Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 12
JARÐHITI Framhald af bls. 1. á svæðinu frá Mosfellssveit og Sel- tjarnarnesi til Hafnarf jarðar hins vegar. Á syðra svæðinu búa nú í Keflavík 20.000 manns í tveimur all stórum kaup- stöðum á íslenzkan mælikvarða, og þéttbýliskjömum í 3 öðrum sveitar- félögum, að ótöldum höfuðstaðnum, sem enn vantar hitaveitu fyrir líklega 15.000 manns. 3yggð á þessu svæði mun tengj- ast saman á næstu áratugum, og er þess vaenzt, að á næstu 17-20 árum verði íbúatala þessa svæðis 140-150 þúsund manns. Ef þær spár rætast, og stefnt yrði að því, að láta alla íbúana fá aðgang að hitaveitum, þá er hér eftir að byggja hitaveitur fyrir 80-90 þúsund manns á næstu 20 árum. Á syðra svæðinu búa r(i í Keflavík og Njarðvíkum nærri 7000 manna, og í næsta nágrenni er Keflavíkurflugvöll- urinn, en upphitunarþarfir mannvirkja hans samsvara þörfum 25-30 þúsund manna venjulegrar byggðar. Keflavík og Njarðvíkur eru í hröðum vexti, og ekki er fráleitt að ætla, að t.d. Sand- gerði gæti með tímanum tengzt veitu- svæði á þessum slóðum, þannig að það er ekki fráleitt að geta sér þess til, að á þessu svæði verði eftir tvo áratugi, grundvöllur fyrir veitu, sem samsvaraði þörfum rúmlega 40 þúsund manna byggðar, ef mannvirkjum flugvallarins verður haldið við. Báðir þessir varmamarkaðir eru það stórir, að þeir skapa fjárhagslegan .grundvöll fyrir að sækja heitt vatn til- tölulega langar vegalengdir, ef á þyrfti að halda, sérstaklega ef völ er á mjög heitu vatni. Og svo vel vill til, eins og ég drap á áðan, að í nágrenninu við þá alla eru háhitasvæði, þar sem hægt er að vinna vatn með 160-170° C hita, en svo heitt vatn er hægt að leiða nokkra tugi km með viðunandi tilkostnaði, þegar um jafn stór markaðssvæði er að ræða og hér er talað um. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim möguleikum, sem á því eru að nota jarðvarma til upphitunar á mörgum öðrum stöðum á landinu, — þvert á móti, þeir eru víða fyrir hendi og ber að hagnýta, — en ég vil leggja áherzlu á það, að ef íslendingar vilja taka þá stefnu upp, að nota jarðvarmann sem mest til húshitunar, og draga þannig úr innflutningi olíu, þá eru möguleikarn- ir hvergi betri til þess að gera stórátök í þeim efnum, heldur en einmitt á þeim tveimur svæðum, sem ég hefi nú nefnt E g vil ekki skiljast við þessar almennu hugleiðingar án þess að fara nokkrum orðum um þýðingu varma- veitna fyrir íbúana í þéttbýli. Það má ekki draga of almennar álykt- anir af einstökum dæmum, en ég get þó ekki stillt mig um að skýra frá einu dæmi, sem satt að segja kom mér á óvart. Ég átti erindi til Ólafsfjarðar í fyrsta sinni fyrir nokkrum árum út af jarðhitamálum þar. Ég vissi vel, að þá eins og nú áttu margir staðir við sjávarsíðuna á Norðurlandi í örðugleik- um vegna langvarandi aflabrests, sem þar hefur verið ríkjandi. Þessvegna varð ég dálítið undrandi að sjá blómlegt at- hafnalíf í þessum 1000 íbúa bæ, og heyra bjartan tón í málfari hvers ein- asta manns, sem ég átti samtöl við, og taka eftir, að íþáum fór fremur fjölgandi en fækkandi. Ég hafði orð á þessu við bæjarstjór- ann, og hann gaf mér þá óvæntu skýr- íngu, að ekkert eitt atriði hefði átt eins ríkan þátt í að viðhalda byggð og bjart- sýni í rrfinnum á Ólafsfirði, — hvernig sem áraði í svipinn, — eins og sú stað- reynd, að þeir hefðu notið þægindanna af hitaveitu fyrir kaupstaðinn, síðan árið 1944. Þeir byggðu hitaveitu fyrir sitt byggðarlag á sama tíma og Reykja- vík. Daginn eftir fékk ég sömu sögu að heyra af munni eins þekktasta athafna- manns staðarins í atvinnurekstri, og þá fór ég að hugsa, ef til vill er eitt- hvað til í þessu. í okkar svala landi er það mikil- vert, að hafa hitann alltaf við hendina, og það er ekki lítill þæg- indaauki fyrir húsmóðurina að hafa ávallt heitt vatn í kran- anum. Þýðing þessa síðara at- riðis kemur ekki sízt í ljós af því, að reynslan sýnir, eft- ir því sem við verkfræðingar komumst næst, að notkun heits krana- vatns á hitaveitusvæðum hér á landi, er um tvöfalt hærri en hjá þeim, sem utan þeirra búa. Og fyrir sveitastjórnarmenn, sem líka þurfa að sjá fyrir vatnsveitum, þýðir þetta, að álagið á kaldvatnsveit- una verður minna. Hvarvetna um heim er vemdun and- rúmsloftsins í þéttbýli orðið viðfangs- efni, sem veldur mönnum áhyggjum. Keykháfar húsa og iðjuvera spúa í sí- fellu framandi efnum út í andrúmsloft- ið, og ógleymdum hinum vélknúnu far- artækjum, sem sífellt fjölgar. Ekki að- eins hættir himinninn að vera heiður á bjartasta degi, heldur vaknar sú spurn- ing, hvaða hættu þetta feli í sér fyrir heilsu borgaranna. Fyrir þeim, sem muna mökkinn, sem oft lá yfir Reykjavík, áður en hún fékk hitaveitu, þarf ekki að lýsa þessu nán- ar. Áþreifanlegra er þó það fyrir borg- arann, að 1 öllum þeim tilfellum, þar sem jarðvarmaveita hefur verið byggð hér á landi, greiðir notandinn lægri upphæð yfir árið fyrir að halda húsi sínu heitu, en með nokkurri annarri að- ferð, sem hann á völ á. Þægindin, sem eru fram yfir, þau má segja að hann fái frítt. E g mun nu nánar ræða aðstæður til hitaveitureksturs á þeim tveim svæð- um, sem ég 'nefndi hér áu ndan, og byrja á Keflavíkur-Njarðvíkur svæðinu. Ég held að bezt sé að byrja á því að gera sér grein fyrir stærð þess við- fangsefnis, sem um er talað að leysa. Það lætur nærri, að til hitunar rlisa hér á landi þurfi um 1 smálest af olíu á mann á ári. Hér er ein£|öngu átt við hitun íbúðarhúsnæðis að viðbættri notk- un heits kranavatns á heimilum. Skrif- stofuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði og því um líkt er hér ekki meðtalið. Hér að framan var fundið, að Kefla- víkur-Njarðvíkursvæðið, að flugvellin- um meðtöldum, samsvaraði 32-37 þús- und manna byggð. Olíureikningurinn fyrir uphitun íbúða samsvarandi mann- fjölda nemur um 58-67 Mkr/ári, ef mið- að er við gasolíu. Að vísu er hér meðtalinn hitunar- kostnaður varnarliðsins og annarra að- ila, er starfsemi kunna að reka á Kefla- víkurflugvelli, og ekki greiða hitunar- kostnað sinn með gjaldeyrisforða lands- manna. En þegar á það er litið, að hér er rætt um að nota íslenzka orkulind til þess að koma í stað hinnar innfluttu olíu, þá skiptir ekki máli, hver greiðir reikninginn, greiðslan verður eftir í landinu. Það mætti e.t.v. orða þetta svo, að aukning á sölu í erlendum gjaldeyri sé jafngóð og sparnaður kaupa í erlend- um gjaldeyri. Hér er um umtalsverðar upphæðir að ræða, og ekki sízt vegna þess, að þær stafa af þörf, sem ekki verður umflúin. Húsum verður að halda heitum, hvern- ig sem árar að öðru leyti. Hugmyndin um sameiginlega virkjun jarðvarma til þess að hita Keflavík og Njarðvíkur annars vegar, og hins vegar byggingar Keflavíkurflugvallar, er ekki ný, og hafa farið fram ýmsar athugan- ir á þessum málum fyrir frumkvæði beggja aðila. Ýtarlegasta athugunin, sem fram hef- ur farið, var gerð af dr. Gunnari Böðv- arssyni og höfundi þessa erindis, á ár- inu 1963, samkvæmt beiðni flotamála- stjórnar Bandaríkjanna, og skiluðum við henni skýrslu um þessi mál í desember 1963. Tilgangur þessarar athugunar var sá að kanna tæknilegan og fjárhagslegan grundvöll jarðvarmaveitu fyrir flug- vallarsvæðið, og kanna hvaða áhrif það hefði á heildarkostnað og afkomu að tengja Keflavíkur-Njarðvíkursvæðið slíkri veitu. Suðvestur undir Reykjanesvita er öfl- ugt jarðgufusvæði, og verður þar mikils jarðvarma vart á yfirborði. Vegalengdin frá þessum stað að notkunarsvæðinu á flugvellinum er um 18 km. Þarna var boruð grunn hola fyrir 10 árum og hef- ur hún blásið síðan látlaust. Sá galli er þó á, að vatnið, sem upp kemur með gufunni, er mjög salt, og því ekki not- hæft beint sem hitaveituvatn. Af þess- um ástæðum var sýnt að bora þyrfti jafnframt eftir fersku vatni, og yfir- færa varmann í það. Þótt seltan í vatn- inu sé til verulegs baga, er það þó ekki einstakt, að yfirfæra þurfi varmann í ferskt vatn. Þess er vænzt, að það þurfi yfirleitt að gera á háhita- eða jarð- gufusvæðunum, vegna hins háa og sum- part tærandi efnainnihalds, sem er í há- hitavatninu. T vímælalaust er talið, að þarna megi fá yfirdrifinn varma til þess að fullnægja umræddri veitu, og það þó hún verði miklu stærri, en nú er um rætt. Frá umræddu háhitasvæði liggur víð- áttumikið sprungusvæði til norðausturs fram hjá Stapafelli og allt norður und- ir Vatnsleysuströnd. Á því er fræðileg- ur möguleiki, að þetta sprungusvæði kunni að flytja heitt vatn, og er því hvei'gi nærri útilokað, að vinna megi jarðvarma t.d. við Stapafell, en þar liggur sprungusvæðið einna næst fiug- vallarsvæðinu. Miðað við þetta voru líkur á því, að jarðhita væri ekki að vænta öllu nær vellinum en við Stapafell, sem er í rúm- lega 8 km fjarlægð, og ekki fjær en suðvestur undir Reykjanesvita í um 18 km fjarlægð. Með þvi að kanna þessa tvo möguleika mátti því vænta, að ytri mörkin væru k/jnnuð. 1 borholunni, sem gerð var á síðar- nefnda staðnum 1956, hafði mælzt 185’ hiti á 155 m dýpi, og gaf holan bæði vatn og gufu. Af aðstæðum þykir mega ráða, að þarna muni vera hægt að ná a.m.k. 230° hita með nægilega djúpum borunum, og ætti þá að vera hægt að vinna vatn og gufu úr jörðu með 170“ hita. Um hitaaðstæður á dýpi við Stapa- fell og á línunni milli þessara staða er allt óvissara enn sem komið er, og verð- ur ekki úr því skorið nema með til- raunaborunum. Eins og fyrr var skýrt frá verður nauðsynlegt að yfirfæra varmann úr gufunni og borholuvatninu yfir í ferskt 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.