Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1966, Side 14
leggja áherzlu á þessi og önnur atriði
í landkynningarstarfi okkar, sem við
álítum, að allar þjóðir hljóti að vita, en
meira að segja næstu nágrannar okkar
hafa ekki hugmynd um. Ennfremur
eigum við að vekja athygli á, að sá
almenni þjóðarlöstur, sem tíðkast í
öðrum löndum, að gefa drykkjupeninga,
„tips“, við öll möguleg og ómöguleg
tækifæri, er hér óþekktur. Vera má, að
okkur fyrirgefist örlítið fyrirfram hið
háa verðlag og þjónustugjald, ef þessi
orðrómur breiðist út, svo og meðfædd
gestrisni íslendinga. Sannarlega er það
ennfremur nauðsynlegt, að Ferðaskrif-
stofa ríkisins hafi eigin skrifstofur er-
lendis á þeim svæðum, þar sem helzt
er að vænta ferðamanna til íslands, og
reki þar myndarlega landkynningar-
starfsemi á sama hátt og aðrar þjóðir
gera, sem tekizt hefur að gera ferða-
málin að voldugri at.vinnugrein. Að
þessu hljótum við íslendingar einnig að
stefna, en ég vil um leið skora á alla,
sem hagsmuni hafa af hingaðkomu er-
lendra ferðamanna, að ætlast ekki til,
að einhver annar sjái um að laða þá til
landsins, heldur leggja þar myndarlega
hönd á plóginn í framtíðinni.
EF DROTTINN
Framhald af bls. 4.
sem fullkomnast hefur reynzt á iþessari
jörð sem fyrirmywd þess þjóðfélags,
er lætur uppbyggja af Drottni.
Ein trú í landi — ein kirkja — þjóð-
kirkja íslands, sem rúmar alla þjóð-
ina og samansafnar henni í sinn
söfnuð — eitt samfélag — eitt þjóð-
félag, þar sem eitt sé hjartað og allir hafi
með einni sál eitt í huga í játningu
trúarinnar á Jesúm Krist krossfestan og
upprisinn minnug þess að byggi Drott-
inn ekki húsi'ð erfiða smiðirnir til ónýtis.
Amen.
ÁLAGNING
Framhald af bls. 7.
hér er nú fáanlegt af t.d. kjötvöru, er
yfirborgað um 30—50%, og því miður
verður oft að taka með nokkur kíló af
verri endanum til að fá eitthvað af
því bezta.
að geta allir séð, hvaða fjár-
hatgsáihrif þetta hefur í för með sér. Ég
er viss um, að ef við ættum völ á nógu
miklu magni af úrvalsvöru, væri hæ-gt
að læikka mataryerð um allt að 20%,
og væri það sannarlega ánægjuleg til-
hugsun, ef við sæjum fram á einhverja
slíka þróun. f>að má segja, að allt kjöt
annað en lambakjöt sé hér af mjög
skornum skammti og gæðum þess, ekki
sízt flo-kkun, eins og ég sagði áðan
mjög ábótavant.
Nokkrir aðilar eru þó byrjaðir á
framleiðslu t.d. holdanauta og holda-
fugla; spáir sú tilraun mjög góðu. Ég
veit, að þeir aðilar t.d. innan Búnaðar-
félags íslands, er um þessi mál fjalla,
hafa mikinn hug á að stórbæta þetta
ástand og eru ýmist að undirbúa eða
hafa nú þegar framkvæmt ýmsar til-
raunir. T.d. voru hér á Akureyri í fyrra
gerðar tilraunir með kjötframleiðs'lu, og
tókust þær sérstaklega vel. Eftir því,
sem mér skilst, á að fara að fram-
kvæma ýmislegt af því, er bezt kom
út úr þeim tilraunum. En okkur, sem
þurfum að hrærast í þessu kjötleysi dags
daglega, finnst þetta vera of lítið og
ganga allt of hægt.
Ég er viss um, að ef þessi þáttur í
móttöku ferðamanna hefði verið rann-
sakaður fyrir alvöru, áður en farið var
að stuðla að stóraukinni komu ferða-
manna hingað, hefði möngum þótt ó-
ráð ýmislegt, sem gert var, en hvað um
það, kannske það verði okkur til bless-
unar, eins og stundum áður, að hlaupa
bara yfir óþægindin, og líklegast núna
til að enn fastar verði tekið á þessum
málum, og kannske vinnast þau þá fyrr
en ella.
M est hefur verið rætt um og
skammast út í kjötskortinn, en því mið-
ur er margt annað, sem við er að kljást.
Hver skyldi t.d. trúa því, að hér uppi
á íslandi líði kannske margir dagar,
jafnvel vikur, án þess að hægt sé að
fá boðlegan fisk? Það er að minnsta
kosti eriitt að koma útlendingum í
skilning um það; þeir hafa efalaust
fyrst heyrt íslands getið einmitt í sam-
bandi við fisk og sjálfsagt ímyndað
sér, að hér væri ekki þverfótandi fyrir
því góðgæti. Það má segja, að oft séu
það veðurguðimir, sem koma í veg fyr-
ir fisköflun, en sem betur fer er því
ekki alltaf um að kenna. Ég held, að
þarna sé líka (eins og með kjötið) stór-
skortur á vöruvöndun.
Það er ótrúlegt á þessari tækniöld, að
fiskur þurii að missa öll sín gæði, þó
að frystur sé, — nei, ég held, að þar
sé eingöngu um að kenna lélegri með-
ferð.
Ýmislegt annað má nefna, sem nauð-
synlega þyrfti að bæta úr, svo sem i
sambandi við grænmeti, sem þó hefur
lagazt svolítið með þeim frystu græn-
metistegundum, sem nú eru að ryðja
sér til rúms í mjög auknum mæli, en
þar er aftur á móti lika við að glima
töluvert hátt verð.
Ýmsar árstíðabundnar vörur, sem
margar þjóðir a-uglýsa töluvert og ferða-
menn hlakka reglulega til að smakka
á, eru hér ekki til.
eir, er hafa haft tækifæri til
að kynna sér hnáefnaöflun veitinigahúsa
víða erlendis, geta gert sér grein fyrir
þeim mikla mun, sem hér er á, og ekki
nóg með það, heldur hversu mikils
virði það er að geta alltaf boðið upp á
það bezta, og einnig hversu mikið fjár-
hagsatriði þetta er fyrir fyrirtækin.
Það eru líka ótal margir fylgikvillar,
er þetta ástand hefur í för með sér,
t.d. minni áhugi fólks á allri vöruvönd-
un og öryggisleysi hjá okkur.
íslenzkir veitingamenn hafa oft fcng-
ið orð í eyra fyrir lélega frammistöðu,
stundum nokkuð óvægilega, og þá ekki
ósjaldan vísað til kollega þeirra erlend-
is, bæði hvað mat og verðlag snertir,
en þessir menn, er harðast deila á,
ættu líka að hafa í huga, hversu mis-
jöfn aðstaðan er.
Ég held, að miðað við allar aðstæður
sé það bara virðingarvert, hvert við
höfum þó náð og ekki farið verr en
rau er á. Það hvarflar oft að mér,
að kannske hjálpi það okkur æði oft
í þessu og mörgu öðru, er lýtur að
móttöku erlendra ferðamanna, að þejr
búast ekki við of miklu.
Það mætti lengi telja, ef allt skyldi
talið, sem okkur raunverulega vantar
og aðrar þjóðir telja sér nauðsynlegt.
Ekki þýðir að vera alltof svartsýnn,
heldur reyna að spjara sig og h-lúa að
og bæta það, sem fyrir hendi er, því að
eftir því, sem mér skilst, eru ýmsar
hömlur á að leyfður verði innflutning-
ur á þeim vörum, sem okkur vantar.
Jafnvel þó svo, að þess yrði ekki óskað
nema þegar verst á stendur. Ég hefi
stundum verið að hugleiða, hvort ekiki
væri hægt að hafa skipti á okkar la-mba
kjöti og því kjöti, er okkur vantar mest,
því að verð erlendis er mjög svipað á
t.d. nauta- og lambakjöti, og væri þá
kannske hægt að lækka svolítið niður-
greiðslurnar, ef við fengjum kíló af
góðu nautakjöti í staðinn fyrir kíló af
lambi, sem hér fengist þó minnsta kosti
tvöfalt verð lambakjötsins fyrir í stað-
inn fyrir að greiða það niður um helm-
ing. ~ „
V ið verðum með einhverjum ráð-
um að reyna að halda verðlagi I skefj-
um, ef við eigum ekki bókstaflega að
missa af strætisvagninum, og meira og
betra hráefni er stór liður þar í.
Hið háa verðlag á öllu hráefni, burt-
séð frá hvaða gæðaflokk það fer í, nær
ekki nokkurri átt, því að þeir, sem
aðallega eru háðir viðskiptum erlendra
ferðamanna, verða að miða verðlag sitt
við greiðslugetu þess fólks. Og þó að
deilt sé á veitingamenn fyrir hátt verð-
lag, hefur matur víða ekki hækkað
meira en að hluta af þeirri almennu
hækkun er hér hefur orðið.
Ég held, að ef ég ætti að mæla fyrir
munn veitingamanna almennt, yrði að-
alkrafa okkar, að stórlega yrði hert eft-
irlit, gæðamat og sérstaklega flokkun
þeirra hráefna, er nú eru fyrir hendi,
og aðstaða framleiðanda til aukningar
hennar bætt, eins og frekast er hægt.
Einnig, að frjálst verðlag verði veitt á
allar söluvörur okkar, eins og t.d. á-
fengi, svo að hækkanir, er óhjákvæmi-
lega verða að koma fram, lendi ekki
allar á matvælum. Það hefur verið
margreynt að fá fram frjálsa álagningu
á t.d. áfengi, sem hér mætti hækka, en
án árangurs. Hvað snertir t.d. verðlag
erlendis á víni, þá erum við vel sam-
keppnisfærir, en þó svo hér sé mikill
hráefnaskortur, þá verður matur ekki
enn sem komið er flokkaður sem mun-
aður, og því þarf hann að vera nógur,
fjölbreyttur og á hóflegu verði.
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 6.
og hann sveið í augun af að fylgjast
með hvikulum hreyfingum líkamanna,
sem ötuðust, hlupu, böðuðu út hand-
leggjunum, skutu upp kryppu, lyftu,
gengu, stukku. Þau þurftu ró, augun
hans. Stórar, kyrrlátar línur, sem hann
gæti fylgt eftir alla leiðina, og stóra,
breiða fleti án hreyfingar.
Hann teygði sig eftir hækjunum,
og án þess að neinn veitti því eftir-
tekt gekk hann aftur fyrir hlöðuna og
áleiðis að litlum, rauðmáluðum skúr,
sem stóð aðkrepptur milli hlöðunnar
og smíðaskemmunnar. Hann hafði
sjálfur teglt hjartað í hurðina, því að
þarna þótti nú einu sinni hlýða að hafa
hjarta, ef vel átti að vera. Og það átti
það. Því að yfir á bænum gat hann ekki
setzt, vegna þess að þegar hann settist
gat hann ekki lokað að sér.
Hérna í sínum eigin litla einkastað
gat hann heldur ekki lokað. En það
gerði ekkert til því þangað kom aldrei
neinn og þarna hafði hann útsýni yfir
engin og mómýrarnar og skóginn í
fjarska.
Hann skaut loku frá hurðinni og
settist inn. Með taug, sem komið var
þar fyrir í því augnamiði, dró hann að
sér hurðina eins langt og hann mátti
fyrir tréfótunum. Þannig hafði hann
góða opna glufu til að horfa út um.
Hann gæti setið og horft á útsýnið og
reynt að láta ofurlítinn frið færast
yfir sig.
Engið breiddi úr góðum, grænum
fleti sínum fast hjá honum og lengst
niðri í óræktinni reis móskurðurinn
brattur og brúnn og haustvotur upp
úr gljáandi fenjunum. í fjarska stóð
skógurirm, fjólubrúnn af raka með
strjálingi af gulum og koparrauðum
dráttum. Og yfir þessu öllu lá grátt,
málmkennt loftið og þrengdi sér inn
í litina í enginu, mýrinni og skóginum.
Hinrik gamli dró andann djúpt,
fálmaði með hendinni niður í buxna-
vasann og dró upp rjólhönk, og þegar
beiskt bragðið af lakkris, sveskjum og
tóbaki læddist úr gúlnum yfir tennur
og tungu, fann hann hina gamalkunnu
velþóknun á staðnum gagntaka sig.
Hann var í friði fyrir rauðu andlitun-
um, hér gátu þau ekki ruðzt inná hann
og vakið honum óróa. Hann skynjaði
þau aðeins langt í burtu sem fjarlæg-
an raddklið, samofinn í tónaheild, sem
rann þýðlega og þægilega inn um eyr-
un.
Og hérna inni á sínu eigin litla um-
ráðasviði lék Hinrik gamli sitt þögla
sjónarspil. Hann hélt ræðu djúpt inni
1 sjálfum sér. Hann lyfti hendinni og
dauðakyrrð féll í kringum hann. Allir
vildu heyra hvað hann legði til mál-
anna. Allir hlýddu þöndum hlustum
til þess að missa ekki af neinu orði.
Þeir vissu, að orð hans voru voldug
og góð og sönn. Hann hafði oft talað
til þeirra áður. Þeir þekktu það og
vissu, að það sem hann sagði var mikil-
vægara en allt annað.
A ugu hans liðu yfir mýrina og
skóginn og engið en hann sá það ekki.
Hann starði yfir þyrpingu rauðra,
búlduleitra og ötullegra andlita, sem
hreyfðu sig hvorki né hrærðu en voru
grafkyrr með opin, hlustandi augu. Og
hann fór að tala við þau um hið furð-
anlega lífstakmark mannanna barna,
um æðisgengna eftirsókn þeirra eftir
brigðulum veraldargæðum og hina
eirðarlausu elju, sem var svo tilgangs-
snauð vegna þess að allt átti sér endi.
Hann talaði til þeirra um, að sérhver
skyldi huga að sínu en reyna ekki að
ráða örlögum meðbræðranna, að menn
skyldu ekki þröngva hamingju sinni
upp á aðra því mennirnir væru sund-
urleitir og þaríir þeirra mismunandi,
og hver væri sinnar gæfu smiður.
Hann talaði um ást og skilning milli
manna, jafnvel þótt þeir væru hver
öðrum frábrugðnir í athæfi sínu. Og
öðru hvoru bærðu andlitin órólega á
sér, en þá lyfti Hinrik gamli aðeins
hendinni inni í skúr sínum og þau
urðu aftur kyrrlát og hljóð og hlustuðu
á hann. Hann talaði og talaði og orðin
komu og fóru. Hann lokaði augunum
fyrir skóginum, mýrinni og enginu og
hlustaði á röddina, sem talaði innst í
fylgsnum hugans.
Og þá gerðist það. Hann fann jörðina
skella skyndilega og fast á líkama sín-
um, og hann fann högg aftan á höfuð-
ið og hvítan blossa sem lagði frá hnakka
hans gegnum heilann og fram í augun,
hann varð þess var, að hann lá á jörð-
inni framanvið skúrinn.
Hann lá augnablik án þess að skynja
eitt eða neitt. Svo opnaði hann augun
og honum fannst hann allt í einu sjá
mjög skýrt og greinilega, þegar hann
beindi sjónum sínum til himins. Hann
settist upp með erfiðismunum. önnur
höndin leitaði til hnakkans og greip
svo fast um hann, að hann kenndi til,
og hann fann hár sitt í sneplum milli
fingranna.
Engin birtust í björtu, skæru ljósi
milli tveggja buxnaskálma, sem urðu,
ef litið var upp eftir þeim, að honum
þarna Níels, sem stóð eins og eymdin
uppmáluð og reyndi að útskýra:
— En ég sá 'bara.........og svo hélt
ég.......mér fannst betta vera furðu-
legur staður til að geyma hjóllbörurnar,
og.........
Hinrik gamla sundlaði og hann var
undarlega syfjaður, en hann fann að
honum svall móður í brjósti og radd-
böndin fengu nýjan og ógurlegan
kraft. Rödd hans fór rymjandi niður
eftir engjunum:
— Dregur þú fólk af setunum, djöfla-
mergurinn þinn?
S vo fékk hann ofboðslegan höf-
uðverk og þrýsti hendinni að hnakkan-
um. Hann heyrði hlaupandi fótatak
margra manna og er hann leit aftur
upp, fann hann til takmarkalausrar
undrunar. Þarna voru þau öll, rauðu
búlduleitu andlitin og hann þekkti þau
hvert og eitt og gat nefnt þau með
nafni ef hann vildi. Þarna voru þau —
hljóð og kyrrlát og skelkuð með opin,
hlustandi augu. Nú varð hann að segja
þeim það. Nú voru þau þarna og höfðu
á sér rétta svipinn og hann gat mun-
41 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
26. júní 1966