega gefið
um félagsskap keppinauta sinna á ritvell
inum. Ekki svo að skilja, að hann sé
öfundsjúk eða eigingjörn nánös; hátt-
prýði hans og persónutöfrar eru ómót-
stæðilegir. En svo óbifanleg er sú sann-
færing hans, að heimurinn hafi numið
staðar árið 1917, að honum dauðleiðast
túlkendur þeinra atburða, sem siðar hafa
Framh. a bis. 6
ð. tölublaS 1963
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5