Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1968, Side 13
aff aukast fram ertír irunum. Hann er mikill meinvaldur, ét- ur æðarungana í lieilu lagi, sporðrennir þeim, þegar þeir eru ungir. Meðan leyft var að eitra var honum haldið í skefj- um, en nú er það úr sögunni og litlir möguleikar að koma í veg fyrir aukningu vargsíns. Stundum eru menn að skjóta á svartbakinn, en hann er stygg- ur og ekki hægt að gera veru- Iegan usla með því. Þó er Svart bakurinn ekki með öllu til ills; sumir hafa tekjur af Svarts- bakseggjum. Það er sama þótt eg'gin séu tekin undan honum nokkrum sinnum. Svartbakur- inn heldur áfram að unga út og kemur út ungum að lokum. Æðarvarpið er ein helzta tekjulind Flateyjarbóndans. Varpiff gefur af sér um 30 kg. af dún og verðiff á dúninum er nú um 4 þúsund krónur kílóiff. Fyrst þegar komiff er aff hreiffri er byrjaff að skyggna eggin; gá að hvort þau séu írjó. Séu eggin ófrjó en nýleg eru þau hirt, en annars er þeim hent. Stundum getur ver- ið að eitt egg í hreiðri sé ófrjótt. Þar næst er hreiðriff tekið upp og dúnninn hreinsaður frá jörðinni til þess aff hann taki ekki í sig raka þaðan. Aftur á móti er gras látiff undir. Lang oftast flýgur kollan til sjávar meffan á þessum affgerðum stendur en sumar kollur venj- ast þessu og eru spakar. Þaff vea-ður jafnvel að taka þær af hreiðrinu. Að lokum þarf að hagræða þcim dúni, sem skil- inn er eftir og setja eitthvað af honum ofan á eggin til þess aff þau kólni seinna og varg- urinn taki síffur eftir þeim. En venjulega kemur kollan fljót Iega aftur. Eggjatekja Flateyjarbónda er aðallega til heimilisnota, en þó er smávegis selt. Einkum eru þaff svartbaksegg. Kríu- egg eru ekki tekin í miklum mæli; víða hagar svo til, að svartbakurinn tínir hvert ein- asta egg undan henni. Skarfs- egg eru vond og ekki tekin. Og lundaegg eru svo langt inni í holum, að það er erfitt að ná þeim. Fulgatekja Flateyjarbóndans byggist á skarfi og lunda. Skarfurinn verpir á einstaka skerjum og fer þaff líklega eft- ir því, hvort æti er í kring. Dílaskarfurinn verpir hvergi nærri mannabyggðum en topp- skarfurinn -er spakari Full- orffni skarfurinn er látinn í friffi en unginn er veiddur og það er kallað að fara í skarfa- far. f júlímánuði er komið aff því, aff skarfsunginn verði fleygur; hann er þá býsna stór og nálægt tvö kíló á þyngd. Kjötiff af dílaskarfsunga, læri og bringa, er um 800 grömm. Sé vindur er ekki aff vita nema unginn nál sér á loft og þess vegna er reynt að fara í skarfa- far í hægviffri. Sé þaff ekki hægt er komiff aff skerinu vind- megin. Skarfastóffið er þá rek- iff saman og rotaff meff trékylf- um. Skarfatekjan hjá Hafsteini bónda var 250 í sumar en um 300 í fyrra. ★ Þegar kemur fram í seinni- part júlímánaffar og ágúst fer Hafsteinn aff huga að lundan- um. Hann kemur aff eyjunum í JOH, en Ter uppúr miðjum ágúst út á liaf. Sumstaðar hagar svo til í eyjum, að berg verður í sjó fram og þar er hagstætt að veiða lunda. Hann er háfað- ur. Einkum er leitast við aff taka geldfuglinn og þekkist hann helzt á því, að hann flýg- ur ekki meff síli í kjaftinum. Oftast kemur aðelns einn í háf- inn í einu. Hann er þá snúinn úr hálsliðnum, en seldur í hamn um alveg heill. Fyrir hvern lunda fást um 8 krónur en markaður er fremur takmark- aður. Unginn, sem nefndur er lundakofa hér í eyjunum, er ekki tekinn nema rétt í soðið. Það þykir ekki sérlega skemmti leg vinna að krækja lundakof- unni út úr holunum og það er líka mikil vinna að reita ung- ann. En þeim sem vanir eru lunda þykir þetta herramanns- matur. A vorin eru hrokkelsa- veiðar við Flatey og þá veiðist vel í soffiff. Eru þá að mestu talin þau hlunnindi, sem Haf- steinn hefur af fuglum, sel og sjó, en auk þess hefur hann nokkrar kindur og heyjar handa þeim. Hafsteinn á tvær byssur, riffil og haglabyssu og beitir þeim gegn varginum, svartbakí og hrafni. Hann hefur yndi af öllum veiðum; ekki sízt segist honum vera hugleikið að veiða í ám. Hann hefur nokkrum sinn um komizt í silung á Snæfells- nesinu, en laxinn á hann eftir og hlakkar til aff kynnast hon- um. Viff skulum vona að það dragist ekki, að hann Haf- steinn komist í laxinn, annar eins veiðimaður af guðsnáff og hann er. Gísli Sigurffsson. G/œp/r og refsing Framh. af bls. 2 að hafa miklu meiri not af mönnum úr minni starfsgrein og öðrum hátternisvísindum, en að láta þá flytja yfirlýsingar í réttarsölum. Samræmd notk- un rannsóknardeildar myndi gera þjálfuðum starfsmönnum kleift að leggja þá vitneskju sem þeir geta aflað sér um af- brotamann fyrir dómarann, sem bezt mun kunna að koma ráð- leggingunum í framkvæmd. Þetta myndi án efa leiða til gerbreytingar á fangelsum, ef ekki til þess að þau hyrfu alveg í núverandi formi og starfsemi. Ef til vill verður allt- af nauðsynlegt að beita suma menn, og þá einkum atvinnu- glæpamennina, timabundinni eða varanlegri frelsissvipt- ingu, en það mætti gera á hag- kvæmari og virkari hátt með nýjum tegundum „stofnana". „Ég geri ráð fyrir að það sé yfirleitt mál manna að það sé tilgangur okkar með þessu öllu að vernda þjóðfélagið fyrir endurtekningu afbrota með hag kvæmum aðferðum sem sam- samræmist öðrum markmiðum okkar. Þessi „önnur markmið11 fela m.a. í sér ósk um að fyrir- byggj a að þessi afbrot séu framin, um að gera afbrota- menn á ný að nýtum þjóðfé- lagsþegnum ef mögulegt er, en halda þeim í verndargæzlu ef betrun reynist ómöguleg. En hvernig? Utan læknastéttarinnar er enn margt fólk sem notar og trúir á sársauka til lækningar á mannlegri veiklun og eymd. „Enginn verður óbarinn bisk- up“, er enn siðaboðorð margra. Mér er sagt að margir skóla- meistarar í Englandi noti enn flengingu til að örva náms- áhuga, athygli og iðni. Hýð- ing var lengi hin hefðbundna hegning fyrir „glæpsamlega" óhlýðni barna, nemenda, þjón- ustufólks og lærlinga. Og þræl- um var öldum saman hegnt með hýðingu fyrir brot eins og þreytu, skilningsleysi, heimsku, örmögnun, ótta, sorg og jafn- vel óþarfa glaðværð. Það var álitið og fastlega fram haldið að þessi „meðul“ læknuðu þá kvilla sem þau voru gefin við. Læknavísindin hafa síðan uppgötvað mörg lyf og lækn- ingaaðferðir. Læknar geta nú grætt á menn limi og líffæri, þeir geta fjarlægt heilaæzli og læknað krabbamein á byrjun- arstigi, þeir geta ráðið niður- lögum lungnabólgu og heila- himnubólgu og annarra smit- sjúkdóma, þeir geta lagfært vansköpunargalla og gert við brot og skurði og ör. En þessi dásamlegi árangur hefur náðst á sjálfviljugum aðilum, fólki sem af eigin hvötum leitar sér hjálpar og sýnir jafnvel mikla hetjulund. Og lesandinn veltir því eflaust fyrir sér hvort læknar geti nokkuð gert vfð eða fyrir fólk, sem alls ekki vill neina lækningu, af nokkru tagi. Geta læknar ráðið bót á viljandi afbrigðilegri hegðun? Eigum við að trúa því að glæp- ur sé sjúkdómur, sem hægt sé að komast fyrir með vísindaleg- um aðferðum? Er það ekki bara „meðfædd illmennska“, sem lætur okkur breyta rang- lega, og það þótt við „vitum betur“? Er það ekki sjálfs- stjórn, siðferðisþróttur og vilja- styrkur, sem þörf er á? Og varla er til neitt læknismeðal við slíkum skorti! Leyfið mér að svara þessu vandlega því hér hefur hlað- ist upp mikill misskilningur. Ég tel, að samkvæmt núgildandi merkingu orðanna sé glæpur ekki sjúkdómur. Hann er ekki heldur veiklun, enda þótt mér finnist að hann ætti að vera það. Hann ætti að hljóta lækn- ismeðferð og gæti það, en ger- ir það sjaldnast. Þessar þokukenndu fullyrð- ingar er hægt að skýra á ein- faldan hátt. Sjúkdómur er óæskilegt ástand sem skýrt hef ur verið og skilgreint af lækn- um, gefið grískt eða latneskt heiti og meðhöndlað samkvæmt rótgrónum forskriftum læknis- fræði og lyfjafræði. Veiklun verður hinsvegar bezt lýst á þann hátt að hún sé skert lík- amsstarfssemi þess eðlis að al- mennt er ætlast til þess af sjúklingnum að hann leiti sér læknishjálpar. Veiklunin get- ur reynzt vera sjúkdómur en mun oftar er hún aðeins óljós og nafnlaus vanlíðan, sem þó er talin viðfangsefni fyrir lækni en ekki kennara, lögfræð ing eða prest. Þegar samfélagið tekur að líta á útrás ofbeldishneigðar sem einkenni veiklunar eða merki um veiklun, verður það vegna þess að það álítur það á færi lækna að bæta úr ástand- inu. Eins og er, er margt af hinu upplýstara fólki á þessari skoðun. Hversu reitt sem það er hinum brotlega eða vor- kennir honum, vill það að hann fái þá „meðhöndlun“ sem dugi til þess að hann hætti að vera því hættulegur. Og það veit að „refsingar-lækning" sú sem nú tíðkast hefur engin áhrif í þá átt. En hvaff þá? Er nokkuð áhrifaríkt meðal til gegn of- beldisiðkunum þessum? Það yrði vissulega að byrja með því að vekja eða örva í hinum ráð- villta einstaklingi óskina og vonina og ásetninginn að breyta um aðferð í viðureign- inni við raunveruleikann. Er hægt að gera það með mennt- un, lyfjameðferð, ráðgefandi samtölum, þjálfun? Ég myndi svara játandi. Það er hægt með góðum árangri í flestum tilvik- um, ef hafizt er handa í tíma. Núgildandi refsilöggjöf og lífsviðhorf hennar örva ekki slíka breytingu hjá afbrota- manninum og gera jafnvel ekki ráð fyrir að hún geti átt sér stað. En breyting er það sem læknisfræðin stefnir ávallt að. Fanginn ætti, eins og aðrir sjúklingar læknisins, að koma frá meðferðinni breyttur mað- ur, með aðra eiginleika, önnur viðbrögð og aðra lífsstefnu en hann hafði þegar lækningin hófst. Það er eðlilegt að almenning- ur efist um að þessum árangri megi ná hjá afbrotamönnum. En munið að almenningur efað- ist einnig um að unnt væri að hafa nein áhrif á ástand geð- veikra. Enginn trúði því fyrir hundrað árum að hægt væri að lækna geðveiki. Nú á dögum vita allir (eða ættu að vita) að geðveiki er hægt að lækna í langflestum tilvikum og að horfur um bata standa í beinu sambandi við beitingu réttrar læknismeðferðar sem fyrir hendi er. F orm og aðferðir í nútíma sállækningum skipta hundruð- um. Enginn einn sjúklingur þarfnast eða nýtur allra lækn- ingaaðferðanna, en sérhver sjúklingur er athugaður með tilliti til sérstakra þarfa hans, grundvallarhæfileika, áhuga- mála hans og þá örðugleika sem hann á við að stríða. Lækn ingaliðið samanstendur ef til vill af heilum tug starfsmanna — eins og á sjúkrahúsi — eða það getur takmarkast við 'lækn- inn einan og maka sjúklings- ins. Prestar, kennarar, skyld- menni, vinir og jafnvel aðrir sjúklingar veita oft óformlega en mikilsverða aðstoð við end- urhæfinguna. Allir þátttakendur í þessari viðleitni að kalla fram hag- stæða breytingu hjá sjúklingn- um — þ.e. í andlegu jafnvægi hans og lífsmynstri — eru gagnteknir því, sem við gætum kallað lækningaafstöffu. Hún er álgerlega öndverð við þá af- stöðu að sneiða hjá, draga dár, fyrirlíta eða refsa. Fjandsam- legar tilfinningar í garð sjúkl- ingsins, hversu réttlætanlegar sem þær eru vegna ógeðfelldr- ar eða jafnvel hættulegrar hegðunar hans, eru ekki til staðar hjá lækningafólki. Ekki svo að skilja að það láti sér vel líka óþægllega og hvim- leiða framkomu sjúklingsins: það hefur ákveðna vanþóknun á henni. En það lítur á hana sem einkenni um viðloðandi jafnvægisskort og geðflækju, sem það er að leitast við að breyta. Það gerir greinarmun á vanþóknun og sakfellingu, við- urlögum og hegningu. L æknar taka peninga- þóknun, þeir setja viss viður- lög“, en þeir hafa fyrir löngu lagt niður frumstæð hefndar- viðhorf gagnvart óþægilegri hegðun sjúklinga. Þótt sjúkl- ingur hósti í and'lit læknisins, selji upp á gólfteppið, þótt hann bölvi, æpi eða jafnvel berjist um í kvölum sínum þá er slíkt athæfi ekki refsivert". Læknar og hjúkrunarkonur hafa hvorki tíma til né hugsun á að valda óþörfum sársauka, jafnvel þótt sjúklingurinn sé erfiður, ógeðfelldur, ögrandi eða beinlínis hættulegur. Það er skylda þeirra að aiinast um hann, reyna að lækna hann og varna því að hann verði sjálf- um sér eða öðrum að meini. Ti'l þessa þarf kærleika en ekki hatur. Þetta er fyllsta merk- ing orðsins læknaafstaða. Þetta veit hver læknir: sérhver sjúkrahússtarfsmaður veit það. (eða ættiað vita það). í lækningaafstöðunni er einn þáttur enn: það er tiltrúin. Ef enginn trúir því að sjúklingn- um geti batnað, ef enginn — ekki einu sinni læknirinn — hefur neina von, verður senni- lega ekki um neinn bata að ræða. Vonin er engu síður mik- ilsverð en kærleikurinn í lækn- ingaafstöðunni. „En þér voruð að tala um geðveikisjúklinga", kann les- andinn að skjóta hér inní, „þessa hrjáðu og ringluðu ves- 'linga, sem þrá hjálp ykkar læknanna og hjúkrunarkvenn- anna. Eruð þér að gefa í skyn að hægt sé að ná til viljandi ranghverfra einstaklinga, af- brotamanna, og endurhæfa þá á sama hátt? Haldið þér í raun og veru að hægt sé að beita þeirri lækningaraðferð sem þér lýsið, við fólk, sem ekki vill neina hjálp, sem er svo gjör- spillt, svo vel vitandi um af- brot sín, svo snautt af allri iðrun eða jafnvel venju'legri sómatilfinningu að hegning virðist að lokum eina ráðið?“ Hvort ég trúi því að til sé árangursrík lækningaaðferð fyrir afbrotamenn og að hægt sé að breyta þeim? Þvi trúi ég sannarlega. Ekki öllum að vísu: en það eru líka nokkrir líkam- legir sjúkdómar, sem enn hef- ur ekki tekizt að lækna. Gera verður ráð fyrir ólæknandi til- fellum — þar til þekking hef- ur aukizt — og á meðal þeirra verða sumir afbrotamenn. En ég tel að unnt reynist að lækna flesta þeirra. Einþykkni og illska afbrotamanna eru þættir í þeirri veiklun sem þeir þurfa lækningar við. Þeir mega ekki hafa áhrif á lækningaafstöð- una. að er blátt áfram ekki satt, að flestum afbrotamönnum sé fullljóst“ hvað þeir eru að gera, það er ekki heldur rétt að þeir vilji enga hjálp frá neinum, enda þótt sumir þeirra haldi þvi fram. Fangar eru ein- stak'lingar — sumir vilja lækn- ingu, aðrir ekki. Sumir vita ekki hvað lækning er. Margir eru algerlega örvilnaðir og von lausir. Þar sem læknismeðferð 24. nóv. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.