Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 13
•flifiKimiK • PR <M mm 5TUklW0í1AR- T<IKM: HAHUmMSSON- ■JEfMbALLR HElílR EINM. HANN ER KAÍ.LÐI? -|V'lT(-AS5. HANN £1?MIKItt OK HElLAQR. HANN B’ARU AF MM MEVJAR N’iU OK ALL- AR 5VSTR. HANN H£ITÍR OK HALLINíKÍÐt iOK CyUINTAHHlí ffNNR HANS VARV AF <Il>LLI. . ’ ^ HESTR HANS HEITIR CWLLTOPPR. HANN QÝR ÞAR.ER HElTA HlMlNBJÖRG VIÐ BlFRÖST. HAHN ERVÖRÐR qoÐA OK SITR ÞAR Vl£> HIMINS £NOA ATOÆTA brúarinnar fyrir UERCRISOM. WANN ÞARF HINNA ÍVEFN en fvcl.hann sér jafnt nott SEM DAQ HONDRAÐ RASTA FRASER.HANN HEVR IR OK ÞAT, ER ORAS VEÝ'A JÖRÐV EÐA ULL A SAUÐUM OK ALLT ÞAT, ER HÆRA LÆTR. HANN HEFIR EÍ/DR ÞANN.ERQJALLARHOR HEITIR, OK HEVRIR DL'ASTR HANS í ALLA HEIMA. HEIMDAÚAR SVERÐ ER. KALLAT H'ÓFUÐ. HÉR ER SV’ASAÍÍT; Hiaindjörq HEITA, EN ÞAR HEIMDALL KVEÐA VALDA VlVM. ÞAR VÖRÐR QOÐA DREICKR í VÆRU RANNI QlADR INN GÖÐAMJÖR, OK ENNSEQIR HANNSJ'ALFR ‘i heiMdallarqaldri; N»V £M EK M€ORA MÖQR, NÍV EM EK SVSTRA SONR. H’ÓÐUfí HEITIR EINN ASSINN. HANN ER BLINDR./ERI7ER HflHNSTERKR. EN VILJA MUNDI QOÐIN,ATÞ£NNA 'AS ÞYRFTl EIGI AT NEFUA, ÞVÍ AT HANS HANDAVERK MUNU LENQI VERA HÖFD AT MINNUM MEÐ QODOM OKMÖNNOM. V/DARR HEiTlR EINN, INN ÞÖQLI 'ASS.HANN HEFlR SKO ÞJOKKVAN.HANN £R STERkr.N/EST ÞV'i SEM ÞbRI?.. AP HONUM HAFA QODlN MlKlTT/?AUSr'»ALtAR ÞRAOTIR. 'ALI EDAVftLl HEITIR EINN SONRÖÐINS OK RINDAR. HANN £R DJARFRTORR- USTOM.OKMJÖK HAPP- SKEYTR. ÖLLR HEITIR ElNN(SONR SlFJAR,SrJÚPSONR ÞÖRS. HANN ER aoGMAOR SvA COÖI? OK SK1ÐFÆRR $V'A, ATfiNCfM'A VIDHANH KEPPASK ✓ HANN EKOKFAQR 'ALlTt/M OK HEFIR HERMANNS ATGÓRFl. 'A HANN Ef? QOTT AT HElTA* ElNVÍGI'. \J // ^7/i>\ vatn, sem þá yrði hitað upp í um 160" í sérstakri varmaskipta og dælustöð, — og því dælt þaðan til flugvallarins. Reiknað er með 5° kólnun á leiðinni, þannig að vatnið kæmi með um 155° hita. Svo heitt vatn helzt ekki í vatnsformi nema undir háum þrýstingi og er því ekki hægt að nota það beint inn á venjuleg miðstöðvarkerfi. Sé hins vegar þrýstingur vatnsins lækkaður, breytist hluti þess í gufu til hitunar flugskýla, sem nú eru gufuhituð. Vatninu, sem eftir er, og mun kaldara, yrði svo veitt í götuæðar til einstakra bygginga, og til Keflavíkur-Njarðvíkur svæðisins með rúmlega 80° hita. T íminn leyfir ekki að fara nánar inn á ýmis tæknileg vandamál, sem leysa þurfti í sambandi við svo óvenju- legar veitufyrirætlanir, en þau voru mörg, og fyrirmyndir ekki tiltækar ann- ars staðar að. En sömu eða tilsvarandi vandamál munu koma fyrir í sambandi við aðrar hitaveituframikvæmdir í fram- tíðinni, þegar við Islendingar tökum háhitasvæði okkar í notkun, — og þau vandamál verðum við að leysa sjálfir. Ég skal þá snúa mér að fjárhags’hlið þessarar veitu. Er þá fyrst að geta þess, að allar töl- ur, sem ég nefni, eru miðaðar við verð- lag í árslok 1963, og því orðnar of lág- ar, að því er snertir stofnkostnað. Hins vegar er svo mikið verk, að færa áætl- tmirnar til núverandi verðlags, að til þess vannst ekki tími við undirbúning þessa erindis. Stofnkostnaðaráætlanir voru þannig gerðar, að stofnkostnaður var áætlaðui- annars vegar miðað við það, að veitan næði aðeins til flugvallarsvæðisins, en liins vegar við það, að jarðvarmavinnsla og stærð aðveituæðar gæti einnig séð Kef lavíkur-N j ar ð víkurs væðinu f y rir nægu heitu vatni miðað við 10.000 íbúa. Niðurstöður voru þessar: Stofnkostnaður veitu frá Stapafelli fyrir flugvallarsvæðið eitt .. Mkr. 225 Stofnkostnaður veitu frá Stapafelli fyrir flugvallarsvæðið og Keflavíkur- Njarðvíkursvæðið ........... Mkr. 236 Stofnkostnaður veitu frá Reykjanestá fyrir flugvallarsvæðið eitt .... Mkr. 263 Stofnkostnaður veitu frá Reykjanestá fyrir flugvallarsvæðið og Keflavíkur- Njarðvíkursvæðið ........... Mkr. 278. Með öðrum orðum, ef sú ákvörðun hefði verið tekin að byggja jarðvarma- veitu fyrir flugvallarsvæðið, þá hefði það aðeins kostað 11-15 Mkr. eða 5-6% meira, að hafa hana svo afkastamikla, að hún gæti einnig séð 10.000 manna byggð á Keflavíkur-Njarðvíkursvæðinu fyrir varma. Hér verður að taka skýrt fram, að þær tölur, sem ég nú hef nefnt, taka aðeins til sjálfrar jarðvarmavinnslunn- ar á jarðhitasvæðinu, aðveituæðarinnar til vallarins og dreifikerfisins innan hans. Eftir er þá kostnaðurinn við aðveitu- æð frá vellinum til Keflavíkur-Njarð- víkursvæðisins, og innanbæjarkerfið þar, en þessi mannvirki voru áætluð réttar 100 Mkr. Var það sérlega hag- stætt, því stofnkostnaður aðveituæðar- innar frá flugvellinum var aðeins 7% af þessari upphæð, og jafnvel þótt auka- kostnaðinum á aðalaðveitunni væri bætt við, þá er þetta alveg óvenjulega hagkvæmt. Ég skal ekki hafa mörg orð um rekst- ursafkomu veitunnar, en hún virtist vera sú, að Keflavíkur-Njarðvíkur hluti hennar mundi gefa 7,5-8% árs- vexti af fé festu í henni, eftir að reikn- að hafði verið með fyllstu afskriftum auk beinna kostnaðarliða. Niðurstöðurnar voru í heild mjög ein- dregið á þann veg, að tækist samvinna milli réttra aðila, um að hrinda þessum fyrirætlunum í framkvæmd, þá mundi það verða þeim öllum til verulegra hags bóta og haía umtalsverða þjóðhagslega þýðingu fyrir íslendinga. Ég vil ekkert fullyrða um það, hvort Keflvíkingar og Njarðvíkingar gætu einir byggt jarðvarmaveitu frá jarðhita- svæði við Stapafell eða öðrum stað í álíka fjarlægð, það fer eftir mörgu, sem enn er óljóst um. Hins vegar tel ég efalítið, að þeir gætu ekki upp á sitt eindæmi virkjað jarðhitasvæðið við Reykjanesvita fyrr en íbúar á svæðinu væru orðnir 20-30 þúsund manns. E g skal nú snúa mér að nyrðra svæðinu hér i Reykjanesk./árdæmi, þar sem möguleikarnir til notkunar jarð- varma til húshitunar blasa við, þ.e. á svæðinu frá Mosfellssveit og Seltjarn- arnesi að norðan og suður til Hafnar- fjarðar. Norðan til á þessu svæði er Reykja- víkurborg, sem stórtækust hefur orð- 8. maí 196S LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.