Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 10
--------- SÍMAVIÐTALIÐ -------- Sjálfsbjörg byggir vistheimili — 16538. •— Sjálfsbjörg. — Er Trausti Sigurlaugsson við? — Andartak. — Já. — Þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins, er þetta fram- kvæmdastjórinn? — Jú, það er hann. — Ykkar starfsemi eykst stöðugt og dafnar? — Já, hér er í mörg horn að iíta — mikið verk að vinna og sem betur fer hefur okkur miðað töluvert áfram. — Sjálfsbjörg er í rauninni landssamtök? — Já, og heitir: Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra. Að þessum samtökum standa tíu Sjálfsbjargarfélög, sem starf- andi eru víðs vegar um land. Við höfum síðan samvinnu við SÍBS og öryrkjafélögin innan Öryrkjabandalags Is- lands, sem stofnað var fyrir nokkrum árum. Vonum við að þessi heildarsamtök megni að bæta hag öryrkja og iétta þeim lífsbaráttuna. — Hvaða samtök standa að öryrkjabandalaginu? — Auk Sjálfsbjargar eru það SÍBS, Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra, Biindraféiag- ið, Bindravinafélagið, Styrkt- arféiag vangefinna og Geð- verndarfélagið. — Og hve lengi hefur lands- samband Sjálfsbjargarfélag- anna rekið skrifstofu? — Hálft sjötta ár. Og á þeim tíma hefur verið unnið að því að veita félagsdeildun- um margs konar aðstoð svo og að greiða fyrir einstakling- um í ýmsum tilvikum. Enn- íremur hefur verið miðað að því að bæta hag fatl- aðra á breiðum grundveili — m.a. með kynningu á mál- efnum samtakanna. — Á hvað leggja félags- deiidirnar megináherzlu í starfi sínu? — Fyrst og fremst á al- menna félagsstarfsemi, hitt og þetta til fróðleiks og uppiyft- ingar. Félagsstarfið er ekki sízt mikilvægt vegna þess, að í fé- lagslifinu hittist fólk og kynn- ist — fóik, sem á við lík vanda mál að etja og getur lært hvert af öðru. Nú, hins vegar starf- rækja sumar félagsdeildirnar vinnustofur, sem eru orðnar mjög mikilvægar, því að þar fá margir, sem ekki eiga e’ indi á hinn aimenna vinnumark.rð, starf við sitt hæfi. Þessar vinnustofur gegna því ekki að eins mikilvægu hlutverki fyrir viðkomandi einstaklinga, held- ur má telja þær nytsamar fyr- ir þjóðfélagið í heild. — Hvar eru siíkar vinnu- stofur starfræktar nú? — Á ísafirði, Siglufirði og Sauðárkróki — svo og í Reykjavík. Vinnustofan á ísa- firði er rekin af Sjálfsbjörg og Berklavörn í sameiningu og er hún sú stærsta úti á landi. Og á Akureyri er Sjálfsbjörg að undirbúa starfsemi vinnustofu með svipuðu sniði og hinar. — Og árangurinn hefur orð- ið góður? — Að ýmsu leyti hefur hann verið það. Vinnustofurnar hafa skilað mjög jákvæðum árangri í félagslegum skilningi. Þær hafa orðið eins konar miðstöð fatlaðs fólks á þess- um stöðum og styrkt samtök- in mikið. Hins vegar höfum við átt við svipaða eða sömu erfiðleika að etja og aðrir framleiðendur í þessum grein- um, fjárhagsörðugleika. En við höfum iitið á þetta sem til- raunastarf og reiknað með ýmsum byrjunarerfiðleikum. Reynslan hefur þegar sýnt okkur, að við verðum að end- urskipuleggja og samræma starfsemi vinnustofnanna til þess að ná viðunandi árangri. Ailar vinnustofurnar verða að framleiða sömu vöruna og annast sölu og dreifingu hver á sínu svæði. Annars er of snemmt að tala um þetta núna. — Hve margir eru féiagarn- ir í Sjálfsbjargarfélögunum? — Um 800 virkir féiagar eins og er. — Og munduð þér telja, að ailir þeir, sem erindi eiga í Sjálfsbjörg, hafi látið skrá sig? — Nei, því fer fjarri — og því er verr. Við höfum ekki náð nógu vel til landsbyggðar- innar, vantar t.d. tilfinnanlega a.m.k. eina deild á Austfjörð- um. Annars eru félagsdeildir starfandi í stærstu kaupstöð- unum — að Akranesi undan- skildu. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að fólk ger- ist félagar í Sjálfsbjörg þótt engin félagsdeiid sé starfandi í byggðarlagi viðkomandi manns eða konu. Siíkt fólk setjum við á aukaskrá hér hjá okkur til þess að geta haft sam.band við það — og gaidur- inn er ekki annar en að skrifa okkur hingað að Bræðraborg- arstíg 9. — Og hvað veitir félags- skírteinið félögunum? — Fyrst og fremst almenn féiagsréttindi. Það er fyrst og fremst verkefni Sjálfsbjargar að vinna að því að skapa fé- lögunum aðstæður til að njóta lífsins betur, auka velferð þeirra og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Þetta starf er rétt að hefjast og hver nýr félagi styrkir samtökin. Reynslan hefur líka sýnt, að það er hverjum nýjum félaga styrkur að því að vera í hópn- um okkar. Hér kemst hann í snertingu við fólk sem á við svipaða örðugleika að etja — og ekki fer hjá því að hann læri hitt og þetta, sem nytsamt getur talizt. — En að hverju er einkum stefnt í framtíðinni til viðbót- ar þvi, sem við höfum þeg- ar drepið á? —• Markmið okkar er að koma upp vist- og dvalarheim- ili fyrir fatlaða. Við höfum fengið ióð við Hátún, skammt neðan við Shell-stöðina við Suðurlandsbraut. Ætlunin er að reisa þar undir einu þaki húsakynni, sem hægt yrði að nota sem vistheimili fyrir þá, sem þyrftu að dveljast um langan eða skamman tíma þar sem þeir fengju sjúkra- hjálp og aðra ámóta aðhlynningu. Þar yrðu líka vinnustofur, æfingastöð með sundlaug og öðru tilheyr- andi, verzlanir, skrifstofur samtakanna og annað, sem þeim fylgir. Vonum við, að vel gangi að afia fjár til fram- kvæmdanna og þessi draumur megi rætast frekar fyrr en síðar. Við höfum þegar fengið 100 þús. danskar krónur í styrk að til- hlutan hliðstæðra samtaka í Danmörku, en málefni ör- yrkja í Danmörku eru komin í mjög gott horf og höfum við haft mikinn hag af að kynn- ast skipulagi og tilhögun þess starfs. — Öryrkjar hafa alþjóðleg samtök? — Já, og við erum aðilar að þeim — fyrst og freirist Norðurlandasamtökunum, en einnig Alþjóðasambandi fatl- aðra, sem aðsetur hefur í Rómaborg. — Og er mikið unnið á þessu alþjóðlega sviði? — Já, það er óhætt að segja að svo sé. Annars hefur Norðr urlandasamvinnan orðið okk- ur gagnlegust, enda er hún mjög náin og sérstaklega á- nægjuleg. SVIPMYND Framhald af bls. 2 tók meðal annars þátt í hinni frægu orrustu við Sakaraja, þar sem Mústafa Kemal vann úrsiitasigur á gríska hern- um, áður en hann næði að sækja fram til Angora, sem fyrrum hét Ancyra og síðar Ankara, höfuðaðseturs Ungtyrkja og tilvonandi höfuðborgar tyrkneska lýðveldisins. Sunay vakti athygli á sér fyrir framgöngu sina í orrustunni og var sendur til vígstöðvanna á suður- landamærunum og síðar til Smyrna (Izmir). Árið 1930 lauk hann prófi við herfræðaháskólann, en næsta áratuginn bar lítið á honum. Þó mun hann hafa gegnt mikilvægu hlutverki, þegar Tyrk ir bjuggu sig undir að leggja hið skammlífa lýðveldi Hatay (við norð- austurbotn Miðjarðarhafsins) undir sig. Áður en til vopnaviðskipta kæmi, höfðu Frakkar (eða Sýrlendingar) lagt lýðveldið undir Latakíu, enda er þar borgin Antíokkia, sem er fræg í kristn- um sið. Nefndu þeir héraðið Alexandr- ette eftir samnefndri borg, en árið 1939 tókst Tyrkjum að fá landið með samningum og breyttu þá nafninu í hina tyrknesku mynd þess, Iskender- un. Talið er, að Sunay hafi þjálfað herliðið, sem Tyrkir höfðu þarna til taks, og átt drjúgan þátt í hinum happa drjúgu sámningum, enda hlaut hann herforingjanafnbót árið 1940. Síðan fara litlar sögur af honum næstu árin, en árið 1959 varð hann yfirhershöfðingi. Þegar herinn ákvað að binda enda á tíu ára valdaferil Demókrataflokksins árið 1960, var Sun- ay boðið að taka forystuna. Hann hafnaði því á þeim forsendum, að rík- isstjórn Menderesar mundi brátt verða að segja af sér, og hann áliti afskipti hersins með valdbeitingu bæði af þeim orsökum og öðrum allsendis ónauð- synleg. Eftir valdatökuna varð hann yf- irmaður alls landhersins, og 3. ágúst 1960 varð hann yfirmaður herforingja- ráðsins og þar með æðsti herforingi Tyrkja, eftir að 235 herforingjum og yfirmönnum hafði verið vikið frá. Herinn afhenti hinni borgaralegu stjórn Inönus flest völd í hendur í október 1961. Upp frá því varð Sunay e. k. „eminence grise“, því að hann hafði öil ráð í landinu ásamt forsæt- jsráðherranum. Taiat Aydemir, ofursti, gerði tvær misheppnaðar tilraunir til þess að ná völdum, 1962 og 1963, og við þær herti herinn tökin, iýsti land- ið í hernaðarástandi, og um leið juk- ust völd Sunays. Hann gætti þess þó ávallt að halda sér að tjaldabaki. Hern- um tókst að bæla allar uppreisnartil- raunir niður, en hann hélt engu að siður loforð sitt um frjálsar kosningar, og að þeim loknum sætti hann sig við stjórnarmyndun Réttlætisflokksins í október síðastliðið ár. Þetta sannar styrk lýðræðishugsjónarinnar í Tyrk- landi og áhrifamátt Sunays innan hers- ins, sem hann hefur beitt á heppilegan hátt til þess að draga úr æsingum hinna óþolinmóðu. Aðfaranótt 22. maí 1963, þegar Tal- at Aydemir gerði seinni byltingartil- raun sína, réðust nokkrir vopnaðir liðs- foringjar inn á heimili Sunays í Ank- ara. Yfirmaður herforingjaráðsins var ekki heima, en kona hans var heima. Þegar innbrotsmennirnir tóku að leita Sunays í húsinu, opnuðu þeir m.a. aila skápa. „Hverju eruð þið að leita að?“ spurði frú Sunay með fyrirlitningu. „Cevdet er ekki sú manngerð, sem felur sig í klæðaskápnum“. Liðsforingj- arnir fóru sneyptir í burtu, og valda- ránið fór út um þúfur. C evdet Sunay er heimaeiskur fjölskyidumaður. Hann kvæntist árið 1929 og hefur búið í hamingjusömu hjónabandi í 37 ár. Hann á tvo syni, eina dóttur og fimm barnabörn. For- setinn leggur mikla áherzlu á þrifnað og snyrtilega umgengni. Hann krefst þess, bæði á heimili og vinnustað, að staður sé fyrir hvern hlut og hver hlut- ur á sínum stað. Hann gengur ríkt eft- ir þ4, að engin óreiða ríki á hlutun- um, og þolir ekki, að neinn tími fari í leit. Lifnaðarhættir hans eru fábrotn- ir og reglubundnir. Hann reykir alltaf vænan og vandaðan vindil eftir hádeg- isverð, en pípu eftir kveldmat. Þegar hann á frí að kveldi til, setzt hann í hægindastól og les. Frönskumaður er hann ágætur, og nú er hann að læra ensku. Hann talar lítið og án allra vafninga eða málalenginga, er fámálug- ur en gagnorður. Helzta heimiiis- skemmtun hans er að leika við hund- ana. Að ýmsu leyti minnir hann einna heizt á róiyndan, enskan herramann. 10 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS- 8. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.