Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 3
Rúbínsteinninn
Eftir Corracfo Alvaro
I dagblöðunum hafði birzt ein af
þessum fréttatilkynningum, sem halda
borginni í suðandi uppnámi heilan dag,
og berast síðan út um allan heim. Rúb-
ínsteinn á stærð við hnetu, frægur
steinn, sem bar frægt nafn og var sagð-
ur feiknalega verðmætur, var horfinn.
Indverskur prins, sem var gestkomandi
í norður-amerískri borg, hafði borið
þennan gimstein á sér til skrauts. Hann
hafði skyndilega orðið tapsins var eftir
ferð í leigubíl, sem hafði flutt hann —
undir fölsku flaggi — til gistihúss eins
í úthverfi, því að honum hafði
tekizt að sneiða hjá athygli
einkalífvarða sinna, sem og lög-
reglunnar. Varaliðið var kall-
að út, gervöll borgin vaknaði morgun-
in eftir við vitneskju um tapið og allt
fram á miðjan dag lifðu hundruð manna
í voninrii um að finna hinn víðfræga
stein í sinni eigin götu. En af þessum
bylgjum bjartsýni og eftirvæntingar
hafði skollið yfir borgina; þessi tilfinn-
ing, sem grípur mann, þegar auðlegð
einstaklingsins auðgar vonir allra hinna.
Prinsinn hafði verið harla lítið opin
skár í skýrslu sinni til lögreglunnar,
en hún útilokaði þá sérhverjar líkur
á því að hinn kvenlegi fylginautur hans
gæti verið við tapið riðinn. Hún átti því
ekki að gera neina tilraun til að hafa
uppi á henni. Leigubílstjórinn gaf sig
fram til vitnis um að hafa
ekið Indverjanum með hinn dýr-
mæta vefjarhött hans og stað-
hæfði, að hann hefði skilið hann
og konuna eftir fyrir utan gistihús í
úthverfinu. Konan var Evrópubúi og
það eina, sem auðkenndi hana, var
skrautlegur demant, á stærð við baun,
sem hún bar í vinstri nasarvængi, að
hætti sumra indverskra auð-
manna. Þetta atriði dró athygli
almennings um stund frá týnda
rúbínsteininum og espaði for-
vitni hans enn frekar. Þegar leigubíl-
stjórinn hafði leitað af sér allan grun
í innanverðu farartæki sínu, gerði hann
grein fyrir þeim farþegum, sem hann
hafði ekið árla þennan morgun; þeir
voru kaupsýslumaður, útlendingur, sem
hann hafði flutt niður að höfninni og
var eftir öllu að dæma á leið til Evr-
ópu, og kona. Útlendingurinn, sem bar
það með sér, að hann var ítali, hafði
komið út úr einu þeirra húsa,
þar sem innflytjendur búa sam-
VOR
Eftir Árna G. Eylands
Stormbarið land í stórra sjóa hafi
straumana brýtur, þó að hrannir skafi,
mynd þess er greypt á róður-harðar hendur,
hnúfa og lófa, út við grýttar strendur.
Þjóðar sem bjó við þegnrétt jökla og hrauna,
þekkti í fáu umbun dægurlauna,
átti í flestu títt í vök að verjast,
vandann að þurfa sér til lífs að berjast.
Gegn þeim, sem hennar arfleifð einskis virtu,
ekkert um fornan rétt né sögu hirtu,
mátu það eitt, sem þeim var gjald og gróði,
greiðslan þótt væri reidd með svita og blóði.
Stríðið var háð á storð í frerahöfum,
stórt er að mega nú hjá feðragröfum
leiðirnar velja, líta yfir sæinn,
lifa og starfa, bjóða góðan daginn
öllu sem má til heiðurs götu greiða,
gæfuna tryggja jafnt til sæs og heiða,
allt skal nú gleymt, er áður þyngdi sporin,
æskan á leik, er hækkar sól á vorin.
Gott er að mega ganga sumri móti
glaður og reifur, þótt á skerjum brjóti,
finna og skilja manndóm sinn og máttinn,
mannheilt að sigla, þó sé norðlæg áttin.
an í nýlendu; hann hafði ver-
ið í buxum með ríflegri vídd
í skálmunum svo sem tíðkast mjög
meðal innflytjenda, sterklegum, þykk-
botnuðum skóm, af þeirri gerð, sem nú
á dögum sést hvergi nema hjá svoleiðis
fólki og með harðan hatt ofanvið grann-
leitt, nauðrakað andlit, markað djúpum
hrukkum. Farangur hans voru þung
ferðataska, bundin aftur með traustu
snæri, og annar þyngslalegri kassi, sem
virtist gerður úr stáli. Hann hafði stig-
ið á skipsfjöl þennan sama dag, en hver
sá grunur, sem hefði getað fallið á hann,
hvarf samstundis þegar ljóst varð, að
hann hafði hegðað sér eins og hann
sæti í leigubíl í fyrsta skipti á æfinni.
Hann hafði ekki kunnað að loka hurð-
inni eins og vera bar og
hann hafði haldið dauðahaldi í
framgluggann allan tímann, hugs-
anlega til þess að forðast að
verða varpað aftur á bak út á götuna,
og hann hafði einblínt á borgarstrætin
með svip þess manns, sem er að yfir-
gefa þau, ef til vill í hinzta sinni. Bíl-
stjórinn kaus heldur að beina athygli
sinni að manninum, sem komið hafði út
úr gistihúsinu og tekið bílinn á leigu
strax á eftir prinsinum, skipað honum að
aka til ítalska verkamannahverfisins, en
þar hafði svo útlendingurinn komið í
hans stað. Að þessum farþega, sem hann
hafði gefið lýsingu á og hlaut að vera
borgarbúi, var gerð árangurslaus leit.
Auk þess var sú staðreynd, að hann
hafði látið ósvarað tilmælum, sem birt
voru í öllum blöðunum og hétu háum
fundarlaunum, rökrétt sönnun fyrir því,
að hann myndi ekki hafa komizt yfir
hinn fræga gimstein. Samt sem áður
var það von manna, að þar sem hinn
glataði rúbín var bæði heimsfrægur og
auðþekktur, myndi hann fyrr eða síðar
koma í leitirnar.
A meðan þessu fór fram, var
vesturfarinn á leið heim til sveitaþoi’ps-
ins á Suður-Ítalíu eftir fimm ára fjar-
veru, óafvitandi um uppþotið. Hann
hafði meðferðis hið furðulegasta safn
sundurleitra muna — jafnvel af útflytj-
anda að vera. Ferðataskan úr gervileðri,
sem hann hélt að væri skinn, hafði að
geyma bláa samfestinginn hans, þveg-
inn og pressaðan, tólf sjálfblekunga,
sem hann hugðist selja héraðsbúum,
óminnugur þess, að flestir þeirra voru
hjarðmenn, og varla kunnu fleiri að
stinga niður penna en telja mátti á|
fingrum annarrar handar.
Auk þess hafði hann með sér nokkuð
af flúruðum hnífapörum, hárklippur,
sem hann hafði notað á vinnufélaga
sína, málmhlut, sem honum var hulin
ráðgáta, til hvers ætti að nota, — hann
var í lögun eins og skammbyssa, en
skaut engu — tólf dúkar úr amerískum
vefnaði og ýmsir smágripir, til að-
dáunar og ánægju fyrir konu hans, son
og kunningja. Þyngsti hluturinn í far-
angrinum var stálkassinn, nokkuð
gai-mslegur peningaskápur; lásinn var
opnaður með bókstafalykli, sex-stafa
nafninu ANNINA. 1 reiðufé hafði hann
þúsund dali en í þeim voi'u innifalin
þrjú hundruð, sem endurgreiða skyldi
þeim, sem höfðu lánað honum fyrir
sjófarinu. í vestisvasa sínum geymdi
hann rauðan kristalsköggul; hann hafði
marga fleti og var jafnstór og hneta.
Hann hafði rekist á hann af tilviljun
i leigubílnum, sem flutti hann niður að
höfninni, en hann hafði enga hugmynd
um, til hvers hann var notaður. Fingur
hans höfðu fundið hann undir sessun-
um. Hann ætlaði að hafa hann fyrir
Fi'amhald á bls. 7.
8. maí 1966
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3