Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1964, Blaðsíða 5
losif Brodsky Iosif Brodsky er 24 ára gamalt rússneskt skáld, sem gat ekki far i<5 að forskriftum Sovétmanna um „bókmenntastarfsemi", og var því kærður og dreginn fyrir rétt sem „sníkjudýr". Skýrslur um þessi réttarhöld tóku fyrst að berast til vestrænna landa snemma í vor sem leið (Sbr. „A Poet in Prison", eftir Andrew Fi- eld í NEW LEADER, 22. júní 1964). Það, sern. iléf pftiiííi t? Úí= skrift af tvennum réttarhöldum í Leningrad, sem rússnesk blaða- kona hraðritaði og smyglaði úr landi. Réttarhöld fyrir DZERZHINSKY- hvcrfisdómstólnum í Leningrad. Vostanie (Uppreisnar!) stræti 36. Dómari: Frú Saveleva — 18. febrúar 1964. FYRRA RÉTTARHALD DÓMARI: Hvað gerið þér? BRODSKY: Ég yrki ljóð. Ég þýði. Ég held___ DÓM.: Það skiptir engu, hvað þér haldiö. Standið uppréttur. Ekki halla sér upp að veggnum. Horfið á réttinn. Svarið honum aknennilega! (Við mig) Þér gerið svo vel að hætta að skrifa niður, ella verður yður fleygt út. (Við Brodsky) Hafið þér fasta vinnu? BRO.: Ég hélt, að það, sem ég nefndi, væri föst vinna. DÓM.: Gerið svo vel að svara ná- kvæmlega! 3RO.: Ég orti ljóð. Ég hélt, að þau kæmu út á prenti. Ég held ... DÓM.: Við höfum engan áhuga á því, sem þér haldið. Svarið, hvers BRO.: Ég var að vinna. Ég var aS yrkja ljóð. DÓM.: Það er okkur sama um. En okkur er forvitni að vita, hvaða stofnun. þér hafið staðið í sambandi við. BRO.: Ég átti nokkra samninga við útgáfufyrirtæiki. DÓM.: Höfðuð pér nægilega samn- irga til að lifa á því? Teljið þér þá upp, og segið hvemig þeir voru, hve- nær gerðir og uppá hve miklar upp- hæðir. BRO.: Það man ég ekki. Allir samn- ingar minir eru í höndum lögfræðin^s- in? rPÍns, DÓM.: Ég er að spyrja yður. BRO.: Tvær bækur með þýðingum eftir mig voru gefnar út í Moskvu . . . (Hann nefnir þær). FYRRI HLUTI DÓM.: Hve lengi hafið þér unnið? BRO: Hér um bil.... DOM.: Við höfum ekki brúk fyrir neitt „hér um bil". BRO: Fimm ár. DÓM.: Hvar unnuð pér? BRO.: f verksmiðju. Með jarðfræð- ingaf lokkum.... DÓM.: Hve lengi í verksmiðjunni? BRO.: Eitt ár. DÓM.: Og gerðuð þar, hvað? BRO.: Ég var við skurðarvél. DÓM.: En hvað er starf yðar, almennt tekið? BRO: Ég er skáld og ljóða.þýðandi. DÓM.: Og hver hefur sagt, að þér scuð skáld? Hver hefur skipað yður í skáldahópinn ? BRO: Enginn. (Óbeðinn) Og hver hef- ur skipað mér í hóp mannkynsins? DÓM.: Lærðuð þér til þess arna? 3RO.: Til hvers? DÓM.: Til skálds. Hversvegna klár- uðuð þér ekki gagnfræðaskólann þar sem undirbúið er___þar sem kennt er BRO.: Mér fannst ekki ég geta lært þaó' í neinum skóla. DÓM.: Og flvernig þá? BRO.: Ég held, að þetta sé . .. (ringl- aður) ... guðs gjöf. DÓM.: Eigið þér nokkrar óskir til réttarins? * BRO.: Ég vildi gjarna vita, hvers vegna ég hef verið tekinn fastur. DÓM.: Það er nú spurning, en ekki nein ósk. BRO.: Þá á ég enga ósk. DÓM.: Hefur verjandinn nokkuð um að spyrja? VERJ.: Já, það hef ég. Borgari Brod- sky gengur það, sem þér vinnið yður inn, til fjölskyldunnar? BRO.: Já. VERJ.: Vinna foreldrar yðar líka fyr- ir sér? BRO.: Þau lifa á lífeyri. VERJ.: Búið þið öll saman éins og ein fjölskylda? BRO.: Já. VERJ.: Þá eru tekjur yðar hluti af. íekjum fjölskyldunnar? DÓM.: Þér eruð að gefa yfirlit, frek- ar en leggja fram spurningar. Þér er- uð að hjálpa honum með svörin. Þér ættuð að hætta þvi og koma heldur með beir.ar spurningar. VERJ.: Hafið þér legið í sjúkrahúsi? BRO.: Já, frá desemberlokum 1963 til 5. janúar þ.á. (1964), í Kashchenko- sjúkrahúsinu í Moskvu. VERJ.: Fannst yður ekki ssúkdómur yðar valda því, að þér ættuð bágt með að vinna lengi á sama stað? BRO.: Ef til vill. Sennilega. En það veit ég þó ekki. Nei, það veit ég ekki. VERJ.: Þýdduð þér kvæði í safn af kvæðum Kúbuskálda? 3RO.: Já. VERJ.: Hafið þér þýtt spænsk rom- anceros (ástaskáld)? BRO.: Já. VERJ.: Voruð þér nokkuð í sambandi við þýðendadeildina í Rithöfundafélag- inu? BRO.: Já. VERJ.: Ég bið réttinn að taka hér til greina vitnisburð frá skrifstofu þýð- erxiadeildarinnar .... Skrá yfir útgefin kvæði-----Samrit af samningum .... Símskeyti: „Við biðjum yður innilega að undirrita samninginn við fyrsta \ækifæri" (Verjandinn telur upp). Og vegna þér vinnið ekki. ílllllllllllllllllllllllllllllllllllllM .....IIIIIIIIIIIIIIIIIIC Frásögnin eöa réttara sagt afrit- ið af réitarhöldunum yfir Iosif Brod sky í Leningrad fyrr á þessu ári, sem, hefst á þessari síöu, minnir um marqt 'á einþáttung eftir snjallan ádeiluhöfund, sem hygast hlekkja á meðferð opiriberra dómsmála með verulega krassandi farsa. En hér er hvorki til að dreifa leikþœtti né höfundi — nema heim höfundi sem einatt er ðvægnastur % afhjúp- unum sínum, veruleikanum sjálf- um. Þetta er sem sé svipmynd úr rétt- arfari Sovétríkjanna, hrollvekjandi áminning um það, hverju einsýnt pólitískt ofstæki samfara fáfrœöi, múgsefjun og blindri trú á ríkis- valdið fœr til leiðar komið, þar sem frjáls- um umrœðum hefur verið út- rýmt og állt er miðað við ein- hverja óskil- greinda „þjóð- arheiU". Það er tákn- rænt að hér er verið að dœma rithöfund (Brodsky var dœmdur í fimm ára þrælkunarvinnu á rík- isbúi % Arkangelsk,. bar sem hann skyldi vinna við skitmokstur!), en ekki venjulegan slæpingja. Rithöf- undar eru nefnilega hvarvetna hœttulegri en aðrir ðnytjungar, því þeir eiga ráð á hugmyndum ¦— og hugmyndir eru sem kunnugt er hœttulegasta sprengiefni í veröld- inni.. Þó þessi riissnesku réttarhóld hljóti að vera bæði lygileg og hlœgi leg í augum flestra Islendinga, er samt Mns að gæta, að mörg þau sjónarmið sem dómarinn og hjálp- arkokkar hennar viðra í dómsaln- um eru næsta algeng meðál þorra manna hér á landi. Því er t.d. 6- sjáldan hreyft, bœði í blöðum og emkasamrœðum, að rithöfundar og aðrir listamenn eigi að vinna „nyt- söm störf' í stað þess að vera „sníkjudýr" á þjóðinni og vinn- andi fólki. Hitt kemur líka fram oftar en margan grunar, að skrif- finnar, ekki síst blaðamenn, eigi að sýna löglegum yfirvóldum virð- ingu og helzt lotningu; þeir eigi að halda sér 'frá gagnrýni og leitast við að lofsyngja vahihafa og flokks foringja — eða þegja ella. Ég veit af eigin raun, að ólíklegustu menn ala á slíkum kenningum og láta þær uppi % sinn hóp. Það er þannig siutt í öfgarnar. einnig hér á ís- landi, og mér þykir það œvinlega dálítið hlálegt, þegar menn tala hlakkandi eða í vandlœtingartðni um ðsvinnuna austan járntjalds, en gleyma að líta t speqiZinn og skoða þá drætti í eiqin ásjðnu, sem bera hið austræna œttarmðt. s-a-m. tiíiiiiiiimiiiimiiiimimimiiiimmiiiiiiiiiiH 2». U*l. lKi LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.