Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1969, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1969, Blaðsíða 17
Reynt hefur verið að sjá fyrir allt, sem fyrir getur komið og öll förin er nákvœmlega tímasett Ef allt gengur að óskum, ræt- ist eftir nokkra daga, aldagamall draumur mannkynsins. Þá stígur maður í fyrsta skipti fæti sínum á aðra plánetu en jörðina. Banda- ríkjamenn verða þá búnir að vinna kapphlaupið til tunglsins og geta farið að hugsa til þess að setja þar upp mannabústaði og rann- sóknastofur. Þar kunna jafnvel að verða reistar eldflaugastöðvar til að senda eldflaugar tii annarra hnatta, því aðdráttarafl tunglsins er svo miklu minna en aðdráttar- afl jarðarinnar, að þaðan er hægt að skjóta stærri og þyngri eld- flaugum, sem jafnframt væru miklum mun langdrægari þar sem eldsnéytisþörfin verður mun minni. Um allan heim hefur verið fylgzt með geimferðum af miklum áhuga og jafnvel óttablandinni hrifningu, en aldrei hefur áhug- inn verið eins mikill og meðan á síðustu þrem geimferðunum stóð, þegar Apollo 8, 9 og 10 hófu sig á loft. Þessar þrjár ferðir voru lika lokaæfingar fyrir lendingu á tunglinu, og í öllum var reynt eitthvað nýtt og stórkostlegt. Apollo 8 flutti menn í fyrsta skiptí inn á aðdráttaraflsvið tunglsins, og á braut umhverfis það. Apollo 9 flutti með sér tunglferjuna, sem var reynd á braut umhverfis jörðu, og Apollo 10 fór með hana til tunglsins, þar sem hún var reynd í 50 þúsund feta hæð frá yfirborði þess. Og nú er komið að Apollo 11. Flugáætlunin er í stórum drátt- um sú sama og fyrir númer 8 og 10. Eftir „skotið" lyftir fyrsta þrepi farkostinum upp í 57,6 km hæð og þar verður hann á 9.708 km hraða. Það er e. t. v. rétt að taka það fram að á fyrsta þrepinu eru fimm hreyflar og eru það allt burðarhreyflar. Fjórir þeirra eru hreyfanlegir til að stjórna eldflaug inni, en miðhreyfillinn er fastur. 126 sekúndum eftir flugtak drepur miðhreyfillinn á sér. Hinir fjórir ganga í um það bil 150 sek. Hraðinn er þá orðinn um 9.600 km klst. Tvær sekúndur líða þar til annað þrepið er ræst, til að kom- ast nógu langt frá fyrsta þrepinu. Annað þrepið er í gangi í 367 sek- úndur. Þegar það er útbrunnið eru liðnar um 520 sekúndur frá flug- taki. Apollo 11 er þá í 169 km hæð og lárétt fjarlægð frá skot- palli 1483 km. Hraðinn er 24.412 km á klst. Fjórum sekúndum síðar verður þriðja þrepið ræst og látið ganga í 157 sekúndur, en með því er náð 39.520 km hraða, sem þarf til að koma Apollo 11 á braut umhverfis jörðu. TÆKI YFIRFARIN A JARÐBRAUT Geimfarið mun fara að minnsta kosti tvo hringi umhverfis jörðu, meðan áhöfnin yfirfer tæki og mæla, til að fullvissa sig um, að allt sé í lagi. Upp frá því verður geimferðinni skipt í slík stig; allt- af þegar búið er að gera eitthvað nýtt, er kannað hvort nokkuð það hafi komið fyrir, sem gæti gefið ástæðu til að breyta flugáætlun- inni, eða jafnve! hætta alveg við ferðina. Ef allt reynist í lagi er þriðja þrepið ræst aftur og látið starfa í 5 mínútur og 12 sekúndur en það eykur hraðann upp I u.þ.b. 11 kílómetra á sekúndu, sem er nauð- synlegt til að losa geimfarið við aðdráttaraflsviö jarðar, og koma þvi áleiðis til tunglsins. Þegar þessu er lokið er komið að þvl að tengja saman tungl- ferjuna og stjórnfarið. Tunglferjan er geymd efst í þriðja þrepinu, beint fyrir neðan þjónustubirgða- farið svonefnda, sem hýsir súr- efnisbirgðir geimfaranna og annað slíkt, og hefur einnig að geyma goshreyfilinn sem notaður er til að stjórna farinu við tunglið og á leið ti! jarðar aftur. Hliðar þriðja þrepsins flettast frá, en stjórn- farinu (sem er tengt við þjón- ustufarið) er snúið við, þannig að trjónan vísar að ferjunni, og svo eru þau tengd saman. Þar með er hlutverki þriðja þrepsins svo til lokið, og því er beint á aðra braut, sem flytur það á hringbraut um- hverfis sólu.. Apollo 11 er hinsvegar snúið við aftur, og nú þurfa geimfarnir ekki að hugsa um fleiri frálosanir eða tengingar, fyrr en að tungl- inu kemur. og ferjan fer inn til lendingar. Þarna úti I himingeimnum er ekkert gufuhvolf, eins og menn vita, og sólargeislarnir skína því óhindraðir á geimfarið og hita ytra borð þess mikið. Það er því nauð- synlegt að hafa á því sífelldan snúning, svo að allur sívalningur- inn hitni jafnt. Það eru litlar rak- ettur á hiiðum farsins sem sjá fyrir þessu, alveg sjálfkrafa. Snúningurinn er svo hægur að geimíararnir verða hans ekki varir, en hins vegar kvörtuðu þremenn- ingarnir í Apollo 10 undan því, að þeir vöknuðu alltaf af værum blundi þegar raketturnar færu af stað. Á þvi var ráðin bót með því að fækka „skotunum". Geimfarið snerist þá að vísu hægar, en það 'kom ekki að sök. Um miðja vegu til tunglsins er gert ráð fyrir að gerðar verði nokkrar stefnuleiðréttingar. Þær verða þó varla stórvægilegar, því I hinum tveim tunglferðunum kom í Ijós, að þeirra var varla þörf. Meðan geimfararnir bíða og senda sjónvarpsmyndir til jarðar, heldur Apollo 11 áfram ferð sinni. Hraði geimfarsins fer stöðugt minnkandi (hann byrjaði raunar að minnka um leið og drepið var á þriðja þrepinu), og að síðustu er hann ekki nema 3.360 km á klukkustund. Það er aðdráttarafl jarðar sem gerir þetta að verkum, jörðin leitast við að toga geim- farið til baka, en megnar ekki að gera meira en hægja ferð þess. En þegar svona er komið, er geimfarið líka komið inn í að- dráttaraflsvið tunglsins, og þá fer hraðinn að aukast aftur. Þar með er komið að öryggis- ráðstöfun. sem segja má að nátt- úrulögmálið leggi til að mestu leyti. Við skulum taka sem dæmi að bilun yrði á goshreyfli þjón- ustufarsins, þannig að hann væri alls ekki starfhæfur. Þrátt fyrir það þyrftu geimfararnir ekkert að óttast. Aðdráttaraflið og brautin sem valin er, gera það að verkum að geimfarið fer hálfhring um- hverfis tunglið og sendist svo til jarðar aftur sjálfkrafta. Þessu má líkja við tvær sammiðja gryfjur, með þá grynnri innan í þeirri dýpri og hrygg á milli. Geimskipið rennur upp hrygginn út úr jarð- gryfjunni yfir í tunglgryfjuna, og nær nægilegum hraða til að renna áfram upp úr henni aftur hinum megin, yfir hrygginn og út í jarð- gryfjuna á ný. En ef allt gengur að óskum, eru hemlaeldflaugar settar í gang þegar komið er í vissa fjarlægð frá tunglinu. Hemlaeldflaugarnar eru í rauninni bara goshreyfill þjónustufarsins, sem er snúið við til að hægt sé að beita honum til að draga úr hraðanum. Þetta beinir farinu á sporöskju- laga braut umhverfis tunglið. Mesta fjarlægð frá því verður 313 km, en minnsta fjarlægð 110 km. Farnir verða einn eða tveir hringir á þeirri braut, meðan verið er að fara enn einu sinni yfir mæla og tæki geimfarsins, en síðan verður goshreyfillinn aftur ræstur og far- inu beint á braut í 110 km hæð, eða jafnvel ennþá nær yfirborð- inu. til að auka öryggið fyrir ferj- una. Þegar þarna er komið, verða þeir Neil Armstrong og Edwin Aldrin búnir að koma sér fyrir í ferjunni og ganga úr skugga um að allt sé I lagi með hana. í ferj- unni eru engin sæti, heldur vinna þeir félagar standandi. Þetta er meðal annars til að þeir hafi betra útsýni, en einnig til að gera hana sem léttasta, því að fyrir hvert auka pund sem bætt er við geim- farið, þarf að bæta við 35 kílóum af eidsneyti. Aðdráttarafl tunglsins er að vísu ekki mikið, en nægilegt til að lending gæti orðið mjög hast- arleg, ef fyllstu nákvæmni væri ekki gætt. Bilun á öllum kerfum, sem að vísu er ólíkleg, mundi valda brotlendingu. Svo verður ferjan losuð frá, og henni snúið þannig að goshreyf- ill hennar vísi í sömu átt og stefnt er. Hreyfillinn verður ræstur þeg- ar hún er á bak við tunglið og þá lækkar hún flugið ört niður í 16.600 metra frá yfirborði þess. Æfing. Tunglfararnir Armstrong og Aldrin æfa hér fyrir júlíferS- ina í sérg-erðu „tungilandslagi“ í Texas. A bak við ]>á er líkan af ferjunni. Aldrin tekur upp steina, en Armstrong tekur mynd. Teikning, er sýnir hvemig tungl ferjan vinnur: Neðri hluti henn ar verður eftir og er notaður sem skotpallur. Þar er haldið hæð í nokkra stund meðan enn er kannað hvort allt sé í lagi. Ef svo er ekki, bíða þeir Armstrong og Aldrin rólegir þar til brautirnar skerast, og Michael Collins beinir þá stjórn- farinu til tengingar. En ef allt er í lagi, verður ferj- unni snúið þannig að hún er svo til lárétt, og goshreyfillinn ræstur og látinn ganga í tæpar 8 mlnút- ur. Meðan á því stendur verður lárétt vegalengd sem ferjan fer 400 km og hún lækkar sig niður í 2.866 metra. Nokkru seinna snúa þeir fé- lagar ferjunni, þannig að þeir sjá lendingarstaðinn (Haf kyrrðarinn- ar) í 12—13 km fjarlægð, og geta virt hann fyrir sér ! 90 sekúndur. Ferjan er nú komin niður í 166 metra, og lárétt vegalengd að lendingarstaðnum er aðeins 400 metrar. Síðustu 100 metrarnir eru farnir svo til lóðrétt niður, með gos- hreyfilinn í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að það taki um 75 sek- úndur, en ef einhverjar ójöfnur eru I veginum, má lengja þann tima og beina ferjunni að slétt- ari stað. Þegar hún svo snertir, er drepið á hreyflinum. Fyrsta verk tvímenninganna verður að ganga úr skugga um að allt sé I lagi með ferjuna, og búa hana undir flugtak á nýjan leik, og það mun taka um 10 klukku- stundir. En svo, kl. 4,22, þann 21. júll árið 1969 klifrar Neil Arm- strong niður stigann frá stjórn- klefa ferjunnar og stigur fyrstur manna I heiminum fæti á tunglið. 27 mlnútum siðar fylgir Aldrin á eftir honum. KOMA FYRIR ViSINDATÆKJUM Það er sjálfsagt engin leið að gera sér I hugarlund hvernig þeim félögum verður innanbrjósts, en það ætti að vera óhætt að slá því föstu, að þeim verði glatt I geði. En skyldan kallar, og þar sem þeir stoppa aðeins I 18 til 24 klst. I þessari fyrstu ferð, verða 16. júdi 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.