Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Side 1
Með gamlar * 1 syndir Brátt fer að síga á seinni- hluta þessarar aldar. Þess verður vart í umræðum manna, en einkum þð og sér í lagi í blöðum, að þegar minnzt er á aldamótin, þá er átt við næst- komandi aldamót, en ekki þau liðnu. Þau eru orðin nær okk- ur í tímanum en aldamótin 1900 og flestir sem lifðu og störf- uðu þá, hinir raunverulegu aldamótamenn, eru nú horfnir af sjónarsviðinu. Á þessum áramótum mættum við gjarnan minnast þess með fögnuði og þakklæti, að ýmis alvarlegustu vandamál mann- kynsins, snerta okkur furðu lít- ið. Annað mál er, hversu lengi það varir. Vísindamenn telja nú orðið, að maðurinn sem teg- und, hafi verið á jörðinni í 1 milljón ára. Ýmsar ástæður lágu til þess, að mannkyninu fjölgaði mjög hægt. Meðalald- urinn var ótrúlega stuttur og þrátt fyrir aðlögunarhæfnina, urðu náttúruliamfarir og sjúk- dómar til að lialda stofninum niðri. Þó er talið, að mannkyn- ið hafi tvöfaidazt á hverjum 50 þúsund árum. Á þessari öld fer fyrst að verða veruleg breyt- ing. Fólksfjölgunin verður líkt og sprenging með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Á árinu 1968 náði tala mannkynsins 3500 milljónum. Ef jafn mikil fjölgun verður áfram, mun mannkynið' tvöfaldast á hverj- um 35 árum. Um aldamótin 2000 gæti það orðið 7000 millj- ónir, árið 2035 yrði talan 14,000 milij., og eftir eina öld, við áramótin 2071, yröí tala mannkynsins með því móti 28,000 millj., eða 28 miiljarðar með öðrum orðum. Slíkar tölur gefa þó í rauninni mjög tak- markaða hugmynd; maður spannar ekki slíkan fjölda. Xil að gera málið einfaldara, mætti segja, að mannkynið gæti áttfaldast á næstu öld. Með því móti yrði tala íslend- inga 1,600.000 og gæti þá orðið tímabært að tala um jafn- vægi í byggð landsins fyrir ai- vöru. Samt mundi fsland telj- ast mjög strjálbyggt land. Með þessari fjöigun yrðu Banda- ríkjamenn 1600 milijónir, en stærsta þjóð heims, Kínverjar, yrðu 6400 milljónir. Austur- Pakistan virðist vera heldur minna að flatarmáli en fsland. I»ó biia þar nú þegar um 54 milljónir manna, eftir þ\á sem næst verður komizt. Varla þol- ir það land meiri fólksfjölda, en hvað skal gera? 2 f sjómannasíðu Morgun- blaðsins var nýlega hressileg grein eftir Ásgeir Jakobsson, þar sem hann gerði grín að blöðum og öðrum fjölmiðlum fyrir að vekja upp drauga og ala á ótta við fyrirbrigði eins og mengun, sem á íslandi er naumast til. Við íslendingar þurfum ekki annað en að stinga hausnum út um dyragættina til að finna, livað norðanáttin er tandurhrein og loft allt ómengað. Nútíma mengunar- hræðsla væri skiljanleg í stór- borgum; aftur á móti mundi vort ástkæra láð aldrei hafa farangrinum Aramótarabb um nokkur áleitin vandamál, gömul mistök og ný, þróun og framtíðarspásagnir Eftir Gísla Sigurðsson Þegar niiðað er við aldur mannsins á jörðúmi, er ótrúlega skammt liðið siðan allir lifðu frumstæðu lífi veiðimannsins. Stundum heyrast þær raddir nú orðið að það hljóti að Iiafa verið einfalt og gott líf. f annað sinn á þróunarbrautinni er maðurinn flúttur inn í frumskóginn — það er frumskógur af maima völd- um, sem sprettur upp af tæknikunnáttu og grunar marga að sá skógur sé að verða ófær líkt og skógurinn um höll Þyrnirósu. 1 (IXh BBk . j nf y /ffSm v:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.