Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 9
eins og oft vill verða þegar deildar eru meiningar. Mun það eitthvað hafa geng- ið yfir prófast, sr. Jón Sigurðsson á Mýrum, sem vísiterar ár hvert af mik- illi samvizkusemi, lýsir kirkjunni og prófar uppfræðslu ungdómsins. En í tvö skipti, 1876 og 1877, eru börnin ekki látin mæta á Reyni, sjálfsagt í óvirð- ingarskyni við sr. Jón. En hann lætur það ekki á sig fá og gerir sínar aðfinnsl- ur og athugasemdir eins og ekkert hafi í skorizt, t. d. vill hann láta færa kirkju- garðinn í rétta lögun á útnorðurhorn- inu, „sem sóknarbændum því upp á leggst að gera fyrir næstu vísitazíu að viðlögðum óhlýðnissektum". Og í annað sinn bannar hann „einum sem öllum að negla húðarskinn til þurrks á kirkjunni henni til skemmda". En raki jarðvegsins og rigningar Mýrdalsins gefa Reynis- kirkju eng,in grið. Hún fúnar og feiskist með ári hverju. Árið 1886 er hún í „mjög hrörlegu ástandi“ og sex árum síðar „í afarillu standi og þarf að rífast sem fyrst að unnt er“. En þetta stendur samt kristnilífi og menntun æskulýðs- ins ekki fyrir þrifum, því að ungling- arnir, sem koma til yfirheyrslu hjá pró- fasti (sr. Árna Þórarinssyni) reynast „mjög vel að sér í kristindómi, allvel í bóklestri og skrift og sæmilega í reikn- ingi“, enda leggur hinn ungi prestur Mýrdælinga, sr. Þórarinn á Felli (síðar á Valþjófsstað), mikla stund á menntun hinna ungu. En nú dregur að nokkrum þáttaskilum í kirkjumálum Hverfinga. Var nú á- kveðið að byggja nýja kirkju á nýjum stað „þar eð staðurinn, sem hún nú stendur á, er svo óhentugur vegna vatnsrennslis og foræðis". Var hinni nýju kirkju valinn staður um 200 föðm- um sunnar, norðan við túnið í Prest- húsum sunnan við hinn svonefnda Eyrarskurð. Var þar hið ákjósanlegasta kirkju- og kirkjugarðsstæði — þurrt og slétt. N okkuð drógust framkvæmdir á langinn eins og oft vill verða. í vísitazíu- gerð 1895 er þess getið, að búið sé að áfla grjóts í grundvöllum „en óvíst talið hún verði reist í sumar því efnið sé ó- fengið“. En hún reis af grunni næsta ár og mun hafa verið hið veglegasta Guðs hús, sem byggt hafði verið á þessum forna kirkjustað. Ekki er nein lýsing til áf henni í biskupsskjalasafni. Vísitazíu- gerðir vantar frá árinu 1896. Munu því valda, að á þessu ári urðu prófasta- skipti í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi. Hinsvegar lýsir Matthías þjóðminja- vörður kirkjunni 20 árum síðar, segir hún sé stór og stæðileg með 3 gluggum á hlið og 3 á framstafni. í henni er loft fremst og inn með báðum hliðum. Síðan er nákvæm lýsing á gripum hennar og skrúða svo sem venja er hjá þjóðminja- verði og mun flest af því í núverandi kirkju. M.a. er talið: „Söngtafla, all- gömul með lausum spjöldum, léleg“. Mun hún það eina sem nú er til í kirkju Hverfinga af handverkum Einars hrepp- stjóra Jóhannssonar. Þessi kirkja stóð í hálfa öld en þótti hrörleg orðin undir það síðasta og vart messuhæf nema á sumrum áður en nú- verandi steinkirkja leysti hana af hólmi. Var þó hægra um vik að halda henni við og verja hana fúa eftir að báru- járnið kom til sögunnar. E yjólfur á Hvoli getur um það órofa samband, sem hafi verið milli manndóms og menningar Hverfinga . annarsvegar og útlits og umhirðu kirkju þeirra hinsvegar. Þegar kirkjan var vel ,,hirt,og höfðinglega byggð, voru Reynis- hyerfingar vel stæðir og undu vel sinum , hag. Aftur var því svo farið, að hrörn- un kirkjunnar fylgdi hrörnun búsældar og samstarfs Hverfinganna. Sé litið til Reyniskirkju og Reyms- hverfis með þetta í huga í dag, má bæði kirkjan og Hverfið vel una þessum , ,dórp,i,hins merka Mýrdælings. Richard Eder: CASTRO HERDIR AFTIIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 Réttum þremur mánuðum eftir að Kúba gekk formlega í kommúnisku þjóðafjölskylduna, er hún orðin að vandræðagrip í fjölskylduerjum komm- únista. Og áfallið, sem hún var fyrir, var magahögg frá Kínverjum, en þeir hafa fyllzt vaxandi gremju yfir vaxandi tengslum — hugmyndafræðilegum og hagfræðilegum — við Sovétríkin. Kín- verjar hefndu sín með því að draga mjög saman skuldbindingar sínar um að selja hrísgrjón, sem er aðalfæða Kúbubúa. Af þessu hefur leitt eitthvert þung- bærasta mótlæti, sem neytendur á Kúbu hafa orðið fyrir til þessa. Stjórn- in hefur neyðzt til að minnka hrís- grjónaskammtinn um helming, eða úr sex pundum á mánuði í þrjú. Þetta er næstum of áberandi sögu- leg kaldhæðni. Þótt ekki væri annað en það, að margir byltingamenn á Kúbu, sem hafa viðurkennt, að þeir væru hagsmunalega háðir Sovétríkjun- um, hafa borið einhvers konar siðferði- lega virðingu fyrir Kína. Þeir fundu það með sér, að árásarhneigð Kin- verja, bæði heima fyrir og út á við, bæri vitni hreinu byltingar-hugarfari. Það er orðið Kúbumönnum sorglega ljóst nú, að þetta tiltæki hjá Peking að styrkja útflutning 150.000 tonna af hrísgrjónum gegn 200.000 tonnum af sykri, átti sér bæði hugmyndafræðilegar og hagsmunalegar ástæður. Kína tók þessi 150.000 tonn og seldi japönsku kapítalistunum fyrir beinharða pen- inga. Önnur kaldhæðnin frá er sú, að Fid- el Castro, forsætisráðherra tókst að auka hrís'grjónaframleiðsluna, snemma í byltingunni, er hann var að gera til- raunir um meiri fjölbreytni í akur- yrkjunni. Seinna ákvað hann, að Kúba ætti aftur að fara að leggja mesta á- herzlu á sykurræktina, og þá snar- minnkaði hrísgrjónaframleiðslan. Nú hefur hann sykur afgangs, en hann er ekki nógu verðmætur til að kaupa hrís- grjón fyrir hann. Það er vandi að spá þvi, hvaða áhrif þessi harkalega lækkun á hrísgrjóna- skammtinum getur haft, en þær afleið- ingar geta orðið allmiklar — ekki sízt sálfræðilega séð. Kúbubúinn er mat- gírugur, og það eru einkum hrísgrjón- in, sem hann notar til þess að fá þessa vambfyllikennd, sem hann hefur van- izt frá blautu barnsbeini. MAXARSKORTUR. Skortur á mjólk, smjöri og ávöxtum, hvað sem um næringargildi þeirra var að segia, var að vísu óþægilegur fyrit Kúbumenn, en — ef miðstétirnar eru undanteknar — fannst þeim samt sem áður ekki, að þeir liðu skort, meðan nóg var til af hrísgrjónum til að fylla magann. Enn er ekki vel ljóst orðið, hvað stjórnin ætlar að finna upp, til þess að bæta fyrir hrísgrjónaskortinn, eða hvort hún hefur hugsað sér nokkra bót á hon- um yfirleitt. Með fáum undantekning- um hefur matarframleiðsla farið minnkandi síðustu árin, og þessi mikla áherzla, sem lögð var á sykurfrani- leiðsluna, tekur fyrir allar vonir utn nokkra breytingu til batnaðar. Framleiðsla nautakjöts, mjólkur og korns hefur sífellt farið minnkandi, og ræktun bauna og jarðávaxta hefur ekki aukizt. Þó hefur mikill sigur unn- ízt í eggjaframleiðslu (og eggjaherferð, sem náði til alls landsins þrefaldáði framleiðsluna 1965 frá því, sem var Franvhald á bls. 15. Guevara, sem Castro lét „hverfa“. Lét hann drepa byltingarbróður sinn? SULTARÚLINA Á KUBU 8. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.