Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Page 8
SVEFNROFUNUM EFTIR GÍSLA HALLDÓRSSON Isvefnrofunum í morgun var ég aftur að fílósófera um lífið, eðli þess og samband við lík- amann. Hugmynd sú er ég hafði áð- ur fengið fyrir fáum vikum virtist skýrast og dýpka. í meginatriðum er niðurstaðan eitthvað á þessa leið: Eðlismismunur á lífi manna og dýra er ekki mikill, ef hann er þá nokkur. Maurarnir virðast t.d. haga sér eftir meira og minna skynsam- legum athugunum og ályktunum. Megintakmark allra lífvera virðist að viðhalda lífinu, afla fæðu og ann- arra gæða handa líkamanum. Hið sama gildir jafnvel um plöntur og slíkt staðbundið líf og lífverur. Þegar ein slík lífvera deyr, þ.e.a.s. hættir af starfa, að svo miklu leyti sem séð verður, og leysist upp í dauð frum- efni og efnasambönd, er mjög ólíklegt að hún endurskapist á ný með sömu vitund eða sem sami einstaklingur. Það er ekki sjáanleg nein ástæða, eða | Úr gömlu handriti neinn gróði við það, fyrir náttúruna eða lífið, að sama einstaklingseðlið og end- urminning um fyrra líf fái að halda sér í endurnýjun eða nýsköpun lífsins. Að hugsa sér, að hver jurt, hvert skordýr, hver fugl, hestur, hundur, maður, endurfæðist með fyrra vitundar- lífi sínu, er ákaflega ósennilegt. Vegna þess hins vegar, að það er sársaukafull hugsun, að allt sem var, verði að gleym- ast, og vegna þess að siðfræði vor og allt uppeldi miðast við áframhald per- sónulífsins, heldur mannkynið dauða- haldi í þessa trú. Skoðað algjörlega hlutlausum augum og án nokkurra tilhneiginga vegna þess hvað væri æskilegt frá sjónarmiði ein- staklingsins, lít ég þannig á: I. ífið flytzt frá einni veru til ann- arrar með sæðinu. Það er eins og af- feiðsla eða fall af lífverunni, og lífveran er jafnframt fall af lífinu. Hér er um stórmerkileg gagnkvæm áhrif að ræða. En af þróun lífveranna má margt læra. Þegar barnið fæðist, getur það hvorki talað, gengið né ráðið hreyf- ingum sínum. Skynsemi þess er mjög ófullkomin. Flest börn haga sér svipað ó þessu stigi. Það tekur mörg ár að þroska persónuleika og hæfni. Persónu- leikinn verður þannig til á löngum tíma og er sífellt að breytast meðan vér lifum. Vér eigum e.t.v. góðan vin í dag. En er vér hittum hann á ný eftir 30 ár eru bæði hann og vér svo breyttir, að alls ekki er hægt að segja, að um sömu menn sé að ræða. Það, sem þeir áttu eitt sinn sameiginlegt, hefur jafn- framt horfið. Aðeins föl endurminningin lifir. Jafnvel hinar stórkostlegustu breyt- ingar á sálarlífi einnar persónu geta átt sér stað, fyrir áhrif einfaldrar efna- sKiptingar í líkamanum, svo sem þegar karli er breytt í konu eða konu í karl, með kirtlavökvum, hormónainnspraut- unum eða öðrum slíkum aðgerðum. Þetta hlýtur smám saman að leiða til skilnings á því, að lífið og einstaklings- vitundin, er ekki fyrirfram tilbúin per- sóna með ákvéðnu eðli, heldur er per- sónan eða einstaklingseðlið aðeins form eða fall af samstarfi líkamsvaxtarins og lífsorkunnar. Líf, sem blásið er í flugu, eða flyzt í hana á getnaðaraugnablikinu, hefur ekki möguleika á að fullkomnast á ann- an hátt en þann, sem lífmynd flugunnar segir til um og takmarkar. í flugunni nær lífsorkan valdi á vængjum, sograna og fótum. Og leitin hefst að fæðu og maka, svo að lífið megi halda áfram. í því finnur flugan fullnægingu lífsins. 1 einni og sömu mannpersónunnl eru fólgnir möguleikar til þróunar margvislegra einstaklinga. Og ekki sízt líkamseiginleikarnir, kirtlastarfsemin og umhverfið ráða miklu um það, hvernig sálarlífið svokallaða verður. En erfðir, eiginleikar og ásköpun líkamsvaxtarins, niðurskipun og vaxtarhæfileikar líkam- ans ráða mestu um það, hver árangur getur náðst. Af þessum og þvílíkum umþenking- um virðist mér, að lífið hljóti að vera alheimsorka, sem aðeins fær útrás og staðfestir sig, þegar henni eru gefin til þess skilyrði, þ.e.a.s. „tök“ á líkama. Sáðdýr þau, er maðurinn framleiðir á getnaðaraugnablikinu, eru tvímælalaust gædd lífi. Og hvert þeirra um sig kynni að þroskast og verða að karli eða konu, ef því væri gefið tækifæri til að vaxa. En flest deyja og aðeins eitt fær venju- lega að lifa-. Hefur ekki maðurinn þarna framleitt ótal litla líkami, sem voru færir um að taka við og flytja lifsorku yfir í nýjan líkama? Og dettur nokkrum það í alvöru í hug, að sá einstaklingur, sem þarna kemur til með að vaxa upp og dafna, annað.hvort sem karl eða kona, sé fyrir- fram ákveðinn af neinu öðru heldur en því, sem liggur í eðli þeirra tveggja persóna, Sem blcnduðu eða tengdu sam- an lífsorku af líkömum sínum? E g held, að lífið sé frumorka og lífveran aðeins sú mynd, sem líkaminn gefur þeim hluta af þessari orku, sem hann hefur náð tökum á. En þegar lík- amin líður undir lok, sé sú saga búin. Vísindin fræða oss um það í dag, að vér, eins og allir hlutir, lifandi og dauð- ir, séum aðeins samsettir af sameindum og frumeindum og þær aftur úr elektr- ónum og jákvæðum kjörnum, sem aflur eru samsettir úr prótónum og nútrón- um. Ennþá smærri eindir virðast hafa fundizt, þar sem eru hinir skammlífu mesónar, sem e.t.v. eru brot eða flísar úr prótónum eða nútrónum. Þannig er hver frumeind eins og sól- kerfi og að mestu leyti tóm. Og sjáifir eru líkamir vorir eins og net, eða víra- virki, eða gufumökkur, aðeins það, að allt er á fleygiferð gerir oss sýnilega og áþreifanlega. En þessi hreyfing fer þó fram á regiu- bundinn hátt innan hverrar frumeind- ar, dg sameindar, og sellurnar vaxa og skipta sér á reglubundinn hátt eins og eðli þeirra segir fyrir um. Þess vegna vöxum vér upp í þeirri mynd, sem vér erum. Og á sama hátt og ytri eðlisein- kenni vor eru greinilega á marga vegu, eins eru hin innri einkenni vor mis- munandi, eftir erfðum frá móður og föður, en þó sífelldum breytingum und- irorpin, vegna utanaðkomandi áhrifa, svo sem uppeldis og umhverfis, þ.e.a.s. reynslu þeirrar, er vér öðlumst. Framhald á .bls 11 De Gaulle og Tisot greiða atkvæði í kosning- unum í okt. sl. — Auk þess sem Tisot líkti eftir fram- göngu og háttum for- setans, greiddi hann stefnu hans atkvæði sitt. hrifinn af Tisot, eins og allir aðrir — og þá „fóru hjólin að snúast" fyrir uniga manninn. En allt á sér sinn endi — og nú eir Tisot hættur að líkja eftir for- seta Frakklands, neyddist til þess, að eigin sögn: „Þ egar ég var búinn að stæla de Gaulle nokkurn tíma, veitti ég því eftir- tekt, að ég var tekinn að smitast af persónuleika hans. — í fyrsta skipti á ævinni tókst mér að láta leigubílstjóra og veitinga- þjóna fara að óskum mín- TISOT — de Caulle l1 LESTIR virðast hafa mjög gaman af snjöllum eftirhermum — og eru þeir, sem geta líkt eftir rödd og látbragði annarra (ekki sízt frægra manna), hinir vinsælustu skemmti- kraftar hvarvetna. í París á heima ungur maður, leikari að nafni Hnri Tisot, sem til skamms tíma hafði af þvi atvinnu — og harla góðar tekjur — að herma eftir sjálfum Frakklandsforseta, de Gaulle. — Sagt er, að forsetinn hafi orðið dálít- ið gramur, þegar hann frétti af þessum náunga og athæfi hans. Brátt lét hann sér þetta þó í léttu rúmi liggja— og loks segir sagan, að hann hafi eitt sinn hlýtt á hljómplötu, þar sem Tisot hermdi eftir honum — og komizt svo að orði eftir það: „Það lá við, að ég héldi, að ég væri að hlusta á sjálfan mig tala“. jálfur segir Tisot um tildrög þess, að hann lagði fyrir sig að herma eftir forsetanum: „Ég fór að líkja eftir de Gaulle fyrir framan spegilinn, sjálfum mér til afþreyingar — og eiginlega fyrst og fremst til þess að hjálpa mér að gleyma erfiðleikum mín- um, sem þá var meira en nóg af — einkum atvinnu- erfiðleikum". — ★ — Svo fékk einhver kunn- ingi Tisots hann til þess að koma fram með efiir- hermur sínar á góðgerða- samkomu. Þar var staddur forstjóri leikhússins „Le Theatre de Dix Heures" á Montmatre. Hann varð um, með því að stara á þá með ströngum svip forset- ans. Og ég stóð sjálfan mig að því að skoða hug minn um það, hvað hann mundi gera við ákveðnar aðstæð- ur — og haga mér svo eftir því. Svona gekk þetta, þar til dag nokkurn, að mér fannst sem de Gaulle glápti á mig frá ragspegl- inum mínum. Þá varð mér ljóst, að tími var kominn til þess að hætta leiknum“. En flóttinn frá forsetan- um kostaði það, að Tisot varð að leita sér að nýju verkefni. Hann fékk loks hlutverk Augustines nokk- urs í léttum sjónleik, sem nefnist „Biohon". Og hann segir, að „Gústi“ þessi sé miklu meira í samræmi við hans eigin persónu heldur en de Gaulle — „hreinskil- inn, frekar taugaóstyrkur náungi, sem óttast forstjór- ann sinn . . .“ Henri Tisot æfir hlutverk sitt sem de Gaulle fyrir fram- an spegil. Þrátt fyrir mjög ólíkt útlit, tókst honum að verða ótrúlega líkur forsetanum, að allra dómi, er sáu. g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.