Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1969, Blaðsíða 5
rúman þriðjung, ef þessi kenn- ing á að standast. En í stað þess að velja þessa lausn málsins, hafa menn grip- ið til annars hugsanlegs mögu- leika, að tunglið sé hnöttur, sem komið hafi aðvífandi og lent á braut um jörðina. En all- ur almenningur veit nú eftir tunglferðirnar, að slíkt má ekki verða nema hemlun komi til og hún jafnvel valin með mikilli nákvæmni. Þegar tunglflaug kemur til baka að jörð, verð- ur innfallshornið í hið heml- andi andrúmsloft að liggja milli mjög þrönjgra mairlka, 5,5—7,5° til þess að flaugin komist á tilætlaða braut um jörðina. Sé Ihornið of lítið, fer flaugin langt út í geiminn aftur, sé það of stórt brennur hún upp eða fellur niður til jarðar. Kröfur í líkingu við þessar verður yfirleitt að gera, ef jörð- in á að geta fangað aðvífandi hnött, aðeins vissir undantekn ingarmöguleikar virðast koma til greina, þannig að hemlunar í lofthjúp sé ekki þörf. Loft- hemlun hefði þó verið miklu auðveldari leið til föngunar á því frumskeiði er jörðin hafði meiri lofthjúp en nú. En sé tunglið svona tilkom- ið, er það meira en lítið furðu- legt að efnasamsetning þess er, eftir eðlisþunga og fleiru að dæma, hin sama og ytri laga jarðar. Könnun á efni tungls- ins og allri gerð þess með lend ingu manna, ætti að geta varp- að alveg nýju ljósi á vafaat- riði varðandi uppruna þess og um leið á veigamiklar spum- ingar varðandi uppmna sól- kerfisins. Áður en ég vík að þessum væntanlegu rannsóknum errétt að slkýra nánar síðari þróun kerfisins jörð-tungl. Eftir fyrsta skeiðið, sjálfa fæðinguna eða förugnsnlkua, hlatuit tumgíLið að vera nærri jörð, en þó ekki nær en 2,5 jarðgeisla, ef það átti ekki að splundrast af völd- um flóðkrafta. Nú hlaut að hefjast viss þróun, sem er að verulegu leyti reiknanleg. Flóð bylgjan á jörðinni hlaut að draga úr jarðsnúningnuim og jafnframt mjaka tunglinu á stærri braut, og er hér um þekkt lögmálsbundið samband að ræða. Vandinn er hirus veg- ar fólginn í því hver hafi ver- ið hraði þessarar þróunar, hvað flóðhemlunin hafi verið mikil. Því er fyrst til að svara, að stjarnfræðilegar mælingar síð- ustu 300 ára sýna greinilega, að á þessu tímabili hefur sólar- hriniguirinin lemigzt aið meðal- itali uim 2 hiuinidmuð þúsurudlustu parta úr sekúndu á ári hverju. Sé þessi tala notuð langt aftur í tímann má finna, að á Kambr- íum tíma jarðfræðinnar, fyTÍr 500 milljón árum, hefur sólar- hringurinn verið um 21 núver- andi stund og fjarlægð tungls- ins þá 94prs af núverandi fjar- lægð. En enginn mundi treysta á þessa framlengingu núver- andi flóðhemlunar ef ekki hefði á allra síðustu árum komið staðfesting úr óvæntri átt. Viss- ar sjávarskeljar vinna eitt ör- þunnt kalklag í skel sína á dag að meðaltali, og með talningum má finna bæði fjölda daga í ári og í mánuði. Samkvæmt því sýna elztu skeljar, sem jarð- lögin geyma, en þær eru frá Kambríum tíma, að lengd sólar hringsins var þá um 21 nú- veirandi stund. Af þessu er þá augljóst, að fæðing eða föngun tunglsins hllýtiuir að fhialfa gerzt llönigiu fyrr, í hinni 4500 milljón ára löngu sögu jarðarinnar. Engin ráð eru tiltæk til að reikna með vissu dköpunartíma tunglsins, en ekkert virðist því til fyrir- stöðu, að hann sé mjög svip- aður og aldur jarðar. Úrskurð- ur um þetta gæti hugsanlega fengizt með aldunsákvörðunum á sýnishornum frá tunglinu. Báðum kenningunuim um upp runa tunglsiins ber því saman um, að það hafi fylgt jörðinni svo að segja frá upphafi. Það hefur í fyrstu verið mjög nærri henni og gagnkvæm flóðáhrif þá geysimikil. Þetta verður m.a. að hafa í huga þegar menn kanna tunglið og rekja þróun þess sjálfs. Við snúum okkur þá nánar að rannsókn á tunglinu eftir lendingu manna þar. Sýnis- hornataka er augljóst verkefni, bæði til efnagreininga og aldurs greininga eftir aðferðum, sem byggiist á hlutfallamagni geisla virkra efna. En hér blasir strax við nokkuð óvenjulegt, sú stað- reynd, að þessi efni hafa verið óvarin um milljónir, jafnvel þúsundir milljóna ára, fyrir sterkustu geimgeislum sem og röntgengeislum frá sólinni. Jafnframt kynni vöntun lofts að hafa valdið því, að jafn- mikilvægt efni fyrir aldurs- greiningar og argonloft, hefði gertapazt úr berginu. Ég get ekki gizkað á hvaða áhrif á magn og fjölda samsæbrua (ísó- tópa) eða á efnasambönd hin harða og langvarandi geislun kann að hafa haft, en ég held, að bæði eðlis- og efnafræðing- ar muni fá ýmis ný og óvænt verkefni að glíma við þegar þeir fá sýnishornin í hendur. Að vísu hafa loftsteinar flutt boð um áhrif þessarar geislun- ar, en þeir hafa hitnað upp í bræðslumark á leið sinni gegn um andrúmsloftið og eru því skilyrðin önnur. Annað verkefni verður upp- setning landskjálftamæla í því augnamiði að kanna innri lag- skiptingu tunglsins. En ofbráð látir mega menn ekki vera, ár- angur kemur varla strax í ljós. Það tók langan tíma og hundr- uð mælistöðva um alla jörð áð- ur en innri lagskipting jarð- ar varð ljós og enn eru menn að endurbæta niðurstöður og fá fram fínni drætti. Það væriþví aðeins að flaugin, sem uppi bíður, kastaði öflugri sprengju á tunglið andfætis við mælistöð- ina, að mikill árangur gæti stnax kiomáð í ljóis. Þriðja verkefnið gæti verið mæling á hitaaukningunni með dýpinu, hitastigulnum. Til þess mundi þurfa nokkra borun, kjarnatöku og nákvæmar hita- mælingar. Ef þetta fengist, ásamt með greiningum á magni geislavirkra efna mætti fá fyrstu upplýsingar um hitann inni í tunglinu. Um almenna seigju eða hörku innri laga hafa menn þegar ýmsa vitneskju. Byggist hún á því, að tunglið er ekki fylli- lega hnöttótt, heldur snýr það að oklkur aukabungu og það er vegna hennar að jörðinni tekst að halda alltaf sömu hlið tungls ins að sér þegar smávegisvagg er undanskilið. En þessi bunga er það stór, að hún er talin hafa myndazt seim jafnvægis- form þegar tunglið var mun nær jörðu en nú, og jafnframt sæmilega fljótandi, e n síðan hefur bungan storknað í þess- ari stellingu. Að hún hefur ekki sigið niður ber vott um mikla hörku í dýpri löguim tunglsins og má fá tölulegar ihuigmiynid'ir >um hiainia. — Anin- ■að altiriði, sem niú ihielfiur ftemig- izt Igóð (hiuigmynd uim enu óreglur í þyngdarsviði tunigls- ins. — Kiomiu þær í ljó® þeg- .air igervitunigQ. Biainidairííkj- aninia fónu að sveimia iaC sitiað- aftdri Ikiriinigum tuimglið. Ein að- alndðlunstaðian. er sú að umdir Ihelzltiu hiö'flutnium sé óieðllillegia mikið efnismagn, sem gefur sterkan aðdrátt. Túlkanir á þessu eru á byrjunarstigi og ber ekki saman, en hin eðli- legasta virðist sú að allt haf- svæðið sé sokkin spilda af þéttu efni, líklega basalti, eins og ég drap á fyrr, en síðan hafi gos- efni fyllt upp dældina og þá grafið í kaf hina sokknu fornu gígi. En það, að óvenju mik- ill aðdráttur er á vissu svæði þýðir líka mikla hörku undir- grunnslaga. Á jörðinni jafnast misþyngd mjög út með rennsli undirgrunnslaga. Það sem nú var sagt um innri hörku bendir ekki á miklar lík- ur fyrir nútíma hraunflóðum, og þó þykjast menn geta greint á myndun nýlega hraunstrauma Það er auðvitað eitt af verk- efnum tunglfara að skoða þetta bebur. Til undirbúningis hafa þeir skoðað hraun bæði hér og á Hawaii, en væntanlega hef- ur þeim jainframt verið gert ljóst, að á tunglinu muni þeir finna talsvert annað, sökum allt annarra ^kilyrða og slkal það raklið molk/kiuð. (Sjá hnaiuin- sitraum á 1. mynid). Ég ætla að gera ráð fyrir að Ihnaiumialhiti, ÍÚOO—1'200°C, fyrir- finnist ekki ofar en við hin hugsuðu eklógítmörk á 150—160 km dýpi, en einhver frávik frá þessu til eða frá skipta hér ekki miklu máli. Sprungumynd- un niður í svo heit lög, t.d. af völdum flóðkrafta, leiðir til myndunar basaltkviku, sem pressast nú upp sprunguna. En leiðin er löng og kæling af snertingu við veggina gæti í flestum tilvikum stöðvað rennsl ið áður en það næði yfirborðL Basaltgangar, sem ekki náðu yfirborði, eru því lí'klega miklu algengari en á jörðinni. En gerum nú ráð fyrir að dá- lítið hraun komist upp á yfir- borð og myndi þar köku. Lát- um þetta gerast nokkrum dög- um fyrir hádegi, en þá er hif- inm um 100 °C. Sódlbötoum svartr- ar hraunskorpunnar dregur mjög mikið úr útgeislun frá hrauninu, kælingin verður hæg og að innan helzt hraunið fljót- andi í marga daga. Loft hefur því langan tíma til að losna úr kvoðunni, mynda bólur eins og í vikri og þenja alla kökuna. Bakari væri hér í essinu sínu, en brátt yrði honum ljóst, að óhóflega mikið lyftiduft hefur verið sett í deigið. Sé loftmagn- ið svipað og í jarðnesfcri bas- altskviku leiðir það undir kringumstæðunum til ótrúleg- ustu útþenslu. Þungi kökunn- ar er ’aðeöins 6. Muitii þess, seim vera mundi á jörðinni, enginn loftþrýstingur er utan frá, en innri þrýstingur í loftbólunum er hinn sami og vera mundi á jörðinni, því hann fer eftir hitastiginu. Kakan verður að glerþráðavef undir þunnri skorpu. Að ganga yfir svona híraium er Mfáhiætitiuilegt fyrir tunglfara. En vera má að kak- an hafi yfirleitt sprungið eða hrunið saman í duft eftir nokk- uirm tímia og Ihiverjum tumigilfa-na séu þá hætturnar strax alveg augsýnilegar. En iátuim miú saimis toomiar gios verða á sömu slóðum eftir hálf- an mánuð, en þá er staðurinn á skuggahliðinni. Yfirborðshiti er almennt 100 stiga frost, að sjálfsögðu engin sólbökun á hrauninu og útgeislun hröð. Nú er sennilegra að tími gefist ekki til mikillar lyftingar og hraunið gæti orðið saonbæri- legra við jarðnesk hraim, nema hvað það yrði miklu þykkara vegna hinnar litlu þyngdar. Ég hefi gert ráð fyrir lítilli hraunköku, en útkoman yrði ekki mjög frábrugðin þótt mik- ið hraun kæmi upp. Þetta ligg- ur aftur í þyngdinni. Auðvit- að er það vegna þyngdarinn- ar að hraun renna undan halla, en þegar hún er orðin svona lítil eins og oft hefur verið tekið fram, þarf orðíð myndar- legar brekkur til þess að hraun ið renni með teljandi hraða. Út- þensla verður einnig hér og við hljótum því að búast við mjög þykkum hraunum með lít illi útbreiðslu. Loks er eftir að minnast á hin mjög sérstæðu niðurrifs- skiiilyrði á tumigíLiniu. Þar er efcki aðeins um að ræða 200 gráða hitasveiflu á hálfum mánuðL heldur mun annað ennþá mik- ilviirkara. Þeigar sól er dklki hiátlt á lofti á einhverjum stað, bak- ar Ihiún hiverja ójöÆmu nupp í 100 stig öðru megin, en hinumegin er skuggi og grimmdarfrost. Misþensla og miklar spennur myndast og ójöfnurnar kvarn- ast niður. Hraun ættu því fljóflega að þekjast miulmiinlgi, samnamlber 2. ímynid, og líklt 'Og við fáuim strax mjotokra hugmynd um aldur hrauns af gróðurþekjunni eða veðrunar- ástandþ ættu tunglfarar simám saman að geta skipað hraunum niður í aldursflokka án þess að sífelldar aldursmælingar á sýn- ishornum þurfi að koma til. Og þá kem ég að lokum að mikilvægri spurningu. Hvað mun finnast í jarðlögum á tumigffiiiniu? Þaið er þagair Ijóst af myndum að t.d. í hinum miklu hringfjöllum eins ogKop erm'itousL 1. mid., enu mlifclir broit stalliar og þar ælttu að sj ást þverstourðir af igömtuim tuinigl- lögium. Einmig sézt djúpt ndðúr í jarðnög í mlöriguim m'inini, fáll- töluilega umigium „igí®um“. Oig hvað mun þá koma í ljós? Finna menn aðeins hraunlög og mylsnu, eða munu koma í ljós sandsteins- leirsteins- eða mal- arlög, sem sanna tilveru vatns og lofts. Finna menn ummerki lífvera í fornum sjávarlögum? Að setlög af völdum vatns og vinda hafi í fyrndinni mynd- azt á tunglinu þykir mér senni- legt, en hitt er meira vafamál hvort til þeirra næst; þau kynnu að vera djúpt grafin undir gosefnum. Um lífverur er litlu hægt að spá. Þó er óhætt að segja, að tunglið gat ekki lengi haldið föstum lofthjúp né vatni vegna þess hve aðdráttar aflið er lítið. Það kæmi því mjög á óvart ef tími hefur unn- isJt tffl kvikmuiniar ag þróu'nar lífs svo langt að ummerki þess sæist í tungllögum. Svör við svona spurningum munu vart finnast í fyrstu ferð til tungls- ins, marga leiðangra verður vafalaust að gera út áður en öll saga tungl'sins verður ráðin í lögum þess. Flötur Stormahafsins (til vinstri) nær a® gigvegg Flamsteed liringSLiis. Flöturinn ©r alþakinn liringlaga gryfjum, sennilega eftir loftsteina. Hinar stærri eru máðar og því talsveirt eldri en hinar litlu skarpmótuðu holur. Minnstu sýnilegu holurnar eru um 10 metrar í þvermál, sbr. 200 m strikið. 16. júli 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.