Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Side 4
allt saman hægt eftir nokkrar
þúsnndir kynslóða. En eins og
umliorfs er í heiminum í dag,
esra slíkar hugsjónir bamalegt
hjal.
i blöðum utan úr heiminum
hefur mátt sjá uppá síðkastið,
að menn eru farnir að gera þvi
skóna, hveraig umhorfs verði
um næstu aldamót, ef mann-
kynið verður þá ekki búið að
kála sjálfu sér með mengun og
hemaðaraðgerðum. Þar hefur
til dæmis mátt sjá frásagnir af
líkiegum húsbúnaði í byrjun
21. aldar og íramleiðendur
hafa í auglýsingaskyni haldið
heflar sýningar á þesskonar
framúrstefnuhúsum og heimil-
um til að sýna, hvað þeir séu
langt á undan tímanum.
í flestum þessum hugmynd-
um er einn rauður þráður;
sem sé sá, að gerviefni hafa
nánast að öllu leyti komið í
stað náttúrulegra efna. Á þess-
um myndum sjáum við ævin-
lega einhverskonar stóla og
borð úr gagnsæu plexigleri,
gljáandi áii, eða marglitu
plasti. Auk þess er gert ráð fyr
ir umfangsmikilli, rafeinda-
knúinni véltækni innanhúss:
eldhúsið vélknúið eins og sjálf-
virk verksmiðja og við rúmið
i svefnherberginu er gert ráð
fyrir einskonar mælaborði og
þaðan á að vera hægt að
stjóma ótrúlegustu hlutum
með því ómaki að ýta á linapp.
Það gæti til dæmis verið upp-
hitunin eða sjónvarpstæki,
sem kemur þá niður úr loftinu,
þegar manni þóknast. Eða jafn-
vel það eitt, að höfðalagið á
rúminu lyftist svo þægilegra
sé að lesa. Sumt af þessu getur
verið gott og blessað, en vafa-
samt er þó hvort sú tækni get-
ur talizt til stórmerkja, sem
teknr af mönnum allt ómak,
hvort heldur það er innanhúss
eða utan. Það er varla takmark
í sjálfu sér að komast gersam-
lega hjá allri hreyfíngu. Lélegt
heilsufar og allskonar aum-
ingjaskapur eru hliðaráhirif
tækniframfaranna. Til hvers er
að spara sér sem flest spor, ef
síðan þarf að ástunda áreynslu
í hjólreiðamasldnu eða viðlíka
líkamsræktartæki?
Ekki hafa gerviefni fram til
þessa unnið þá hylli, að fyrr-
nefnair spádómar geti taiizt
sannfærandi. Yfirleitt er mönn
um hálf bölvanlega við plast,
til dæmis. Og umhverfi úr áli
og gleri hefur yfir sér geril-
sneiddan harðneskjublæ, sem
við setjum helzt í samband við
skurðstofur á spítölum eða þá
hugsanlega innréttíngu á geim-
skipi og rannsóknarstöð á tungl
inu. Það er tæpast nema í með-
allagi trúlegt, að afkomendur
núlifandi manni muni taka
hin dauðu gerviefni fram yfir
annað í byrjun 21. aldar.
Ef maðurinn er slitinn úr
náttúrulegu umhverí'i, verður
hann sem „illa rætt og undar-
lega sett“ planta. Afleiðingin
gæti orðið sifellt vaxandi sálar-
sjúkdómar og þykir víst sum-
um nóg fyrir. Ástæðan er
næsta augljós; maðurinn er
ekki vél og þótt aðlögunarhæfn
in sé stórkostleg eins og dæmin
sanna, þá ber hver í brjósti
aldagamlan arf. Við höfum í
farangrinum reynslu og tilfinn-
ingar genginna kynslóða.
1 þessum farangri er líka
gnægð gamalla synda: Arfgeng
ur vanþroski, siðblinda og
ónæmi á raunveruleg gihli i lif-
inn. Þó sagan endurtaki sig,
reynist ævinlega erfitt að læra
af fenginni reyi»Su. Þrátt íyr-
ir síaukna menntun í skólum,
ráða allskonar skuggalegar
hvatir gerðum manna. -Tafnvel
vandaðasta uppeldi fær litlu
um þoliað. Þegar öllu er á
hotninn hvolft, er vegamestið
í farangrinum, eða eins og
fornmenn sögðu: Ejðrðungi
bregður til fósturs. Svona gátu
menn orðað lilutina skarplega í
þá daga. Og samt var ekki einu
sinni húið að fiuna upp lands-
prófið.
Svava Jakobsdóttir, fædd í
Neskaupstað 1930, á — með
hliðsjón af aldri, samleið með
þeim höfundum, sem Tcomu fram
með fyrstu bækur sínar á
sjötta áratugnum; höfundum,
sem tíðum eru kenndir við til-
raunir og nýjungar í formi
ellegar á hinn bóginn pólitíska
ádeilu. Séu verk þeirra lögð
saman og leitast við að finna
einhvern jöfnuð í samlagnmg-
unni, eitthvert meðallag,
mættu bækur Svövu gjarn-
an s koðast sem samnefnari
þeirra. Svava er ekki laus við
að vera formbyltingarhöfund-
ur, þó söguform hennar beri
hefðbunöinn svip á ytra borði,
og að fleira leyti stendur hún
á mótum þeirra mörgu og ólíku
strauma, sem einkennt hafa
lausamálsritun ungra íslenzkra
höfunda síðustu tvo áratugina.
Sumir stuttir þættir hennar
minna á smásögur Indriða
G. Þorsteinssonar, þ að er að
segja aðferðin, tæknin — ékki
hugsunin á bak við. Enga sögu
hefur Svava ritað, sem talizt
getur eindregið úthverf í lík-
ing við til að mynda sögur
Jakobínu Sigurðardóttur né
heldur neitt, sem stefnir gagn-
gert inri á við í anda
Thors eða Guðbergs, svo dæmi
séu tekin til ýtarlegri saman-
burðar, heldur standa sögur
hennar einhvers staðar þarna
mitt á milli. Stjórnmálaleg
ádeila, sem fyrir bregður í sög-
um Svövu, einkum einni, hend-
ir til áhrifa frá tilteknum rót-
tækum ljóðskáldum. En undir-
strika verður, að hér er um
lauslegt nmt að ræða, sem er
langt frá að vera einhlítt. Svava
er sjálfstæður höfundur, og
stælingar á verkum annarra
höfunda verða ekki auðveldlega
fundnar í bókum hennar. Og
blanda hennar af raunsæi og
fjarstæðu — sem hún er orðin
fræg fyrir -— er séreign hennar
sjálfrar og verður ekki rakin
til neins annars íslenzks höf-
tmdar.
Svava fór ekki geyst af stað.
1 rauninni liggur ekkert eftir
hana, sem kalla mætti æsku-
verk. Hún var orðin þroskað-
ur höfundur með fyrstu bók,
12 konum «(1965), sem er safn
jafnmargra — eða tólf — smá-
sagna. Nafn bókarinnar gefur
vísbending um, að sögurnar
segi mest fró konum og aðal-
persóna hverrar þeirra muni
vera ein kona. Það má líka
til sanns vegar færa, en skilj-
ist þó ekki bókstaflega, því
konan í sögum Svövu er
hvergi einangruð persóna og
enn siður drottning yfir
öðru fólki, heldur aðeins
kona, samfélagsþegn, ein af
fjöldanum. Ávallt er fólk í
kringum hana: aðrar konur,
karlmenn, börn. Og vandamál
hennar eru sem hvers annars
einstaklmgs, en sjaldnast sér-
staklega kvenlegs eðlis, þó efni
sumra sagnanna gefi að visu
tílefni til að fhuga „stöðu kon-
unnar“; og fyrir kemur, að
Svava predikar kvemtéttindi
undir rós. Áþreifanlegasta
dæmi þess er Saga handa börn
um í Veizlu undir grjótvegg
(1967). Efnið er svo sem ekki
til að hugnast, því sagan segir
frá bömum, systkinum, sem
taka móður sína og skera úr
henni heilann. í raunveruleik-
anum mundi konan vitaskuld
hljóta bráðan dauða og syst-
kinin dæmast til betrunar i
samræmi við æsku sína. En
Svava vrrðir raunveruleikann
að vettugi, konan bíður ekki
meira heilsutjón af óperasjón-
inni en svo, að hún getur hald-
ið áfram bardúsi sinu við hús-
verkin, og eiginmaðurinn læt-
ur sér veJ lika þessi meðferð,
þegar hann kemur heim úr
vinnunni. Lýsing af þessu tagi
verður vitanlega ekki skiíin
nema sem dæmisaga og útleggst
þá væntarilega eitthvað á þessa
leið: konan fðrnar bömum og
eiginmanni öllum lifs og sálar-
kröftum sinum, sem — í óhein-
um skilningi — ónýta þannig
heila hennar.
Sögur Svövu eru flestar eða
allar stuttar og hvoiki íjöl-
skrúðugar né íburðarmiklar að
ytra formi. En fábrotirm stíll-
inn hæfir efninu, þvi Svava
er ekki höfundur mikilla
„átaka“. Þegar hún á annáð
’borð fæst við veruleikanri, leit
ast hún við að draga frarii,
það sem í huganum leynist, rig
rékja hina fingerðari þræði tíl-
■»'- ■■■> --■ ■■',.^--n™~ skwhw
í framtíðarspásögnum er oftast gert ráð fyrir að hýbýli manna
verði úr gerviefnum á borð við plast, enda þótt plast þyki eitthvert
leiðinlegasta efni, sem hægt er að liafa I kringuni sig.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
3. jainiúar 1971