Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1969, Page 14
— því bæði kjóinn og skúmur- inn og ýmsir fleiri óráðsíufugl- ar eru sífeit á sveimi í vegi fyrir honum og lifa bókstaflega af hans dugnaði. Þeir sitja um hann margir saman — fara sjaldan á sjó sjálfir, heldur bíða rólegir á sandinum eða uppi við bjargið. Þar ráðast þeir á hann, svo hann verður nauðugur-viljugur að sleppa bráðinni líkt og krían. Einu varnarráðin, sem fýliinn þekk- ir eru þau, að spúa á óvini af- ar daunillum grút. Kjóinn og skúmurinn ksera sig kollótta, en mannkyninu er ver við þesskonar traktéringar, og fyr- ir þetta hefur fýllinn einmitt fengið nafnið. Það mun hafa verið í fyrndinni, þegar Adam í Paradís gaf fuglunum nöfn og fann fyrstur ódauninn. Fuss um fei. Þeir sem síga í fýlunga- bjarg — (nokkru áður en ung- inn varður fleygur, því þá er hann feitastur), verða stundum fyrir spýunni, nema þeir kunni vel að vara sig, og segja ljótt af. Svo megn er spýjulyktin, að fötin lykta árlangt eða meira, og sjálfur fuglinn verður aldrei laus við hana, og heldur ekki fiðrið af honum, eins og allir verða varir við, sem sofa á þess- konar fiður-kodda í fyrsta skifti. Ef ég á að nefna nokkuð, sem ferðamenn geta fundið að gistingu undir Eyjafjöllum, þá væri það fýlungaþefurinn úr sængum og koddum. En þessu venst maður. Á veturna drepa menn fugl- inn sjálfan — veiða hann í stangarháf eins og lunda. Á vor- in taka menn eggin og á sumr- in fýlungann. „Fyr má nú rota en dauðrota." Hvað er nú kjó- inn og skúmurinn hjá þeim herjans spellvirkja manninum? Og þrátt fyrir allt fjölgar fýl- unum undir Eyjafjöl'lum og eins í Vestmannaeyjum. En það mun vera því að þakka að enn er ekki íslands landnámi lokið. Þó ekki komi lengur víkingar og annað mannkyn til aðseturs þá koma ýmsar óæðri skepnur, þar á meðal fýlar og aðrir fuglar. Fýlar eiga heima víðsvegar um fshafsstrendur og eiga oft við ill kjör að búa. Það er eðli- legt, að þeir leiti þangað, sem betra er, þar sem félagsskapur er mikill, fjö’lbreyttara líf og skemmtilegra, eins og í fugla- björgunum undir Eyjafjöllum. Þeir leita þangað úr fásinninu í strjálbyggðinni norðan við Ullarserk á Grænlandi. Þaðan leita þeir til fuglabjarganna á íslandi, þar sem vistlegra er og fuglagargið mest. Öldungis eins og sveitafó'lkið leitar til kaup- staðanna í öllum löndum —. Ætíð verða mér minnisstæð björgin sunnan við Vík í Mýr- dal, þau voru svo einkar snot- ur, skreytt hvannstóði frá rót- um upp á stalla. Hver hefur gróðursett alla þessa hvönn? Sumstaðar er hún svo há, þétt og þrekvaxin, að erfiðlega geng ur að ná til fýlunganna. Ég spurði í Vík, en enginn gat svarað. Mér datt í hug, að hér væri krummi að verki. Hann borðar hvannarfræ og meltir það ila. Hann kemur að stela eggjum og staldrar við. ,„Það sem eftir sat“ er stundum á við gullskóinn. Sjá'lfur Fýll- inn borðar ekki hvönn, segja kunnugir. Vindurinn dreifir líka fræinu um bjargið. Nóg er af dirtinu, sem fræið loðir við, og ber það síðan margfaldan ávöxt. Auk hvannarinnar er annað, sem prýðir björgin. Það er (með respekt að melda) sjálft fýla- dritið, sem þekur bjargvegginn á stórum blettum. Allavega ein- kennilegar myndir sjást þar á víð og dreif í hvanngrænum römmum og líkjast nýtízku mál verkum kúbista og futúrista. — SMÁSACAN Framh. af bis. 5 að trúa ekki á guð, hafa mesta persónulegt ógeð á honum), og honum hló hugur við þeirri vissu, að mannlegt líf mundi aldrei batna. Hann sagði að stundum þegar hann svæfi nið- ur við ána væri sér huggun að því að horfa upp á Mars og Júpíter, og ímynda sér að sennilega væru þar líka sof- endur á árbökkum stórborg- anna. Hann gerði sér kynlegar hugmyndir um þá æfi. Kjör mannsins á jörðinni sagði hann að væru hörð vegna þess, hve hnötturinn væri fátækur af lífsnauðsynjum. En Mars, þar sem loftslag væri svo kalt, og svo lítið um vatn, hlyti að vera miklu gæðasnauðari hnöttur, og lífskjörin að sama skapi harðari. Því væri það, að sá sem stæli sex skildingum á jör'ðinni væri aðeins dæmdur í tugthús, en á Mars væri hann sennilega steiktur lifandi. Að þessari hugsun var Bozo skemmt, ekki veit ég hvers vegna. Hann var kyndugur ná- ungi. Kristján Albertsson þýddi. Ársskógsströnd Framh. af bls. 7 dóttur, og börnum þeirra. Mun Jón ríki kominn af Krossaætt hinni eldri, en auk þess má, á eftirtektaverðan hátt, rekja til hans, eða dóttur þeirra hjóna, Þóru, hinn mikla ættbálk hinn- ar yngri Krossaættar. Þóra á Krossum fæddist 1782, lifði af móðurharðindin og af- leiðingar þeirra. Jón bróðir hennar dó hinsvegar fyriralda- mót, svo Þóra varð einkaerf- ingi foreldra sinna. Þóra giftist 1803 Gunnlaugi Þorvaldssyni frá Ingvörum í Svarfaðardal, en hann hafði þá verið í þjón- ustu hins kunna auðmanns Jóns Sigurðssonar á Böggvisstöð- um og konu hans, Valgerðar Björnsdóttur, ekkju eftir séra Egil Þórarinsson í Stærra-Ár- skógi, en áður mun Þóra hafa verið heitbundin bóndasynin- um á Sökku. Á Krossum bjuggu þau Þóra og Gunnlaugur á móti foreldr- um hennar til 1807 og eignuð- ust þar 2 fyrstu börnin, Guð- laugu (ömmu Snorra Sigfússon- ar) og Þorvald, er síðar tók við búi á Krossum, — en flytja þá að Hellu og eignast þar 6 börn í viðbót, þeirra meðal Vig- fús, er síðar var lengi bóndi á Hellu. Árið 1822 hverfur Þóra með yngsta barnið Jón aftur að Krossum og gerist ráðskona föð ur síns, er þá hafði verið ekkjumaður í 5 ár, en Gunn- laugur maður hennar verður eftir á Hellu og 5 barnanna hjá honum Þau týnast þó flest smám saman upp að Krossum til móður sinnar og hef ég fyr- ir satt, að faðir þeirra hafi oft elt þau upp að túngarðinum á Krossum og stundum lengra, er þau voru að reyna að strjúka. Eitt ár í viðbót er Þóra hjá manni sínum á Hellu, en fer þá alfarin að Krossum. Gunnlaugur dó á Hellu 1831, en Þóra lifði sem ekkja ó Kross um 31 ár eftir það. Giftust flest börn þeirra hjóna þar hjá henni. Saga þeirra Þóru og Gunnlaugs er á margan hátt örlagarík og átakanleg og efni í sér-frásögn. Elsti sonur þeirra, Þorvald- ur, f. 1805, kvæntist svo 1835 prestsdótturinni fyrrnefndu frá Upsum, Snjólaugu Baldvinsdótt ur, en hún var ein hin mikil- hæfasta húsmóðir og kvenskör- ungur síðari tíma, er átt hefur heima á Árskógsströnd. Meðal barna Snjólaugar og Þorvald- ar á Krossum var Baldvin út- vegsbóndi á Böggvinsstöðum, faðir Guðjóns kennara og nafn- togaða gáfumanns á ísafirði, Lofts, síðar bónda á Böggvis- stöðum og fjölda annarra mynd ar-barna, og komust 13 þeirra á fullorðins-ór. Meðal dætra þeirra Snjólaugar og Þorvald- ar var Snjólaug kona stórbónd ans á Lafamýri, Sigurjóns Jó- hanessonar, en Jóhann skáld Sigurjónsson var yngstur barna þeirra. Mörg voru þau fleiri myndarbörnin þeirra Snjólaug- ar og Þorvaldar á Krossum, þeixra á meðal afi minn, Þor- valdur, er síðar tók við búi þar. kvæntur Sigurlaugu Jóhanns- dóttur frá Sökku, og fyrr er getið hér sem „Ekkjunnar á Krossum.“ Vigfús sonur Þóru á Kross- um, og fyrr nefndur, kvæntist Önnu Rósu Þorsteinsdóttur frá Skáldalæk í Svarfaðardal. Bjuggu þau á Hellu, myndar- búi, um 40 ára skeið. Vigfús dó 1884, Anna Rósa 1897. Dótt- ir þeirra, Guðrún Jóhanna, syst ir Þorsteins á Rauðuvík giftist Kristjáni Jónssyni frá Völlum í Svarfaðardal, en móðir hans, Þuríður Helga Stefánsdóttir, var fósturdóttir prestsins þar, Kristjáns Þorsteinssonar, eins af 4 föðurbræðrum Jónasar skálds. Bjuggu þau Guðrún og Kristján lengi á Litlu-Hámund- arstöðum og eignuðust þar 5 myndarlega syni, en meðal þeirra eru þeir Kristján E. Kristjánsson, fyrr nefndur og nú á Krossum, Jóhann Fr. Kristjánsson byggingameistari, sem lengi var hér í Reykjavík, landskunnur, — og Vigfús, er kvæntist Elísabetu Jóhannsdótt ur frá Svínárnesi, fríðleiks og ágætiskonu. Þau bjuggu fyrst frammi í Þorvaldsdal á Kúgili og Grund og eignuðust þar flest börn sín, eða 6 af 7, er upp komust, þeirra á meðal synina 4, Georg, Kristján Eld- járn, Hannes og Jón, — hina umræddu: Litlaárskógsbræður. Vigfús faðir þeirra er látinn fyrir nokkrum árum, en Elísa- bet móðir þeirra, býr ennþá með sonum sínum í Litla Ár- skógi, en þangað fluttu þau ár- ið 1925. Að ógleymdum dætrum þeirra Elísabetar og Vigfúsar, eru þessir 4 bræður svo haghent- ir og hugkvæmir að furðu gegnir og senni'lega einstætt er í íslenzkri sveit. Þeir hafa í sameiningu og hver um sig skap að svo listræna og fagra muni að óskipta athygli hafa vakið þeirra, er séð hafa, og tilsóma væru víðfrægum listamönnum. Jón er þeirra yngstur, f. 1920. Hann einn bræðranna er kvænt- ur og nú búsettur í Reykja- vík. Hinir búa allir með móður sinni í Litla-Árskógi. Georg er þeirra elstur, en segja má, að Kristján sé að vissu leyti aðal maðurinn í list-starfinu og oft ast hugmyndahöfundurinn í hinni merkilegu og einstæðu samsköpun þessara óvenjulegu bræðra. Hann leggur fram flest ar tillögurnar og dregur þær á blöð sem teiknaðar hugmyndir, — en þeir bræður, allir eða færri saman, gefa tillögunum sitt endanlega form í tré, gipsi eða öðrum efnum. Við litum inn til þeirra í vinnustofuna í Litla-Árskógi, — norðurstofuna. Þar gaf á að líta. Útskornar hillur, ljós- berar, fánaberar, kertastikur, húsmunir ýmiskonar og skart- gripir, fagurlega skornir eða mótaðir, héngu þar uppi um alla veggi, eða voru þar tii sýnis á ýmsum húsmunum. Einn- ig gaf þar að líta líkön af mannverum og standmyndir unnar af 'listrænum næmleik, fegurðarskyni og ást þeirrar mannsálar, er leggur sig alla fram í sköpunarstarfinu, veit hvað hún ætlar að skapa og kann á því tökin. Það er furðu- legt og elnstætt að sjá sllkt f sveitabæ á íslandi. í því sam- bandi dettur manni í hug, hversu óverjandi og skyni skroppið ranglæti ríkir í út- hlutun svokallaðra listamanna- launa, að bræður þessir skuli allir hafa verið settir hjá. Verð- ur manni á að halda, að út- h'lutunarnefndirnar hafi ekki haft hugmynd um að bræður þessir væru til! — Hafi star- blínt á Reykjavík og aftur Reykjavík og ekki látið sér detta í hug, hvað þá rannsak- að, hvort listamannalíf eða myndlistargáfur kynnu að leyn ast í öðrum landshlutum. Ekki þarf þó að stíga fæti i hina listvígðu norður-stofu í Litla-Árskógi, til þess að skynja listfengi þessara annálsverðu bræðra. Umhverfi bæjarins hafa þeir umskapað og gefið fagurt listrænt svipmót. Með aðstoð bæjarlækjarins, er ég minntist svo vei frá æskuárum mínum, hafa þessir bræður myndað fag- urprýdda tjörn með trjágróðri og gosbrunni, er veitir óbland- ið yndi gestum og heimamönn- um. Þess má þá og geta að skírnar„fonturinn“ fagri,, og áður um ræddi, í Dalvkíur- kirkju er verk þessara bræðra. En þeir munu hafa skapað fleiri áþekka kjörgripi svo sem í kirkjunni í Hrísey eða verið beðnir um þá. Með grein þessari fylgja nokkrar myndir frá heimilinu í Litla-Árskógi, úti og inni. Skal þess þá og getið, að nú þegar grein þessi kemur fyrir almenn- ingssjónir, er búið að flytja helstu verk þeirra bræðra, er heima hafa verið hjá þeim inn- an húss, inn á byggðasafnið á Akureyri og þau varðveitt þar í sérdeild. Er það vel, — og víst mættu lista-máttarvöld vor líta þangað nokkrum sinnum, ef slíkt gæti orðið til þess að augu þeirra opnuðust fyrir þeirri staðreynd, að fsland er stærra en Reykjavík (með allri virðingu, þó, fyrir minniágætu heimi'lisborg, sem svo hefur ver- ið í hartnær 40 ár) og að víðar fer fram listsköpun á landi hér, en aðeins á Reykjavíkur- svæðinu. Með beztu kveðju til æsku- sveitarinnar Árskógastrand- ar, og íbúanna þar. Á gamlársdag 1968. Preymóður Jóhannsson Hvítt: Hort (Tékkóslóvakíu) Svart: Larsen (Danmörku) Kóngsindverk vöm. 1. d4 g6. 2. c4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Rf3 c6 5. e4 a6 6. Be2 b5 7. 0-0 (Hinn þekkti skákjöfur íslendinga, Eggert Gilfer, hafði á tímabili mikið dálæti á mörg- um peðleikjum í byrjun tafls og kunni á sínum tíma manna bezt að beita peð- unum. Honum hefði eflaust líkað þessi uppbygging Larsens, sem vissulega er nýtízkuleg, en samt eftir góðum og gömlum fyrirmyndum. Hann vanrækir þróun manna sinna, en reynir að koma peðum sínum á framfæri fyrst. Hvítur reynir hið gagnstaða og sú herstjórnar- list reynist árangursríkari í þessari skák). 7 — Bg4 8. Be3 bxc4 9. Bxc4 e6 10. h3 Bxf3 11. Dxf3 Re7 12. Hacl 0-0 13. Bb3 Rd7 14. Hfdl d5 15. De2 Db6 16. Dd2 Hae8 17. Bg5 (Hvítur lokkar svartan til að leika f6 og þannig fram- kalla veikingu á e6 og skáklínunni a2 — g8) 17. — f6 18. Bf4 Db7 19. Hel Hfe8 20. Bd6 Rb6 21. Bc5 f5? (Svartur átti orðið erfitt um vik og reynir mót- spil, en leikurinn gefur hvítum ákjós- anlegt tækifæri). 22. exd5 Rexd5 23. Bxb6 Dxb6 24. Hxe6! (Skemmtileg hróksfórn) 24. — Dxd4 25. De2 Kf8 26. Hel (Hótar máti) 26. — Hed8 27. Hxc6! (Önnur hróksfórn og nú verður svart- ur að þiggja 27. — Hxc6 28. Bxd5 Gefið. Mátihótanir hvíts eru það margar að við þeim öllum verði gert. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. febrúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.