Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 8
Kirkjur Reynisþinga:
tarius ætlar auðsjáanlega að vanda hús-
ið eftir ýtrustu föngum“. Eyjólfur á
Hvoli segir, að Einar hafi smíðað kirkj-
una að mestu sjálfur með aðstoð sona
sinna, auk þess sem hann fékk Pálma
í Álftagróf, hinn ágætasta smið, til að
vinna að stórviðum og koma húsinu
undir þak. í Merkum Mýrdælingum eru
afskipti Einars í Þórisholti af kirkju-
málum Hverfinga rakin og ekki ástæða
að fjölyrða um þau hér. — Er hann
sleppti umsjón kirkjunnar var hún í góðu
standi, „prýðilega um hirt af fjárhald-
ara“. Þá ætlaði ekki að ganga greitt að
fá eftirmann hans. Eigendur Reynis-
torfunnar (og þar með kirkjunnar) voru
fjórtán talsins. Bjuggu ekki nema fáir
þeirra í Hverfinu en voru dreifðir aust-
an frá Skaftártungu og út í Landeyjar.
Loks tók Einar Bjarnason í Hrísnesi við
fjárhaldinu. Má geta nærri, að erfitt
hefur verið að sinna umsjón kirkjunn-
ar svo í lagi væri og eiga yfir Mýrdals-
sand að sækja. Sjálfsagt hefur því sitt-
hvað á bjátað með viðhaldið, sem þurfti
mjög að vanda á timburhúsi í „jafn-
miklu rigningar- og saggaplássi, sem
Mýrdalurinn er“, eins og komizt er að
orði í bréfi frá nokkrum eigendum
kirkjunnar. Og árið 1873 er svo komið
„að hún getur ekki talizt messufær
nema í góðu veðri“. Fór þá fram á henni
viðgerð, sem kostaði 1053 krónur 39
aura og þótti dýr og dugði illa. Árið
1874 segir í vísitazíugerð, að kirkjan
hafi verið endurbætt og álízt í allgóðu
standi. „Þó verður vart við leka því að
bikun vantar“. í framkirkjuna hafa þá
verið settar 3 styttur til stynktar grind-
inni, sem prófastur telur kirkjunni til
lýta og leggur fyrir að verði burt tekn-
ai. Ráðgert hafði verið að setja turn
á kirkjuna og mála hvelfinguna. En þá
rísa margir Hverfingar upp til andmæla
og skrifa bæði prófasti og biskupi, telja
þetta hinu mestu ráðleysu, er muni
verða þess valdandi, að kirkjan, þegar
hún þarf að byggjast að nýju, yrði fé-
laus eins og átti sér stað með Sólheima-
og Dyrhólakirkju. Þeir lýsa líka van-
trausti sínu á smiðnum — það var hinn
alkunni kirkjusmiður, Páll snikkari —.
og þeir leggja til að „þeir góðu snikk-
arar og alvörusmiðir, Halldór Björnsson
á Eystri-Sólheimum og Sigurður Sveins-
son á Hrútafelli“ verði útnefndir til að
gera skoðun, og ef þeir álíta kirkjuna
færa fyrir turn þá setji þeir sig ekki á
móti því, en hann verði þá að vera
gerður af góðum smiði. — Af þessári
turnsmíði mun ekki hafa orðið, enda
ségir í einu svarbréfi biskups, að sér
finnist óráð að gera ónauðsynlegan til-
kostnað til kirkjunnar eftir því sem eig-
endur lýsa ástandi hennar.
arð út af þessu stapþ noklcUrfc
Mr að er vor í lofti — íslenzkt vor
— heitur og bjartur maídagur. Jörðin
er móð í vexti gróandans meðan hafið
hvílist í lognværri ró, en jökullinn sval-
ar sínu bjarta höfði „í himinblámans
fagurtærri lind“.
Fimmti sunnudagur eftir páska
— 26. mal 1946.
En fleira ber nú til fagnaðar í hinu
fagra Reynishverfi í Mýrdal þennan
sunnudag heldur en ilmur úr grasi og
gleðisöngur fuglanna. Þeir ætla —
Hverfingarnir — að fara að láta vígja
kirkju sína — hina fyrstu steinkirkju á
þessum hlýlega kirkjustað. Hér hefur
heilagt hús staðið í a.m.k. 7Vz öld. —
Ótal torfkirkjur, tvær timburkirkjur —
allar sáldrast niður og samlagast móður-
moldinni. — En þessi kirkja, sem skal
vígjast í dag — steinhúsið, á ekki að
gera það. Hún á kannski ekki að standa
um aldur og ævi — en í það minnsta um
ófyrirsjáanlega tíma.
Jc að er sannarlega engin furða
þótt Hverfingar og aðrir sóknarmenn
Reyniskirkju fagni á þessum degi —
vígsludegi kirkju sinnar. Það munaði
nefnilega minnstu að þeir væru búnir
að missa hana fyrir fullt og allt. Margir,
og máski hafa þeir í rauninni verið
fleiri, vildu sameina Höfðabrekku- og
Reynissókn um eina kirkju í Vík. Þeim
fannst öll skynsemi mæla með því. Því
þá ekki að láta skynsemina ráða á þess-
um timum hinnar köldu hagfræði, að
maður nú ekki tali um hagræðinguna,
sem öllu á að dómínera nú til dags?
En þetta varð ekki svo.
Magnús Finnbogason í Reynisdal tók
forustuna ásamt sóknarnefnd og söfn-
uðurinn sameinaði kraftana. Hann sagði:
Hér hefur kirkjan staðið í aldaraðir —
hér hefur hver kynslóðin eftir aðra
komið fram fyrir Guð og mætt honum
í helgri lotningu — hér hafa börnin
hlotið skírn — hér hafa ungmennin
verið staðfest, — hér hafa elskendurnir
heitið hvort öðru tryggðum ævilangt
frammi fyrir altari Drottins. Og að síð-
ustu:
„Hvert helzt sem lífsins báta ber
er bátnum hingað rennt“,
eins og Grímur kvað.
Eigum við ekki að halda rækt við
slíkan stað? Hljótum við ekki að bíða
tjón á sálu okkar ef við leggjum hann
— kirkjulega talað — í auðn? Það skal
ekki verða.
Og hér var ekki fátið sitja við orðin
tóm heldur tekið til óspilltra málanna
og hendur látnar standa fram úr erm-
um.
Og það var sannarlega engin furða,
þótt Magnús í Dalnum legði sig nokkuð
fram í þessu máli ekki síður en á öðrum
sviðum framfara- og félagsmála. Sjálf-
sagt hefur hann minnzt þess, sem hann
hefur heyrt um afa sinn, Einar Jóhanns-
son í Þórisholti, og framtak hans í
kirkjumálum Hverfinga. — Það var
ekki liðin ein öld frá því Einar hafði
látið byggja upp Reyniskirkju, fyrstu
Kirkjan að Reyni.
EFTIR SERA GÍSLA
BRYNJÓLFSSON
timburkirkjuna í Vestur-Skaftafells-
prófastsdæmi. Var hún í byggingu þeg-
ar hr. biskupinn, Helgi Thordarsen, var
á vísitazíuferð sinni um Skaftárþing í
ágúst 1848: „En með því enn er ekki
komin neha ytri umgerð hússins, verð-
ur henni ekki lýst að þessu sinni ýtar-
lega, nema hið ytra“. En það, sem búið
er, virðist vandað. „Grindin í húsinu er
af sterkum og góðum viðum og próprie-
GARÐAR í REYNISHVERFI. — Þetta er syðsti bær á Islandi. Um upphaf hans segir sr. Jón Steingrimsson í Ævisogu:
„Úr mínu fjárhúsi og hesthúsi, er ég byggði þar, var síðan byggður bær, sem nú kallast Garðar. Svo má níða sem prýða“.
8. maí 1966
8 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS