Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1965, Side 12
DAVÍÐ STEFÁNSSON:
Á fimmtudaginn, 21. janúar, hefði Davíð Stefánsson skáld frá Fagra-
skógi orðið sjötugur. í tilefni af þessu afmæli hins ástsæla látna
skálds birtir Lesbókin í dag meðfylgjandi ljóð úr kvæðabók hans „í
döguij“ (1960) ásamt sænskri þýðingu á því, sem Anna Z. Osterman
gerði í samráði við skáldið og samkvæmt hans eigin valL
Harmljúð
rist á leirtöflur fundnar
i Babýlon
i
Meðan skáld morgunroðans
hófu daginn úr djúpinu
var bjart yfir Babýlon.
Hallir gnæfðu við himin,
vizku ól voldug þjóð,
búin pelb og purpura.
En gneista gullstrengjanna
brast flug milli fljóta.
I>á hófst bölvun þín, Babýlon.
Úrkynja ættir
tilbiðja trúlausar
fjölda falsguða.
í knæpum leika kögursveinar
torgdansa fyrir trylltan lýð,
skrípilj óð fyrir skækjur.
Þjóðharpan er þögnuð.
Bel-Shalti-N annar
hvílir bleikhjúpuð
í grafhýsi gleymdra feðra.
Grafið dýpra, grafið dýpra,
komandi kynslóðir.
II
Heyrið skrjáfur í skógi,
gífuryrði í gildaskálum,
fótatak þýja á þjóðvegum,
níðinga á næstu grösum,
hljóðskraf þeirra að húsiabaki,
sem véla fávísa til fylgis
við starblind stjómarvöld.
Úr fjarska, undir sól að sjá,
koma gráðugir garnmar
með blóðþef úr bringu og gini,
glæringar úr glymum.
Böm þín, Babýlon,
sem unna því ókunna,
glepja þeir til gleði.
Vargamir, víkingar loftsins,
hylja himinhvelið,
leita skjóls í skugganum
bak við mosavaxna múra.
Bráðum stíga alfiðraðir ungar
úr hreiðmm hræfuglanna.
Sjálf elur þú böl þitt, Babýlon,
svívirðir sorg þína.
Grafið dýpra, grafið dýpra.
komandi kynslóðir.
III
Bros þitt er slokknað, Babýlon.
Þú, sem reist fegurst við fljótið,
hefur varpað öllu velsæmi,
klæðlaus, kaunum hlaðin —
guðs hlið orðið gammabælL
Víst hef ég barizt gegn böli þínu.
Ekki með vopnum né vandlætingu
né stóryrðum á strætum úti.
Með ljúfum orðum ljóða minna
vildi ég hefja sál þína úr svaðinu,
lauga hana í lífdögg gyðjunnar,
óskabmnni aldanna.
Ég söng morguriroðann inn í musterið,
en þú gekkst dmkkinn hjá dyrum.
Hví svikuð þér, samherjar?
Hví rægið þér orð mín við alla?
Hví líkið þér lífi mínu
við kalkaða gröf, kulnaðan gíg?
Hef ég rænt fólk mitt frelsi,
tunguna töfrum sínum —
gælt við gammana?
Vei, rotnandi rústum.
Vei hinni andlegu ýldu —
herfangi hræfuglanna.
Þessi ógnarorð
gef ég ættum nýjum,
letruð á leirtöflur.
Grafið dýpra, grafið dýpra,
komandi kynslóðir.
IV
Bel-Shalti-Nannar
hvílir bleikhjúpuð
í grafhýsi gleymdra feðra.
Mýkri var hönd hennar morgunblænum,
er hún snart stafi mína.
Er hún gaf þeim tungutak,
heyrði ég nið helgra fljóta.
Borgin sekkur í sand.
Yfir hallarþökum hennar
mimu þyrnar og þistlar gróa,
illgresi aldanna.
En Bel-Shalti-Nannar
gistir guði sína.
Nemið orð mín, óbomar kynslóðir,
þér sem fæðist milli flótanna.
Grafið í sandinn,
gleymið ekki borg hennar
og fornu fjársjóðum.
Hún átti rósir úr rauðagulli,
myndastyttur marmarahvítar,
furðuverk úr fílabeini
sett fagursteinum,
glitofna dúka, guðavef,
drauma hinna dánu.
Og meðal djásnanna munuð þér finna
ljóðið um Bel-Shalti-Nannar
letrað á leirtöflur.
Auðmýkt skorti mig aldrei
né tengslin, sem trúin veitir
við hina eilífu uppsprettu.
Þaðan barst mér gneistaflug gyðjunnar,
lífskvika ljóða minna.
Svíkið mig allir, samherjar.
Drekkið blóð mitt, vængjuðu vargar.
Þyrhð sandroki
yfir seka borg.
Bel-Shalti-Nannar,
systir guðanna, sál þjóðar minnar,
geymir ljóð mín á leirtöflum.
Grafið dýpra, grafið dýpra,
komandi kynslóðir.
Lesbók œskunnar
Framhald af bls. 7
bt á masonitspjöld, sem hengd
voru upp á veggi forsai'sins.
Voru margir dráttlistarmenn
hér að verki, en að því er in-
epeotor scholae tjáði okkur,
var hlutur Nírni Geirsdóttur,
Trausta Valssonar og Hrafn-
hildar Stefánsdóttur einna
drýgstur.
Kennurunum varð starsýnt á
tmargax skreytingarnar, enda
kiannsíki að vonum, þar sem
þeir sáu þar myndir af sjálf-
um sér í klæðum frá tímum
Shaikespeares.
1 sal neðra var veitingiahúsi'ð
Galtarhöfuð, en í því veitinga-
húsi var FaÍstaÆf tíður gestur,
sbr. Hinrik IV. Út um fom-
eskjulegar gluggaborur á öðru
Ihúsi voru afgreiddar veitingiar,
kók og . kex. Veitingahúsið
þótti hin þægilegasta vistar-
vera. I>ar voru skjaldarmerki
á veggjum og allir innviðir í
rammenskum stíi.
D ans var stiginn atf mikLu
fjöri fram eftir nóttu en inn á
milli vtoru flutt minni karla
og kvenna. Armann Sveinsson
maelti fyrir minni karlpenings
og bað alla kartmenn að tokum
að syngja ,, Fós tiurlandsins
freyja", en það va'krti athygfli
okikar, hve undirtektir þeirra
voru draemar. Katrín Fjeld-
sted flutti minni karlá og að
lokinni hennar ræðu sungu
stúiiikiumar hárri raustu „Táp
og fjör og frískir ménn“. Var
það almenmt mál karflþjóðar,
að vart hetfði í anoain tíma
verið borið meira lotf á sterk-
ara kynið en í ræðu Katrníar.
Jólagfleði menntaskólanema
fór fram með miklum glæsi-
braig, og má með sanni segja,
að enn hafia menntaiskóilanem
ar orðið sínum gamila og kæra
skóla til mikils sóma.
— a —
PÓSTHÓLF
Framihald atf bls. 7
Má nefna þar m.a. Her-
mans Hermits, víðfrœga
unglingahljómsveit frá
Manchester, The Swinging
Blue Jeans, The Pretty
Things, Freddie and the
Dreamers og fleiri.
3) Að hinir hárprúðu
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
2. tbl. 1965.