Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 15
áður hefur verið getið, reynt að finna þau lögmál, sem öll hin gömlu stór- veldi eru háð, ris þeirra, blómaskeið og hrun. Hann telur sameiginlega trú og lífsskoðun hafa verið aflvaka menn- ingar þeirra, sem hafi rotnað innan frá þegar sá aflvaki þvarr. Marxistar telja að þar hafi efnahagsleg lögmál verið að verki. Hvorttveggja má víst til sanns vegar færa að meira eða minna leyti, en hvorki hefur máttur vopnanna né Mammon megnað að viðhalda neinni menningu til langframa sem sjálfstæðri heild. Maðurinn á hægara með að aðhæfa sig ytra umhverfi, þótt það breytist, en sína innra umhverfi. Eftir margfalda reynslu og dýru verði keypta reynir hinn nýi húmanismi að beina þróuninni inn á þá braut, sem er í samræmi við innra eðli hans og þarfir. CASTRO Framhald af bls. 9 érinu áður). En þetta getur ekki bætt upp skort á öðrum sviðum. Matarskorturinn, hnignun byggingar- framkvæmda, skortur á neyzluvörum, og —• sem er enn alvarlegra — hnign- un og hrörnun á bráðnauðsynlegustu „tækjum“ — bílum, rafölum, dælum o. þ.h. — allt þetta hefur Castro lagt und- ir í fjárhættuspili sínu — og tapað því. Einn þáttur þessa fjárhættuspils er þessi örvæntingarkennda en stórfeng- lega aukning á sykurframleiðslunni. I það hefur verið eytt vinnukrafti, flutn- ingjatækjum og peningum, svo að ó- hóf má kalla. Vonir standa til að koma framleiðslunni upp í 8-10 milljónir tonna á ári — í ár kann hún að verða tæpar sex milljónir — til þess að jafna greiðsluhallann við koinmúnistaríkin og hafa auk þess nægilegar birgðir til að selja á frjálsum markaði. Og frjálsi markaðurinn er einmitt það, sem mest á ríður: Fyrir sölu gegn hörðum gjaldeyri verður að kaupa mest af tækjunum, sem nauðsynleg eru til iðnvæðingar Kúbu, en um hana eru nú miklar fyrirætlanir á döfinni. En sykurverðið hefur verið þetta lægst í 20 ár. En þrátt fyrir það, að sykurfram- leiðslan hafi aukizt um 37% frá 1964 til 1965, hefur innflutningur Kúbu frá vestrænum löndum lækkað um 40% sökum verðsveiflna. Annar þáttur fjárhættuspilsins á Kúbu er vonin um, að kommúnistaríkin telji Kúbu pólitískt svo mikilvæga, að pau haldi áfram hinni verulegu fjár- hagsaðstoð, sem þau hafa veitt landinu allt til þessa. Þar ber auðvitað fyrst og fremst að nefna Sovétríkin. Rússar leggja til meira en 40% af innflutningi Kúbu, og mikið af því er selt með greiðslufresti. Væri ekki þetta, væri fjárhagur Kúbu kominn í rúst. Rússar hafa látið það greinilega í ljós, að þeir eru orðnir hálfþreyttir á því að halda áfram að halda Castro uppi fjárhagslega. En engin sjást þess merki, að þeir ætli að hætta þessari fjárhagsaðstoð. En jafnframt er hitt greinilegt, að skilmálar Rússa eru tekn- ir að gerast harðari. Það er aðallega að frumkvæði Rússa, að Kúbumenn hafa horfið aftur að syk- urræktinni. Meðan Kúba framleiðir syk ur í ríkum mæli, geta Sovétríkin vænzt að minnsta kosti einhvers konar greiðslu fyrir þær vörur, sem þau flytja til Kúbu. En að þessu slepptu, virðist það augljóst, að Rússar fá ýmislegt fyrir hjálpina. Meiri skipulagning kommún- istaflokksins, brotthvarf hins erfiða hr. Guevara, og bandalag Kúbu við Rúss- land á þriggja álfna þinginu í Havana — allt eru þetta leikir, sem standa í nánu sambandi við óskir Rússa, enda þótt ekki sé unnt að segja að hve miklu leyti þeir hafa verið fyrirskipaðir. SMÁSAGAN Framhald af bls. 7. í reikning og greiða átti um uppskeru- tímann eða eftir gripamarkaðinn. Smám saman fór verzlun hans að fá á sig svip allra annarra verzlana; hún eignaðist sinn eiginn, sérstæða þef, á veggjunum voru kritarstrik eftir konu hans — sem ekki kunni að skrifa — til marks um, að vörur hefðu verið afgreiddar upp á krít. En ungur sonur hans, sem gekk í skóla, var nú að byrja að geta skrifað nöfn viðskiptamannanna í skrána og hann tók stundum törn við búðarrekst- urinn, sem hann leysti af hendi með ágætum á heitum síðdegisstundum, þegar engin sala var nema í ískældum drykkjum fyrir þá herramenn, sem voru að vakna af síðdegisblundi sínum. S mátt og smátt fóru mjóir, am- erískir skór eiginkonunnar að fá á sig fleiri og fleiri hrukkur og hún sjálf að fá á sig sjálfsánægju og umhirðusvip kaupmannskonunnar. Dúkabirgðirnar, sem maður hennar hafði fært heim með sér, höfðu að lokum lent í kvoluðum búðarvagni, og harði hatturinn einn, sem enn var eins og nýr, varð eftir í klæðaskápnum. Amerísku dúkunum hafði verið útbýtt sem gjöfum meðal mikilsmetinna viðskiptavina; hvað sjálf- blekungunum viðveik, þá hafði enginn kært sig um þá. Einhver hafði tekið harkalega á þeim og brotin lágu enn í kassanum. Búðareigandinn, sem var drengur i hjarta sínu, ímyndaði sér oft, að pennarnir væru úr skiragulli og hon- um var annt um þá, eins og litlum dreng um silfurpappír utan af súkkulaði. Hann geymdi einnig í fórum sínum gamalt dagblað, prentað á ensku. Hann hafði neitað að farga því, jafnvel þegar hann vantaði umbúðapappír. Stundum skoð- aði hann það með gaumgæfni og þá minntu auglýsingamyndirnar hann á fólkið, sem reykti sígarettur með gull- munnstykki, götudrengina, grammófón- ana og reyndar allt, sem fyrir augu hans hafði borið í miðhluta borgarinnar þau fáu skipti, sem hann hafði komið þangað. Hvað kristalsmolann snerti, þá mundi hann eftir honum einn daginn og gaf hann syni sínum, sem var að halda upp á afmæli sitt með vinum sínum. Dreng- irnir voru í leik, sem var í því fólginn að fella til grunna og vinna á kastala úr heslihnetum, með því að kasta í hann þyngri hnetu; venjulega var þá valin stór hneta, smágat borað í hana og kjarn- inn skafinn úr með mikilli þrautseigju, siðan var hún fyllt með smáum blýkúl- um. Kristalskotið var einmitt það rétta, það var mátulega þungt til að berast alla leið í mark. Annar drengur notaði glerkúlu, eins og þær sem hægt er að ná úr límonaðiflöskum, hún hafði það fram yfir að vera hnöttótt. Kaupmanns- sonurinn hélt því fram, að sín væri fall- egri vegna þess að hún væri frá Ame- ríku og vegna þess að hún væri rauð. Hann gætti hennar af alúð, eins og þeir drengir gera, sem aldrei týna þess kon- ar hlutum. Þegar faðir hans virti fyiir sér þennan minjagrip, sem orðinn var barni hans að leikfangi, dvaldi hugur hans oft og tíðum við þær tálmyndir, sem hann hafði gert sér forðum, þegar hann ferðaðist um heiminn og heim- urinn virtist fullur af verðmætum hlut- um, sem týndust og hinir heppnu fundu. Þess vegna hafði einatt þreifað með fingrunum undir rúmdýnur í skipum, bak við leðursessur í bílum og vögnum, allt eftir því, hvar hann var í það skipt- ið. En hann hafði aldrei fundið neitt. Jú; einu sinni hafði það borið við. Hann hafði fundið fimm dali á götunni. Hann mundi, að það hafði rignt þann dag. Torfey Steinsdóttir þýdði. 8. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.