Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1965, Síða 14
PICASSO
PramhaM af bls. 9.
veit og hiriu sem það ekki veit. Þá er
það, að þegar þeir sjá eins og í þoku
eitthvað se<m þeir kannast við, hu;gisa
þeir: „Haha, þetta þekki ég.“ Og þá er
ekki nema eitt skref eftir að hinu: „Aha,
ég skiil þetta allt saman!“ Og hugur
þeirra brýzt áfram, inn í hið óþekkta.
Þeir hlutir, sem komiast inn í mál-
verkin min, eru úr öl'.um hugsanilegum
éttium og einfaldir hlutir — krukka, bjór
kolla, reykja.rpípa, tóbakspakki, skál,
eldhússtóill með str'ásetu eða algengt og
óbreytt borð. 1 mínum augum er skaft-
pottur, hvaða gamall skaftpottur sem
vera skai og ailir þekkja, ker í mynd-
rænum skilningi, rétt eins og þeigar
Kristur notaði dæmisögumar. Hann
l’ékk hugmyndir og hann mótaði þær í
dæmisöigum, til að gera þœr ski'ljanliegar
sem flestum. Þannig nota ég hiuiti. Ég
vil t.d. aldrei mála Loðvíks XV-stól.
Það er sérstakur 'hlutur og fáujm ættað-
ur, en alls ekki almenningi. Ég sækist
eftir hlutuim, sem allir þekkja, eða að
minnsta kosti tilheyra öPium í orði
kveðnu. Þeir eru mníar dæmisöigur.“
E g sagði við Pabio, að honum
væri að fara fram í heilagleikanum:
fyrst Hegel, síðan Kristur. Hver kæmi
næstur? Hann hugsaði sig um stiundar-
kom. „Ég er ekki viss um það“, sagði
hann, „Kannski Arístóteles. Að minnsta
kosti einhver, sem gæti komið málara-
listinni á sporið afbur.“ „Hvar fór hún
af sporinu?“ spurði ég.
„Það yrði löng saga að segja frá
því,“ sagði hann. „Þá verður að fara
aftur í tímann, alla leið til Grikkja
og Bgypta. f dag erum við í þeirri böiv-
uðu aðstöðu að hafa enga reglu éða
kenningar, sem koma al'iri listfram-
leiðslu undir visst skipulag. Það gerðu
þeir — GrikJkir, Rómverjar og Egyptar.
Þeirra reglur voru óuimflýj'anlegar, af
því að fegurðin, svokölluð,. var sam-
kvæmt skýrgreiningu sinni fcílgin í
þessum roglum. En jafnskjótt sem list-
in hafði losað sig við erfðakenninigam-
ar og þetta frelsi, sem kom með im-
pressjónismanum, leyfði hverjuim mál-
ara að haga sér að eigin geðþótta, þá
var málaracist ekki lengur til, heildur
einstaklin.gar. Og höggmyndalistin hlaut
sama dauðdaga.
Svo að við byrjum á van Gogh, hversu
miklir, sem við emm, þá erum við all-
ir að "talsverðu leyti sjálflærðir — við
gætum næstum sagt, frumstæðir mál-
arar. Sérhver einn verður að skapa sér
tungumál frá upphafi til end-a. Það er
ekki hægt að beita neinum fyrirtfram á-
kveðnum reiglum við okkur, og við trú-
um ekki lengur á neina stranga mæli-
(kvarða. í vissum skhningi er þetta frels
un, en samtímis geysileg taikmörkun, því
að þegar einstaklin.gseðli listamannsins
tekuir að tjá sig, þá tapast það í reglu,
sem hann vinnur í frelsi, og þegar ekki
er hæ'gt að binda sig við neina reglu,
þá er það grundvallargahi.“
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 3
vii! einhver drepa minn fU, mamma.
Kannski halda þeir að það séu tennur
í honum. Nei, nei, vinur, það vill eng-
inn. Þinn fíll gengur heill og stoltur um
skógana. Heyrðu maimma, hann er svo
stór, svo litaði ég hann gráan, en grái
liturinn klístraðist allur, hann var svo
slæmur. En föndurkennarinn saigði, að
hann væri svo fallegur ,og tjömin og
páiiminn gerðu hann svo lifandi. Krö'klk-
unum fannst hann líka fallegur. Eftir
jólin, mamma, ætl-a krafckamir að búa
til fíla. Heldurðu að þau geti búið til
svona fallegan fíl, svona eins og hann
Jumbó, heldurðu það? Ég litaði spjald-
ið grænt, sem ég límdi hann á og tjöm-
ina bláa. Hann þarf að'hafa tjöm, hann
þarf að drekka. Drekka ekki ffiar
mamma? Ha, með rananuim og sprauta
upp I sig? Mikið vildi ég hafa raha. Held
urðu það væri ekki gaiman, mamma,
að geta sprautað í allar áttir. Af hverju
hafa ekki ödl dýr rana, af hverju,
mamma?
Morguninm eftir var hann kátur. Þá
var dagurinn kominn, í dag átti hann
að fá að fara heim mieð fílinn. Hann
gat vart borðað morgunmatinn og tím-
inn í skólanum ætlaði aldrei að líða. En
að lokuim kom að þvi, að föndurkenn-
arinn afhenti klippmyndimar. Héma er
fíl’linn þinn, vinur, sagði föndurkenn-
arinn. Gættu hans nú vel, það er rign-
ing úti. Hún mammia á að fá hann, sagði
drengurinn og hentist út. Hann vildi
ekki setja fí.inn í skólatöskuna, því þá
gat mjóilkurfl'askan rekist í hann,
skemmt hann. Hann stakk því fílnum
innundir úlpuna.
A biðstöðinni sneri. 'hann baki í
vindinn, og vafði úlpunni um sig, sem
'hann gat. Hann kikti niður undir úilpu-
barðið, þama var hann. Fíllinn hans.
Það stirndi á gráan skrokkiinn. Raninn
titraði undan vind-inum, sem blés upp
undir úlpuna hans, og pálmakrónan
blaikti til. Honum sýndist jafnvel gára
á vatninu,
Og þá, — fíllinn gekk að vatninu,
dýfði rananum ofan í oig sprautaði yfir
sig ahan. Aðdáunaramdvarp leið frá
brjósti drengsins. Augu hans tindruðu
og stækkuðu eftir því sem fíUinm öslaði
meir í vatninu. Fíllinn sogaði ranann
fullan og spýtti vatni og leðju yfir
sig allan. — Eitthvað hreyfðist á bak
við pálmann, svartur haus? Og þá voða-
legt öskur, það voru svertingjamir, æp-
andi og vælandi með örvar. Þessir fíla-
banar og tannaræningjar. Varaðu þig,
Jumbó, varaðu þig, kallaði drengurinn
upp, varaðu þig, svertingjarnir koma,
þeir ráðasit á þig.
Hvaða öskur eru þetta í þér, strák-
ur, svertingjiar, ertu vitnaus? Ha-na,
þvælstu nú ekki fyrir mér — svona, ég
þarif að komast að bekknum. Feita kon-
an settist. Voðialeg læti eru í krö'kikun-
uim, öskrandi ókvæðisbrð'um að manni,
en sá munnsöfnuður. Svertingjar, eins
og það sé ekki nógu margt sem maður
hræðist. Að ráðast á mig. Kaillarðu
mig Júmbu? Ha, heldurðu að sé innræti!
Hún leit á sessunaut sinn, reyrðan í
úlpu, af'gamlan. Hann heyrði víst ekkerf
Hanin anzaði að minnsta kosti ekki.
Hún ók sér nokkra stund fram og aftur,
gramsaði í töskunni sinni, dæsti og
sagði enn hærra: Það þynfti að hýða
þessa orma, það hefur aldrei verið
leyst niðrum þá. Það innrætir þá ekki,
tómt pakk! Hún leit enn einu sinni á
sessunaut sinn. Hann var gjörsamilega
glataður í úlpunni. Ekkert svar. Hún
setti á sig snúð og hélt áfram að hræra
í töskunni.
E g hefði átt að lita filinn betur,
sagði drengurinn við sjálfan sig,
kannski finnst mömmu hann ekki nógu
fallegur. En liturinn var svo slæmur;
þeir voru allir svo slæmir; þau gátu
víst ekki fengið aðra. Sumir áttu þó
sína sjálfir, ágæ'ta, en máttu ekki lána.
Strætisvagninn staðnæmdist og fólk-
ið tíndist inn. Drengurinn kom sér fyr
ir aftur í vagninum. Hann hallaði sér
upp að sætisbaki og reyndi að halda
jafnvægi. Hann kíkti undir úlpuíbarðið,
hvort tröllið væri þarna enn, óskert.
Jú, reyndar, þarna var hamn, o,g ran-
inn hristist og skaiif við hverja dýfu
vagnsins. Drengurinn reyndi að standa
á tám og dúa á móti hreyfingum vaigns-
ins. Er vagninn nam staðar við þriðju
stöðina, hentist hann að dyrunum.
Þama, strákur, reyndu að komast út.
Þú átt ekki að þvælast svona fyrir
fólki; sú feita aftur. Drengurinn hrökk
við og hentist út, rann tiil á sveillinu
og datt. Fillinn smiaug úr höndum hans.
Hann lá eitt augnablik fyrir framan
drenginn, titrandi fyrir vindinuim. Þeir
horfðust eitt augnablik í augu. Auga
fílsins nývaknað til lífsins, fullt af
gleði. Það sat skakkt á hölðiniu, ferkant
14 LESBÓK MORGUNBLÁÐSINS'
að og næsta ljósblátt. Þá kom sterk vind
hviða og feykti honum niður götuna.
Dremgurinn hentist á fætur og hljóp
af stað. Jumbó, Jumbó, fíllinn minn,
stöðvið hann, stöðvig fílinin minn, kall-
aði hann. Fíllinn fauk yfir götuna í átt
ina til fólksins við biðskýlið handan
hennar. Drengurinn hentist á etftir, hróp
andi: Stöðvið fílinn, stöðvið fílinn minn:
]\S aðurinn sem hímdi upp við hús
hornið handan götunnar og beið eftir
vaigninum, starði fúll út í lloftið. Eitt-
hvert bréf fauk fyrir fætur hans, hann
steig á það. Það heyrðist ofurlítið
skrjáf, og það kiístraðist niður í snjó-
bleytuna. Drengurinn kom hliaupandi,
krapsletturnar gengu í allox áttir frá
honum. Sástu fílinn minn, sástu hann,
hann fauk hérna niður eftir? Ha, sá
hvern? spurði rmaðurinn. Fílinn minn,
með trénu og tjörninini, pálmatrénu!
Ha, fíll, pálmatré, er það kannski þetta?
sagði maðurinn og sparkaði upp kirapi
og rennblautri pappírsdruslu. Þetta,
kallarðu þetta fíl? Þetta er ekki fíLl
frekar en kartafla. Fíll, pálmatré!
Drengurimn tók rennblauta klippmynd
ina upp, stakk henni undir úlpuna og
hljóp niður götuna. Maðurinn starði
fúlli eftir honum og þerraði krapa-
bleytuna af buxnabrotinu. Drengurinn
fann sér skjól við kjallaratröppur. Þar
tók hann fí.inn fram, rennblautan. Höf
uð hans var brotið upp með búknum,
ranalaust, pálminn var horfinn. Yfir
græna litmum lá skítugt skófar. Dremg-
urinn þerraði bleytuna af fílmuim með
skyrtuerminni, en hið skakka augia fíls
ins var gegnvott, það grét bláum lit.
Hann stakk fílnum aftur inn á sig og
hélt niður götuna. Hann þrýsti fílnum
upp að brjóstinu á sér. Auimingja
nnamma, sagði hann, hún sem hlakkaði
svo til! Hanrn var nættur að forðast
pollana. Voðalega heíuirðu verið lengi,
vinur minn, kallaði móðir hans, er hún
heyrði í hónum í_ anddyrinu, Vagninn
er löngu kominn. Ég heyrði þegar hann
fór hér framhjá. Þú mátt nú ekki
gleyma mörranu, þú veizt hún foíður.
Nei, nei, maimma mín, sagði dreng-
urinn. — En rnarmma, það ei'U líka til
svertimgjar á fslandi.
Aihugasemd
Það getur komið manni í koll að
eiga ólesnar eða illa lesnar bækur.
Það sannaðist rækilega á sunnu-
daginn, þegar ég birti hér í Lesbók-
inni svonefnda „Grýluþulu“, sem
ég heyrði af vörum Guðbjargar Jón
asdóttur frá. Kistu í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Var mér tjáð að hér
væri um gamlan húsgang að ræða
og vissu menn ekki annað en „þul-
an“ væri þjóðkvæði. Þrátt fyrir
nokkur afbrigði í gerð Guðbjargar
-er augljóst að þessi „Grýluþula" er
stytt afbökun á „Grýlukvæði“ Stef-
áns skálds Ólafssonar, sem margt
eldra fólk kann, og varð ég þess
strax vísari, þegar ég tók „Snót“
niður úr bókaskápnum hjá mér og
fletti kvæði Stefáns upp. Það birtist
líka í ljóðasafni hans, sem gefið var
' út í Kaupmannahöfn 1885, og kemur
þar raunar fram, að engin ein gerð
kvæðisims er örugglega réttari en
önnur, þar sem það er til i mörgum
ólíkum handritum.
Bið ég lesendur Lesb. velvirðingar á
þessum leiðu glöpum og hef ekki
aðra afsökun en þá, að því miður
endist ekki ein mannsævi til að lesa
allt sem maður þyrfti eða ætti að
lesa, og ræður oft kylfa kasti hvað
lesið er og hvað ekki. s-a-m.
'
HAGALAGÐAR
Enginn vildi vinna með Manue;
hann var skrö tormur.
,,Það er í honum illur andia q
söpðu fiskimennirnir, þec/ar þe\i
heyrðu skröltið.
Það var eitthvað undarlegt við
nýja hásetann um borð, hann Manu-
el.'í hvert skipti sem litla fiskiskútan
tók veltu eða rugig'aði, þá skrölti eitt-
hvað í maganum á honum.
Skipsfélagiar hans urðu órólegir.
Þeir voru hjátrúarfullir og sannifærð-
ir uim, að þeir væru í nánd við illan
anida, harm Manuel, þenna 55 ára
gamla háseta, sem þeir vildu forðast
sem mest, en þeir gátu ekki flúið
þetta óihugnanlega skrötóndi hljóð,
sem frá foonum heyrðist. Þeir gátu
jafnvel heyrt það þegar hann var
sofandi og brölti í koju sinni.
Svto fór að lokum, að þeir neituðu
að vinna með honum. Hinn 48 ára
'gamli skipstjóri, Juan Puerta, varð
því að láta málið til sín tóka, og er
þeir voru eins dags siglingiu undan
bænum Gijon á Norður-Spáni, gerði
/ hann boð fyrir Manuel.
1 „Ertu viss um að ekki sé eitthivað
( að þér?“ spurði skipstjórinn. Áhö'fn-
in hefir hótað að ganga í land vegna
þessa hávaða.
„Mér líður ágætlega“, svaraði Man
uel, „nema ég hefi stundum svolít-
inn verk í maganum. Ef till vill er
það miagasár."
Daginn eftir komu þeir til hafn-
ar. Þá var Manuel tekinn, hvort sem
hann blessaði eða bölvaði, og flutt-
ur í sjúkraihúsið í Oviedo.
Læknarnir urðu undrandi, er þeir
sáú ótal svarta depla, sem fram
komu á Röntgen-myndinni, er þeir
tó'ku af sjúklimgnum, og var upp-
skurður ákveðinn þegar í stað.
þar fundu þeir 132 spænska pen-
inga, seim samtals jafngiltu 83 ísl.
krónum.
Maniuel gaf þessa skýrimgu: „Ég
gleypti þessa peninga einu sinni i
veðmáli, þegar ég hafði dbttið í það,
en á eftir fyrirvarð ég mig fyrir að
leita læknis“.
Yfirlæknir sjúkrahússins, sem
framkvæmt hafði uppskurðinn og
hreinsað þenna fjársjóð úr maga
sjúklingsins, sagði: „Þessar myntir
höfðu stöðvazt í roaganium, og það
er líklegt að eitthvert máknhljóð
hafi heyrzt, þegar maðurinn hefir
hreyft sig snögglega.
Hefði hann gleypt aðeins fáa pen-
inga, hefði ekkert heyrzt, en svona
mörg málmstykki í maganuim hljóta
að hafa valdið talsverðum óþægind-
um og skrölti, þegar svo bar undir“.
Kættist þegar krýndur var.
Guðmundur Ketilsson bróðir Nat-
ans bjó á Illugastöðum. Hann var
búmaður mikill, smiður og skáld
gott. — Guðmundur var drauma-
maður eins og fleiri ættmenn hans.
Hafði hann mikla draumatrú. Eitt
Ísinn dreymdi hann, a!ð honum þótti
sagt vera við sig: „Þú átt að deyja
sama daginn og sýslumaðurinn þinn.“
Taldi hann víst að hann mundi deyja
sama dag og Blöndal sýslumaður, en
þegar svo reyndist ek'ki, minnkaði
trú hans á drauima. Iiann dó sama
dag og Armþór sýslumaður Amórsison.
— Hið konunglega danska landlbúnað
arfélag sæmdi Guðmund verðlaunum,
silfurbikar miklum fyrir jarðabætur.
Gúðmundur gaf hann sóknarkirkju
sinni, Tjarnahkirkju. Þegar Guðmund
ur fékk bikarinn kvað hann:
Áður hryggð í huga bar,
hræddist manna dóma.
Kættist þegar krýndur var
konunglegum sóma.
(Anniáll 10. aldar).
2. tbl. 1965,