Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Síða 6
Hóm í>ar starfaSi hann í mörg Sr í kyrr-
þey og óþekktur. Það var ítalski mynd-
höggvarinn Antonio Canova, fæddur
1757 og dáinn 1822, sem fyrstur gjörði
nafn hans kunnugt og vakti á honum
athyglL
F rá Thorvaldsenssafninu héldum
við til Kristjánsborgarhallar, sem er þar
rétt hjá. í þessari höll veitir konungur
vor áheyrn þegnum sinum. Áður en við
gengum inn í hina konunglegu sali voru
okkur fengnir flókaskór, sem við sett-
um utan yfir skóna. Það var til þess
gjört að ekki bærust óhreinindi inn á
hallargólfin og líka til að verja þau
sliti. Konungshöll! Það leyndi sér ekki,
að það ævintýri var staðreynd orðið,
að maður var kominn í konungshöll.
Við gengum gegnum 18 sali, sem voru
hver öðrum fegurri og íburðarmeiri.
Hátt til lofts og vítt til veggja. Allt hin
fegurstu listaverk — loft, gólf, veggir.
Má sem dæmi nefna, að engin tvö gólf-
anna eru eins. Margbreytnin, fegurðin
og íburðurinn eru í öllum hlutum. Einn
“ sunnudögum er állt á ferð og
flugi í sveitinni, en götur borganna
tæmest. Eftir vegunum er ' óslitinn
straumur fólks, í bílum, á hjólum eða
gangandi. Mótorhjól eru mikið notuð
farartæki. Á því er oft heil fjölskylda,
faðir, móðir og eitt eða fleiri börn.
Fólkið er í góðu skapi og veifar hendi
hvert til annars, þótt það þekkist ekki.
Sérstaklega var gaman að veifa til
barnanna. Þau urðu svo brosleit og
fljót að veifa litlu höndunum á móti. Á
heimleiðinni fengum við okkur hress-
ingu í veitingahúsi í sveitaþorpi nokkru.
Hinn 26. júlí fórum við með járn-
brautarlest til Skodsborg, sem er heilsu-
hæli og baðstaður. Er það stór og fögur
bygging. Ég hafði þangað bréf til
norskrar hjúkrunarkonu og íslenzks
manns sem dvaldist þar þá. Norska
hjúkrunarkonan sýndi okkur hælið. Við
litum inn í borðsalinn, og sátu þar til
borðs mörg hundruð manns. Ekki er
það fyrir fátæklinga að búa þarna.
Uppihald kostar 90 kr. á viku.
]^Íæstu tvo daga héldum við kyrru
fyrir heima við, nema hvað við hjónin
fórum stuttar gönguferðir út í borgina.
Langt hættir útlendingurinn sér ekki á
götum stórborganna, nema hann hafi í
höndum uppdrátt eða leiðarvísi, en það
höfðum við ekki. Götulífið í Höfn er
síkvik hringiða. Fjölförnustu göturnar
eru sem mauraþúfa. Sér þar hvergi á
auðan blett fyrir gangandi fólki og fólki
á öllum hugsanlegum farartækjum.
Sporvagnarnir renna eftir sinni settu
línu, og bílarnir eru legíó. Það er viss-
ara að halda sig á gangstéttunum — og
þegar farið er yfir götu, þarf að gæta
varúðar og fylgja settum reglum, ann-
ars kann að henda slys. Allur þessi
manngrúi virðist vera í mikilli önn, því
að allir flýta sér. Þeir einu, sem taka
lífinu með ró, eru stóru dráttarhest-
arnir, þeir síga þungt til jarðar og halda
leið sína, virðulegir — og láta sig engu
skipta ysinn umhverfis. Hliðarskýlur
hafa þeir fyrir augunum og sjá því að-
eins beint fram undan sér.
I Thorvaldsenssafnið fórum við
hinn 30. júlí. Það, sem fyrst vekur undr-
un manns, þegar komið er inn í þetta
mikla iistasafn, er hve mikið maður
I Thorvaldsens-ssfni
Ferðafólkið: greinarhöfundur, Guð-rún, maður hennar, Sigurjón Sumar-
liðason, póstur, og fararskjótinn — í lundum danskra skóga.
dýrmætu listaverk. Það er ekki fyrir
útlending, sem í eitt skipti kemur á
þennan stað og hefur skamma viðdvöl,
að gera sér grein fyrir, hvert af lista-
verkum snillingsins, sem gaf köldum
marmara svip og yfirbragð lifandi veru,
fær mest á hann. En aldrei gleymi ég
því, þegar ég kom inn í salinn, þar sem
Kristur stendur fyrir miðju og postul-
arnir tólf, sex til hvorrar handa, allir í
fullri líkamsstærð.
í þessu húsi eru og sýnd einkaher-
bergi Thorvaldsens. Þar er skrifborð
hans, stólar og legubekkur, jafnvel
hrákadallur hans er þar við legubekks-
endann. Stór klukka hangir þar á ein-
um veggnum og málverk eru þar af
vinum hans og vandamönnum. Þar er
og siðasta listaverk hans, hálfgjört. í
næsta herbergi getur að líta marga
muni hans, sem geymdir eru undir
gleri: úrkeðja, dýrindis dósir alsettar
gimsteinum — og margt fleira. Eru
þetta gjafir frá konungum og öðrum
stórmennum. Þar eru og geymd heið-
ursmerki hans.
Eg vil geta þess, að ekki eru öll lista-
verkin í þessu safni eftir Thorvaldsen
sjálfan, þótt meirihlutinn sé hans hand-
arverk. En hann hefur safnað þeim, og
val þeirra ber vitni um guðdómlega
listgáfu hans. Þarna má m.a. sjá lista-
verk frá Egyptum, Persum og Grikkj-
um, ævaforn og undrafögur. Thorvald-
sen dvaldist mikinn hiuta ævi sinnar í
salurinn er allur klæddur marmara,
annar, feikistór, er hafður fyrir borð-
sal, þegar þjóðhöfðingja annarra ríkja
ber að garði og gestaboð eru haldin.
Veggsvalir eru í þessum sal, þar situr
hljómsveit sem skemmtir meðan setið
er ur.dir borðum. Má geta nærri, að það
er glæst sjón að líta yfir slíkan sal,
þegar búið er að kveikja á mörgum
ljósakrónum, leggja drifhvíta damask-
dúka á borðin, þekja þau dýrindis
postulíni, gull- og silfurborðbúnaði og
blómvöndum. Og síðast, en ekki sízt,
allar kræsingarnar, sem fram eru reidd-
ar. Umhverfis þetta íburðarmikla mat-
borð situr svo skrautbúið fólk.
í einu herberginu i þessari höll er
bókasafn. Bindin í því eru legíó. Ég á
bágt með að lýsa þeirri kennd, sem allt
þetta skraut vekur. Allt þetta gull og
silfur og dýrindis steinar sem greipt er
inn í híbýli og húsbúnað. Einhvern
veginn finnst manni, að hér sé nokkuð
um of. En e.t.v. stafar það af því að
kotungsbarn kann ekki að meta slíka
hluti. Aldrei býr konungur í þessari
höll. Hann hefur mörg önnur húsaskjól,
sem sennilega standa ekki þessari höll
að baki.
A heimleiðinni komum við í hest-
hús konungs, þar sem hestar hans eru
geymdir. Það kvað vera sjaldan, sem
% unnudaginn' 25. júlí ókum
l > við langt norður í land,
um margar sveitir og sveitaþorp.
Eins og ég gat um fyrr, er yndis-
legt úti á landsbyggðinni. 'Svo langt
sem augað eygir á þessu flata,
fjallalausa landi er allt ræktað —
nema hvað þétt skógarbelti, sem í
fjarska líta út eins og lágir hálsar,
skera sundur akrana. Bændabýlin
sum líta út eins og hallir, en innan
um sjást fornfáleg hús. Alls staðar
eru tré og blómskrúð, og einmitt
það gerir alls svo vinalegt og fag-
urt.
þessi hefur afkastað. Bertel Thorvald-
sen var, sem kunnugt er, íslendingur í
aðra ætt. Hann fæddist hinn 19. nóvem-
ber 1770 og dó 24. marz 1844. Ævidag-
urinn var því langur, enda miklu af-
kastað. Mig brestur öll orð til þess að
lýsa þessu safni, sem fyllir 40 sali, auk
þess sem geymt er í anddyri og göng-
um stórhýsisins, sem reist var yfir hin
fólk fær að koma þar inn, en fyrir ötula
framgöngu frú Legaard gekk greið-
lega að fá að líta þetta sérstæða hest-
hús. Maður klæddur hvítum sloppi,
með vatnsfötu í hendi, ætlaði að fara
að brynna hestunum, þegar við komum
inn. Hann setti frá sér fötuna og fór að
tala við okkur. Kvað hann, að í þetta
skipti væri fátt af hestum konungsins
heima. Sjálfur var hann í Árósum og
hafði eitthvað af hestum sínum þar.
Þarna var þó m.a. einn af beztu gæð-
•ingum konungs, rauðstjörnóttur klár,
afar stór og fenegur. Var hann keyptirr
í Englandi fyrir 3000 kr. Alls átti kon-
ungur 23 hesta, en afi hans, Kristján 9.,
átti 95 hesta. Hesthúsið er raunar súlna-
göng, halda marmarasúlur þakinu uppi
beggja vegna við bása hestanna. Áfast
við hesthúsið er stór geymsla fyrir
reiðtygi konungs og aktygi. Er það allt
gljáardi og vel hirt, sum beizlin eru
fagurlega skreytt með gulli og silfri.
Þau notar konungur, þegar mikið skal
við hafa. Þegar við höfðum litið á allt
þetta, kvöddum við hinn konunglega
hestahirði og þökkuðum vinsemd hans.
I BÓKMENNTIR \
Framhald af bls. 5.
gerzt. Hann kýs heldur að eyða tíman-
um með fiðrildum.
M
ITJ. argt hefur verið sagt um fra-
bært vald hans á enskum prósa, og það
leikur ek:ki á tveim tungum, að hann er
óvenjusnjall skophöfundur, þegar hon-
um tekst bezt upp. Hann gerir gr’n að
sjálfum sér með aðdáanlegum hætti og
styðst að miklu leyti við eigin reynslu
í bókum eins og ,,Pnin“, sem er lýsing á
rússneskum prófessori við lítinn banda
rískan háskóla, eða „The Real Life of
Sebastian Knight“, þar sem hann lifir
aftur námsárin í Cambridge.
Samt er eins og honum bregðist stund
um bogalistin þegar hann er hvað napr
astur. Margr-a ára dvöl í Þýzkalandi hef
ur gætt skop hans germönskum broddi,
sem stundum er alveg bitlaus. Svo margt
í heimi nútimans vekur hjá honum þörf
til að uppræta svívirðinguna, að viljinn
til að særa og vanda um verður hygg-
indunum yfirsterkari. Þar við bætist að
'hann hefur hreina unun af gátum. Síð-
asta bók hans, „Pale Fire“, er jafnfmmt
einkennilegasta bók hans. Hún er á sinn
hátt engu minni gáta en „Finnegans
Wake“ eftir Janies Joyce. Lesandinn sem
vill reglulega njóta hennar og gera sér
mat úr henni, þyrfti helzt að hafa þrjár
bækur opnar fyrir framan sig í senn,
eina til að lesa formálann, aðra til að
lesa kvæðið, sem bókin dregur nafn af,
og þá þrið'ju til að lesa skýringar og
athugasemdir, sem eru þungamiðja verks
ins. Hugkvæmir skýrendur munu þegar
stundir líða grafa upp lag eftir lag af
hugmyndum og merkingum úr þessu
furðulega verki.
]V abokov gremst þegar honum er
líkt við Gógol, en sannleikurinn er sá,
að hann minnir oft á Gógol. Þó hann
hafi nú enga-r mætur á lítilli bók sinni
um Gógol, gefur hún furðuskýra mynd
af höfundinum. Nabokov er íhaldssam-
ur stjórnleysingi og hefur skömm á öll
um svokölluðum framförum, í hvaða
mynd sem þær birtast. Hann er mikið
gefinn fyrir málaþras og viðhorf hans
til útgefenda minna á stjórnmálaskör-
unginn Palmersbon. Á yfirborðinu er
hann ofurstinn sem sendir skammabréf
til blaðanna með undirskriftinni „Stór-
hneykslaðux", en í rauninni lifir hann
ó allt öðru plani en ofurstinn. Hann lif-
ir á plani óvenjulega gáfaðs ádeiluskálds
sem hliitir boðum þeirrar veraldax sem
hvarf þegar Pétursborg varð Leningrad,
6 LESBÓK MORGUNELAÐSINS
5. tölublað 1963