Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Blaðsíða 15
Beetlioven var ókvæntur og sjaldan heima. Hann dvaldist oft langtímnin saman á veitingaliús-
inu Hviti svanurinn í Vínarborg. Vatnslitamyndin af húsinu er eftir náinn vin Beethovens,
Zmeskall barón.
Af fjölda bóka sem skrifað-
ar hafa verið, um tónlist og líf
Beethovens mun nú einna fræg
ust bók Englendingsins Sulli-
van. Það er þó sannfæring mín,
að sú túlkun eða öllu heldur
rangtúlkun, sem sú bók og aðr-
ar slíkar veita, sé skaðleg
hverjum þeim, sem eiga vill heiL
brigt og þroskavænlegt sam-
band við tónlist Beethovens.
Afturhvarf hlaut að eiga sér
stað, og við megum þakka
fyrir, að svo skyldi verða.
Smám saman rann það upp fyr
ir æ fleirum — bæði tónlistar-
mönnum og öðrum, að mærðar-
hjal lokar leiðinni að sannri
nautn listar hans. Menn sneru
baki við hinum stórmerkilega
og hárómantíska, ef ekki yfir-
mannlega persónuleika, sem há
stemmdir tilbiðjendur höfðu
skapað og haldið við lýði á
aðra öld, en hún var mynduð
úr ýkjukenndum sögusögnum
og öðrum einhliða og gagnrýn-
islausum ævisöguatriðum. Hið
nýja viðhorf varð í vissum
atriðum svo ákveðið, að menn
sögðu: Að visu munu ýmsar af
tónsmíðum Beethovens lifa, en
margar munu týnast, marg
ar eru líka þegar gleymdar og
grafnar, — þessi hástemmda til
finninga- og ástríðutónlist á
ekkert erindi við okkur fram-
ar. Hún var eins konar synda-
fall, sem steypti tónlistinni úr
andans hæðum niður í jarð
neskt andrúmsloft ástríðna og
hverfulleiks. Já, svo langt
gekk það, að menn sögðu: Eng-
in list —- jafnvel ekki tónlist
Beethovens — getur tjáð mann
legar tilfinningar, hvað þá sið
rœna eiginleika. Tónlistin er
ekki miðill til að tjá sinn innri
mann. Hún á takmark í sjálfri
sér, og aðeins þar. Ef við lítum
framhjá augljósustu dæmum úr
svonefndri prógramtónlist, hef
ur tónlistin yfirleitt enga merk
ingu. Tónaröðin, sem tónskáld-
ið setur saman, skírsikotar
ekki til neins, hún er aðeins
sprottin upp af tónhneigð
hans. Og tónlistin verður ekki
túlkuð né heldur verður henni
lýst með hliðstæðum úr öðrum
listgreinum.
Þannig álykta ýmsir tónfræð
ingar. Og af góðum og gildum
ástæðum. En þegar kemur að
manninum, sem við helgum
þetta ár, þá lenda þeir eftir
slíkum brautum harla langt frá
hinum raunverulega Ludvig
van Beethoven. Þá verður
raunhæf og efnisleg afstaða
gagnvart rómantískum Beet-
hoven-skilningi liðinna kyn-
slóða ennþá falskari en sú föls
un, sem einmitt er verið að rísa
gegn.
Við vitum, hver var afstaða
Beethovens sjálfs til eigin tón-
smiða, og við getum naumast
haft hana að engu. Jafnvel at-
hugun í svip getur verið fróð-
leg. I mörgum tilfellum höfum
við eigin tilvísanir hans, tilvís-
anir, sem eru itarlegri en aðrar
tilsvarandi hjá eldri tónskáld-
um, það er að segja í því, er
varðar hljóðfall, fraseringu og
flutninginn yfirleitt. Nafngift
eins og Tunglskinssónata ber
hann ekki ábyrgð á. Aðrar þar
á meðal „Pathétique" og ,J3as
Lebwohl" eru frá Beethoven
sjálfum runnar. Vitað er einn-
ig frá sjálfum honum, að í
fyrsta þætti C-mollsinfóníunn-
ar óskaði hann að geta í tón-
um gefið hugmynd um hinn yf-
irþyrmandi mátt, sem hann
nefndi örlög. „Þannig berja ör-
lögin að dyrum,“ orðaði hann
það. „Ermattet klagend," og
„nach und nach wieder aufie-
bend“ eru orð sem heyra til síð-
ustu As-dursónötunni (opus
110). Ég minnist einnar yfir-
skriftar við þriðja þátt A-moIl-
kvartettsins: „Heilagur þakkar
óður afturbatasjúklings til guð
dómsins." Eða yfirskrift yfir
hinn fræga fjórða þátt í F-dúr-
kvartettinum: „Der schwer ge-
fasste Entschluss.“
Við vitum, að á seinni árum
gekk Beethoven með áform um
að gefa eldri tónverkum sinum
ýmis konar skáldleg nöfn, svo
að fólki veittist auðveldara að
skilja þau. Við vitum einnig, að
oft varð til tónverk í orðum,
áður en hann hafði nóterað eitt
stef úr því — aðeins hripað
niður einstöku nótu inn á milli
orðanna. Hin skáldlega hug-
mynd var með öðrum orðum
sjálft upphafið.
Þetta nána samhengi miili
tönlistar, hugmyndar og sálar-
lífs staðfestist hjá Beethoven
af grundvailarsýn hans og við-
horfi til tónlistarinnar — til
eigin tónlistar. „Hvers vegna
sem ég tónlist? Það sem í hjart-
anu býr, verður að fá útrás.
Þess vegna skrifa ég.“ 1 ríkara
mæli en hjá nokkru hinna
hreinræktuðu rómantísku tón-
skálda næstu kynslóðar
verður tónlistin honum miðill
til tjáningar persónulegrar
reynslu og sálarbaráttu.
„ímyndar hann sér að ég hafi
fiðluskriflið hans í huga, þeg-
ar andinn vitjar mín?“ hrópaði
Beethoven til fiðluleikara, sem
kvartaði yfir örðugri tónaröð.
Enn í dag er þetta í vitund
margra undarlegt, framandi, en
á yngri árum Beethovens var
samtíðinni þetta alger nýjung.
Við vitum að fyrir daga hans
tíðkaðist vart að tjá tilfinning-
ar ellegar hugblæ í tónlisf ut-
an þeirri, sem samin var við
texta. Beethoven vildi hins veg
ar að hljóðfæratónsmíðar túlk-
uðu einnig tilfinningar hans.
Maðurinn og tónskáldið eru
eitt. Skulu vera eitt. Persónu-
leiki og sköpunarverk mynda
eina heild.
Og ef við hugsum um örlög
Beethovens og stöðu hans í tím
anum, skilst okkur væntanlega,
að þannig hlaut hann að líta á
þetta. Ég hygg að ofurlítil hug
mynd um þennan bakgrunn
hjálpi okkur einnig til að fá
betri skilning á list hans. Það
er að segja: „skilningur" er þó
varla rétta orðið. Látum okkur
heldur orða það svo, að vit-
neskjan um þetta veiti okkur
dýpri nautn og unað. 1 bók
sinni „Musikalische Betracht-
ungen“ ráðleggur Edwin
Fischer nemendum sínum, er
þeir æfi píanótónverk, að
reyna í öllu falli, að „koma sér
í“ hugarástand tónskáldsins,
þegar tónverkið skapaðist. Það
hæfir víst ekki að hafa þess
konar meiningu í dag; en fyrir
mitt leyti hallast ég að ráði
Fischers -— sem leikmaður og
það í fyllstu lotningu. Ég hygg
hann hafi rétt fyrir sér, er
sannfærður um það. Þvi að
þetta er allt annað en að fiétta
einhverjum miður áreiðanleg-
um atriðum úr einkalífi tón-
skáldsins inn I tónverkið, ein-
hverjum tvíræðum smáatriðum
varðandi æviferil þess.
Josephine von Bruns-
vik, sem hér sést á
niynd, er talin hafa ver-
íð konan, sem Beethov-
en unni og skrifaól
þrjú ástarbréf. Þau
voru reyndar aldrei
send og Josephine sá
þau aldrei.
Vinnustofa Beethovens í Schwarzspanierhaus í Vin. Á pianóinu
eru nótnablöð í bnnkum og blek, en tónskáldið kom ekki meira
við sögu þarna. Beethoven lézt þremur dögum áður en þessl
teikning var gerð.
Að lokum fáein orð um Ilfs-
aðstöðu Beehtovens.
Hann var nitján vetra, þeg-
ar franska stjórnbyltingin
brauzt út, á þeim aldri, þegar
menn eru næmastir fyrir áhrif-
um. Hann tilheyrði sjálfri kyn-
slóð byltingamannanna. Við vit
um að þessi staðreynd setti
mark sitt á ævi hans alla.
Frelsishugmyndirnar fylltu
hug og hjarta, já, við getum
sagt með sanni, að þær hafi
brunnið honum í brjósti, og sá
eldur fölskvaðist aldrei. Al-
kunn er sagan um það, hvern-
ig Beethoven fór með nótna-
ritið að Eroicasinfóniunni, þeg-
ar hin mikia freisishetja hans,
Bonaparte brást hugsjónum
frelsisins. Margar sviplíkar
sögusagnir mætti nefna, sumar
vist ófaisaðar, eða svo gætu
þær verið. Hinn ofsakennda til
finningasama sjálfstæðis- og
frelsiskennd hans, fyrirlitning
hans á öllu þvi, er bar keim
af borgaralegum venjum og
hefðarsiðum — allt var þetta í
anda þess tíma, sem hann Iifði
á, tíma, sem í sanrrieika hæfði
skaplyndi hans — lyndiseink-
unn hans. Svo kom sá tími, að-
mönnum hætti til að yppta öxl-
um viö þessum hugmyndum;
þær virtust orðnar marklausar.
Við, sem búum í heimi fullum
af harðstjórum, getum lifað-
okkur inn í þessa afstöðu Beet
hovens með heilli sjón og opn-
um huga. Og höfum — að ég
hygg — þannig hlotið skilyrði
til að njóta á dýpri og víðtæk-
ari hátt þeirrar hátiðiegu og til
finningasömu framsetningar,
sem ber uppi tónlist hans. Ætt-
um við ekki líka að vera ásátt
um það, að samtíð okkar, sem
er þrælbundnari hvers konar
tízkufyrirbærum, í listum, i
hátterni en nokkur gengin
kynslóð, hún hefur einmitt
þörf fyrir þennan eðlisþátt
Beethovens, mannsins sem æfíð
vildi vera og var hann sjálf-
ur, sem nær alltaf var stað-
fastlega tríir sinum hugsjónum'
og eigin reynslu. 1 einhverju
vandaðasta ljóðasafni er út
kom á Norðurlöndum á síðast-
liðnu hausti stendur svo á ein-
um stað: Óttastu ekki þá, sem
gefa tóninn. Fylg tóninum, sem>
hljómar fyrir þig. — Þetta var
l________
3. jainúar 1971
LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS 15