Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1965, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1965, Side 2
ÆMIili Hk SVIP- MVND TBSffl k I gLJ§| i || mw Þegar bandaríska leikskáldið Edward Albee var á barns- aldri, bjó hann í A'eglegu einbýlis' húsi og var fluttur til og frá fín- um einkaskóla í gljáandi Rolls- Royce. Þegar kom fram á æskuárin, sótti hann nokkra rándýra fram- haldsskóla, en stundaði námið slæ- lega. Tvítugur var hann fylgdar- maður bandarískrar höfðingjadótt- ur um New York, og ári síðar tæmd- ist honum arfur sem nam 100.000 dollurum eða 4.300.000 M, krónum, En ekkert af þessu færði honum lífs ánægju. Hann var orðinn beiskur og argur út í lífið um tvítugt. Edward Franklin Albee III er nú orðinn nálega 37 ára gamall og hef ur sent frá sér sex beisk leikhús- verk — fjögur þeirra eru einþátt- ungar, en tvö eru löng leikrit. Ann- að þeirra, „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“, var frumsýnt á Brdway fyrir tveimur árum og hér í Þjóðleikhúsinu á fimmtudags- kvöldið. Hitt, „Tiny Alice“, var frumsýnt á Broadway um áramótin síðustu. Einn af fjórum einþáttung um Albees, „Saga úr dýragarðin- um“, var sýndur af Leikfélagi Reykjavíkur í haust er leið. Afköst Albees eru ekki sérlega mikil að vöxtum enn sem komið er, en hann hefur vakið meiri athygli, bæði í heimalandi sínu og erlendis, en nokk- urt annað bandarískt leikskáld síðan þeir Tennessee Williams og Arthur Miller vöktu á sér heimsathygli fyrir tveimur áratugum. Hann hefur að sjálf- sögðu verið umdeildur, og virðast skoð- anir á honum skiptast mjög í tvö horn, ýmist alger fordæming eða igagnrýnis- laus aðdáun. Dómar um síðasta verk hana hafa verið misjafnir, en sú skoðun virðist vera almenn meðal gagnrýnenda, að þar hiafi honum í meginatriðum mis- tekizt, þó leikritið sé áhrifasterkt sviðs verk. „Tiny Alice“ kvað vera sambland af spennandi glæpareyfara og háspeki- legum vangaveltum um meiningarleysi tilverunnar, eftir að kristin trúarvið- horf hafa týnt gildi sínu í lífi nútíma- manna. En þessa tvo þætti þykir Albee eiga erfitt með að flétta saman í eina heild. T il þesssa haia alvarleg ag nýstárleg leikhúsverk átt mjöig erfitt uppdráttar á Broadway, og hefur Tennessee Willi- iams um langt skeið verið eina alvar- lega bandaríska leikskáldið sem þar hefur fengið verk sín sýnd. Yngri og djarfari höfundar hafa orðið að leita til hinna litlu tilraunaleikhúsa, sem flest eru staðsett í listamiannahverfinu, Greenwich Village. Þar hafa komið frarrumjög efnileg leikskáld, eins og t.d. Jack Ricliardson, Jack Gelber og Art- hur Kopit, sem oft eru settir á bás með Atbee O'g orðaðir við „leikhús fjarstæð- unnar“, en þessi nafngift hefur næsta litla merkingu, þar sem heita má að öll igáfuð og frumleg leikskáld samtím- ans séu sett undir þennan sama hatt. Fyrirmyndir þessara ungu höfunda eru ekki fyrst og fremst Sartre eða Camus, sem fjölluðu um tilveruna af mikilli alvöru, heldur bandarískir grín- höfundar eins og Ring Lardner og James Tliurber. Þeir hafa tilfinningu fyrir hinu hlægilega í mannlegu lífi og þá einkan- lega fyrir hinu skoplega misræmi, sem er milli orða fólks og hugsana. Gaman þeirra hefur að jafnaði tilhneiigingu til að verða nokkuð grátt. Jack Richardson hefur sagt um leikritið sem Þjóðleik- húsið frumsýndi á fimmtudagskvöld: „Edward hefur knésett gamanleikinn og bundið hendur hans fyrir aftan bak. Hann finnur kimni í öllu sem hann fjallar um, jafnvel í hatrinu.“ ð verki sínu „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ fór Edward Albee langt fram úr keppinautum sínum, Hann hefur bæði verið nefndur „hinn nýi O’Neill", „hinn ungi Strindberg“ og „Tennessee Williams Norðurrikjanna“. Williams er kannski sjálfur mesti að- dáandi hans. Hann sagði fyrir tveimur árum: „Edward Albee er eina mikla leikskáldið sem við höfuim rtokkum tíma átt hér í Ameríku". En Albee var illa við slíkan samanburð. „Ég er aðeins 4 ára gamall“, sagði hann þá. „Ég er aðeins 4 ára gamall, af því é|g hef samið leikrit í fjögur ár.“ Hið „nýja líf“ hans hófst fyrir 6 áruim með einþáttungnum „Saga úr dýragarð- inum“, klukkustundar-samræðum milli tveggja manna, sem lýkur með morði. Næsta leikrit hans var einþáttungurinn „Dauði Bessie Smith“, sem er ópersónu- legastur af verkum hans. Meðan negra- söngkonu blæðir til ólífs fyrir utan sjúkrahús hvítra manna, standa þrír starfsmenn sjúkrahússins álengdar og •bera saman sín eigin vonbrigði í lífinu. I þriðja einþáttungnum, „Sandkassan- um“, losna Pabbi oig Mamma við Ömmu gömlu með því að koma henni fyrir í sandkassa, þar sem hún á að grafa sjálfa sig. Síðasti einþáttungur Al'bees, „Am- eríski draumurinn1*, er bandarísk mar- tröð. Mamma geltir og Pabbi hlýðir, Ömrnu er kastað á dyr og barn er limað í sundur af foreldrum sínum. Það sem lyftir þessum leikritum upp yfir óhugnaðinn og gerir þau að listaverkum er ekki einungis kímni Albees, heldur líka ljóðræna hans og snilldartök á sam- tölum. „Hann er konungur samtalanna", segir franska leikskáldið Marcel Achard (hötfundur ,,Flónsins“). „Þriðja hver lína er snilld!“ „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ hefur öll einkenni einþátt- unganna að viðbættum möignuðum krafti, sem heldur áhorfendum við efn ið í hálfa fjórðu kllukkustund. Leikkonan Melinda Dillon, sem iék hlutverk Honiey á Broadway fyrir tveimur árum, segir frá því, að eftir að móðir hennar sá sýninguna hafi þær setið fram til klukk- an fjögur þrjár nætur í röð ag talað saman. Það var í fyrsta sinn sem móð- irin ræddi um skilnað sinn og seinna hjónaband við ' dóttur sína. Ij eikrit Alibees þykja óljós með köflum og vekja margar spurningar. Sama má segja um höfundinn. Tónskáld- ið William Flanagan, sem deildi íbúð með Albee í sjö ár fram til 1959, segir að hann sé sér og öðrum sífelld ráðgáta. Hann semur oft bráðfyndna texta, en hlær varla nokkurn tíma sjálfur. Hann skrifar í eldmóði, en getur svo verið full- komlega kæringarlaus þegar hann ræðir um verk sín eftir á. Hann virðist hafa óhamda þörf fyrir að tæta í sundur blekkingar og tálsýnir í leikritum sín- um, en í persónulegu lífi kýs hann leynd- ardómsfulla dul. Albee er meðalmaður á hæð, vel vaxinn, ákaflega unglegur í út- liti, klæðist helzt grófgerðum sportjökk- um og talar með ræktuðu tungutakL Hann býr í sólríkri fimm herbergja íbúð í Greenwich Village (listamanna- hverfinu í New York) ásamt ungu leik- skáldi, Terrence McNally, þremur kött- um (Cunégonde, Boy, Muffin) og þrem- ur kettlingum (nafnlausum). t Edward Albee lifir þægilegu lífi nú, en í bernsku lifði hann í allsnægtum. Hann fæddist í Washington, D.C., 12. marz 1928, og tveggja vikna gamall varð hann kjörbarn auðugra hjóna, Reeds Albees og konu hans Frances. Reed Albee átti mörg kvikmyndahús, en Frances var fyrrverandi sýningarstúlka. Fjölskyldati hafði venjulega vetursetu í Palm Beach á Florida, bjó þrjú ár í íbúð í Park Lane Hotel á Manhattan, en átti annars fast heimili í veglegu en heldur skuggsælu einbýlishúsi í Larchmont. Reed Albee, sem lézt 1961, var gæfur maður,*og vinir Edwards minnast hans helzt fyrir nudd og nöldur. Hann er fyrirmynd Pabba £ einþáttungnum „Ameríski draumurinn“. Franees Albee, sem býr nú í Whi'te Plains, er hávaxin, ráðrík og atkvæða- mikil kona. Hún er fyrirmynd Mömmu í „Ameríska draumnum". Mæðginin hitt- ast sjaldan, og Edward veit ekki hvort hún hefur séð nokkur af verkum hans. Cotta amma, móðir Franees, var tíður gestur á heimilinu. „Hún skildi mig,*4 segir dóttursonur hennar. „Hún yar við endann og ég við upphafið, þannig að við vorum bæði fyrir utan vítahringinn“. Hún er fyrirmynd Ömmu í einþáttung- unum „Sandkassinn** og „Ameríski draumurinn**. I bernsku átti Edward völ á öllu nema skilninigi. Það var endaiiauist dekr að við hann. Honum voru fengnar bam fóstrur og einkakennarar, og hann átti þúsundir Öýrra soldáta, sem hann gat fyllt með þrjár stofur þegar hann skipu- lagði orustur. Hann átti smóking og lézt vera keisari, og þegar menn hans féllu á vígvellinum hafði hann jafnan gnægð varaliðs til að senda á vettvang. Meðal vina föðurins voru menn úr kvikmynda- heiminum eins og Ed Wynn, Jimmy Dur- ante og Walter Pidgeon, sem voru tíðir gestir. „Ég hef aldrei vitað annað eins dekurbarn,** segir Wynn. „Þegar hann var 5 eða 6 ára, keypti faðir hans handa honum stærsta St. Bernard-hund sem hann gat fundið. Það var engu líkara en barnið væri með fíl í taumi“. Þegar Albee lítur til baka, kveðst hann hafa verið bæði „sæll og vansæll** í bernsku. Hann segist ekki hafa fundið til neinnar gremju gagnvart kjörforeldr- um sínum, en haft djúpstæðan ímugust á raunverulegum foreldrum sínum fyrir að yfirgefa sig. Þessi tilfinning kemur víða fram í leikritum hans, ekki sízt £ „Hver er’hræddur við Virginíu Woolf?“ Albee fór að yrkja ljóð sex ára gámall. Tólf ára var hann fluttur frá barnaskólanum í Rye Country, þar sem hann hafði verið áhugalaus nemandi, til Lawrenceville, þar sem hann varð ó- mögulegur nemandi. Eftir tvö og hálft ár var hann rekinn þaðan fyrir skróp, og var þá sendur í herskólann í Valley Forge. Sá staður varð honum hreinasta kvalræði, og hann fór ekki leynt með það. Hann minnist þess enn, hvernig hann las eitt sinn ljóð sín yfir kennara við skólann, meðan kennarinn lamdi á diendurnar á öðrum nemanda með keyri. Næst fór hann í Choate-menntaskól- ann. Skólastjórinn lét fyrri feril Albeea ekki á sig fá og spáði því, að hann mundi standa sig vel í bókmenntum. I þessum skóla fann hann sitt fyrsta raun- verulega heimkynni. „Ég man að við sátum oft tímunum saman á skrifstof- unni hjá mér,“ segir enskukennarinn þar, Framihaild. á bls. 8. Framkv.stj.: Slgfús Jónsson. Httstjórar: Slgurður Bjarnason frá Vlkur. Matthias Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýstngar: Aml Garðar Krtsttnsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Síml 22480. Utgefandi: H.Í. Arvakur. Reykjavflc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 2. tíbil. 1965,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.