Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 1
jar'ðvarma. Munar þar að sjálfsögSu
mest um Hitaveitu Reykjavík.ur.
JarÖvarminn sér nú fyrir um % af
hitunarþörfunum, og til samans sjá inn
lendu orkiulindirnar okkur þannig fyrir
um 37-38% af þörfunum, en 62-63%
þeirra er fuUnægt með innfiutningi oiíu.
ar að er lagt á herðar sveita-
stjórnanna hér á landi, að sjá borgur-
unum fyrir almennri þjónustu, svo sem
gatnagerð, skoip- og vatnsveitum, í
mörgum tilfellum rafmagnsveitum og í
nokkrum tiifellum varmaveitum.
Sveitastjórnirnar hafa stjórn á bygg-
ingu húsa með skipuiagningu byggð-
ar, setningu byggingarsamþykkta og
eftirliti með framkvæmd þeirra.
Einn er sá þáttur þessara máia, sem
Jarðhiti í Reykjaneskjðrdæmi
Eftir Svesn S. Einarsson, verkfræðing
Erinði þetta var flutt á affalfundi
Sambands sveitarfélaga í Reykjanes
kjördæmi, 26. marz 1966.
eðurfari á Islandi er þannig
háttað, að úpphitun híbýla
ei' óhjákvæimileg nauðsyn, að heita
má árið um kring. Forfeður otokar
leystu þetta vandamál á þann hátt
að byggja hús, torfbæina, með
þykkum veggjum og þykkri þekju
úr snyddu og torfi, sem í rauninni
eru allgóð einangrunarefni. Hita-
töp þessara bygginga voru því lít-
il. Eigi að síður var upphitun nauð-
synleg á köldustu tímum. Til hitun-
ar var notað hrís, mór og tað, og í
sumum tilfellum var líkamsvarmi
húsdýra notaður til upphitunar.
Þessir tímar eru ekki lengra undan
en svo, að ég og þorri minna jafnaldra
hafa tekið þátt í mótekju og taðstungu,
og þurrkun vetrarforðans af þessu elds-
meyti.
Þegar bygging nýtízkulegri húsa hófst
hér á landi í lok síðustu aldar og fram
eftir þessari, varð hitunarvandamálið
eríiðara, vegna þess, að hinar nýju húsa-
geröir voru illa einangraðar og héldu
því hitanum miklu verr en gömlu torf-
bæirnir. Þá komu til sögunnar ný hit-
unartæki, sérkyntir ofnar, — og síðar
miðstöðvarkerfi, sem framan af voru
Ihituð með kolum, en í seinni tíð með
oiiu, undantekningarlítið.
Þessi nýja hitunartækni og bi-eyttir
þjóðféiagshættir hafa valdið því, að
notkun eldsneytis af innlendum upp-
runa má nú heita að vera algjörlega
úr sögunni.
E nda þótt forfeður okkar hafi í 11
aldir verið í nábýli við svo augljósa
hitagjafa, sem hveri og laugar, hófust
ekki tilraunir til þess að nota þá til hús-
ihitunaj fyrr en á þessari öld. Ég kann
ekki þessa sögu alla, en það er gaman
að veita því athygli, að það voru tveir
foryslumenn í íslenzkum stjórnmálum,
»em áttu mjög ríkan þátt í, að koma
hreyfimgu á þessi mál. Annar var Jón
Þorláksson, sem ég ætla, að hafi fyrst-
ux varpað fram hugmyndinni að Hita-
veitu Reykjavíkux á fundi Verkfræð-
ingafélags íslands, haustið 1926, er hann
var forsætisráðherra. Hinn var Jónas
.Tónsson frá Hriflu, sem hlutaðist til
um, að héraðsskólarnir, sem byggðir
voru á árunum kxingum 1'930, væru
staðsettir þar, sem aðgangur var að
jarðvarma, Fyrsti vísir að Hitaveitu
Reykjavíkur var byggður í tilrauna-
skyni, árið 1930.
Annax merkur áfangi í hitunarmálum
íslendinga hófst með fyrstu virkjunum
við Sog og Laxá í Þingeyjarsýslu, um
1937.
Miðað við þáverandi ástæður voru
þessar virkjanir e.t.v. tilsvarandi skref
fram á við í virkjunarmálum, og virkj-
un sú, sem nú stendur fyrir dyrum
við Búrfell. Fyrst í stað var þarna um
töluverða afgangsorku að ræða, og tii
þess að nýta hana vax m.a. hafin hús-
hitun með raforku.
í þessum tveimur tilfellum var far-
ið inn á þá nýju braut að nota innlendu
orkugjafana, jarðvarma og vatnsafl til
húshitunar hér á landi.
Notkun raforku til húshitunar hefux
þó þróazt fremur hægt, ekki sízt vegna
þess, að við höfum ekki gert betur en
að hafa undan að virkja raforku til
annarra nota, og svokölluð afgangsorka
hefur því í mörgum tilfellum reynzt
stundarfyrirbrigði. Má ætla, að raforka
standi nú undir um 4% af orkuþörfum
okkar til húshitunar. Til samanburðar
má geta þess, að árið 1960 voru um
16% allra íbúða í Noregi rafhitaðar,
og um 48% nýrra íbúða, sem þar voru
byggðar 1963, voru rafhitaðar, en Norð-
menn munu allra þjóða lengst komnir
í þessum efnum.
í jarðhitamálum hefur þróunin orð-
ið stórum meiri hér á landi.
Nú eru starfandi jarðvarmaveitur í
5 kaupstöðum og kauptúnum, og nálægt
65.000 manns búa í húsum hituðum með
lítil afskipti hafa verið höfð af fram að
þessu, en það er valið á upphitunarað-
ferð í húsunum. etta er þó ekki litils-
vert atriði, hvort 'heldur er í bráð eða
lengd. Eg býst við, að fjárfesting í nýj-
um hitunarkerfum húsa nemi nú kring-
um 100 Mkr/ári, og áriegur kostnaður
við hitun húsa hér á landi mun vera
nálægt 400 Mkr, ef aðeins er litið á
orkukostnaðinn, en við það er þá eftix
að bæta fjármagnskostnaði hitunarkeri
anna, viðhaidskostnaði þeirra o.s.frv.
í sumum tilfellum er nauðsynlegt að
miða gerð húsanna sérstaklega við hit-
unaraðferðina, sem nota á, t.d. kemur
rafhitun naumast til greina í miklum
mæli, nema húsin séu mun betur ein-
angruð en byggingarsamþykktir krefj-
ast nú.
Allir sjá, hvílíkt hagræði er að þvl
að geta gengið endanlega frá öllum
lögnum í götur áður en þær eru full-
gerðar, ekki sízt nú, þegar varanleg
gatnagerð sýnist víðar framundan en
áður var. Við erum nú að byggja hús,
sem endast næstu fimmtíu árin eða
meir, og valið á 'hitunaraðferð þeirra
er nú lagt í hendur hinna einstöku hús-
byggjenda, að vísu með því neikvæða
aðhaldi, að þeir eiga í mörgum tilfell-
um ekki völ á þeim hitagjöfum í dag,
sem síðar kunna að verða á boðstólum.
Það skal viðurkennt að þessum mál-
um er ekki hægt að stjórna skynsam-
lega, fremur en öðrum, nema mögu-
leikarnir, sem fyrir hendi kunna að
vera, hafi verið kannaðir og metnir, _
og ákveðin stefna mörkuð á grundvelli
þeirra. Og ég vil nota þetta tækifæri til
þess að leggja áherzlu á nauðsyn þess,
að slík vinnubrögð verði tekin upp,
OÍIugt gufugos á Rcykjanessskaga.
fyrr eða siðar, bæði af sveitastjórnum
á takmörkuðu svæði og á iandsvísu.
E g sagði áðan, að Islend-
mgar verði að fulinægja um
62-63% af upphitunarþörf húsa
smna með innfiuttri olíu. Þesst
mnfiutningur nemur nú væntanlega
rúmum 150.000 smáiestum á ári, og
greiða þá notendur a.m.k. 250 Mkr/ári
fyrir hann.
Fræðilega séð væri hægt að láta jarð-
varma og raforku koma í stað þessarar
innfluttu oiiu. Hitt er svo annað mál,
hve fljótt marki yrði náð, jafnvel þótt
ákveðið verði að stefna að því. Hér eru
mörg ljón á veginum, og ekki sízt dreif-
býiið i mörgum landshlutum.
Sveinn S. Einarsson.
Fyrir því má færa margvísleg rök,
að réttara sé að nota jarðvarma en raf-
orku til húshitunar að öðru jöfnu.
Jarðvarminn hefur ekki eins fjölbreyti-
lega notkunarmöguleika og raforkan, og
er auk þess staðbundnari. Þá nýtist jarð-
varminn betur til húshitunar en til
flestra annarra nota.
Ég hef nýlega gert lauslega athugun,
byggða á gögnum, sem jarðhitadeild
Raforkumálaskrifstofunnar hefur safn-
að, — á því, hve mikill hluti lands-
manna hafi líkur á að geta fengið jarð-
varmaafnot. Sú athugun leiddi í ljós,
að miðað við núverandi dreifingu byggð
ar, eru líkur á, að 60-70% landsmanna
gætu fengið afnot af jarðvarma. (Sjá
mynd). En ef byggðaþróun heldur á-
fram líkt og verið hefur, einn eða fieiri.
áratugi, eins og allt bendir til, þá yrði >
þessi hlutfallstala enn hærri, því að-
staðan til öflunar jarðvarma er bezt hér
við sunnanverðan Faxaflóa, í Reykja-
neskjördæmi og í Reykjavík. í þessum
landshluta er 3-4 meiri háttar háhita-
svæði, sem enn er ekki farið að nýta
svo teljandi sé, auk lághitasvæða, sem
hvergi nærri eru fullkönnuð enn þá.
Hér er ekki spurning um það, hvort
hægt verði að afla nýtanlegs jarð-
varma, heldur miklu fremur um það,
hvernig það verði gert á hagkvæmast-
an hátt, og hvar eigi að byrja.
Víða um land stendur það jarðvarma-
afnotum fyrir þrifum, hve byggð er
dreifð, og byggðarlögin fámenn, því að
segja má, að hagkvæmni jarðvarma-
veitna sé í stórum dráttum háð þremur^
atriðum, (1) stærð markaðarins, (2)
hitastigi vatnsins, sem á boðstólum er
og (3) vegalengdinni, sem flytja þarf
heita vatnið að byggðinni.
Öll þessi skiiyrði eru hagstæð á báð-
um fjölmennustu svæðunum hér í
Reykjaneskjördæmi, — þ.e. Keflavíkur-
Njarðvíkur svæðinu annars vegar, og
Framhald á bls. 12.