Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Side 13
aS kenna. Stæði séra Gísla nær að hugsa
um staðinn (Stað á Reykjanesi), að
hann niðurníddist ekki hjá fóstra hans
(séra Benedikt Pálssyni) og yrði ekki
að flagi, því þar bæru þeir ábyrgð“.
Eii það reis upp annar maður, sem
var þakklátari fyrir framtákssemi séra
Gísla í draugamálinu, og komst, hálfri
öld síöar, í gott œti í biskupsskjala-
safninu. Það var Jón Árnason, þjóð-
sagnaritari, sem skipaði Garpsdals-
draugnum við háborðið í sínum ís-
lensku þjóðsögum.
Rasmus Chr. Rask
og biskupsfrúin
í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar dags.
1 Reykjavík 2. sept. 1813 minnist Rask
á fyrstu komu sína í hús biskups. Sá
hann þar tvær konur inni, var önnur
álitleg og vel klædd í dönskum bún-
ingi, en hin klædd eins og józk bónda-
telpa og hélt Rask að það væri vinnu-
konan og heilsaði henni „sæl og bless-
uð“, en þetta var þá biskupsfrúin. Síðar
getur Rask þess, að hún sé góð og skyn-
söm húsmóðir og vel að sér, „en víst er,
að hún. bæði í limaburði og siðum og
búningi, hefir tíu sinnum meira sam-
eiginlegt við bóndakonu á Fjóni eða
Jotlandi, en við frú í Kaupmannahöfn“.
Altarishrík
Ögmundar biskups
Þetta mikla listaverk á sína sorgar-
sögu, en sá hluti þess, sem varðveitzt
hefir, var endurheimtur frá Danmörku
árið 1930 og er nú í Þjóðminjasafninu
í Reykjavílc. — Hannes segir:
Um Ögmundarbríkina frá Skálholti
og afskipti, eða réttara sagt afskipta-
leysi um gjöreyðingu hennar, sjá Jakob
prófast Árnason p. 2—4. (En þar segir):
10. jan. 1814 ritar séra Jakob Geir
biskupi, og segir, að Þorláksbrík (hann
nefnir hana svo) frá Skálholtsdóm-
kirkju hafi legið í hversdagslegu pakk-
húsi á Eyrarbakka síðan hann kom
þangað austur, og gangi árlega úr
sér (þ.e. skemmist), kveðst ekki ætla að
hún verði flutt þaðan sjóveg, biður
biskup leyfis að mega láta flytja hana
í Bæjarkirkju (Gaulverjabæ), og setja
hana þar fyrir altari, og kvaðst muni
sjá um, að tilganginum með þessum
dýrmæta grip verði náð, að hann verði
kirkju til prýði, heiðurs og sóma, segir
að nú séu ísalög í bezta lagi og óskar að
fá skjótt svar, en biskup hefir alls engu
svarað. Mundi bríkin nú heil og lítt
skemmd enn hér á landi, ef biskup
hefði sinnt þessari beiðni séra Jakobs,
en í þess stað gerskemmdist hún í pakk-
húsi á Eyrarbakka. Dálitlar leifar eða
brot af henni voru flutt í Þjóðminja-
safnið í Höfn, en til Reykjavíkurdóm-
kirkju átti hún að fara í upphafi. Hefi
ég áður ritað um mál þetta í Þjóðólfi.
Eftir að hin konunglega nefnd um
varðveizlu fornminja hafði ritað bisk-
upi 31. marz 1817 um að fá áreiðanlega
skýrslu frá honum um hina svonefndu
Stórubrík eða Ögmundarbrík, ritar
biskup loks 5. júní s. á. Sigurði stúdent
á Eyrarbakka (en ekki séra Jakobi) og
biður hann að gefa skýrslu um ásig-
komulag altaristöflunnar, og hvort hún,
með noklcurri viðgerð, mundi verða
nothæf í Reykjavíkurdómkirkju, og sé
svo, að altaristaflan sé ekki gerskemmd,
þá biður biskup Sigurð, að setja hana
íyrst á góðan þurran stað og muni svo
verða gerðar frekari ráðstafanir um,
hvað við hana skal gera.
23. júlí 1819 ritar biskup loks Lamb-
ertsen kaupm. á Eyrarbakka að senda
til Hafnar leifarnar af altaristöflunni
(Ögmundarbríkinni frá Skálholti) sam-
kvæmt kröfu fornleifanefndarinnar til
biskups 6. maí s. á. og lofar nefndin að
greiða flutningskostnaðinn til Hafnar.
(En Lambertsen vildi ekkert við þetta
eiga, nema stiptsyfirvöldin sæju um, að
láta gera 3—4 kassa og pakka þar niður
pörtum altaristöflunnar, og þá skyldi
hann flytja þetta til Hafnar). Varð svo
biskup að skrifa séra Jakobi prófasti 3.
ágúst, að annast um að láta gera þessa
kassa og pakka töfluleifunum niður í
þá. Biskup og stiptamtmaður greiddu
séra Jakobi 8 rd. úr Jarðabókarsjóði
upp á greiðslu síðar frá fornleifanefnd-
inni, sbr. tilkynnir.gu frá biskupi til
hennar dags. 9. sept. s. á. um að leifarn-
ar af hinni gömlu Ögmundarbrík séu þá
sendar frá Eyrarbakka. Sama ár sendi
biskup fleiri forngripi. Fornleiíanefnd-
in var ekkert sérlega glöð yfir send-
ingu bríkarinnar, af því að hún væri
svo stór, en biskup afsakar það í bréfi
3. sept. 1820 að þeir hafi viljað fá hana,
en engin skýrsla komið til sín um
hvernig hún væri til reika. Biskup
skammast sín ekki fyrir að segja, að
hún hafi verið höíð fyrir kjötknyðju
(Ködblok) á Eyrarbakka. (Það hefir
verið lengi á vitorði biskups, hvernig
með þenna forngrip var farið, en ekki
mátti séra Jakob fá hana í Bæjar-
kirkju).
Biskup bjargar dóm-
kirkjunni á Hólum
í umsögn til Castenskiolds 18. júlí
1814 leggur biskup eindregið á móti
því, að Hóladómkirkja verði lögð niður,
sóknin sameinuð við Viðvíkursókn og
ný kirkja byggð á Kálfsstöðum. Hefir
meiningin þá verið að rífa allt tréverk
úr Hóladómkirkju og ef til vill múrinn
líka og byggja úr því nýju kirkjuna.
Biskup telur Hólakirkju fallegustu
kirkju landsins. Sem betur fór varð
ekkert úr því hermdarverki að rífa
Hólakirkju.
Biskup átti líka sinn
manndóm
Þólt biskup væri hægur í lund, lét
hann það ekki óátalið, að klerkar gættu
ekki sæmilegrar virðingar í bréfum til
hans, sbr. Kristján Jóhannsson og Þor-
leif Sæmundsson.
Biskupi tsemist arfur
Eftir tengdaföður sinn, séra Halldór
Finnsson, erfði Geir biskup 6.600 rd. (í
dönskum courant) eftir vottorði biskups
sjálfs. Var það mikill arfur í þann tíð,
en ekki hrökk það til að rétta við fjár-
hag biskups, nema ef til vill rétt í bili.
Úr forsögu Lands-
bókasafns
11. september 1818 ritar biskup
kanzelíinu um að „innrétta” húsrúm
fyrir Stiptsbókasafnið á dómkirkjuloft-
inu og hyggur að það rnuni ekki kosta
meir en 800 rd. Sjálfur kvartar hann
um húsþrengsli, þar sem hann hafi að-
eins skrifstofu í 3 litlum stafgólfum,
stofu í 2 og svefnherbergi í 1 stafgólfi
og það í gisnu og saggasömu timbur-
húsi.
Geir biskup og
SigurÖur Pétursson
Sigurður Pétursson sýslumaður erfði
miklar eignir eftir föður sinn og gaf
þær biskupi í próventu með sér, að sögn,
en ekki gat það hamlað því, að þrotabú
yrði eftir biskup látinn, en Reykvíking-
ar skutu saman allmiklu fé til að full-
nægja skuldheimtumönnum og sjóðum,
er biskup hafði haft í vörzlum sínum.
(Verið getur, að réttara sé, að Sigurður
hafi gefið með sér drjúga fúlgu til bisk-
ups, en ekki gefið honum eiginlega
próventu sína, þyrfti að athugast).
Sigurður Pétursson sýslumaður var
skáld. Eftir hann eru kvæði, rímur og
leikrit. Geir biskup samdi eitt leikrit,
„Bjarglaunin", er síðar var prentað og
kallað „Brandur".
Andlát Geirs biskups
í sögusafni ísafoldar, Rvík 1891, er
frásögn um það, að biskup fór niður í
fjöru að horfa á marsvínsdráp, varð
kalt og lagðist upp úr því banaleg-
una. Er þetta eftir frásögn séra Bene-
dikts Þórðarsonar og efalaust hárrétt,
enda man ég (H. Þ.) að Páll Melsteð
garnli sagði mér 'söguna alveg á sama
hátt.
(Geir biskup andaðist 20. september
1823. talinn 63 ára gamall. Tekið er
fram í prestsþjónustubók Reykjavik-
urdómkirkju að ofkœling hafi orðiö
banamein hans).
Kjartan Sveinsson.
|FÉLAGI FORSETANS\
Framhald af bls. 9
sigri þessa tilvonandi forseta Banda-
ríkjanna.
Dave fylgdi Kennedy um allt næstu
vikurnar — upp og niður um öll sam-
býlishús í kjördæminu; þeir stönzuðu
á fyrstu hæð og þáðu kaffisopa, á þeirri
næstu var það te (nú, eða öfugt) —
og á efstu hæðinni supu þeir svo oftast
nær úr mjólkurglasi.
Kennedy sigraði í forkosningun-
um — 10 keppinauta — með glæsibrag;
og í „demókratakjördæmi", eins og
þarna var um að ræða, jafngilti það
þvi, að John Fitzgerald Kennedy væri
þegar kosinn til þings. Hann — og Pow-
ers — fengu þarna byr undir báða
vængi, sem nægði þeim til „flugs“ inn í
sjálft Hvíta húsið eftir aðeins 14 ár.
„Þegar ég nú lít til baka“, segir Dave
Powers, „kemur að mér hálfgerður hroll
ur við þá tilhugsun, ef Kennedy hefði
orðið þreyttur á annarri hæð og ekki
(haldið lengra. Þá væri ég kannski bara
blaðasali enn í dag“.
★ ★
Þetta fyrsta samstarf þeirra vinnanna
gekk sem sagt með miklum ágætum —
en nú skildi leiðir um stund. Kennedy
hélt til Washington (til þingsetu), en
Powers tók við starfi sem forstöðumað-
ur skipulagsdeildar húsnæðismálastjórn-
arinnai í hverfi því, sem nefnist „Old
Harbor Village" og er í suðurhluta.
Boston. Hann kvæntist svo einkaritara
sínum, eigi löngu eftir að hann var
hækkaður í tign og skipaður nefndar-
maður í fylkisstjórn húsnæðismála —
og svo fékk hann leyfi frá störfum
nokkru síðar — til þess að aðstoða vin
sinn aftur í nýrri kosningabaráttu.
★ ★
Dave er ótrúlega minnugur á tölur
— og þá ekki sízt kosningatölur. Þann-
ig getur hann enn í dag þulið upp úr-
slitatölur i öllum þeim kosningum, sem
Kennedy hefir boðið sig fram í um dag-
ana, og eru þær þó ekki svo fáar. Hann
hefir t.d. sagt vini sínum, að ef aðeins
12.236 atkvæði hefðu fallið öðru vísi en
raun varð á í forsetakosningunum 1960
væri Kennedy enn „aðeins" Öldunga-
deildarþingmiaður. Nánar til tekið:
1.609 atkv. í Delaware, 4.430 í Illinois,
4.991 í Missouri, 58 á Hawai og 1.148 í
New Mexico. — Hann hefir oft gert for-
setann undrandi með stálminni sínu á
þessu sviði. Eitt sinn spurði Kennedy
t.d., hverju hefði munað, þegar hann
bar sigur af hólmi yfir Lodge í kosning-
unum til Öldungardeildarinnar 1953.
Powers svaraði, án þess að hika:
70.737. Forsetinn spurði þá þegar um
atkvæðamagn sitt (og Dave svaraði um
hæl: i.211.934) — og síðan atkvæðamagn
Lodge (1.141.247). Hann sá, að forset-
inn var að hripa á blað — „ætlaði víst
að reyna að reka mig á stampinn", seg-
ir hann. En eftir litla stund leit Kennedy
upp og sagði: „Já, reyndar mikið rétt
— ég hélt nú satt að segja, að þú
værir bara að hreyta í mig einhverj-
um tölum út í loftið".
Sögur Powers — stundum
gasi lar, alltaf góðar
E in meginátsæðan til þess, hve
vel hefir farið á með þeim Kennedy
og Powers, er vafalaust sú, að hinn
síðarnefndi virðist þekkja hug og skap-
lyndi forsetans svo vel, að hann veit
upp á hár, hvenær Kennedy hentar að
spjalla, hvenær hann vill helzt vera
í næði með hugsanir sínar — eða hann
vill gjarnan hlusta á góða sögu. Hefir
þá ekki svo mikið að segja, þólt sagan
hafi heyrzt einhvern tíma áður — en
aldrei sakar, að hún sé írsk að upp-
runa. Eins og t.d. þessi um írann á
banasænginni, sem sagði við vini sina
tvo, að þar sem þeir hefðu alltaf skipt
öllu jafnt og látið eitt yfir þá alla
ganga, ættu þeir að vita, að undir
rúmi hans væri flaska af viskíi.
„Ég vil, að þið komið að jarðaför-
inni minni og drekkið úr henni, til
minningar um mig“, sagði hann.
„Eigum við að drekka hana áður en
við förum út í kirkjugarðinn, eða þeg-
ar við komum aftur þaðan?“ spurði
annar vinanna hljóðlátlega.
„Drekkið hana áður“, sagði hinn dauð-
vona maður, „því að ég verð ekki hjá
ykkur, þegar þið eruð komnir til baka“.
Ekki spillzt af meðlœtinu
Dave Powers reynir aldrei að
gera meira úr starfi sínu en efni standa
til — en segir gjarnan: „Hver sem er
gæti í raun og veru gert það, sem ég
geri. Ég er aðeins svo heppinn, að for-
setanum geðjaðist að, hvernig ég geri
það.“
— ★ —
Það eru engin mikilvæg leyndarskjöl
á skrifborði Powers eða í skúffum hans
í skrifstofunni. Veggirnir eru aftur á
móti þaktir myndum af honum og
forsetanum — á kappleikum, við borð-
hald í einkaborðstofu forsetans o.s.frv.,
og svo af honum, þar sem hann er að
heilsa ýmsum erlendum þjóðhöfðingj-
um og leiðtogum á tröppum Hvíta húss-
ins. Einnig geymir hann í fórum sínum
myndaalbúm, þar sem getur að líta
ýmsa, sem hann hefur tekið á móti í
nafni forsetans. Og meðal þeirra telur
hann nokkra, sem honum þykja sér-
staklega eftirminnilegir, svo sem John
Glenn, ofursta (geimfarann), McArthur,
hersihöfðingja, Sir David Ormsby Gore,
sendiherra Breta, og íranskeisara.
Dave er skemmtilega hæverskur, að
því er varðar framtíðaráætlanir, er leiða
mætti af stöðu hans í þjónustu forseta
Bandarikjanna (þar sem hann hefir
17.500 dollara árslaun — rúmlega 730
þús. ísl. kr.). — Eiginlega hefir hann
aðeins leyfi frá störfum sem nefndar-
maður í fylkisstjórn húsnæðismála 1
Boston — og segir, að hann hafi skilið
Mfeyrissjóðinn sinn þar eftir, óskertan,
ef svo færi, að hann sneri aftur til
sinna fyrri starfa.
Nú á hann heima með konu sinni
og þrem börnum í þægilegri íbúð í
McLean, örskammt frá Washington. Og
hann segir, að hann „gæti snúið aftur
til fjölbýlishússins heima í Boston
á morgun — með glöðu geði“.
„Ég hefi ekki látið meðlætið spila
mér“ ,bætir hann við og brosir.
B. tölublað 1963
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13