Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Page 6
HUGHRIF
Á G RÆNLANDI
Rætt við Herdísi Vigfúsdóttur
SÍÐARI HLUTI
Einkenni grænlenzkra ibúa,
að því leyti, sem ég hef
kynnzt þeim, er fremur öllu
öðru það, að þeim er svo full-
komlega ljóst, að þeir eru van-
máttugir gagnvart náttúrunni.
Það er náttúran sem ræður á
Grænlandi. Gagnvart henni
mega þeir sín einskis og Græn-
lendingar eru lítið gefnir fyrir
afgerandi loforð. Þeir svara
gjarnan „ímaKa", þegar þeir
eru beðnir um eitthvað, en
þetta orð merkir það, að veður
og vindar geti alltaf hamlað því
að staðið sé við loforðið.
— Hvort finnst þér auðveld-
ara að komast i kynni við fólk
á vestur- eða austurströnd
Grænlands, Herdís?
— Það er auðveldara að kom
ast i kynni við fólkið á vestur-
ströndinni og þá helzt vegna
málsins. Það eru fáir, sem tala
annað en grænlenzku, helzt
yngra fólkið. Þjóðareinkennin
eru að miklu leyti þau sömu,
þótt Austur-Grænlendingar beri
mót af því, hvað lífið er erfið-
ara þar. Garðabúar á austur-
ströndinni eru eitthvert það
elskulegasta fólk, sem ég hef
kynnzt á ævinni og þeir Græn
lendingar, sem ég þurfti að leita
til í fyrsta skipti á ævinni, sem
ég fór þangað á eigin spýtur,
reyndust mér afburða vel. Þá
fór ég með bátnum „Eiríki
rauða“ og er því víst fyrsti Is-
lendingurinn, sem ferðast með
honum í langan aldur.
— En þú ferðaðist þó ekki
með manninum Eiríki rauða?
— O, jú. Ég ferðaðist bæði
með manninum og bátnum, þótt
ekki væri það Eiríkur heitinn
rauði. Með bátnum ferðaðist ég
frá Julianehaab til Narssaq og
með manninum Eiríki rauða
Frederiksen fór ég frá Narssaq
og við héldum áfram ferðinni,
unz við urðum að lenda í ó-
byggðri vík vegna veðurs.
— Skýra Grænlendingar
börn sín Eirík rauða?
— Þessi hét alla vega „Erik
röde Frederiksen" og sonur
hans er nú að Hesti í Borgar-
firði þar sem hann er að kynna
sér búskap á íslandi. Þetta var
eitthvert það skemmtilegasta
ferðalag, sem ég hef nokkru
sinni farið i og þótt mér þætti
það erfitt, hefur það víst verið
auðveldara en að ferðast með
honum Eiríki okkar rauða, sem
við lesum um í íslandssögunni.
— Heldur þú, að margir ís-
lendingar kunni grænlenzku?
— Nei, það tel úg af og frá,
enda er grænlenzka mjög erfitt
mál. Fyrir skömmu var aug-
lýst næstum því í blöðunum
eftir fslendingi, sem gæti talað
grænlenzku, því að þá lá hér
á Borgarsjúkrahúsinu lítil græn
lenzk telpa, sem engan hafði til
að tala við. En þrátt fyrir það,
að fslendingum hafi boðizt
styrkir til að nema grænlenzku
hefur enginn notfært sér hann
ennþá, enda er grænlenzkan ó-
lík arískum málum.
— Hún er polysynthetiskt
mál og það er erfitt að læra
hana nema með langri dvöl í
landinu. Það sagði mér græn-
lenzk stúlka, sem var stúdent
frá Danmörku, að sér þætti
ólíkt auðveldara að lesa græn-
lenzka skáldsögu, sem hefði ver
ið þýdd á dönsku, en sömu bók
ina á eigin máli. Ég get nefnt
það sem frekari útskýringu, að
landkönnuðurinn Peary taldi
Eskimóamálið — eða grænlenzk
una — eitthvað það fátækasta
mál, sem hann hefði komizt i
kynni við, þegar Vilhjálmur
Stefánsson taldi það eitt hið
auðugasta. Þeir höfðu báðir rétt
fyrir sér en hvor á sinn hátt.
Orðstofnarnir eru fáir, en það
er hægt að skeyta orðunum sam
an á ýmsa vegu og bæta fram-
an við þau bæði forskeytum og
viðskeytum aftan við. Samsetn-
ingarnar verða því legió. Það
liggur í augum uppi, að það er
erfitt fyrir barn að læra að
lesa, þegar eitt orð getur verið
allt að fimmtíu bókstafir, en þó
eru flestir Grænlendingar bæði
læsir og skrifandi.
-— Bæði á dönsku og græn-
lenzku ?
— Nei, á grænlenzku. Flest
börnin geta bjargað sér eitt-
hvað á dönsku, en þeir eldri
eiga erfiðara með það. Það hef
ur verið mikið rætt um það á
Grænlandi, hvort ekki ætti að
leggja grænlenzkuna alveg nið
ur og þeir eru sumir Grænlend
ingarnir, sem halda því frain,
að það beri að útrýma græn-
lenzkunni, því að eina leiðin til
mennta sé sú að læra dönsku
til hlítar. Grænlendingar geta
ekki orðið stúdentar, nema með
dönskukunnáttu.
— Það getum við ekki held-
ur ...
— Að visu ekki, en við get-
um lokið stúdentsprófi hér í
landinu. Og þótt það sé dýrt
fyrir Grænlendinga að senda
börn sín til framhaldsnáms, þá
ber þess að geta, að þau njóta
alls konar styrkja. Ég tel, að
Danir geri mjög mikið fyrir
Grænland og það jafnvel meira
en hægt væri að ætlazt til af
lítilli þjóð. Hins vegar má lengi
deila um það, hvort allt sem
þeir gera, sé rétt.
—• Hver þeirra Grænlend
inga, sem þú hefur kynnzt á
ferðum þinum, er þér minnistæð
astur?
— Ætli það sé ekki Vilhelm-
ína Elio, sem Björn Þosteins-
son kallar ömmu þorpsins? Hún
er fædd í heiðni og það veit
enginn, hvað hún er gömul.
Hún miðar aldur sinn við at-
burði, en ekki ártöl. Það er dá
lítið erfitt að tala við Vilhelm-
ínu, þvi að hún talar enga
dönsku og ég aðeins hrafl í
grænlenzku, en svo mikið veit
ég, að hún var hér áður fyrr
gift öflugasta fangara á Kúlús-
úk-eyju. Þau eignuðust engin
börn, en Vilhelmína er þó barn
flesta kona, sem ég hef hitt. Ég
held, að ég fari ekki með rangt
mál, þegar ég segi, að hún hafi
alið upp um sextíu börn. Núna
er hún gömul ekkja og enn með
tvö börn á framfæri i ellinni.
Þó hefur hún ekki lengur mik-
inn og fengsælan veiðimann til
að sjá fyrir sér. Ég spurði kaup
félagsstjórann á staðnum um
það, hvernig Vilhelmínu gengi
að sjá fyrir sér og börnunum
og svar hans var á þá leið, að
Vilhelmínu myndi aldrei skorta
neitt, meðan eitthvað væri til í
þorpinu. Hún hefur alið svo
marga upp, sem þar búa og
margir eru skuldbundnir henni.
— Svelta margir á Græn
landi að þínu áliti?
— Ég held, að þar svelti eng
inn. Nema kannski í bæjunum,
þar þekki ég lítið til og menn-
ingin hefur haldið þar innreið
sína öðrum stöðum frekar. Þar
er kannski farið að losna um
þau sterku bönd, sem tengja
veiðimannaþjóðina saman. Mik
ill veiðimaður gat alltaf bætt
við sig börnum þeirra, sem
minna máttu sin og það gildir
enn um heimili Vilhelminu, þótt
veiðimaðurinn sé genginn göt-
ur feðra sinna. Hjá henni er
alltaf nóg hús- og hjartarúm.
— Þegar ég fór til Græn-
lands fyrir löngu, sá ég trumbu
dans. Geturðu sagt mér eitthvað
um það fólk?
Vilhelmína Elio, Kap Dan.
— Já, þar hefur sennilega
verið um Milke og Vilhelm Kuit
se að ræða, en Mike er nú orð-
in ekkja fyrir nokkrum árum.
Okkur, sem oft höfum ferðazt
til Grænlands, finnst alltaf mik
ið skorta eftir að Vilhelm,
maður hennar, var allur. Hann
var aðaltrumbudansarinn í Kúl
úsúk og alltaf jafnvel til hafð-
ur. Hann naut þess að dansa
og syngja og oft hélt hann lengi
áfram eftir að við fórum svo að
við heyrðum óminn langt á eftir
okkur. Síðast þegar við hittum
hann var hann orðinn gamall
og farinn maður, sem hóstaði
mikið. Hann sagðist vera deyj-
andi og vildi kveðja okkur.
Sagði, að það væri tími til kom
inn að hann færi að kveðja. Við
neituðum þessu harðlega og
sögðum honum, að hann liti
mjög vel út, en við hann varð
engu tauti komið. Hann sagði:
„Hvis ikke död september, död
oktober". (Verði ég ekki dauð-
ur í september, dey ég í októ-
ber). Næsta sumar fréttum við,
að hann væri allur.
F '■ ■
Garðabóndi nieð morgunveiðina.
6 LESBOK MORGUNBLAÐSINS
6. sept. 11970