Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1966, Blaðsíða 7
veruleild. „Frumeldurinn" hjá Stóu- mönnum skapar allt og er allt, — og hann er hinir alheimslegu vitsmunir sem öllu stjórna. Hinn eini munur virð- ist sá að Stóumenn kalla andann „efni“ eða „an&efni“. Allt sameinast í hinu eina hjá Stóumönnum, slika samein- ingu er einnig að finna hjá Plató, því aö þar sameinast allur veruleiki í „Frum jnynd Hins góða“. Ljóst er þó að ýons- ir Stóumenn, einkum þeir eldri hafa iagt „efnislega merkingu í „eld“ Hera- kleitosar, en jafnvel hjá þeim er efnið „iifandi efni“ með eiginleikum andans. Sú mótsögn sem þetta skapar er sam- ræmd hjá hinum síðari Stóuspekingum, en hjá þeim verður „eldurinn" fyrst og fremst tákn andans. — Náttúran (lög guðs) fer að merkja hjá þeim hið sama og Taó (lög himinsins) hjá kinverska heimspekingnum Laó Tze: „Það er að- eins til eitt ljós, þótt það birtist í þús- iund myndum. í*að er aðeins til ein frumvera, þótt hún birtist í þúsund lífs- íormum og einstaklingum. Það er aðeins til ein hugsandi vitund, sem brýzt fram eftir ótal leiðum“ — (Markús Árelíus). A. lheimurinn er lifandi vera og guð er sál hennar. Þessi alheimur er SKapaður í tómarúmi, hann flýtur í tómarúmi eftir að hann er fullmótaður og er haldið saman af andanum sem skóp hann. Úr „frumeldinum" skapast fyrst loft, síðan vatn og jarðefni. Heims- salin er einnig frá „eldi guðdómsins“ og hún er birting hins alheimslega anda, og er eitt með honum. Á þennan hátt sameina Stóuspekingar algyðistrú og guðstrú. í heimssálinni hvílir allt líf sem frjóangar, logos spermatíkos, áður en það birtist í veröldinni og í henni eiga allar hræringar í náttúrunni upp- haf sitt. Guðdómurinn er þannig hinn helgi logi sem skapar veröldina og stjórnar henni. Og hann er einnig í allri sköpun sinni. í náttúruöflunum birtist hann sem náttúrulögmál og rökrétt hegðun efnisins. í jurtarikinu kemur þessi allsherjarandi fram sem ómeðvit- aöur vaxtarmáttur sem leiðir allt til þroska og vinnur óaflátanlega lifinu til heilla. Með dýrum birtist hann sem ómeðvitaður vilji sem stjórnast af leynd- um tilgangi. Með mönnum, segja Stóu- spekingar, birtist hann fyrst sem með- Vjtaður tilgangur. Á sama hátt og veröldin skapast í tóminu mun hún eyðast og hverfa aftur til upphafs síns, „frumeldsins", þegar guð hefur ákveðið að eyða hinum gamla heimi til að skapa nýjan. Eftir það hvíla allir hlutir í guði, í hinni fullkomnu einingu alla heimsnóttina, unz þeir birtast aftur sem einstakling- ar og hlutir á morgni hins nýja heims- dags. Og þannig er hringrás veraldarinn- ar, þannig skapast hún og eyðist, kemur frá „frumeldinum“ og hverfur til hans aítur, og þetta endurtekur sig um alla eilífð. En veibldin verður jafnan hin sama hverju sinni, þar sem hún stjórn- ast af hinum sömu algildu lögmálum. Allt, sem gerist ætti eftir kenningum Stóuspekinganna að vera fyrirfram á- kveðið, því að þeir kenna að orsaka- keðjan frá hinni fyrstu hræringu á jnorgni lífsins til endaloka heimsins geti aðeins verið á einn veg. Þessi or- sakakeðja og þar með öll lögmál nátt- úrunnar eru vilji guðs, og hann breyt- ist ekki, því að hann er íullkominn og allar breytingar yrðu því til hins verra. Þannig er guð allsstaðar, öll tilveran er frá honum komin, og vilji hans eru lög hennar. Stóumenn verja einnig fjölgyð- istrú, því að hinir himinbornu andar sem trúarbrögðin nefna eru líka til, _ og jafnvel menn geta orðið guðir. En allt er þetta mismunandi birting hins eina guðdóms: — „Guð hinna mörgu nafna er almáttugur og eilífur, hann er lávarður náttúrunnar, sem stjórnar öllu með logum sínum. . . . Ekkert skeður án hans hvorki á jörð né hinum eilífu himnum né á hafinu, nema hvert það verk sem illir menn vinna í heimsku sinni. Og hann veit hvernig á að leiða hið ranga á réttan veg og láta sam- ræmi ríkja, þar sem áður var ósam- ræmi“. ]Víannssálin er neisti hins guðlega elds. Hún er í öllum líkamanum og heldur honum þannig saman, en höfuð- stöðvar hennar eru í hjartanu, þaðan streyma hinir sjö orkustraumar til hinna ýmsu likamshluta, og hver um sig birt- ir sína sérstöku hlið starfsemi sálar- innar. Sálin er úr „hinu lifandi efni“, annars gæti hún ekki verkað á líkam- ann, að dómi Stóuspekinga. En sálin er þó fyrst og fremst andi og guðdómur. Kjarni hennar lifir um allar eilífðir því að hún endurfæðist í upphafi hvers heimsdags. í hinni fornu Stóuspeki er því haldið fram að sálin renni i dauð- anum saman við heimssálina, en um eilífð sálarinnar sem sjálfstæðrar veru sé þar ekki að ræða. Hinir seinni Stóu- spekingar t.d. Ciceró og Seneca halda því hins vegar fram, að maðurinn lifi eftir líkamsdauðann, og haldi sjálfs- vitund sinni og sérkennum. Hvað er heimspekin? — Hún er ekki að leita þekkingar vegna þekk- ingarinnar sjálfrar. Kenningar Stóu- manna um eðli heims og manns eru aðeins grundvöllur kenninga þeirra um hið rétta líferni mannsins, siðfræðina. Þeir leita hinnar fyrstu orsakar til þess að skilja hinn æðsta tilgang lífsins. Kjörorð Sókratesar „þekking er dyggð“ varð leiðarljós þeirra. Hið full- komna líf er að lifa í samræmi við nátt- úruna og lögmál lífsins, og leiðir það af sjálfu sér að sársauki eða gleði geta ekki verið neinn mælikvarði á rétt líf. Hið rétta líf er að láta sanna þekkingu vaxa fram í lífi mannsins og starfi. Hin æðstu gæði að láta vilja lífsins verða vilja mannsins, jafnvel þótt það kunni að hafa sársauka í för með sér. Listin að lifa er að lifa í sem fyllstu sam- ræmi við náttúruna og lögmál lífsins, — og láta dyggðina verða að eðli manns- ins. Allir lestir mannsins eru brot á lögmálum samræmisins. Sá, sem brýtur gegn þessum lögmálum, svíkur fyrst og fremst sjálfan sig. Hann glatar friði sálar sinnar og uppsker aðeins ófarnað og sársauka. Til að ná takmarki sínu verður maðurinn að leita þekkingar, temja sér rétta hugsun og öðlast réttan skilning á eðli hlutanna og hann leið- ir til réttrar breytni. Leiðin til þess er að uppræta illar venjur, ná valdi yfir tilfinningalífinu og loks að þjálfa hug- ann til þess að gera hann hæfan dóm- ara. Andi mannsins verður að stjórna hvötum hans. Stóuspekingar hafna þeirri kenningu að það sé bæði gott og illt í öllum mönnum, þótt svo virðist. Þeir geta aðeins verið annað hvort. Ástæð- an til þess er að allar sannar dyggðir mynda eina heild. Það er því ekki hægt, að þeirra dómi, að hafa eina og ekki aðrar. Annað hvort hefur maðurinn all- ar dyggðir eða enga.Hver maður er því annað hvort illur eða góður dómari, ekki, hvorutveggja. Krysippus er einn Stóu- manna andvígur þessari skoðun og álít- ur að allar dyggðir verði maðurinn að læra og rækta. '*• E n hvað er að vera illur eða góð- ur? Hvernig geta Stóuspekingar skýrt tilveru hins illa eða frjálsan vilja mannsins? Eins og áður er sagt kenna þeir að öll orsakakeðja heimsins sé fyr- irfram ákveðin og geti aðeins verið á einn veg. Hverníg geta þeir þá talað um frjálsan vilja og gert manninn á- byrgan fyrir þeim gerðum sem hann óhjákvæmilega hlýtur að framkvæma? Stóuspekingar reyndu fyrst þá skýringu, að hinu góða væri nauðsynlegt að nota andstæðu sina hið illa, til þess að fram- hefja sig betur líkt og dökkir litir í mynd framheíja þá Ijósu og líkt og ljós er ekki til án skugga. En margir stóumenn fundu að þessi skýring nær harla skammt. — Ef lífinu er hið illa nauðsyn, hver er þá ábyrgð mannsins á þeim yfirsjónum, sem hann væri þá neyddur til að framkvæma af vilja lífs- ins? Og þeir komu með nýja skýringu. Þeir fullyrtu að vilji lífsins sé alltaf góður og maðurinn þurfi aldrei að gera annað en það sem er gott. Samkvæmt hinni nýju skýringu er hið illa ekki lengur hluti hinnar miklu orsakakeðju sem aðeins getur verið góð, heldur eins konar aukaverkanir við framgang hins góða. Hinir alheimslegu vitsmunir, sem eru í öllu og stjórna framvindunni, eru ekki fullkomlega einráðir þegar öllu er á botninn hvolft. Hið óvirka efni getur verkað sem mótstaða og tregða sem guð- dómurinn nær ekki fullum tökum á. Þannig segir Krysippus t.d.: „Veröldinni er stjórnað af logos og forsjóninni, og alheimslegir vitsmunir gegnsýra allt efni eins og sálin líkamann, en þeir eru meira i sumu og minna í öðru“. — Hið illa, óskapnaðurinn og ósamræmið birt- ist því þar sem hinir alheimslegu vits- munir hafa ekki náð fullum tökum. Stóumenn neita ekki þeim þjáningum, baráttu og fórnum, sem samfara eru öllu lífi, vexti og sköpun. En það er ekki af hinu illa í þeirra augum. Eðli náttúrunnar er réttlæti og góðleiki. Ekk- ert, sem er í samræmi við hana, getur verið illt, þótt það valdi manninum sársauka. Þess vegna ber honum að taka öllu sem að höndum ber með jafn- aðargeði í þeirri trú að allt verði leitt á hinn bezta veg. Hið raunverulega ílla er því aðeins verk ófullkominna vitsimuna, sem stíga víxJispor úit af þjóðí- i jjaut hinnar vojldugu oaisakiakeðju sem er vilji guðs. En það er aðeins um stund- arsakir, því að lífið breytir afbrotunum í þjáningu og þjáningunni í þekkingu sem leiðir hið ranga aftur inn á hina réttu braut. E n hvað þá um hinn frjálsa vilja mannsins? Þrátt fyrir nauðhyggju þeirra ber öllum Stóuspekingum saman um að maðurinn hafi frjálsan vilja og sé ábyrg- ur fyrir gerðum sínum, og hann á að stjórna skoðunum sínum og löngunum. En í hverju er þá frelsi hans fólgið? Stóumenn segja að frelsi hans sé það að vilji hans sé vilji lífsins. Hann getur ekki breytt atburðunum. Hið eina frelsi hans er að vera þeim sammála eða ósammála. Ef vilji mannsins er vilji lífsins þá er hann frjáls eins og guð. En þar sem vilji lífsins er annar en vilji mannsins þar hefjast árekstrar hans, ódyggðir og ófarnaður. En fyrst maður- inn getur ekki breytt framvindu lífs- ins, verður hann þá ekki einnig að fram kvæma hið illa? Það er óhugsandi sam- kvæmt stóuspeki, ef að vilji lífsins (guðs) er eingöngu góður og allt sem frá honum kemur. Markús Árelíus seg- ir um þetta: „Maðurinn þarf ekki að gera neitt nema það, sem guði er þókn- anlegt, og hann er fær um að taka á móti öllu, sem guð sendir honum“. Og vilji lífsins reynist alltaf sterkari vilja mannsins og beinir víxlsporum manns- ins aftur inn á rétta braut, fyrr eða síð- ar. Illmennið getur aldrei lifað í sátt við sjálft sig eða vilja lífsins, því að allir menn eru í innsta eðli sínu góðir og geta ekki fundið frið fyrr en þeir lifa í samræmi við hin innri lögmál manns og heims. Og lög samræmis eru vilji guðs. Sá friður, sem skapast í sál þess manns, sem lifir í samræmi við lög til- verunnar, er hið æðsta takmark Stóu- spekinnar. Maðurinn er þannig hluti af fram- rás lífsins, en hann getur um stundar- sakir farið villu vegar, en verður samt að lokum að berast fram með hinum þunga straumi allífsins. Eln vixlsporin eru ekki frelsi hans. Frelsi hans er að vilji lífsins sé vilji hans og þá er mað- urinn raunverulega frjálsastur, þegar hann er bundnastur guði sínum. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 heillagrip í framtíðinni; ef til vill myndi hann láta festa hann sem dingul við úrkeðjuna sína. Það virtist einkennilegt, að ekki skyldi vera neitt gat borað gegnum hann. Hann gat því ekki verið einn af þessum steinum, sem borgar- frúr bera í hálsfestum sínun. Eíinir margvíslegu hlutir, sem fólk eignast rétt áður en það yfirgefur framandi land, öðlast oft óvenjumikið minningarlegt gildi og gefa því, ef svo mætti segja, forsmekk fjarlægðar og heimþrár. Það var einmitt slík tilfinn- ing, sem vesturfarinn okkar bar til þessa kristalsmola, sem var svo svalur við- komu, gegnsær og tær eins og brjóst- sykursmoli. Hann hafði komið á fót smá-verzlun með allan þennan sundurleita feng. Peningaskápurinn, sem nú var negldur upp á vegg, búðarborðið til verzlunar- viðskipta, sjálfblekungar í kassa, flúruð hnífapör, dúkar úr ameriskum vefnaði, með myndum af frelsisstyttunni og engl- um' í hornunum, sem báru andlits- myndir af stofnendum amerísks sjálf- stæðis, hver dúkur útsaumaður með hvítum og bláum stjörnum — í fimm löng ár hafði hann þolinmóður byggt upp safn sitt m^ð væntanlega heim- för fyrir augum; valið hvern þann hlut, sem forvitnilegur myndi þykja meðal fólks í landshluta eins og þeim, sem hann var frá, enda þótt hann ætti völ á hverskyns notuðum varningi, sem kem- ur guð má vita hvaðan og er í stöðugri umferð í innflytjendabyggðum. Svo nú var hann, sem hafði byrjað ævina sem daglaunamaður, farinn að verzla með ýmsar vörur. Það var pen- ingaskápurinn, sem hafði komið þeirri hugmynd að hjá honum; hann hafði ekki snúið sér að kaupskap af neinni ann- arri ástæðu. Honum hafði fundizt hann vera nærri þvi ríkur, vegna þess, að allir þeir peningar, sem hann hafði í vösunum, voru í erlendri mynt og myndu breytast í ennþá fleiri peninga, þegar hann fengi þeim skipt. Hann gat sökkt sér niður í hugarreikning þessu við- víkjandi, hvenær sem hlé varð á. Hann fann til barnslegrar gleði í hvert skipti, sem hann handfjatlaði rauða kristal- inn í vasa sínum. Hann fór að líta á hann sem einskonar verndargrip. Hann varð einn af þessum gagnslausu hlutum sem við geymum alla ævi og höfum aldrei nægan geðstyrk til að fleygja, svo á endanum verða þeir hluti af okk- ur sjálfum og jafnvel erðagripir. Enda þótt mikilsverðir hlutir, sem okkur er annt um og við felum í hirzlum geti horfið, þá týnast slíkir munir, sem hér er átt við, aldrei, og hugir okkar bein- ast aftur að þeim með vissu millibili. Nokkrum dögum seinna minnti til dæm- is kristallinn vesturfarann okkar á dag- inn, sem hann hafði stigið á skipsfjöl á leið heim, sætin í leigubílnum, göt- urnar, sem virtust líða upp á við eins og leíktjöld að lokinni sýningu og verða að fjarlægum minningum. Hann setti upp verzlun sína í efri hluta sveitaþorpsins, sem byggt var bændum og hirðingjum. Hálfum mán- uði eftir komu sína hafði hann komið fyrir á neðri hæð býlisins búðarborði og hillum, þar sem bláu pakkarnir með mjöldeigi og blátt mússulin fyrir hús- mæðurnar var til sýnis, og til hliðar i búðinni stóð víntunna á stokk- um og leirker með oliu. Pen- ingaskápurinn hafði verið fest- ur á vegginn og hann fann til mikillar hreykni, þegar hann opnaði hann í við- urvist viðskiptavina sinna. I skápnum hvíldu bókhaldsbók og minnisbók með listum yfir þær vörur, sem seldar voru Framhald á bls. 15. fi. maí 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.