Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 11
1. — Ósköp er að sjá þig, Siggi. Af hverju skreppið þið Gvendur ekki út í billiard-stof- una? 2. — Mundir þú leika billiard L á móti gæja, sem hefur rangt við og færir kúlurn- ar til, meðan þú lítur undan? 3. — Nei! 4. — Ekki Gvendur heldur. Kvöld i ágúst (brot) Eftir Svein Bergsveinsson í dag er áigúst. Vindurinn þýtur og vaggar krónum trjánna. í dag er kvöld. Það fyllir mig trega, því að það minnir á haust. í dag er myrkur. Það minnir á dauðann og leggst á sál mína eins og farg. A erlendum bókamarkabi Listir The Essence of Chinese Painting. Roger Goepper. Lund Humphries ,1963. £5 12s 6d. Höfundur þessarar bókar er safnvörður við austurlandadeild British Museum og er þekktur sérfræðingur í Austurlandalist. Höfundur leitast við að kynna Vesturlandabúum kínverska mál aralist með útlistun á andlegum og tæknilegum forsendum henn- ar. Bókin er einkum ætluð þeim, sem ókunnir eru kínverskri list, þótt hún verði einnig lesin til gagns af þ'eim, sem einhverja nasasjón hafa af viðfangsefninu. Hann reynir að gera mönnum fært að njóta þessara lista, en for sendan fyrir því er nokkur þekk ing á uppruna og eðli, tilgangi og tækni listamanna og listsköpun- ar. í útlistunum sínum styðst höf undur mjög við kínversk rit um málaralist, forn og ný. Hugmynd- irnar, sem koma fram á síðum bókarinnar, eru lýstar með eftir- prentunum verkanna. My.ndirnar eru valdar af mikilli nákvæmni og aðeins þær, sem höfundur hef ur getað rannsakað sjálfur í upp- haflegri gerð. Þetta er ekki bein- línis saga málaralistar í Kína, heldur fremur útlistun og skýr- ing á inntaki og eðli þessarar listar, tilgangi hennar og tækni. Fljótt á litið virðist lítill regin- munur vera á málaralist Vestur- landa og kínverskri málaralist, en sé nánar að gáð, skilst manni, að þessi munur sé djúpstæðari en við fyrstu skoðun. Höfundur reynir að skýra ástæðurnar fyr- ir þessu, en þeirra er að leita í listmótun, sem átti sér stað fyr ir þúsundum ára. Á öðru árþúsundi f. Kr. hefst glæsilegur listiðnaður í Kína í leirkeragerð, bronzi og jaði. Þessi listgrein náði mun meiri fullkomn- un í Kína en á Vesturlöndum. Um og eftir Krists burð hefst listvefnaður, og lökkun og myndagerð er þá komin þar á mjög hátt stig. Kínversk list er á hæsta stigi frá sjöundu og fram á tíundu öld. Postulínsiðnaður, leirkeraiðnaður og málaralist blómgast og fullkomnast á Tang- tímabilinu, og landslagsmyndir, fugla- og dýramyndir Sung-tíma- bilsins hafa aldrei verið íull- komnari. Síðasta blómaskeið kín verskrar listar er á dögum Ming- ættarinnar 1368-1644, einkum ágættist þá mjög postulínsgerð. Siðan hefur kínverskur stíll ekki tekið neinum verulegum breyt- ingum. Hinar gömlu fyrirmynd- ir voru stældar, og handverkið var fullkomið sem áður, en ný- ir stílar eða ný tjáningavform myndast ekki. Kínversk listtorm breytist ekkert. Áhugi Vestur- landabúa á kínverskum listvarn- ingi vaknar verulega á 17. öld, postulínsvarningur verður mjóg eftirsóttur, og þegar samgöngu- tengsl verða nónari við Kína, hefst flutningur slíkrar vöru til Evrópu. Til forna höfðu Evrópu- menn þekkt kínverskt silki, sem var ein dýrásta Austurlánda- vara, er fluttist til Evrópu. Höfundur skiptir bókinni i nokkra kafla. Annar kaflinn er einkar eftirtektarverður. í hon- um ræðir höfundur frumstæðar skoðanir á málaralist sem galdri; myndgaldur var algengur í Kína; og kenningar listamanna um, hvernig mála skyldi og með hvaða hugarfari, en það var ekki lítið atriði. Þriðji kaflinn fjallar um tjáningarformið. Bínan eða pensilsstrikið var undirstaða allrar málaralistar, og línan gat ein verio listaverk. Bókinni fylgja athugagreinar, tímatals- tafla og registur. Myndirnar eru mjög vel prentaðar, og bókin á allan hátt smekklega útgefin. Ornament in Mcdieval Manu- cripts. Lucia N. Valentine. Faber and Faber 1965. 30/—. Það er til töluvert af bókum um skreytilist, en lítið er mn bækur varðandi skreytilistina, eins og hún þróaðist í miðalda- handritum. Þessi bók er tilraun til þess að flokka skreytingar handritanna og skipa þeim nið- ur í kerfi eftir gerð og lögun. Upphaf þessarar bókar var það, að höfundurinn setti saman lista yfir skreytingar í miðaldahand- ritum, sem geymd eru í Bod- leian-safninu í Gxford. Listi þessi kom að svo góðum notum, að ákveðið var að prenta hann með smávegis breytingum. Mynd er af helztu skreytingum og nafn hennar gefið og skýring við heitið. Bókinni fylgir bóka- skrá óg registur. Lífið er fjársjóður þinn. ( En þú veitir hann að gjöf | þeim, sem þú elskar. ( i Leggistu fyrir að kveldi og treystir ei hús þitt gegn þjófum ; finnurðu skrínið tómt að morgni. i Lífið var fjársjóður þinn. Elskan þín gengur nú einmana og grætur horfna gjöf. Sölleröd, 8. ágúst 1945. VOR Eftir Knút Þorsteinsson frá Úlfsstöbum Enn fagnar lífið nýjum náðarstundum og nóttin flýr við birtu og töfraspil. Því vorið klappar mjúkum vinarmundum, svo milt og ljúft um stafna og roðin þil. Við ilm og skin um dýrðardaga væra af doðasvefni vængjuð þráin rís. Og glæstir fingur hörpustrengi hræra og heiðri fagna ljóssins paradís. Og þér um huga friður fornra strauma berst frjáls og hlýr og greiðir tregaský Því glaðar ástir gleymdra æskudrauma 8. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.