Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 6
kenndi honum kappræðulist. En eins og Epikúr fannst Zenó hin klassíska heimspeki Platós og Aristótelesar ekki lengur í samræmi við þarfir aldarinn- ar. Apena var ekki lengur forysturíki heldur nýlenda sem laut framandi stjórnendum. Á slíkum tímum finna menn hjá sér þörf til að flýja hinn þjóðfélagslega veruleika, og leita skjóls í hugmyndum, annað hvort um ein- angrun einstaklingsins þar sem hann fær varðveitt sálarfrið sinn, eða um alveldi þar sem allir menn eru jafningj- ar og bræður. Tilgangur Zenós varð brátt að semja hagnýta heimspeki sem kennt gæti mönnum að lifa í sátt við lífið og sjálfa sig. í skóla efasemdar- mannsins Cratesar lærði Zenó að hafna frummyndakenningu Platós en tók í þess stað upp hina gömlu heimsskoðun Herakleitosar. Zenó geðjaðist þó ekki sú hugmynd efasemdarmanna að eng- irm grundvöllur væri til fyrir mann- legri þekkingu, og fann nýjan mæli- kvarða á sannleikann, sem hann nefndi „Kataleptike phantasía". Eftir 20 ára nám í Aþenu hjá hinum ýmsu heimspekiskólum, stofnaði Zenó sinn eigin skóla (294 f.K.) á stað sem nefndist Stóa Poikile, hin máluðu súlna- göng. f>ar flutti hann boðskap sinn um að hamingja mannsins væri að lúta hin- um guðlegu alheimslegu vitsmunum sem stjórna allri tilveru. Siðfræðin er þvi kjarni heimspekinnar. Zenó var alvöru- gefinn og grandvar maður sem lifði eftir kenningum sínum um óbrotið og einfalt líf. Sjálfur nærðist hann á fíkj- um, hunangi og brauði. Af ritum hans hefur ekkert varðveitzt annað en brot sem vitnað er til í ritum hinna róm- versku stóuspekinga. egar Zenó lézt rúmlaga sjötug- ur að aldri arfleiddi hann nemanda sinn Kleanþes að skólanum og fól hon- um stjórn hans (264-232). Af verkum hans hefur aðeins varðveitzt svonefnd- ur „sálmur Kleanþesar“ og er hann það eina af verkum hinna grísku stóuspek- inga sem til er í sinni upphaflegu mynd. Stóumenn eru sammála um að hreinn andi án efnis sé ekki til og eins að efni sé ekki til án anda. Kleanþes boðar því algyðistrú þar sem „eldur“ Herakleit- osar er andinn sem stjórnar öllu og er allt. Við kenningu Herakleitosar um síbreytileika tilverunnar bætir Kleanþes við kenningunni um hvað orsaki þessar breytingar: í allri tilverunni er dulinn máttur sem birtist í náttúruríkjunum og hverri lífveru sem áreynsla og við- leitni í ákveðna átt. Stóuspekingar höfðu verið sammála um að þessi máttur birt- ist í sál hins vitra manns og gerði hann ihæfan til að hugsa og breyta rétt. En hjá Kleanþesi liggur þessi áreynsla í eðli alls efnis, — og hugur mannsins er einnig efni að dómi stóuspekinga. Þessi áreynsla veldur öllum breytingum efnis- ins og lífsins, og leiðir framvinduna í rétta átt að vilja hinna alheimslegu vitsmuna. Hinn þriðji og síðasti af forystu- mönnum Stóu Poikile í Aþenu var Krys- ippus. Hann var athafnasamastur allra Stóumanna og er sagður hafa skrifað sjö hundruð bækur, einkum um rök- fræðileg efni, en þær hafa allar týnzt. Krysippus sameinaði kenningar skólans í heilsteypt kerfi og átti í látlausum deil um við hugsuði annarra heimspekiskóla, einkum Epikúringa og platónista. Kerfi hans átti að verða hin endanlega niður- staða sem stæðist ekki aðeins gagn- rýni samtímans heldur allra komandi tíma: Með dauða Krysippus 205 leggst hin gamla gríska stóa niður. — Forustu- menn Mið-Stóu þeir Panætíus og Pos- idóníus flytja hana til Rómar og þar nær hún hátindi frægðar sinnar. Hún drottn- ar þar yfir hugum menntamanna um tveggja alda skeið og mótar lífsviðhorf inargra hinna frægustu Rómverja forn- aldarinnar. Þekktastir hinna rómversku stóuspekinga eru Ciceró, Seneca og Markús Árelíus. Með mælskulist sinni komst Ciceró — (106 f.K. -43) hvað eftir annað til æðstu valda og áhrifa í Rómaveldi. Hann skrifaði heimspekirit: „Um guðina“, „Um örlögin", „Um hin æðstu gæði“ „Um skyldurnar“ „Um vináttuna" og „Um ellina“. Öll eru þessi rit í anda stóuspekinnar einkum lærimeistara hans Posidoníusar. Ciceró, trúr hinni stóisku hugsjón um mannhelgi og jafnan rétt allra, var talsmaður hins gamla lýð- veldis og eftir fall þess í átökunum við einveldið var Ciceró myrtur af róm- verskum hermönnum. S eneca (c 4 f.K. — 65 e. K.) var annar rómverskur stóuspeking- ur sem hafði mikil áhrif meðal æðstu valdamanna í Rómaveldi. Seneca er fæddur í Corbóba á Spáni og stundaði heimspekinám hjá stóuspekingunum Attalus og Sóton. Hann var rekinn í útlegð að boði Messalínu árið 41, en Agrippa móðir Nerós lét kalla hann heim og gera hann að fræðara sonar síns, sem þá var ellefu ára. Eftir að Neró varð keisari, urðu áhrif Seneca geysimikil meðal menntamanna og framámanna í Róm. En heimspekin varð honum að falli. Neró þoldi ekki „að allt það bezta í Rómaveldi væri eignað Seneca", og sendi hinum gamla fræðara sínum skipun um að svipta sig lífi. í riti sínu „Um forsjónina“ ræð- ir Seneca um vandamál hins illa og kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert illt geti hent hinn góða og vitra mann. Allt ytra mótlæti er aðeins guðleg ráð- stöfun til að beina honum til hærri þroska og vekja blundandi öfl sálarinn- ar. ]VIarkús Árelíus (121 - 180 e.K.) keisari í lifanda lífi og tekinn í guða- tölu látinn, var síðastur hinna róm- versku stóuspekinga. Hann lærði heim- speki hjá stóuspekingnum Rústíkusi, en varð jafnframt fyrir nokkrum áhrifum Nýplatónismans. Hann semur sér hinar fjórar lífsreglur í anda Stóu: 1) Að læra að þekkja mun á illu og góðu. 2) Vera réttlátur og láta hvern mann fá það sem honum ber. 3) Vera hraustur og þola vel harðræði og sársauka. 4) Hafa hóf í hverjum hlut. Meiri áhrifa gætir frá Nýplatónisman- um, þegar Markus Árelíus talar uro manninn sem líkama, sál og anda. Sál- in, sem lifir líkamsdauðann, er raunar aðeins nýr líkami, en andinn er hinn raunverulegi kjarni mannsins. Með Markusi Árelíusi lýkur blóma- skeiði stóuspekinnar, og Nýplatónism- inn og kristindómurinn taka við. Aðrir af þekktustu heimspekingum hinnar seinni Stóu eru Epiktetos, Plút- arkos, Manilíus, Cornutus, Persíus, Luc- an, Cató og Brutus. S tóumönnum var tamt að líkja heimspekinni við aldingarð. Rökfræði og þekkingarfræði eru þar varnarvegg- irnir, þekking á eðli heimsins er jarð- vegurinn en siðfræðin ávextirnir. Þann- ig verður öll þekking að hafa hagnýtt gildi og miða að því að gera manninn betri, annars er hún annað hvort dauð þekking sem enga þýðingu hefur eða beinlinis af hinu illa. Zenó og aðrir stóumenn voru and- vígir þekkingarfræði Platós, sem kenndi að sönn þekking gæti ekki byggzt á skilningarvitum og reynslu heldur á skilningi á hinni innri veröld andans: á hinum yfirskilvitlegu Frummyndum. Að dómi stóuspekinga eru engar Frum- myndir ofar hlutveruleikanum. Þær eru ekki heldur í hlutunum sjálfum eins og Aristóteles hélt. Þær eru aðeins hugar- fóstur og hvergi til. Sálin kemur ekki heldur með neiná þekkingu með sér inn í þennan heim. Allar hugmyndir hennar koma frá skynjun skilningarvit- anna inn í huga mannsins, sem er gædd- ur hæfileika til að taka við þeim og festa í minni sér, líkt og efni getur tek- ið á sig mynd innsiglis. Hin endur- tekna reynsla er því grundvöllur allrar mannlegrar þekkingar. Zenó neitar því þó ekki eins og læri- meistarar hans, efasemdarmennirnir, að maðurinn geti öðlazt sanna þekkingu, þrátt fyrir það að hún byggist ein- göngu á skynjun. Stóumenn töldu þvert á móti að mað- urinn gæti skynjað raunveruleikann eins og hann er með skynfærum sín- um. „Kataleptike phantasia" eða hin óvéfengjanlega skynjun er mælistika stóumanna á sannleika og þekkingu. Hún er sú skynjun, sem hefur í för með sér fulla sannfæringu. Hlutir, sem menn hafa margendurtekna reynslu fyrir og öllum heilbrigðum mönnum ber saman um, er sannleikur að dómi stóuspekinga. Þekkingarfræði Stóu hvílir öll á þeirri kenningu, að skynsemi eða vitsmunir mannsins séu í eðli sínu hinir sömu og hinir alheimslegu vitsmunir. Þess vegna getur skynjun og hugur mannsins þekkt veröldina eins og hún er. Þannig verð- ur þekkingin sjálfsannaðar staðreynd- ir reynslu og skilningarvita, sem skapa fullvissu mannsins. Engin þekking get- ur því komið innan frá vitund manns- ins, eins og Akademían kenndi: — Sú hugsun, að flestar villur í þekkingar- leit mannsins stafi af því, að menn treysta því sem þeir heyra, sjá og þreifa á, er stóuspekingum lítt að skapi. F ræði Stóuspekinga um eðli heims ins eru á yfirborðinu sambland efnis- hyggju og algyðistrúar. Þegar dýpra er litið, verður þó algyðistrúin hin endan- lega niðurstaða. Stóumenn byrja þessa heimspeki sína með því að afneita kenn- ingu Platós um tilveru hins'hreina anda og taka upp kenningu Herakleitosar um að öll tilveran sé „eldur“. Allt er sagt vera „efni“ og því getur ekki verið um neina andstæðu anda og efnis að ræða. Það eru ekki aðeins hlutir og líkamir sem eru sagðir efni heldur einn- ig guð, sálir, hugtök og eiginleikar. Allt er þetta af einni rót, einu upphaflegu frumefni, „eldinum“. Hann birtist í öll- um hlutum bæði sem hið skapandi afl sam allt mótar og um leið sem það efni sem er skapað og mótað. Það væri al- rangt að kenna þessar skoðanir Stóu- manna við efnishyggju okkar tíma. „Efni“ Stóumanna eins og Herakleitos- ar hefur þegar betur er að gáð alla eig- inleika andans: Það er vitund sem hugs- ar og skipuleggur. Og hinir andlegu eiginleikar „frumefnisins“ eru einmtt sjálfur kjarni þessara „efnishyggju“ Stóumanna. En í hverju er hún þá frá- brugðin hughyggju Flatós? Það hefur ekki verið öllum ljóst, því að Zenó var borið á brýn að „klæða aðeins fræði Akademíunnar í fönískan búning". Plató kennir að öll tilveran sé andi því að „efni“ í heimspeki Platós er „ekki- vera“. Og upp af þessum anda vex allur efnislegur veruleiki, og andinn er allur RABB Framhald af bls. 5. skoðunar, ef hún á að koma að einhverju gagni. Efnahagsaðstoð er ekki einhlít; hfálp ráðunauta og sérfrœðinga við að koma nýjum atvinnuvegum á fót og efla þá, sem fyrir eru, hefur reynzt happa- drýgri en eintóm peningaaðstoð, sem vanþróuð ríki sækjast þó helzt eftir. Brögð hafa þó verið að því, að ráð slíkra manna hafa ekki ver- ið þegin. Það er ekki einleikið, að jafnauðugt land og Indónesía er frá náttúrunnar hendi, skuli nú vera verr á vegi statt efnahags- lega og fátækt meðal landsmanna þar mun sárari en meðan Hollend- ingar, þessi fámenna strandþjóð í Vestur-Evrópu, fóru þar með völd, þrátt fyrir gífurlega efnahagsað- stóð og aðstoð þúsunda ráðunauta hvaðanæva að úr heiminum á síð- ustu árum. Efnahagsstoð við vanþróuð lönd er víða orðin óvinsæl, vegna þess hve hún hefur oft komið að litlu eða engu gagni, og vegna þess að skattborgurum í efnuðum löndum finnst peningum sínum illa varið. Ýmsar sögur um það, hvernig fé þeirra hefur runnið til fáránlegra hluta, hefur spillt fyrir aðstoðinni, einnig þeirri, sem á fullan rétt á sér. Á fjárliagsárinu 1964—1965 vörðu Danir t.d. um 275 millj. ísl. króna í aðstoð við vanþróuð lönd; þar af fóru um 3 millj. ísl. kr. til upplýsinga- og áróðursstarfsemi í Danmörku, sem virðast hafa kom- ið að litlu gagni, því að fleiri Dan- ir eru nú andvígir aðstoðinni en hlynntir. Ríkisendurskoðendur í Danmörku hafa líka bent á mörg dæmi þess, að stórfé hafi farið í súginn. Danska Gallup-stofnunin hefur rannsakað álit almennings á þess- ari hjálp árin 1960 og 1966. Viggó Kampmann, fyrrum fjármálaráð- herra Dana, stakk upp á því á sínum tíma, að Danir greiddu ár- lega ásamt öðrum álíka velstæðum þjóðum 1% af þjóðartekjum sin- um í aðstoð við vanþróuð lönd. 1 % þjóðarteknanna í Dan- mörku var 1960 4—500 millj. danskar krónur (2500—3100 millj. ísl. kr.). Fólk var spurt að því, hvort það vœri slíkri hjálp með- mælt eða mótmœlt, ef aðrar þjóðir legðu samvarandi skerf á móti. Niðurstöðurnar voru þessar: 1960 1966 % % Með .... 48 33 Móti .... 14 43 Veit ekki .... 38 24 Athyglisvert er einnig að kynna sér, hvernig fólk skiptist eftir flokkum í þessu máli. Þótt Sósíal- istíski þjóðarflokkurinn (Folke- socialister) og Róttæki flokkurinn (Radikale venstre) hafi einna helzt beitt sér fyrir aðstoð við vanþróuð ríki, er hlutfallstala þeirra, sem eru andvígir aðstoð innan þessara flokka, hœrri en meðal þjóðarinnar í heild. Skoð- anakönnunin á þessu ári leiddi þetta í Ijós: með móti veit ekki Socialdem. 37 43 20% Radikale . . . ... 44 44 12% Konserv. . . . ...35 44 21% Venstre ...33 43 24% Folkesoc. .. . 47 9% Allt er þetta mál viðkvœmt og vandleyst, en ekki er undarlegt, þótt Danir og fleiri þjóðir vilji kanna, hvort ekki finnist heppi- legri leiðir til þess að styðja fá- tœkar þjóðir til sjálfsbjargar en sú, sem reynt hefur verið að fara til þessa. Magnús Þórðarson. Q LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 8. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.