Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Síða 12
Frá 1875 til 1908 hélzt ritið svo til óbreytt í verði, frá 35 upp í 50 aura. Síðan hefur það farið smáhækkandi. Árið 1920 —1940 kostaði það 2 krónur, en 1968 var það komið upp í 75 krónur til félagsmanna. Lengi framan af var Þjóð- vinafélagsalmanakið prentað í Kaupmannahöfn. Þegar Tryggvi Gunnarsson flutti bú- ferlum til íslands, lét hann flytja prentun almanaksins inn í land ið. Var það fyrst prentað í ísa- foldarprentsmiðju 1895—1902, en síðan í Félagsprentmiðjunni 1903—1905, Gutenberg 1906— 1966, ísafoldarprentsmiðju 1967 og Lithoprent 1968. Fyrstu árgangar almanaksins urðu fljótlega ófáanlegir. Árið 1916 voru fyrstu 5 árgangarn- ir endurprentaðir hér heima (í Gutenberg. Prentun almanaksins fluttist þó ekki að öllu leyti til lands- ins með Tryggva, því að eftir sem áður þurfti að fá almanak háskólans, íslandsalmanakið, frá Kaupmannahöfn og hefta það framan við þann hluta Þjóð- vinafélagsalmanaksins sem prentaður var hér heima. Virð- ist stundum hafa orðið drátt- ur á því, að almanakið bærist frá Kaupmannahöfn, og olli það erfiðleikum við útgáfuna. Árið 1913 ákvað stjórn Þjóð- vinafélagsins undir forystu Jóns Þorkelssonar að kaupa ekki almanak það, sem háskól- inn í Kaupmannahöfn gaf út, heidur ganga alveg frá alman- akinu hér heima. Ætlunin var að gera almanaksreikningana hérlendis líka, en það tókst ekki og var þá tekið til bragðs að taka útreikningana upp úr fslandsalmanakinu, með leyfi Hafnarháskóla. Árin 1914— 1918 var Þjóðvinafélagsalman- akið þannig prentað að öllu leyti hér heima. Þessi árgangar eru töluvert frábrugðnir al- manakinu í heild. Um breyting- arnar, sem gerðar voru, skrif- ar Jón Þorkelsson í athuga- semd í almanaki 1914. Þar stendur m.a.: „Úr sjálfu alman- akinu hefur nú öllu því verið kipt burtu, sem áður hefir þar staðið og aungva verulega stoð hafði í neinum landsháttum hér eða í minningunni. Þó hefir ver- ið farið svo varlega í það, að allir messudagarnir gömlu, sem íslenzk heiti hafa fengið, hafa nær undantekningarlaust verið látnir óhaggaðir. Fyrir það sem út hefir verið tekið, hefir svo verið sett inn annað og nýtt efni, einkum eptirtakanlegustu atburðir úr sögu vorri frá öll- um tímum, minningardagar (fæðingar- eða dánardagar) merkilegra íslenzkra manna og allmargra manna útlendra, svo og nokkrir stórviðburðir úr al- mennri sögu.“ Árið 1919 var svo aflur horf- ið að því að kaupa almanak háskólans. Ákvað stjórn Þjóð- vinafélagsins að gera það til þess að draga úr hinum gíf- urlega kostnaði, sem þá var á aliri bókaútgáfu hérlendis. Því miður vildi oft verða dráttur á því, að íslandsalmanakið bær- ist frá Kaupmannahöfn, og olli þetta erfiðleikum við út- gáfu Þjóðvinafélagsalmanaks- ins. Stundum bárust almanökin svo seint frá Danmörku, að í algert óefni var komið. í al- manaki fyrir 1917 stendur svo: „Prentarinn hefir nú tekið upp á því að prenta almanökin ekki fyrr en seint í ágúst (hér mun átt við íslandsalmanakið) svo Þjóðvinafélagið hefir ekk- ert almanak fengið ennþá. En félagið skuldbindur sig til að senda almanökin fyrir nýár til afgreiðslumanna þeim að kostn- aðarlausu, þó að flutningur með landpóstum verði dýr. Bókin verður útbúin svo, að auðvelt verður að líma almanakið inn í hana“. Þetta varð til þess, að fáir hirtu um að líma fyrri hlut ann við bókina og hefur þessi árgangur því verið illfáanleg- ur í heilu lagi. í almanaki 1919 stendur: „í október komu loksins almanök- in frá Danmörku. Pappírinn í almanakið, sem prentað var heima kom í byrjun nóvember. Þá kom spánska veikin í opna skjöldu og tafði prentunina um þrjár vikur. „Benedikt Sveins- son segir þá: „Ég vona að þetta verði í síðasta sinn, sem sækja þarf almanakið til Khafnar“. Honum varð ekki að ósk sinni fyrr en 1923. Eins og sjá má af efnisyfir- liti því, sem birtist í Þjóðvina- félagsalmanakinu 1968, hefur margvíslegt efni verið tekið til meðferðar á síðum þess frá upphafi. Þeir, sem eru svo lán- safhir að eiga almanakið í heild, mega því teljast vel birgir af alls kyns fróðleik. Eitthvert merkasta atriði al- manaksins er Árbók fslands, sem fram kom strax í fyrsta ár gangi 1875 og hefur birzt á hverju ári síðan. Er þar að finna yfirlit yfir merkustu at- burði hvers árs. Ekki er full- víst hverjir hafa séð um ár- bókina fyrstu árin, en í hand- ritasafni Jóns Sigurðssonar er að finna handrit að almanak- inu 1875, og er það, að mér sýnist, allt skrifað með rithönd hans sjálfs. Þó skal ekki full- yrt, að hann hafi séð um ár- bókina allan tímann, sem hann hafði umsjón með almanakinu. Þegar Tryggvi Gunnarsson tók við almanakinu, virðist hann fljótlega hafa fengið aðra til að sjá um árbókina fyrir sig, ef dæma má eftir þeim skamm- stöfunum, sem sjá má undir ár- bókinni frá 1889 til 1894. Virð- ist oft hafa verið um náms- menn að ræða, og væri hægt að gizka nokkuð á hverjir þetta hafa verið eftir skammstöfun- unum, en mér þykir þó ekki rétt að vera með neinar get- gátur um það í þessari grein. Frá 1895—1909 sá séra Jón Borg firðingur um árbókina, 1910— 1912 Jóhann Kristjánsson, 1920 Benedikt Sveinsson o.fl., 1921—1937 Benedikt G. Bene- diktsson, 1938—1941 Björn Sig- fússon, og frá og með 1942 Ól- afur Hansson. Árið 1877 fylgdi almanak- inu stafrófstafla, sem þægileg var að læra að skrifa eftir. Hafði Tryggvi Gunnarsson lát- ið gera töfluna á sinn kostnað og gaf félaginu 2500 eintök. Árið 1882 var farið að birta myndir af erlendum þjóðböfð- ingjum og síðar af ýmsum öðr- um merkum mönnum, ásamt ævi ágripi þeirra. Var þetta mjög vinsælt efni á sínum tíma og hef ég oft heyrt roskið fólk tala um, hvað almanakið hafi verið lesið mikið og hve minni- stæðir því væru þessir þættir um merka menn utan úr heimi. Auk fróðleiksgreina hafa oft birzt í almanakinu léttari þætt- ir og gamansögur. Um það atr- iði segir Jón Sigurðsson í bréfi til Halldórs Kr. Friðrikssonar 15. ágúst 1874: „Það er annars skrítið, að það skuli vera veru- legra að hafa einhverja sögu í almanakinu, heldur en nytsam- ar reglur,_ sem fólk getur haft gagn af. Ég kalla slíkt barna- skap, en þar fyrir vil ég samt gjarnan hafa þar sögu, ef ég hitti nokkra góða“. Ný bókaútgáfa Árið 1939 var farið að ræða mikið um að koma á samvinnu Þjóðvinafélagsins og bókadeild ar Menningarsjóðs, sem þá var í ráði að tæki til starfa á ný. Stjórn Þjóðvinafélagsins hefur alltaf verið kosin á Alþingi, svo og hefur félagið lengst af haft eitthvert fjárframlag frá ríkinu. Þótti því ekki óeðlilegt að þessar stofnanir ynnu sam- an, þar sem þær voru báðar háðar ríkinu. Þessari samvinnu var síðan komið á. Skyldi Þjóð- vinafélagið gefa út 3 bækur á ári, en Menntamálaráð 4. Dr. Þorkell Jóhannesson segir um þessa samvinnu í grein, sem hann skrifaði í Almanak 1940: „En markmið hennar er að gera Þjóðvinafélagið að sterkri stofnun, sem hæfir hinu veg- lega nafni þess og sögulegum uppruna og þörf þjóðarinnar á öflugri, þjóðlegri menningarút- gáfu“, og á sama stað segir hann: „Sennilega verður t.d. al- manakinu nokkuð breytt, auk- ið og gert fjölbreytilegra en löngum hefur kostur verið“. Það var þó síður en svo, að það yrði í reyndinni, og má segja, að almanakinu hafi held- ur farið hnignandi, unz svo var komið 1966, að lítið efni var í því umfram árbókina og skýrslu um mannalát. Frá og með 1967 hefur þó verið stefnt að því markvisst að efla al- manakið á nýjan leik. Eftirtaldir menn hafa verið forsetar Þjóðvinafélagsins: Jón Sigurðsson alþingismaður 1871—1879 Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri 1880—1911 og 1914—1917 Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð- ur 1912—1913 Benedikt Sveinsson alþingis- maður 1918—1920 Dr. Páll Eggert Ólason 1921— 1934 Pálmi Hannesson rektor 1936— 1939 Jónas Jónsson alþingismaður 1940 Bogi Ólafsson yfirkennari 1941 —1956 Þorkell Jóhannesson háskóla- rektor 1958—1960 Ármann Snævarr háskólarekt- or 1962—1967 Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður 1967 og síðan. Blöð úr lífsbók Krúsa Framh. af bls. 10 um. Á leiðinni kemur bóndi við á Austvaðsholti. Hann bindur kálfinn við tröppur. Þá heyr- ist hurðarskellur. í því hrekk- ur litla nautið við og slítur sig laust. Allt heimilisfólkið þýtur út og reynir að fanga nautið. Fangirm og bamakennarinn, sem átti að líta eftir honum, Einar frá Urriðafossi, voru eftir á bænum. Þegar kennarinn lítur við, sér hann í rassinn á fang- anum. Hamn eltir fangann, dett ur ofan i þúfnakoll — eitthvað fannst barnakennaranum renna út úr eyranu — ekki vissi hann hvort það var veður eða vit, en hvorki tókst að fanga kálfinn né fangann í þetta sinn. Naut- kálfinn handsamaði Krúsi eins og fyrr er sagt frá, en af fang- anum er það að segja, að hann hljóp og hljóp og linnti ekki hlaupunum fyrr en hann var kominn út fyrir Þjórsá, og í Árnessýslu flæktist hann næstu 3—4 ár, unz Páll á Hjálms- stöðum og einhverjir aðrir fóru með hann á Klepp og þar end- aði Hafliði sína ævidaga. Krúsi fer stundum með skringisögur sem þessa. Elleg- ar þá þetta um Magnús sýslu- mann, sem byrjaði ræðu á Þing- vallafundi eitthvað á þessa leið: „Þingvellir eru naflinn. . “ Þá spyr einhver karl í áheyrenda- hóp: „Hvar er Selfoss, sýslu- maður?“ „Selfoss, ha, Selfoss, en meira hafði sýslumaður ekki getað sagt um það og orð- ið að byrja ræðuna á ný. Krúsa er það ekkert laun- ungarmál, að hann bjó til ís- lending á tímabili eða „landa“ eins og metallinn var álmennt nefndur. Amerískir kalla veig- ina ,,moonshine“, tunglskin, og hefur iðjan notið sín örugglega í umhverfi Svartagils á dimm- um kvöldum, er skarður mán- inn glotti úfinn yfir Botnsúl- um og horfði niður yfir land og lög. Hann kveðst hafa þrí- hreinsað landann og vandað til gerðarinnar eins og franskur bóndi til eðalvíns. Eitt sinn er Krúsi var á leið í borgina áði hann stundarkorn að Kárastöð um. Hann ók bí'l sínum gamla Ford 27 (sem á íslenzku nefn- ist forðari, tilvalinn fyrir und- ankomu eða eltingarleik) og hafði meðferðis þriggja pela flösku af „vininum“. Hann varaði sig ekki á því, að þarna var staddur Felix þefari með Gvend Davíðsson. Höfðu þeir trúlega skoðað inn í bílinn, á meðan hann skrapp inn og séð það, sem þeir máttu ekki sjá. Krúsi fór sér að engu óðslega, skrapp út og gaf hreppstjóra bragð. Heldur síðan af stað og keyrir léttan. Úti undir Heiða- bæ er snögglega keyrt fyrir hann, og þar er sjálfur gamal- kunningi hans Björn Blöndal, löggæzlumaður og ekki frýni- legur, auðsæilega ekkert lamb að leika sér við í þetta sinn. Krúsi lét það ekkert á sig fá og ætlaði að skella sér fram hjá en setti þá bílinn út af, þreif til flöskunnar og ætlaði a'ð sturta niður innihaldinu, en þá hafði tappinn farið niður, svo að erfitt var að hella niður vökvanum. Björn ber að, tekur flöskuna og segir: „Hvað er í þessu?“ „Ég veit það ekki — ég hef ekki smakkað á því“ „Hvar fekkstu þetta?“ „Ég fann það“, svarar Krúsi, „og er á leið með það til þín — er maður ekki skyldugur til þess?“ Blöndal löggæzlumaður fer með flöskuna og sendir inni- haldið í efnarannsókn til Bjarna efnafræðings, sem ráðinn hafði verið af ríkisstjórninni til álíkra starfa. Svo kemur vottorð frá Bjarna svohljóðandi: „Svarar ekki fúsil, en virðist þó að lík- indum heimatilbúið. Þarf að fá meira magn til efnagreiningar". Þetta þóttu áldeilis meðmæli með vörunni I þann tlð fylrr viðskiptavini. Krúsa var stungið inn á Leti- garð á meðan rannsókn fór fram. Hann áfrýjaði, en þá voru málskjöl týnd, og honum þar með gefnar upp allar sakir. Hann var aldrei gómaður fyrir landabrugg, hvorki fyrr né síð ar. B rezku hermennirnir tóku Svartagil herskildi 1940 og voru þar unz amerísku dátarn- ir leystu þá af hólmi á miðjum stríðsárum. Þá voru þar og Norðmenn. Tö'luvert af setuliði hafðist við á Þingvallasvæðinu og ennfremur voru kjaggar með nokkrum hermönnum upp við Tröllháls og í Brunnum, og féll það í hlut Krúsa og sonar hans Sigurd Evje að flytja þangað póst og vistir og aðrar nauð- synjar tvisvar í hverri viku yf- ir veturinn. Hermennirnir reistu bragga að Svartagili, en einnig bjuggu þeir í húsinu. Offíser- arnir sváfu í stássstofunni. Krúsi minnist einkanlega Cap- tain Gordon, sem var eigandi Gordons Gin-verksmiðjunnar. Um hann segir Krúsi: „Hann fór fínt í að drekka pilturinn sá. Þegar hann fór héðan, leysti hann alla út með gjöfum. Sann- kallaður brezkur sjentilmaður“ Kátt var oft á hjálla á stríðs- árunum að Krúsa. Hermennirn- ir voru þar með sitt Naafi og Px á efsta lofti: þá var nóg mungát og mjöður á borðum, en allt með siðsemi, segir Krúsi, sem ýmsu var vanur frá sigl- ingaárum sínum út um allan heim. Þetta virðist hafa átt við hann, því að hann er mannlega forvitinn. Hið eina, sem minn- ir á komu hermannanna að Svartagili er ein hlaðan þar, braggi, e.t.v. með sögu. Fátt er af fólki eftir í Svarta- gili. Jón Friðrik (kallaður Nonni) sonarsonur hans er þó löngum þar hjá afa sínum, sömuleiðis bróðir hans Krúsi yngri, en þeir eru synir Sigurd Evje, er stundum heimsækir gamla heimilið sitt. Einn sonur Krúsa er látinn, en sá þriðji lifir, Björn. Dætur hans tvær eru föngulegar konur og virð- ast líkjast föður sínum. Önnur þeirra Arnbjörg var gift í í Reykjavík, en hin heitir Mar- grét og er gift vestanhafs. Eiginkona Krúsa hefur alltaf dvalizt í Reykjavík og aldrei í Svartagil komið. Krúsi hefur látið þau orð falla, að sér hafi yfirleitt alltaf liðið vel á Svartagili. Hann kaus sér þetta hlutskipti sem framhald af fyrri ævintýrum sínum. Hann var eitt sinn spurð- ur að því, hvort honum fynd- ist hann hafa uppskorið. Hann sagðist ekki vita, hvað hann ætti að segja um það, en hann hefði fu'llnægt ýmsu í sér, m.a. bar- áttuhugnum. Keppnisskapinu öllu heldur og mætti þar taka af honum ómakið í orðalagi. Hann var líka inntur eftir því, hvernig honum líkuðu mannleg samskipti, ef hann liti á farinn veg sinn: „Mannleg samskipti eru erfið“, segir hann, „að vísu hef ég orðið fyrir vonbrigðum oft á tíðum, en ég verð að segja það, að ég hef kynnzt fleiri góðum mönnum en slæm- um.“ Bærinn á Svartagili er þög- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. febrúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.