Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Síða 10
OP S.MAVEDTALIÐ F/esf/r erci íasfagestir — 18976. — Gufubaðstofan 29! Kvisthaga ©57? — Er höfuðpaurinn við? — Augnabli'k og síðan svarar glaðleg rödd: — Jónas Halldórsson. — Hvernig gengur nuddið? — f>að gengur bara vel. — Hefur þjónusta Gufubað- stofunnar orðið vinsæl? — Já ég held ég megi full- yrða það. Á morgun, 11. febrúar eru 4 ár síðan við opnuðum hér. — Og hvað eru gestirnir orðnir margir? — f>að veit ég ekki. Hingað hafa komið tugir karla og kvenna daglega síðan. Við höf- um opið alla daga árið um kring, nema á sunnudögum í júní, júlí og ágúst. í viku hverri eru sérstakir kvennaíímar, stund á hverjum degi frá mánu degi til föstudags. — Og er kvenfólk mikið fyrir gufubað? — Já kvennatímarnir eru allvel sóttir. — Kvenfólkið er kannski enn þá meira fyrir nudd? — Margar vilja fá það nudd, sem við veitum. Annars er hér um margt að velja. Gufubaðið er alltaf opið og þarf ekki að panta það sérstaklega. En vilji menn Ijósböð eða nudd er vissara að biðja um það fyrir- fram, sérstaklega á annadögum um helgar til að komast hjá FtSKRÉTTUMNN OKKUR hefur borizt bréf frá frú Wanda Þórðarson, Brekkugerði 12, og sendir hún okkur þrjár góðar fisk- uppskriftir, sem hér fara á eftir. Hún merkir þær 1, 2 og 3 og við birtum þær einnig í þeirri röð: Fiskflök St. Germain Fiskflök eru skorin í litla bita og krydduð með salti og pipar, pensluð með bræddu smjöri og síðan velt upp úr raspi og steikt við vægan hita. Með er höfð bearnaise-sósa: 3 matsk. vatn, 3 matsk. vínedik, Vi laukur er soð- inn í nokkrar mínútur, þá er laukurinn tekinn úr og 4 eggjarauður hrærðar út í yfir gufu, bætið smám sam- an út í 4 matsk. af bræddu smjöri. Hrærið í þar til sós- an er orðin þykk. „Fiskbögglar“ ' 250 gr. hakkaður fiskur, 2 hveitibrauðssneiðar lagðar í bleyti og síðan allt vatn kreist úr þeim, kryddaðar með salti og pipar og múz- kat. Þá er þessu blandað saman við smátt saxaðan lauk og svolítinn sítrónu- safa og hrært vel. Þá eru búnir til „bögglar", farsið lagt í hálfsoðin kálblöð og hnýtt vel utan um, rúllurn- ar lagðar í vel smurt, eld- fast mót, þunnri tómatsósu hellt yfir og smátt skornu beikoni raðað yfir. Þetta er loks bakað í ca 30 mín. í vel heitum ofni, soðnar kartöfl- ur bornar með. Fiskbúðingur 500 gr fiskflök og 1 stór laukur hakkaður í vél, 1 peli heitri mjólk hellt yfir 3 hveitibrauðssneiðar, brauð ið látið í pott og látið blotna vel, hrært í þar til það losn- ar frá pottinum, þá er hrært 100 gr smjör út í, þá er fisk- urinn og laukurinn látinn út í, kryddað með salti og smá ögn af engiferdufti, rif- inn ostur eftir vild. 2 eggja- rauður hrærðar út í, og hvít- urnar þeyttar sér og látnar út í siðast. Þetta látið í form og soðið í vatnsbaði í ca. lVz klst. Um leið og við þökkum frú Þórðarson fyrir upp- skriftirnar, viljum við hvetja húsmæður til þess að senda okkur línu — og upp- skrift að góðum fiskréttum sem þær hafa á takteinum. Sköpum fjölbreytni í fisk- réttum og borðum fisk á hverjum degi, það er bæði hollari og ódýrari fæða en kjöt! bið. Það eru hér margir fasta- gestir, sem hafa ákveðna tíma. — Hafa margir verið fasta- gestir allt frá byrjun? — Daginn, sem opnun stof- unnar var auglýst fyrir 4 árum, hringdu margir. Sá fyrsti var prófessor Jón Sigtryggsson læknir. Hann hefur síðan kom- ið hér vikulega á sama tíma ár eftir ár. Segja má, að meirihluti gest- anna sé fastagestir. Eftir að fólk hefur kynnzt finnska gufu- baðinu og notið hvíldarinnar eftir það umvafið teppum í hvíldarstofu, fengið sér Ijósböð og nudd, finnst því sem heim- sókn í slíka baðstofu sé nauðsyn legur þáttur í lífi þess. — Léttast menn mikið við gufuböð? — Allir eitthvað. Metið hér er 2.7 kg í eitt skipti. Það var Ásbjörn á Álafossi sem fagnaði þeim léttleika. Hitinn í baðinu orsakar öra útgufun. Þar er engin gufa en hitastigið um 100 gráður. Menn fara 2—3 í baðstofuna en fá' sér heit og köld böð þess á milli. — Og halda menn áfram að léttast í það óendanlega? — Þunginn kemur fljótt aftur að mestu leyti. En það má ætla að varanlegur sé fimmti hluti þess þunga sem menn missa, þannig að í „meti“ sínu hafi Ás- björn raunverulega létzt um 540 grömm. En þetta er líka algert met hér og sá er næst kemur stendur Ásbirni langt að baki. — Og svo er hægt að nudda af mönnum pundin lika, er það ekki? — Jú, margir fá sér nudd til að losna við óþarfa keppi, aðrir aðeins til hressingar og enn aðr- ir samkvæmt læknisráði á ein- hverja líkamshluta. — Og þú nuddar bæði konur og karla? — Ég hef bæði nuddkonu og karlmann til aðstoðar. í karla- tímunum verðum við oft að vera tveir sakir anna. í sum- um kvennatímum nudda ég, en í öðrum nuddkona. Annars stjórnar kona mín, Rósa Gests- dóttir, kvennatímunum, að öllu leyti. — Og hvort er nú þægilegra fyrir nuddarann að nudda karl- manns- eða kvenmannslíkama? — Það er lítill eða enginn munur þar á. Aðalatriðið íinnst mér vera að ég finn að Gufu- baðsstofan hefur orðið fjölda manns að liði í veikindum og stórum hópi til mikillar hress- ingar. Það er líka gott að finna að fyrirkomulag allt hefur reynzt mjög vel, enda hafði ég kappkostað að kynna mér slíka starfsemi erlendis. Það eina er að piássið mætti nú, að 4 árum liðnum, vera svolítið stærra. T. d. var hugmyndin að setja upp „róðrarvélar" og önnur áreynslutæki en úr því hefur ekki getað orðið síðan bæta varð við aðstoðarnuddfólki, sagði Jónas að lokum. Láttu þetta ekki blekkja þig. Ef þau háldust ekki í hendur mundu þau drepahvort annað. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.