Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 2
Cevdet Sunay var kosinn forseti tyrkneska lýðveld- isins 28. marz síðastliðinn. Ellefu dögum áður hafði hann verið leyst- ur frá störfum í náð sem æðsti yfir- maður alls tyrkneska hersins, til þess að undirbúa forsetakjör hans. Kosningin fór fram á sameinuðum fundi tyrkneska þjóðþingsins (Kam utay) og öldungadeildarinnar, þar sem Sunay átti sæti. Hann er fimmti forseti tyrkneska lýðveldis- ins á eftir Mústafa Kemal Atatiirk (Tyrkjaföður), Inönu gamla, Celal Bayer og Gúrsel. Allir voru þessir menn hershöfðingjar, áður en þeir hlutu forsetatign, nema Bayer, sem herinn hrakti frá völdum snemma árs 1960, þegar stjórn Menderesar var steypt með byltingu hersins. '■ Að lögum býr Tyrkland ekki við styrka forsetastjórn, þ.e.a.s. vald for- setans er ekki sniðið eftir bandarískum, frönskum eða arabískum fyrirmyndum. í reyndinni hafa áhrif tyrknesku for- setanna þó orðið veruleg. Atatiirk var nánast einvaldur um sína daga, meðan hann var að kenna landsmönnum sín- um vestræna siði og reyna að gera Tyrkland að lýðræðis- og réttarríki. M. a. tók hann svissnesku löggjöfina upp, svo að segja óbreytta. Aðstaða hans var þó vitanlega alveg sérstök, og síðari forsetar hafa ekki haft svipað því eins mikil raunveruleg völd og hann. For- setinn hefur rétt til þess að sitja í for- sæti á öllum fundum ríkisstjórnarinn- ar, formlegum sem óformlegum, og stjórna þeim. Þennan rétt hafa forset- arnir alltaf notað og gætt þess, að hann fyrnist ekki. F rá því í október 1965 hefur Rétt- lætistlokkurinn setið að völdum í Tyrk- landi. Hann er hægrisinnaður í betra lagi og styðst einkum við bændur (sjálfs eignarbændur), sem mynda öfluga og fjölmenna stétt með ríka samheldnis- tilfinningu. Tyrkneskir bændur eiga fiestir jarðir sínar sjálfir og vilja eng- in afskipti annarra um sinn hag. Sterk andúð á Rússum er þeim í blóð borin, eins og reyndar öllum Tyrkjum, og þeir eru staðráðnir í því að leyfa ekki minnsta snefil af því, sem kalla mætti kommúnisma eða sósíalisma, í landinu sínu. í rauninni er Réttlætisflokkurinn lítt dulbúinn ^árftaki Demókratafiokksins, en Mend- eres var leiðtogi hans. Hann var geysi- lega vinsæll meðal sveitamanna, enda naut hann fylgis þeirra óskoraðs. Þeg- ar herinn steypti honum af stóli árið 1960 og lét hengja hann, varð mikill kurr í liði bænda, og meira að segja varð herinn að bæla niður minni hátt- ar óeirðrr í nokkrum borgum og bæj- um, þar sem Menderes naut hylli al- þýðu manna. Herinn studdist hins veg- ar við miðstéttir, hluta menntamanna og Repúblikanaflokk Atatúrks og In- önus, sem áður hafði verið við völd. Þótt heita ætti, að sá flokkur væri aft- ur kominn til valda, hélt herinn að nokkru leyti um valdataumana, því að hann var staðráðinn í því að leyfa gömlum stuðningsmönnum Menderesar ekki að komast aftur til valda og „mis- nota aðstöðu sína“ á ný, eins og herfor- ingjarnir komust að orði. Réttlætis- flokkurinn hlaut hins vegar meirihluta í lýðræðislegum kosningum á síðasta ári, er hinn gamli flokkur Atatúrks, Repúblikanaflokkurinn, varð í annað sinn að lúta í Isegra haldi. Hið fyrra skiptið var 1950. Herinn varð ekkert ánægður með úrslit kosninganna. Hann hafði vænzt þess, að hinn gamli stjórnarflokkur Atatúrks og Inönus, sem hafði meiri- hluta á þingi fram til ársins 1950, mundi aftur hljóta meirihluta, enda er hann frjálslyndari en Réttlætisflokk urinn, og stefna hans samrýmist bet- ur skoðunum herforingjanna, sem vilja „ekki alveg eins hægfara breytingar á þjóðfélaginu og Réttlætisflokkurinn", eins og franska stórblaðið „Le Monde“ orðar það. Réttlætisflokkurinn gerir sér ljóst, að herinn fylgist með honum af tor- tryggni. Gerist hann of ráðríkur um stjórn landsins, má flokkurinn búast við afskiptum hersins. Þess vegna hafa forvígismenn hans gert sér ljóst, að koma verður í veg fyrir, að öfgarnar í stjórnarfari Menderesar, (sem herinn SUNAY ýkti raunar stórkostlega til þess að réttlæta gerðir sínar 1960), verði end- urteknar. V al Sunays í forsetastól sýnir, að stjórnarflokkurinn og herinn ætla að reyna að ástunda friðsamlega sambúð. Hættan á nýrri valdatöku hersins hef- ur minnkað stórlega við það, að Rétt- lætisflokkurinn skyldi stinga upp á Sunay sem forseta og stuðla að kjöri hans. Um leið hefur herinn tryggt sér áhrif á stefnu stjórnarinnar. Cevdet Sunay er maður mjög ákjósanlegur í stöðu forseta. Sem æðsti yfirmaður hersins hefur hann haldið sér utan við flokksdeilur, og enginn dregur í efa óhlutdrægni og heiðarleika hans. Tyrkjum er mjög í mun að halda friði hver við annan, og þeir mundu ekki fella sig við nýja valdatöku hers- ins, nema mjög brýn ástæða væri til. Þeim var raun af því, hvern álits- hnekki Tyrkland beið á alþjóðavett- vangi við atburði ársins 1960; gerræð- istiihneigingar Menderesar, sem áttu ekki heima í lýðræðisríki, valdatöku hersins og aftöku forsætisráðherra og helztu stuðningsmanna hans. Þeir heyrðu raddir samherja sinna í NATO um það, að þeir væru varla hæfir til að vera í bandalaginu, lýðræðið væri fótum traðkað, herforingjaklíka hefði tekið völdin o.s.frv. Tyrkir svara því til, að sömu öflin í ríkjum bandamanna þeirra, sem gagnrýndu stjórn Mender- esar fyrir hvers kyns ódsfrði, hefðu einnig haft hæst, þegar henni var loks- ins steypt; að Atlantshafsbandalagið sé ekki stofnað til þess að einstakar þjóð- ir þess hafi afskipti af innanríkismálum annarra bandalagsþjóða, jafnvel þótt þær fyrrnefndu búi við betra stjórnar- far, heldur til þess að mæta sameigin- legri hættu; en hins vegar byggist grundvallarhugsjón Atlantshafsbanda- lagsins á lýðræði, sem flestár þjóðir þess búi við, og þær eigi aftur að hafa óbein áhrif á stjórnarfar hinna, þar sem lýðræðið er ekki fullkomið. Nokkuð er til í þessu, og svo mikið er víst, að vera Tyrklands í NATO hefur átt ríkan þátt í því, að Tyrkir, og þá einkum tyrkneski herinn, vilja ekki una neins konar einræðisstjórn í landi sinu. Aðild Tyrkja að Atlantshafsbandalag inu hefur einnig reynzt þeim ómetan- leg í Kýpurdeilunni. Fullvíst er, að til hernaðarlegra átaka hefði komið milli Grikklands og Tyrklands, hefðu bæði ríkin ekki verið í NATO. Einungis þátttaka þeirra og þriðja deiluaðiljans, Bretlands, kom i veg fyrir styrjöld. Kýpurdeilan er enn óleyst að veru- legu leyti, en vonir standa til, að fyrr eða síðar leysist hún fyrir meðalgöngu Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna. Með því að koma á jafnvægi milli hersins og beggja flokkanna, vonast Sunay til þess að lýðræðislegt stjórnar- far verði treyst í sessi í Tyrklandi. C evdet Sunay er maður stór vexti, rólegur í fasi, vingjarnlegur í viðmóti og traustvekjandi í framgöngu. Hann er gott dæmi um hlédrægan og hæverskan herforingja af gamla skól- anum, sem rækir skyldu sína við föð- urlandið, en lætur annars ekki á sér bera. Hann fæddist árið 1990 í hinni fornfrægu hafnarborg Trebizond (Trabzon) í Lazistan austur í Svarta- hafsbotnum, sem Grikkir nefndu Trap- ezus til forna, en hún var höfuðborg keisaradæmisins Trapezunts, er keisar- ar af ætt hinna býzantísku Komnena réðu á árunum 1204 til 1461. Faðir hans var herdeildarprestur (vitanlega Múhameðstrúar) af þekktri embættis- mannaætt, sem þjónað hafði soldánun- um dyggilega í margar kynslóðir. Þeg- ar Cevdet var ungur að árum, fluttist fjölskylda hans til Erzerum (Erzurum), hinnar söguríku kastalaborgar Tyrkja, sem er nokkurn veginn miðja vegu milli Trebizonds og Araratfjalls. Þar ólst hann upp til seytján ára aldurs, er hann gekk í tyrkneska her- inn (ottómanska eða ósmaníska herinn, eins og hann kallast til minningar um forna frægð). Hann var sendur til vígstöðvanna í Palestínu, þar sem hann gat sér gott orð og hækkaði í tign. Eng- lendingar tóku hann til fanga og sendu í fangabúðir í Egyptalandi, þar sem faðir hans var fangi í öðrum fanga- búðum. Föður hans tókst að fá piltinn fluttan til sin, með því að gefa brezica yfirmanninum, sem var ástríðufullur frí merkjasafnari, verðmætt frímerkja- safn. A ð heimsstyrjöldinni fyrri lok- inni, gekk Sunay í lið með Atatúrk og Framhald á bls. 10. Framlcv.slj.: Sigtns Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viear Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm GarOar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 22430. Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavflc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.