Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Blaðsíða 9
iiiipiiiuiiiiiiiiHiiiniiiiiiiiiinim Þ ótt sumaiiveðráttan hafi ekki verið eins og bezt hefði verið á kos- lð hafa erlendir ferðalangar lagt leið sína hingað í stórhópum. Flestir þeirra ráðgera sumarferðir sínar með margra mánaða fyrirvara svo að fréttir um kulda á íslandi eða leið- indaveður koma ekki í veg fyrir að fólk leggi upp í svaðilförina. Ferðaskrifstofurnar hér taka nú vaxandi þátt í fyrirgreiðslu við er- lenda ferðamenn og hafa Lönd og Leiðir verið einna atkvæðamestar á því sviði að undanförnu. Forstjóri skrifstofunnar er Ingólfur Blöndal og í sumar hefur hann haft fleiri í sinni þjónustu en nokkru sinni fyrr. Á skrifstofunni hafa starfað átta nianns, en auk þess hefur hann haft fólk við akstur og leiðsögustörf út um h/rippinn og hvappinn, 'bæði heima og erlendis. M bl'. hitti Ingólf að máli á dögunum og spurði hvort hann væri ekki ánægður með „vertíðina". — Jú, ég held að ég hafi ekki yf- ir neinu sérstöku að kvarta, en samt er það sárafátt, sem ekki þarf að lagfæra og bæta í sambandi við mót- tbku erlendra ferðamanna á íslandi. í sumar hefur skortur á hótelher- bergjum verið mjög tilfinnanlegur og af þeim sökum hafa mjög margir orðið að fara hjá garði, fólk sem áætlað hefur að hafa hér viðdvöl á leiðinni yfir hafið með Loftleiðum eða Pan American. — Það er út af fyrir sig ágætt að halda hér alls kyns ráðstefnur. En það er ófært að efna til þeirra allra um háannatímann, mitt sumarið. — Við höfum verið með allmargar flugvélar í l^iguferðum milli íslands og útlanda í sumar — og hafa þær flutt ýmsa hópa, bæði innlenda og erlenda. Meginhlutinn af þessu fólki hefur ekki tök á að ferðast sem almennir flugfarþegar vegna kostn- aðar — og það kemst ekki sjóleiðina vegna þess að ailt er yfirfulit. Við þyrftum .að auka flutningagetuha á sjó yfir sumarmánuðina stórlega og vona ég að nýja skip Sameinaða Gufuskipafélagsins bæti töluvert úr, 'þegar það leysir Drottninguna af hólmi næsta ár. — Þótt ýmís V/andamál séu erfið úrlausnar og maður hafi það oft á tiifinningunni, að þeir, sem aðstöðu hafa til að koma ýmsum breyting- um fram, séu skilningssljóir, er werð lagið hér þó alvarlegast af öllu. Ég sé ekki að það þýði nokkuð að fá hingað venjulegt erlent ferðafolk næsta sumar, ef verðiagið hækkar I „vertíðar Þessar ráðstefnur taka þá upp 511 hótelherbergi í bænum svo að ekk- ert rúm verður fyrir almenna ferða- menn. Það ætti að vera leikur að stefna þessum ráðstefnumönnum hingað að vori eða hausti, því á þann hátt nýttum við miklu betur allt það, sem við höfum hér: Flutninga- tæki, hótel og veitingastaði. I sumar hefur verið hin mesta ringulreið í öllum þessum málum, því ein ráðstefnan hefur tekið við af annarri og almennum ferðamönnum hefur þar af leiðandi verið úthýst. Að vísu er það ekki ótakmarkaður fjöldi ferðafólks, sem hingað kemst, því öll farþegarými skipanna eru yf- irfull á sumrin — og með skipum komast færri en vildu. í vetur. Það nær auðvitað engri átt, þegar verð á einni máltíð er orðið hærra en gistingin á sama stað. Margt annað er eftir þessu. T ið spyrjum Ingólf hvaða ferð ir hafi gengið einna bezt, en Lönd og Leiðir hafa í sumar haldið uppi þremur eða fleiri ferðum daglega hér innanlands fyrir erlenda ferða- menn. — Kynnisferðimar um Reykjavík hafa heppnazt mjög vel, segir hann. Við höfum farið þessar ferðir á hverjum degi síðan í fyrrahaust, all- an veturinn, hvort sem það hafa ver ið tiveir farþegar eða tuttugu. Surts- eyjarferðirnar hafa líka heppnazt vel — og höfum við sent allt að fimm smávélum sama kvöldið með farþega yfir Surt. Það má líka segja það sama um ýmsar aðrar ferðir, sem farnar hafa verið oft í viku. Til dæmis upp í hvalstöðina í Hvalfirði, útreiðartúrarnir, Borgarfjarðarferð- irnar, að Gullfossi og Geysi, til Krýsu víkur, Hveragerðis og Þingvalla — og Fjallabaksleiðin hefur aldrei ver- ' ið jafneftirsótt og í sumar. En við höfum verið með ótalmargt annað — og í heild erum við ánægðir með ár- angurinn. Það tekur geysilangan tíma að byggja þetta upp og enginn reikn ar með sæmilegum arði eftir nokkr- ar „vertíðir". i vetur lögðum við áherzlu á að kynna þessar ferðir í þúsundum ferðaskrifstofa, bæði í Ameríku og Evrópu. Árangurinn hefði líka orðið enn betri, ef hér hefði verið hótel- rými fyrir fleiri í sumar — og ef fleiri hefðu getað komið til landsins með ódýrasta móti, þ.e.a.s. með skip- um. Nú, í lok ágúst, sendum við áætlun • okkar og verðskrá fyrir næsta sumar út um allan heim í tíu þúsund eintökum, því að við ætl- um ekki að gefast upp fyrir verð- bólgu og öðru, sem okkur er and- snúið, 'fyrr en í fulla bnefana. Við höfum trú á að þetta sé hægt,- að það sé^ hægt að byggja upp „túrisma" á íslandi og tilraunir með Hótel Vík- ing er eitt atf mörgu, sem við teljum að sanni okkar mál. Tvær erlendar ferðaskrifstofur, sænsk og svissnesk, hafa beðið um að fá að selja öll gistirúmin þar næsta sumar svo að það ætti að vera hægt að halda skipa smíðinni áfram. En í þessu sem öðru hlýtur það alltaf að vera meginregl- an að slaka ekki á gæðakröfunum strax og ljóst er að komið er á rétta braut. I okkar störfum heyrum við oft sagt, að eitt og annað sé nógu gott. Þessi hugsunarháttur er banda- maður verðbólgunnar og getur eyði- lagt alla okkar möguleika á sviði ferðamála á sviptstundu. hj.h. <illllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMMMIIIIIIIIIIIIMIilllllllMlllllllllll FLUGM/U oojoo- FERÐAMAL^. IIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU lífinu, er mjög lítið eða ekkert þrosk- eður hlvað auglýsingatækni snertir. Menn líta enn á þennan þátt auglýsinga starfsins sem algert aukaatriði. Finnst samt ágætt að leita til okkar þegar þeir komast upp á lagið með það — en telja samt sem áður að þessi þjónusta eigi að vera því sem næs>t ókeypis. Hér skapast því fá tækifæri til að leggja mikla vinnu í hlutina og sýna góðan árangur. Og þó svo að einn hafi óhiiga á að leiggja eitthvert fé í aug- lýsingaundirbúning fer oft svo, að við prentun eða aðra lokaútfæirslu á verk- inu er allt í einu sparað það mikið, að öll hin mikla undirbúningsvinna er eyðilögð á einu bretti". 1 V " ¥ið erum alveg sammáia Leifi hvað þetta snertir, því á þessu sviði standa ísleiidingar nágrannaþj'óðunum geysi- langt að baki og brautryðjendastarfið er ekki tekið með sitjandi sældinni. Þe>x Oddur Ólafsson hafa nú rekið ljós- myndastofu sína Myndiðn í t\/ö ár og þrátt fyrir andbyrinn miðar samt alltaf í rétta átt. Friðrika byrj'aði að teikna heima fyrst etftir að þau settust að hér. Hún gerði það m.a. til þess að geta haft Björn Geir hjá sér á daginn og hann lærði líka að lesa við teikniborðið hjá henni En nú er hann að verða stór strákur og þarfxxast ekki jafnnákvæim-- ar umJhirðu — og Friðriku fannst hún hálfinnilokuð að geta ekki haft meira samband við starfsbræður sína en raun bar vitni þarna suður í Kópavogi. Þess vegna fór hún að vinna á teiknistofu og það líkar henni ljómandi vel, því starfið er skapaindi og alltaf nýtt og ferskt á hverjum degi. 0 g hvert er helzta tómstundagam an fjölskyldunnar að Lundi? Sá eini, sem hefur ráð á að veita sér tómstundir, er ,Björn Geir og nýlega lauk hann við að setja saman og mála járnbraut og heila fjallshlíð, sem hann hefur komið fyrir í vinnustofu mömmu sinnar — að vísu með örlítilli hjálp frá pabban- um Friðrika hefur auðvitað um nóg að hugsa, þegar heim er komið á kvöldin. Leifur ^innur mikið og þá sjald an hann tekur sér bók í hönd er það yfirleitt einhver fagbókin, sem hann blaðar í. Að vísu hefur öll fj'ölskyldan gaman af hljómlist og plötuspilari er til á heimilinu. Jazz er ofarlaga á óska- listar.um, en yfirleitt hafa þau gaman af a:iri hljómlist nema þá helzt róman- tíkinni, sem fellur ekki í þeirra smekk. „Lífsglaðir menn og jákvæðir gera öll- Framhald á bls. 14 iíjuiu Geir með' járnbrautina sina og míediyigjandi uuiliverfi. 29. tbl. 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.