Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 14
ið I notkun jarðvarma til húshitunar ekki aðeins hér á landi, heldur hvar- vetna enn sem komið er. Nú búa á þessu svæði rúmlega 90 þús- und manna, og þar af munu um 60 þúsund manns hafa £ifnot jarðvarma- veitu og eru allflestir þeirra innan endimarka Reykjavíkurborgar. >ví miður hafa áætlanir þær, sem gerðar hafa verið í sambandi við skipu- lagningu höfuðborgarsvæðisins ekki verið birtar, þegar þetta er ritað. Hér á eftir getur því skakk- að einhverju í tölum um áætlaðan fólksfjölda, en eftir því sem næst verð- ur komizt, er þess vænzt, að á því muni búa milli 140 og 150 þúsund manns árið 1983, þ.e. eftir 17 ár. Þetta þýðir, að eftir 17 ár verða á svæðinu íbúðir fyrir 80-90 þúsundir manna, sem enn hefur ekki verið séð fyrir jarðvarmaafnotum. Ef hita ætti þessi híbýli með olíu, mundi það kosta notendur um 135-150 MKR. á ári miðað við núverandi verðlag, og er þá ótalið allt húsnæði, sem með fylgir og notað er til annarra þarfa en íbúða. Nú er eðlilegt, að spurt sé, eru mögu- leikar á að útvega þessum mannfjölda jarðvarmaafnot? Þessari spurningu vil ég hiklaust svara játandi. í fyrsta lagi er enn ekki nægi- lega kannað, hvað mikið hægt er að auka vatnsvinnsluna innan, og í næsta nágrenni, höfuðborgarsvæðisins. í því sambandi þarf aðeins að minna á merki óeðlilegs hita á dýpi, sem vart hefur orðið á Seltjarnarnesi, á Álftanesi, aust- arlega í Kópavogi, við Elliðaárstíflu og víðar. Ekki er enn fullkannað, hvaða rr/oguleikar kunna enn að vera duldir í jörðu austur og suður af svæðinu t.d. upp í Mosfellssveit, eða suður í Garða- hreppi og á Álftanesi. En þrjóti þessir möguleikar sem nærtækastir eru og því hagstæðastir, þá er völ á a.m.k. þremur háhitasvæðum, sem öll eru innan þeirr- ar fjarlægðar, að þaðan er fjárhagslega kleift að leiða heitt vatn, þegar um svo stóran markað er að ræða sem hér. Þessi svæði eru: Trölladyngja um 15 km frá Hafnar- firði og um 24 km frá Rvík. Krýsuvík um 20 km frá Hafnarfirði og um 26 km frá Rvk. Hengilsvæðið: Nesjavellir um 30 km frá Rvk. Hveragerði um 35 km frá Rvk. Hér þarf að taka fram, að í öllum þessum tilfellum er fjarlægðin miðuð við beina línu, en ekki lengd aðveitu- æðar, sem í flestum tilfellum yrði veru- lega lengri. Ennfremur er rniðað við suðurjaðar byggðar í Hafnarfirði og Elliðaárstöðvarnar í Reykjavík. Loks ber að geta þess að frá Nesjavöllum er aðeins 21 km í beina línu til dælustöðva Hitaveitu Reykjavíkur að Reykjum í Mosfellssveit, en aðveituæðarnar þaðan væri hægt að nýta betur en nú, ef há- hitaveita kæmi frá Nesjavöllum. Þegar á þetta er litið er eðlilegt, að Reykvíkingar hafi tryggt sér jarðhita- réttindin á Nesjavöllum með kaupum á jörðinni. Hittt er aftur á móti umdeilanlegt, hvort rétt sé að velja Nesjavallasvæðið, þegar fyrsta aðveituæðin frá þessum háhitasvæðum verður lögð til höfuð- staðarsvæðisins. Það kann að vera rétt, ef aðeins er hugsað til þess að fullnægja þörfum Reykjavíkurborgar einnar. En ef hugsað er til þess að fullnægja öllu höfuðborg- arsvæðinu, eins og eðlilegt væri, þegar ráðizt er í svo stórfellda mannvirkja- gerð, þá er tvímælalaust nauðsynlegt að kanna aðra möguleika, sem til greina koma og gera samanburð á hagkvæmni þeirra. Þessu til stuðnings vil ég benda á eftirfarandi atriði: (1) Þegar búið er að fullnýta flutn- ingsgetu núverandi aðveituæðar frá Reykjum, getur frekari aukning ekki átt sér stað nema með því að byggja viðbótaræð þaðan inn á svæðið. Þá verður að reikna með allri 30 km vegalengdinni frá Nesjavöllum til Elliðaánna, ef sá staður er notaður til viðmiðunar, og er það 4-6 km lengri leið í beina línu heldur en frá Krisíuvík eða Trölla- dyngju. (2) Samkvæmt skipulagstillögunum um byggingu höfuðborgarsvæðisins næstu 17 árin, er gert ráð fyrir því, að byggðin sunnan línu, sem dregin er milli Fossvogs og Elliðaárvogs, muni í lok tímabilsins hafa 40-50 þúsund íbúa, þar af tilheyra væntanlega 15-20 þúsund Reykjavíkurborg. Fyrir allt þetta svæði er eftir að byggja dreifikerfi hitaveitu. (3) Fjarlægðin frá syðri háhitasvæð- unum, Krýsuvík og Trölladyngju, er eins og fyrr segir aðeins 20 eða 15 km að suðurjaðri höfuðborgarsvæðisins við Hafnarfjörð, og er það lengd hinnar eiginlegu aðveituæðar, því að eftir það verður hún með vissum hætti hluti af dreifikerfinu, sem þarf að byggjast, hvort sem er. Fljótt á litið virðast mér þessi atriði benda eindregið til þess að hagkvæmara muni að öðru jöfnu að sækja hitann í syðri jarðhitasvæðin, þótt um það verði auðvitað ekki fullyrt að svo stöddu. Til þess þarf að fara fram rannsókn og gerð samanburðaráætlana um allar leið- irnar, sem til álita koma. U m það er vart égreiningur, að eitt brýnasta hagsmunamál íbúanna í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæð- inu, sé að fá afnot jarðvarma til híbýla- hitunar. Að Reykjavíkurborg frátalinni er ekki hægt að vænta, að þau verði þess megnug hvert fyrir sig að virkja jarð- varma og byggja hitaveitur, nema þar sem jarðvarmi kann að finnast innan endimarka þeirra. En með sameiginlegu átaki gætu þau ráðizt í stórvirki, og þá ekki sízt ef samvinna gæti tekizt um það við Reykjavíkurborg. Mannvirki, eins og borun fyrir jarð- varma, bygginig dælustöðva og aðveitu- æða, verða þeim mun hagkvæmari, því afkastameiri sem þau eru. Þetta kom t.d. glöggt í ljós af tölunum, sem ég nefndi hér að framan um Reykjanesveit una til flugvallarins og Keflavíkur svæðisins. En hvað er þá hægt að gera til þess að hrinda þessuim málum áfram? Ég mundi álíta, að fyrsta skrefið væri það, að sveitar- og bæjarfélögin í ná- grenni Reykjavíkur tækju upp náið samstarf um þessi mál og skipuðu sér- staka samstarfsnefnd til þess að vinna að þeim. Eitt fyrsta verkefnið, sem til kasta slíkrar nefndar kæmi, væri að undir- búa samræmda áætlun um jarðhitaleit innan byggðarlaganna í samráði við jarðhitadeild Raforkumálaskrifstofunn- ar. Annað verkefni væri t.d. það, að láta gera frumáætlun um stofn- og reksturskostnað hitaveitu frá Krýsuvík og/eða Trölladyngju, svo hægt verði að gera samanburð við sams konar áætl- anir, sem Hitaveita Reykjavíkur vinnur að varðandi veitu frá Nesjavallasvæð- inu. í þriðja lagi gæti það verið verkefni þessarar samstarfsnefndar, að leita eft- ir samvinnu við Reykjavíkurborg um þessi mál, og að vera samstarfsaðili við fulltrúa hennar um undirbúning sameiginlegra framkvæmda, ef til kæmi. Óþarft er að telja fleiri atriði upp á þessu stigi. Hins vegar er nauðsynlegt að benda á, að slík nefnd þyrfti að hafa nokkur fjárráð, er gætu komið með fjárframlögum frá hinum einstöku sveit- arfélögum eftir nánara samkomulagi þeirra. Til dæmis þyrfti nefndin, að geta látið framkvæma grunnar k/ónn- unarboranir í sambandi við hina al- mennu jarðhitaleit, kostað nauðsynleg- ar mælingar, rannsóknir og áætlana- gerð. Ef slíkt samstarf gæti tekizt milli hlutaðeigandi sveitarfélaga um sameig- inlegú málin, þá tel ég, að þetta mál væri þegár komið á nokkurn rekspöl. Að lokum vil ég minna á þýðingar- mikið atriði, sem menn mega ekki gleyma. Allur undirbúningur meiri háttar framkvæmda í jarðhitamálum tekur óhjákvæmilega langan tíma. Ég tel að ekki væri raunsætt að reikna með skemmri tíma en 5-8 árum frá því, að ákvörðun væri tekin um að virkja til- tekið háhitasvæði og þar til mannvirk- in væru tilbúin til notkunar. Þess vegna er ákaflega mikilsvert, að fyrsti undir- búningurinn, sem kostar tiltölulega lítið fjármagn, dragist ekki úr hófi. — Húmanismi Framhald af bls. 4. sérstöku arfhelguðu menningu í með- ferð efnisins, svo að mannfræðingar geta ráðið ýmislegt um aldur smíðis- gripanna og fundarstaði eftir gerð þeirra. Furðulegust eru þó hin aðdáan- legu málverk steinaldarmanna, sem fundust fyrst fyrir tilviljun í Altamira- hellinum á Spáni 1879, og var sá furnd- ur talinn skröksaga ein af vísinda- mönnum þeirra tíma. Það var ekki fyrr en um tuttugu árum síðar, sem lagður var fullur trúnaður á þetta, eft- ir að mörg önnur slík listaverk höfðu fundizt í hellum Pyrenea-fjallanna, bæði á Spáni og í Frakklandi. Þeim Sargon. sem vilja fá nánari upplýsingar um þetta, skal bent á litla bók, Isaldertid- ens kunst, eftir Ole Klindt-Jensen, gefna út af Studentersamfundets Op- lysningsforening í Kaupmannahöfn 1959. Forfeður okkar á Norðurlöndum áttu einnig þessa listgáfu, sem sjá má af hellnaristum víðsvegar í Noregi og voru myndir af nokkrum þeirra sýnd- ar í Bogasal Þjóðminjasafnsins fyrir ekki alllöngu, en nánar er sagt frá þeim í I. bindi af Det Norske Folks Liv og Historie eftir Haakon Shetelig, sem margir kannast við. Mörg af þessum listaverkum frá steinöld og það í öll- um heimsálfum jafnast á við ýmislegt það bezta í list nútímans. Gerð margra þeirra hefur verið það tímafrek og full- komin, að þar hefur ekki verið um tómstundaiðju eina að ræða. Listamað- urinn, læknirinn og presturinn, oft í einni og sömu persónu, hefur snemma orðið undanþeginn því að vinna dag- leg störf við veiðar. Ættflokkurinn hef- ur ekki aðeins sýnt honum sérstaka virðingu, heldur lagt honum til af sameiginlegum afla það sem hann þurfti til lífsframfæris. Hellisbúar steinaldar, klæddir í hreinstökur og úlfhéðna, skildu það að maðurinn lifir ekki af æti einu saman. Öll frumstæð list túlkar trúarlíf og lífsskoðun mannsins. Það á ekki aðeins við um myndlistina, heldur og leiklist og dansa, sem eru ævaforn þáttur í fari allra frumþjóða, og háttbundna niður- röðun orðanna í skáldskap, hvort sem hún birtist í hrynjandi, eins og í kveð- skap Grikkja og Rómverja, endurtekn- ingum með dálítið breyttu orðalagi, eins og hjá Hebreum, rími eða sam- stillingu orða með líkum hljómi, eða geirneglingu þeirra með stuðlum og höfuðstöfum, eins og meðal germanskra þjóða, en slíkum viðhafnarbúningi skáldskapar hafa þær allar glatað nema íslendingar, þótt stuðlun (allitteration) bregði oft fyrir í ljóðum þeirra ensku- mælandi góðskálda, sem næmast hafa brageyr®. Með list er hér auðvitað átt við skapandi gáfu, en ekki andlaust handverk, sem gert er til að fullnægja markaðskröfum, ráðandi tízku og meira eða minna sjúku sjálfsáliti. Öll sönn list hefur hagnýtt gildi fyrir ættbálkinn eða þjóðfélagið, því að hún er tengiliður milli einstaklinganna, milli skapandans og njótandans, og hún skapar þá fjölbreytni í menninguna, sem er skilyrði þróunarinnar. Jafnvel á þeim öldum, þegar íslendingar höfðu varla ráð á öðru efni en mærðartimbri tungunnar, smíðuðu þeir úr því fjölda listaverka, sem mörg voru að vísu frumstæð og fátækleg, en áttu þó hvað mestan þátt í því að halda við þjóð- erni og andlegu þreki kynslóðanna. Án viðhalds og verndunar menning- arlegs sjálfstæðis einstakra þjóða, þótt smáar séu, er hætt við því að nauð- synleg fjölbreytni og frjóvgandi víxl- áhrif mismunandi menningarstrauma fari minnkandi, ein eða örfá stórveldi, svo sem Bandaríkin eða Rússland, marki að öllu leyti stefnu heimsmenningar- innar og leiði hana inn í blindgötu. Því gefur það heldur ömurlega mynd af listrænu uppeldi íslenzkra skóla, ef nemendur þeirra kjósa frekar að koma fram á almannafæri með erlenda dæg- urhljómlist og tízku-„slagara“ en ljóð og lög sinnar eigin þjóðar. Það voru ekki dínósárarnir, þótt stór- vaxnir væru, sem urðu endanlegir sig- urvegarar í rás framþróunarinnar. Tæknin Frá líffræðilegu sjónarmiði er mað- urinn ekki bundinn við neitt sérstakt ytra umhverfi. Hann hefur getað að- hæfzt þeim öllum með tilstyrk þeirrar hugvitssemi, sem gerði honum fært að klæða af sér kulda, gera sér skýli og smíða sér allskonar tæki. Slik hugvits- semi virðist koma í öldum, eins og margt annað í sögu hans. Ein slík alda reis hátt á tímabilinu 3000-4000 f. Krb., þegar borgríki hófust á flóðasléttunum meðfram Efrat og Tigris, Níl og Indus. Frjósemi landsins ásamt vísindalegri og skipulegri ræktun þess gaf það mikinn afgang frá brýnum lífsnauðsynjum, að hægt var að reisa hof og hallir, fram- leiða ýmsan „luxus“-varning til heima- nota og verzlunar, bera uppi volduga prestastétt, þjóðhöfðingja og listamenn. Þetta er bronsöld hin fyrri, þegar menn lærðu að bræða og blanda kopar, ofdýr- an öllum almenningi, en hentugan i vopn og skraut smáhöfðingjunum, sem með yfirburði þessa vopnabúnaðar stofnuðu stórveldi. Þannig stofnaði Sargon akkadiska stórveldið á rústum borgríkjanna í Sumer og á sagan um Babelsturninn ef til vill sérstaklega við um þá tilraun til myndunar allsherjar- ríkis, en Djoser egypzka stórveldið, fyrstur í þeirri röð 200 Faraóa, sem endaði með Kleopötru. Veldi þessara herjöfra var miklu ægilegra en veldi Bandaríkjanna, Rússa eða Kínverja nú á tímum, en þó hrundu þau til grunna og við tóku tímabil stjórnleysis, örbirgð ar og menningarlegrar afturfarar. Þó skiluðu þau þýðingarmikum arfi, sem smáþjóðir svo sem Hebrear, Krítverjar og Grikkir ávöxtuðu og létu öðrum í té, án þess að verða sjálfar stórveldi á heimsmælikvarða. Að vissu leyti varð það sögulegt hlutverk þeirra að bræða úr vopnum fallinna jöfra þá plóga, sem gerðu jörðina byggilegri fyrir komandi kynslóðir. Arnold Toynbee hefur í hinu mikla verki sínu A Study of History, sem ----------------1-- 8. maí 1966 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.