Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 5
Gunnar Dal roj I hugum margra manna er sið- fræði Epikúrs og siðfræði Stóuspek- inga tvær reginandstæður, þar sem sá fyrri er álitinn boða fagnaðarer- indi holdsins, hinir hinn kalda hrein- leika andans. Hitt er sönnu nær, að siðfræði beggja þessara skóla sé í flestum greinum hin sama eða svipuð. Þeir eru báðir sam- naála um að rétt breytni byggist á þekk- ingu. Báðir eru sammála um, hvað telja beri gott og rétt líferni. Hinar fjórar dyggðir, vizka, hófsemi, hreysti og rétt- læti, eru hinar sömu hjá báðum. Þeir eru sammála um að sá einn, sem ástundar þessar dyggðir, geti eignazt sálarfrið og fundið hamingjuna. Þeir boða báðir bræðralagshugsjón, sem nær til allra manna og allra þjóða. — Stóumenn segja, að það að elska náungann sé blessun og gæði í sjálfu sér. Epikúr tal- ar að vísu um, að menn verði að lifa í friði og sátt við aðra menn til þess að varðveita hamingju sína. En hann talar um, að vináttan hafi gildi í sjálfu sér og skilgreinir hana þannig að vinátta se að láta sér jafnannt um hag ann- arra og sinn eigin. Bæði vinátta Epi- kúrs og bróðurþel Stóumanna eru þann- ig gæði í sjálfu sér, svo hér er naum- ast um stórvægilegan mun að ræða, sé Epikúr rétt skilinn. Það sem ber hins vegar helzt á milli í siðfræði þessara skóla er það, að Epi- kúr lítur á dyggðina sem tæki til að lifa farsælu lífi, en Stóumenn segja að dyggðin sé í sjálfu sér hin æðstu gæði mannsins, hvort sem hún hefur farsælt líf í för með sér eða ekki. — Þannig ganga Epikúr og Stóuspekingar báðir hinn sama veg og að sama marki: Epi- kúr gengur veginn vegna takmarksins, Stóumenn ganga veginn vegna vegar- ins sjálfs. Annar er munurinn ekki. í hugum margra manna verður „hin stóiska ró“ Stóuspekinganna eins konar steinrunnin þrjózka, sem afneitar til- veru gleði og sorgar. Hinn stóiski maður á að sögn að vera sá, sem stendur eins og klettur í stormi tímans, og skoðar öll litbrigði lífsins með ískaldri, óbifanlegri ró. E n þessi steinrunna, kalda ró, sem afneitar mannlegum tilfinningum, er engan veginn kjarni Stóuheimspek- innar, kjarni hennar er miklu fremur trúin á lífið. Stóumenn trúa því, að náttúran og guð sé eitt, að allt sem er í samræmi við náttúruna sé gott og gerist að vilja guðs. Og einmitt þessi trú, að allt náttúrulegt sé í eðli sínu gott, á að vera sá kjarni, sem skapar sálarfrið mannsins. II. Heimspekiskóii Stóu telur sig byggja siðfræði sína á kenningum Sókratesar, en auk þess sækir hann drjúgan efni- við til eldri heimspekinga, einkum Heraklitosar. Annars er Stóa sem trúar- og heim- spekiskóli stofnaður af Zeno frá Citium í lok fjórðu aldar f. Kr. Þar blandast saman grísk og austurlenzk heimspeki, sem flæddi yfir Grikkland eftir austur- för Alexanders mikla. Stóuspekin er því ekki heimspeki neins einstaklings held- ur samruni margra kenninga úr ýms- um áttum. Zenó var af fönískum upp- runa og aðrir helztu framámenn skól- ans eru fyrst Asiumenn og síðar Róm- verjar. Höfuðstöðvar skólans voru í Alexandríu, Tarsus og Ród- es. Vegna þess að Stóuspekin er verk svo margra og ólíkra heimspekinga, alveg frá Zenó á 4. öld f. K. til Markúsar Áreliusar, gætir þar ýmissa mótsagna, sem kemur meðal annars fram í því að þeir fylgja hug- hyggju í siðfræðinni en sumir eins- konar efnishyggju í heimsmyndunar- fræðinni. En þetta tvennt verður aðeins sam- emað með því að skoða „frumeldinn“ sem tákn andans eins og hinir síðustu Stóuspekingar gerðu. Stóuspekinni er skipt í þrjú tíma'bil. Gömlu-Stóu sem hefst 304 f.K. og fell- ur með Krysippusi 205 f.K. Mið-Stóu sem er við líði fram á daga rómverska heimsríkisins, og Seinni-Stóu, sem er tímabil hinna rómversku heimspekinga. Því lýkur með dauða Markúsar Áre- líusar 180 e.K. rír fyrstu foringjar skólans voru stofnandi hans Zenó frá Citium á Kýpr- us (336-264 f.K.), Kleanþes og Krys- ippus, sem fyrstur sameinaði fræði skól- ans í eitt kerfi. Zenó var kaupmannssonur af fön- isku bergi brotinn. Sagan segir að fað- ir hans hafi flutt heim með sér heim- spekirit úr ferðum sínum til Aþenu og þau hafi vakið áhuga sonarins. Hann er sagður hafa siglt til Aþenu (314 f.K.) með verzlunarvarning, rúmlega tvitugur að aldri, en brotið skip sitt. Eftir það ákvað hann að gefa sig allan að heim- spekinni. Hann settist að í Aþenu og stundaði þar fræði sín fram á elliár. I fyrstu gekk hann milli hinna gömlu heimspekiskóla og hlýddi á Þeófrast- us í Lyceum, Xenókrates og Pólemó í Akademiunni og Stilpó í Megara, sem Mörgum er þaö áliyggju- efni um þess- ar mundir, hve bilið milli hinna svokölluðu vanþróuðu landa og háþróuðu breikkar ört, þrátt fyrir sí- aukna aðstoð efnaðra þjóða við fátœkar. Aldrei fyrr hefur jafnmiklu fé verið veitt á milli ríkja til aðstoðar og hjálp- ar hinum vanmegnugu, en allt kemur fyrir ekki. Þetta hefur orðið til þess, að á síöari árum hafa ýmsir hagfrœð- ingar og stjórnmálamenn tekið fyrirbrigðið „efnahagsaðstoð“ til nýrrar yfirvegunar, og hafa sum- ir gengið svo langt að halda því fram, að slík aðstoð eigi í fæst- um tilvikum rétt á sér. Flestum mun þó enn koma saman um það, að auðugar þjóðir eigi að styrkja hinar efnaminni af mannúðará- stæðum, svo sem til þess að koma í veg fyrir hungursneyð, þegar hún vofir yfir. Hins vegar skorti mjög á skilning og þroska þeirra, sem aðstoðina fái, til þess að þeir geti nýtt sér hana. Oft verði hún aðeins til þess, að hinir „vanþró- uðu“ hirði lítt eða ekki um að bjarga sér sjálfir, en undirstaða allrar aðstoðar eigi að vera sú að ýta undir þá til sjálfsbjargar. Þá eru þess mörg dæmi, að að- stoðin hefur verið misnotuð af valdastétt í þiggjandi ríki. Fé, sem átti að fara til sjúkrahúsbygging- ar, brúarsmíðar, hafnargerðar eða nýrrar verksmiðju, fer til kaupa á munaðarvarningi og dýrum bif- reiðum eða til þess að reisa vald- höfunum hallir og minnismerki. Erfitt er fyrir gefandann að fylgj- ast með því, að skilyrðum gjafar- innar sé fullnægt, því að þá er hrópað um freiclega íhlutun um innanríkismál hins nýfrjálsa og stolta ríkis, og hafa Bandarikja- menn, sem gefið hafa meira fé til fátœkra þjóða en allir aðrir til samans, einkum orðið fyrir slíku. Ein helzta ástæða þess að bilið heldur áfram að breikka með geig- vænlegum hraða, er ör mannfjölg- un meðal fátækra þjóða. Seint virðist œtla að ganga að draga úr henni hjá þeim þjóðum, sem sízt þola öra viðkomu, enda er fólks- fjölgunarvandamálið að verða mesti vandinn, sem mannkyninu er nú á höndum. Lítill vilji virð- ist vera fyrir hendi hjá mörgum vanþróuðum þjóðum að horfast í augu við þetta, og er það jafnvel yfirlýst stefna hjá sumum hinna nýju einrœðisherra og flokka að auka íbúatölu ríkja sinna í þeirri fánýtu von, að þjóðir þeirra verði fjölmennari og öflugri en gamlar og nýjar og ímyndaðar óvinaþjóðir í nágrannaríkjunum. Meðan takmarkaður vilji er þannig meðal fátœkra þjóða að ráða bót á heimatilbúnu böli, stoð- ar lítt, þótt milljónum sé ausið úr skattsjóðum auðugri þjóða. Að mannúðarástœðunni slepptri, vilja sumir halda áfram að styrkja fátœkar þjóðir og jafnvel auka aðstoðina af hrœðslu við, að ella muni hinir fátœku sœkja auð í annars garð með valdi síðar í krafti fólksfjölda, því að innan skamms verði mannmergðin í fá- tœkum rikjum orðin slík, að ekk- ert fái fyrir staðizt. Þeir vilja gefa af hrœðslugœðum. Nokkrir sérvitr ingar halda því og fram, að þœr þjóðir, sem nú komast sœmilega af, „skuldi“ hinum vegna viðskipta fyrr á öldum, og því eigi að yfir- fœra fé frá Vesturheimi og Norð- urálfu til annarra heimshluta í svo ríkum mœli, að allt efnahags- kerfi í fyrrnefndum álfum hlyti að fara úr skorðum, og yrði þá brátt lítið eftir til þess að gefa. Hvað sem því líður, þá er Ijóst, að alla þessa aðstoð verður brátt að taka til mjög rœkilegrar endur- Framhald á bls. 6. 8. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.