Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Qupperneq 4
■> ölluim helgwm tákjrnnynd um kristinna manna er kross- inn sú helgasta og um leið sú algengasta, er auganu mætir. ^rossa er að finna á turnum guðshúsa, á ölturum kirkna á legsteinum framliðinna og minn ismerkjum,í þjóðfánum margra landa og einnig í merkjum lít- illa og stórra félaga, og margir einstaklingar bera á sér lítinn kross. Menn gera tákn krossins með hreyfingu hægri handar, sam- fara ýmsum helgum athöfnum, bæði þegar menn signa sig eða signa aðra, og þegar þeir kveðja ástvini sína hinztu kveðju. Áður en barnið er skírt, er það helgað með tákni krossins, bæði á enni og brjósti, til merk- is um að hugur þess og hjarta á að helgast Jesú Kristi. Kross- tákn gerir prestur eftir að hann hefir lýst blessun Drottins frá altari í lok messu. Hve dýrmætur krossinn hef- ir verið kristnum mönnum öld eftir öld, má sennilega betur sjá af ljóðum, sálmum og kvæð- ^m en af lýsingum í óbundnu máli. Heilagur Bónaventura var mikill 'lærdómsmaður á hámið- öldum og innilegur trúmaður. í einum af sálmum hans segir á þessa leið: Krossinn er í heimi hálum hjálp og ljós og styrkur sálum þyrstum hjörtum svökun sæt, krossinn líf er kröftugt dauðum krossinn auðlegð dýr er snauð- um krossinn er vor króna mæt. Krossins tré, með dýrum dreyra Drottins vígt, er fegra og meira öllum trjám, er auga sá. Lífstréð sanna orðið er það aldin sæt og himnesk ber það tíbau er dauða frelsa frá. (Krossfestingar fyrir daga Krists). Krossfesting var útbreidd meðal fornþjóða mörgum öld- um fyrir daga Krists. Þessi líf- látsaðferð virðist hafa orðið al- mennari eftir því sem á leið járnöld og verkleg menning tók framförum. Þegar fyrir hendi voru smiðir og járn, var auðið að smíða svo miki'ð af nöglum að hægt var að krossfesta marga menn í senn. Áður en tekið var að negla menn á kross, höfðu sumar þjóð ir þann hátt á að festa menn upp á einfalda, oddmjóa staura á þann veg að staursoddarn- 'tr stungust í gegn um menn- ina, en slíkur staur bar einnig nafnið kross, crux acuta. A þess konar staurpm krossfestu Ass- ýringar þá ísraelsmenn, sem af mikilli hreysti vörðu borgina Lachis gegn ofurefli liðs. Frá þeim bardögum segir í Heilagri ritningu (2. Kor. 18 og 19). Hvernig þess konar krossfest- ing fór fram, geta menn séð af myndum, sem Assýringar sjálf- ir gerðu og grafnar hafa verið úr jörðu og nú eru varðveittar í vestrænum söfnum. Þetta gerðu Assýringar skömmu áður en engill Drottins laust her Ass ýringa fyrir utan Jerúsalem, um 700 f.Kr. Tæpar tvær aldur liðu þar til Daríus Persakonungur lét krossfesta um það bil þrjú þús- und uppreisnarmenn í borg- inni Babylon árið 519 f. Kr. Persar lögðu undir sig Baby- lon árið 539 f. Kr. eins og segir í Biblíusögunum. Vera má líka að sú refsing, sem Persakon- ungur hótar í 6. kap. Esrabók- ar, sé einmitt krossfesting (Sbr Ester 7,9—10). Enn líða tæpar tvær aldir og þá greina heim- ildir frá fjöldakrossfestingu, en hún var framkvæmd eftir að Alexander Makedóníukon- ungur lagði undir sig Týrusar- borg. í sjö mánuði höfðu borg arbúar varið sig gegn Alexand- er af mikilli hreysti, en biðu loks ósigur. Þá lét Alexander krossfesta tvö þúsund af bezta varnarliði borgarinnar, senni- lega til þess að útbreiða orð- róm um ógn og grimmd til ann- arr» landa, svo að menn þyrðu síður að verja lönd og borgir fyrir hermönnum hans. Sýrlendingar sem urðu sjálf- stæðir eftir að ríki Alexanders leystist upp, höfðu grískættaða konuna, er nefndust Selevkíd- ar. Þeir héldu sama lagi og stór- konungurinn. Antíorhos Epífan ios lét krossfesta marga Gyð- inga, sem sýndu honum mót- þróa og vildu ekki ganga af trúnni, en þetta gerðist snemma á annarri öld f.Kr. Þessir Gyð- ingar voru flestir af flokki Farisea. Víkjum nú sögunni vestur á bóginn til Rómverja. Vér les- um í Fornaldarsögunni að þræla stríð brutust út í Rómaveldi, og stóð eitt þeirra í fjögur ár á Sikiley. Þegar Rúpilius ræð- ismaður hafði loks unnið sigur á þrælunum, segir sagan að hann hafi látið krossfesta tutt- ugu þúsund þræla meðfram veg unum. Þetta gerðist árið 131 f. Kr. Þá varð annað þrælastríð rúmri hálfri öld síðar undir forystu mikils skylmingamanns, Spartacusar. Þessir þrælaherir urðu mjög fjölmennir og sigur- sælir, og hefðu getað komizt undan til annarra landa og orð- ið frjálsir. En siðleysi þeirra og viljaleysi varð þeim að falli, og Spartacus, foringi þeirra, féll eftir frábæra vörn árið 71 f.Kr., en sex þúsund þrælar voru herteknir og krossfestir meðfram þjóðvegum Italíu, og lík þeirra voru mánuðum sam- an á krossunum. Krossfestingin var þó miklu útbreiddari en hér hefir verið frá greinit. Menn vita að Ind- verjar, Skýþar, Karþagómenn, , Bóðukross úr Kaldaðameskirkju, á Þjóðminjasafni siðan fyrir aldamót. Brynjólfur bLskup í Skálholti útvegaði kirkjuimi krossinn, en hann mun vera af erlendum uppruna. Jóhann Hannesson, prófessor HUGLEIÐINGAR UM KROSSINN 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. cteseimber 1®69

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.