Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 4
NYR Lögmál þróunar í undangengnum þáttum höfum við kynnzt framþróuninni sem allsherjar- lögmáli í tilverunni og að lokum þeirri kenningu Sir Julians Huxleys, að nú þegar — eða öllu heldur fyrir um það bil fimm milljónum ára hafi allar mögulegar leiðir til líffræðilegrar eða líkamlegrar framþróunar verið full- reyndar, svo að síðan hafi ekki komið fram neinar nýjar tegundir (species) lífsvera á jörðinni, heldur aðeins ný afbrigði þeirra tegunda, sem fyrir eru. Eina undantekningin var sú tegund frumapa, sem geymdi vaxtarbrodd þróunarinnar og átti eftir að verða mað- ur. Líkamlegri þróun hans er þó einn- ig fyrir löngu lokið og hin líffræðilega sköpunarsaga jarðarinnar þar með á enda. f>ar með er framþróuninni þó ekki lokið, því að með manninum hefst nýtt stig, menningin, eða andleg framþróun sem beint áframhald og tak- mark hinnar líffræðilegu þróunar. Þannig tók áður við stig lífræns efnis af ólífrænu, eða öllu heldur jafnhliða því, jurtaríki við af og jafnhliða stigi lífrænna en þó lífvana efnasambanda, dýraríki við af og jafnhliða jurtaríki og að lokum tók mannheimur við af og jafnhliða öllum fyrri stigum. Ný ELLEFTI HLUTI mannslíkamanum jafnframt þeim lifeðl- islegu lögum, sem hann er háður. Líf- fræðileg lögmál gilda einnig jafnframt þeim andlegu á því stigi, er hófst með tilkomu menningarinnar. Líffræðin varð að vísindagrein í stað heimspeki- legra heilabrota, þegar menn tóku að gera kerfisbundinn samanburð á öll- um mismunandi lífverum og rekja ræt- ur þeirra og skyldleika langt aftur í aldir með tilstyrk steingervingafræð- innar. Á sama hátt er hinn vísindalegi húmanismi kerfisbundinn samanburður á hátterni mismunandi mannflokka og rannsókn á sögu þeirra eftir því sem ritaðar heimildir ná til og þó miklu lengra aftur með tilstyrk fornleifafræð- innar. Á ýmsa þætti þessarar rannsókn- ar og nýjustu niðurstöður henn- ar hefur verið drepið í und- anförnum köflum þessarar rit- gerðar. Enn verður þó að skyggnast um öxl til þess að fá gleggri heildarsýn yfir feril mannsins og þau lögmál, sem eðli hans er háð. Hæfileikinn til fjölbreytni — varia- bilitets — er einn af burðarásum allrar þróunar og glötun hans leiðir ófrávikj- anlega til stöðnunar. í engu atferli mannsins er fjölbreytnin jafn mikil sem í málfari hans, en málið er frum- skilyrði menningarinnar, eins og tekið hefur verið fram.. Fjölbreytni tungu- málanna er furðuleg og margfalt meiri en fjölbreytni atvinnuveganna, enda er rannsókn hennar orðin sérstök vís- mdagrein innan mannfræðinnar. Frum- byggjar Ástralíu, sem gizkað er á að hafi varla verið öllu fleiri en íbúar ís- lands eru nú, eða um 200 þúsund, töl- uðu hvorki meira né minna en 500 tungumál. í Kaliforníu, sem er að vísu allt að því fjórfalt stærri en ísland, hafa verið greindir 31 flokkur tungu- mála með a.m.k. 135 mállýzkum með- al þeirra Indíána, sem byggðu það land svæði (Gordon Childe). Það er vel heyranlegur munur á málfari sjó- manna frá Grimsby og Hull, þótt skammt sé á milli og aðeins yfir Humru-fljót að fara. Upprunaleg orsök þessarar margskiptingar málsins er strjálbýlið_ á fyrstu stigum menning- arinnar. Á frumstiginu, sem kennt er við fóðursöfnun úr jurtaríkinu og veiði- mennsku, urðu einstakar fjölskyldur eða mjög fámennir ættflokkar að dreifa sér yfir stór landsvæði og elta veiðidýrin, sem fóru árlega langar leið- ir milli sumarhaga og vetrarbeitar. Þetta er ljóst af því, að nú á tímum þarf um 1000 ferkílómetra svæði í heimsskautshéruðum Kanada til þess að veiðin þar nægi þremur manneskj- um til nægilegs fæðis. Viðkoma mann- fólksins var lítil, því að barnadauði hefur verið mjög hár, fjöldamargir dá- ið innan tvítugs og tiltölulega fáir lif- að fram yfir fertugt, að því að talið er. En jafnvel á þessum fjarlægu tímum, fyrir 50-100 þúsund árum jarð- aði steinaldarmaðurinn börn sín með viðhöfn, raðaði steinum umhverfis leiði þeirra og fékk þeim grafarnesti. Svo gömul er trúin á framhaldslíf eft- ir dauðann. Listin í þúsundir mannsaldra höfðu þessir forfeður okkar ekki önnur tæki en þau, sem gerð voru af steini með því að kljúfa hann og fá á hann egg eða odd. Siðar komu til hlutir úr beini eða horni, smíðaðir með steinhnífum, en mjög snemma gætir þess, að reynt er að gera þessi áhöld ekki aðeins hagnýt, heldur að fegra smíði þeirra. Fegurð- arskyn og listhneigð er einn af elztu þáttum mannlegs eðlis. Hver ættflokk- ur skapar sér sitt sérstaka snið, sína Framhald á bls. 14. gróðrarlög hafa klætt grunnberg efn- isins, eða hver hjúpur af öðrum, svo að notuð sé samlíking eftir Teilhard de Chardin, sem getið var í hinum fyrsta þessara þátta: Steinhjúpur eða lithos- fera, lífhjúpur eða biósfera og að lokum nýhjúpur eða noósfera, sem hefst með manninum eða öllu heldur menningar- legri og andlegri þróun þessa síðasta liðs hinnar líffræðilegu sköpunar. Móguleiki til framþróunar var vöggugjöf hinnar ungu jarðar, þegar hún hóf feril sinn umhverfis sólu, nærð af þeirri orku, sem ljós hennar veitir. „Verði ljós“ er hið máttuga upphafsorð og frumskilyrði lífsins. En jörðinni var Liggjandi vísundarkýr. (Isaldarmynd). ekki aðeins gefinn möguleiki til fram- iþróunar lífsins, heldur einnig boðorð um að hagnýta þann möguleika, eða öllu heldur alla möguleika þess. „Láti jörð- in af sér spretta græn grös, sáðjurtir og aldintré, sem hvert beri ávöxt eftir sinni tegund með sæði i á jörðinni. Og það varð svo.“ (I. Mósebók, I, 11). Möguleiki til vitrænnar og andlegr- ar þróunar var manninum líka gefinn með málinu. >á hætti hann að vera ómálga dýr og menning hans hófst Hún hlítir einnig því lögmáli fram- þróunarinnar að reyna margar mis- munandi leiðir, þótt sumar þeirra lendi EFTIR PÁL V. G. KOLKA Neanderdælingur og nútímamaður. í ógöngum og jafnvel flestar. Eitthvert einstigi hlýtur þó að liggja fram á við og út úr þeim ógöngum, eða því verð- um við að trúa, sem aðhyllumst þá skoðun, að framþróunin sé ekki glund- roði blindra tilviljana, heldur hafi mark og mið. Hin nýi húmanismi birtist í þeirri trú margra ágætra vísindamanna nútímans, eins og gerð var grein fyr- ir í upphafi þessara þátta. Hann birt- ist ekki síður í leit að manninum, þess- ari einstæðu og ókunnu veru, sem Carr el kallaði svo, og sú leit beinist að á- sköpuðu eðli hans sem einstaklings og félagsveru, og að þeim náttúrulögmál- um, sem það eðli hans er háð, því að náttúran fyrirgefur aldrei, ef boðorð hennar eru brotin. Vegna mikilla fram- fara í læknisfræði og lífeðlisfræði á Nýr heimur >að er föst regla að náttúrulögmál hinna óæðri og einfaldari stiga á braut þróunarinnar halda áfram að gilda á æðri stigum hennar, jafnframt þeim nýrri og margbrotnari, eins og Sir Julian Huxley hefur tekið fram. Lög- mál efnafræði og eðlisfræði gilda í síðustu áratugum hefur þessi leit bor- ið mikinn árangur, að því er snertir líkamlegt eðli mannsins, en vélgengis- hyggja nítjándu aldarinnar hefur tafið fyrir aukinni þekkingu á sálarlegu og andlegu eðli hans. Án slíkrar þekking- ar verður framtíð hans hrakningar og hafvillur í ferð án fyrirheits og átta- vita um ólgusjó tilverunnar. LEIT AÐ MANNINUM 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.