Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1971, Qupperneq 16
aístaða Beethovens — manns- ins og tónskáldsins. Alkunn er eigin frásögn Beethovens af skemmtigöngu í Karlsbad ásamt Goethe, sem var tuttugu árum eldri. Á heim leiðinni mættu þeir keisarafjöl- skyldunni ásamt fylgdarliði. „Leyndarráðið nam staðar á vegarbrúninni, hneigði sig lotn ingarfullur með hattinn i hend- inni. En ég dró hattinn niður fyrir augu, hneppti frakkann og gekk með armana kross iagða þvert í gegnum saman- þjappaðan hópinn. Keisarafrú- in varð fyrst til að heilsa, Rudolf hertogi tók ofan, það þekkti mann, tignarfólkið. Eft- ir á las ég Goethe pistilinn kröftuglega og leiddi honum allar hans syndir fyrir sjónir. Ég gaf engin grið.“ Okkur verður það ef til vill að brosa, en við megum jafn- framt minnast þess, að Beet- hoven varð fyrstur allra hinna stóru evrópsku tón- skálda til að grundvalla til- veru á einni saman list sinni — ekki á stöðu sinni sem tón- listarmanns. Ef við segjum, að honum hafi fundizt hann jafn- ingi fursta, jafnvel ofjarl, þá var það staða, sem hann taldi sig hafa barizt til fyrir sig og stétt sína. Þessi staðreynd hagg ast ekki, þótt hann á stundum þægi aðstoð frá hinu austur- ríska menningarráði þeirra tíma — eða hvað ætti að kalla það — frá höfðingjastétt Vín- arborgar. „Ég ætti ef til vill að vera hamingjusamur, ef til vill allra manna sælastur, hefði ekki fjandinn farið í eyrun á mér,“ stendur i Beethovenbréfi frá árinu 1810 (hann var þá fer- tugur að aldri, en hafði orðið var við fyrstu sjúkdómsein- kennin, áður en hann náði þrí- tugsaldri). Einhverju sinni lék hann í vinahópi A-dursónötuna, þetta tónverk, sem núverandi ríkis- stjóri meistarans hér á jörð, Wilhelm Kempf leikur svo oft víða um heim á síðari árum. Þegar Beethoven hafði lokið einleiknum, lýsti hann því yf- ir, að hann hefði ekki heyrt nokkurn einasta tón. Hann var þó fimmtugur að aldri — mörg stærstu verka hans enn ófædd. En starf hans sem píanó- leikara, einleikara í tónlistar- sölum, starfið sem ætíð hafði fært honum stærsta sigra, það hafði hann, er hér var komið, orðið að leggja á hilluna. Það sem úrslitum réð var að Beethoven vígbjóst siðferðis- styrk sínum í baráttunni við ör lögin. Átakanlegt er að sjá, hvernig Beethoven — hrjáður af margs konar sjúkleika, tor- trygginn sökum heyrnardeyf- unnar — fær ekki umflúið ótt- ann við að hin illu kjör kunni að draga hann niður á lægra svið í siðferðilegu tilliti. Hann strikar undir hir einföldu orð Desdemónu í Óthelló: „Ó, drottinn, vernda mig frá villu, að vont ei læri, heldur gott af illu.“ „Ég vil taka örlög- in kverkataki," skrifar hann einhvers staðar. „Þau skulu ekki fá yfirbugað mig.“ Það er einnig kunnugt, hversu heitt og staðfastlega hann óskaði þess, að þessi bar- átta mætti endurspeglast í tón- verkum hans. Sérhvert stig hennar, árekstrarnir, sveiflurn ar. „Himmelhoch jauchzend. Zum Tode betrúbt." Og ekkert næmt eyra getur annað en skynjað að í megindráttum lif- ir þetta allt í tónverkum hans, — þjáningin, þrjózkan, sáttin og undirgefnin, sigurfögnuður, já, kætin, sigurinn. En umfram allt viljinn, hir.n framsækni all-t sigrandi vilji. Getum við með tilstyrk allra verka Beethovens gert eins konar kúrvu yfir andlega þró- un hans? — Margir hafa freist að þess, en sumit vekur ótta. — Þótt aðeins sé hugsað til þeirrar staðreyndar, að píanó- sónöturnar opus 31 nr. 2 og opus 31, nr. 3 urðu til samtím- is, svo gersamlega frábrugðn- ar sem þær eru að öllu eðli. Hin hljómdimma átakan- lega sónata í D-moll, svo þrung in ólgu og hin fjörlega í Es- dur, full birtu. Eða enn greini legra dæmi — hin glæsilega Waldsteinsónata i C-dur, and- spænis myrkri, tryllings- kenndri Apassisónötunni í f- moll, báðar einnig frá sama tíma. Sannleikurinn er víst sá, að Beethoven átti þessa ómæl- andi auðlegð innra með sér alla daga. Ég minntist á viljann, sem í augum flestra okkar er að lík- indum skýrast og mest áber- andi einkenni í yfirbragði Beethovens, það grundvallar einkenni sem birtist í hljómfall inu, kraftinum í tónlist hans. Ugglaust má með réttu halda því fram — eins og líka gert hefur verið — að ytri atriði stuðli að þessum einkennum, eða það atriði, að Beethoven mun fyrstur hinna stærri tón- skálda hafa allt frá æskuárum getað reiknað með styrkbreyt- ingum hljómsveitar, sem full- þróuðum áhrifamiðlum. Hann var einnig fyrsta tónskáld sem hafði yfir að ráða hljóðfæri (klaver) með möguleikum til að ná áþekkum blæbrigðum, hljóð færi, sem þar að auki var með pedalútbúnaði vorra tíma. En enginn fær neitað því og ég hef heldur ekki séð því neitað — að viljinn sjálfur er það sem, um veldur, hann er hið mikla eðliseinkenni Bethovens. Hann knýr Beethoven til að notfæra sér styrkbreytingar út í æsar. í dýnamíkkinni fær hann útrás fyrir einbeittan vilja og kraft. MikiLvægasti tjáningarmiðill þessara sömu eiginleika verður þó hljóðfall- ið. Þar birtist taumlaus vilja- kraftur Beethovens í greinileg astri mynd. Hinn stóri meistari hljóðfallsins í sögu tónlist- arinnar hefur hann verið kall- aður. Senn eru hundrað og fimm- tíu ár frá dauða hans. En hann lifir enn á meðal okkar, sem kraftur, gleði, uppspretta innblásturs öllum, sem fúsir eru að veita viðtöku. Þvi enn sannast hið forn- kveðna: Það eru stórmenni sög unnar sem leiða mannkynið áfram, meðan jörðin stendur. Og þetta stafar af því, eins og hið forna orð segir, að þau hafa borið birtu, átt kraft til starfa voldugri rafmagni og gufuafli, hina himinháu loga andans. Beethoven komst eitt sinn svo að orði að tónlistin væri opinberun æðri öllum visdómi og heimspeki. Enginn minnsti vafi getur á því leikið, að hann hafði i sannleika stór- brotnar hugmyndir um tónlist- ina. „Die Musik muss dem Mann Feuer aus dem Geiste schlagen." Þetta sagði Beethov- en, og mér er næst að halda að hann hafi sagt það i fyllstu alvöru, og svo verður auðvelt að ímynda sér, ef hlýtt er á tónlist hans. Ég vitna hér i orð eftir einn af listamönnum okkar, skáld, sem oft bar með sér líkar hug- myndir og sem lét þær ekki heldur liggja í láginni. Þetta skáld óskaði að verða fiðlu- leikari, tignandi þá listgrein, sem honum fannst lifa innileg- ustu lífi með manninum. En sjúkdómur neyddi hann til að hætta við áformið. Ég hef hér Olav Aukrust í huga. Orðin, sem ég vitna hér til má setja sem mottó yfir tónlist Ludwig van Beethovens og yfir þann skilning á tónlist, sem Beethoven var eiginlegur: Tak gneistann af hæðum neyt afls þess, sem á. Prómeþeifur þann eldinn þín ósk er að fá. Lát myrkrið því aukast og öldur og storm. Ver ennþá þú sjálfur, ver örn ofar orm. Þá opnast mun land þar ljóma ber yfir þeim einum er leitar og voninni lifir. Þú hikar og óttast en eitt skal þér sagt: Hverf inn í þann ljóma, hverf inn þar með makt. Arnheiður Sigurðardóttir, þýddi lauslega. * Afangastaður í • • Oræfum Framh. af bls. 11 Það vorar um vötn og skóga, það vorar um hlíð og mel. Smalar á heiðum hóa hjörðum við f jallasel. Vorblærinn lætur í laufi létt eins og fiðluspil. Á sveitabæjunum brosa björt og reisuleg þil — og annað ámóta! Víst þótti mér gaman að rifja þetta upp, því mikil vötn eru siðan til sævar runnin. Á Seyðisfjörð komum við það tímanlega að okkur gafst tæki færi til að horfa á Barnæsku mina, sjónvarpsmyndina eftir fyrsta þætti af ævisögu Gorkis. 13. ágúst. Enn á heimleið. Frá henni verður lítið skráð. Dvöldum nokkra stund á Egilsstöðum og renndum heim að stórbýlinu, sem um langan tima hefur ver ið einn af reisulegustu bæjum landsins. Þar er fjöldi kúa, holdanauta og svína. Einnig er þar kornrækt. Staðarsvipur er allur virðulegur og snyrtimann- leg umgengni. Sjálft þorpið, Egilsstaðir er vinalegt og vel staðsett sem mið stöð mikils héraðs, enda virð- ast framkvæmdir þar miklar. Sérstaka athygli okkar vakti stór og reisuleg kirkja með nýtízkulegu yfirbragði, sem er þar í smíðum. Gnæfir hún yfir staðinn og bendir á heiðríkj- una, sem nú umvefur allt og alla. A gðtu stððvað! 6g þrjá menn á ýmsum aldri og spurði þá um Gálgaás, gömul manna- bein og Valtý á grænni treyju. — Hann á ekki heima hér, sögðu þeir! Það vissi ég reyndar fyrir. Sagan á ekki heima þar sem veröld er í örri uppbyggingu. Þar er það aðeins saga dags- ins í dag. Engu að síður liggja rætum- ar djúpt i jörðu og erfðir ald anna gefa okkur dug og þor til að vinna deginum og trúa á morgundaginn. Við gistum á Skútstöðum um nóttina. 14. ágúst. Síðasti áfanginn: Heim á Sauðárkrók. Enn er ófarið um margar sveit ir. Vonandi gefst síðar tæki- færi til að gista þær. Fjöllin eru hærukrýnd og loftið tært. Víðáttumikið land, en auðugt að fegurð og til- breytni, kallar á störf okkar, kallar á ást okkar og viður- kenningu. Enda eru þess ljósust dæmin, ef við berum saman yfirbragð sveitabýlanna, sem við sáum fyr ir 30—35 árum — lengra aftur fer ég ekki — og þeirra, sem hvarvetna blasa við okkur á leið um landið í dag, að breyt ingin er undraverð. Uppbygging in hefur orðið svo ör og stór- stíg að undrum sætir. Og hún hefði ekki orðið án trúarinnar á gróður og gæfu. Snyrtni og umgengni öll er sums staðar í molum, en ég held hún fari batnandi. Ég lít á mælinn í bílnum. Hann sýnir að ég hefi ekið rúma 1800 km. Löng leið, sem hefur skráð eina síðu í lífsbók okkar. Við þökkum hvert öðru sam- fylgdina og förum að sofa. Handan komandi nætur bíð- ur hversdagurinn með önn sina og gleði. Þess ber að geta, að mynd- irnar sem fylgja þessum ferða- þáttum eru flestar teknar ófrjálsri hendi, aðallega úr Ár bók Ferðafél. Isl.) Konunglegt f j árhættuspil Framh. af bls. 9 kostum og kynjum, lúðrablæstri og ræðuhöldum. En eftir að heim var komið, sást hann sjaldan opinberlega. Börnum hans var ekki leyft að umgang ast jafnaldra sína. Það sem eftir var ævinnar fékkst hann við að safna póststimplum og andaðist 20. maí 1930. Enginn skýring var sjáanleg á því hvers vegna prinsinn af Wales hafði gert svo lítið til að þagga niður hneyksli er varð- aði einn nánasta vin hans. En það var hald manna þá — og sagan hefur gengið i erfðir til núlifandi afkomenda Gordons Cummiings — að prinsinn hefðd vísvitandi leyft smáninni að koma yfir Gordon Cumming. Ástæðan var sú, að tveimur dögum fyrir samkvæmið að Tranby Croft hafði prinsinn, sem notaði hús Gordons Cumm ings í Lundúnum til funda við vlnkonur slnar, komið þar að Gordon Cumming í faðmlögum við „elsku Daisy" sína, hertoga frúna af Warvick. Hvaða leið gat verið betri til að losna við meðbiðil? Afstaða yfirstéttarinnar til Gordons Cummings kemur vel fram í bréfi sem Owen Willi- ams hershöfðingi skrifaði til Ly cetits Green frá Turf-klúbbn- um 16. júní og eru síðustu tvær málsgreinarnar i því á þessa leið: „Það var eins greinilegt og nokkuð gat verið, að Cumming hafði svikið á óprúttinn og kerfisbundinn hátt og fyrst þannig var ástatt, var ekki hægt að fyrirgefa breytni hans og við sýndum eins mikla vægð og mögulegt var í þessum kring umstæðum." „Ef maðurinn væri ekki hörkutól hið mesta, hefði hann notfært sér þetta hlé til að losna úr hernum og ferðast á enda veraldar. Sannleikurinn er sá, að hann er einn af verri endanum og það hefur sannazt á honum orðtakið um að bera I bakkafullan lækinn. Nú, þegar komizt hefur upp um brot hans, eru 50 manns reiðubúnir að skýra frá svikum hans ann- ars staðar". Vegur Wilson-fjölskyldunnar hjá yfirstéttinni jókst fremur við þessa eldraun enda þótt almennar vinsældir þeirra væru i molum. Sá orðrómur barst The Times, og vonaði blaðið innilega að orðrómur- inn yrði þeim til hnjóðs, að Wil son-hjónin ætluðu að efna til hátíðahalds og að „einn úrfjöl- skyldunni yrði fyrir tilstilli tig ins meðmælanda bráðlega gerð ur að meðlim í mjög vinsælum klúbbi, þar sem djarft spil væri í tízku“. Glugginn Framh. af bls. 19 sent frá sér fimm stórar plötur, sem að mestu hafa að geyma lög eftir John Fogerty, en einnig nokkur gömul lög í nýjum út- setningum. . Stóru plöturnar heita: Creedence Clearwater Revival Bayou Country Green River Willy And The Poorboys Cosmo’s Factory Plöturnar hafa allar hlotið góða dóma og selzt mjög vel, enda er John Fogerty frábær lagasmiður. Hann er auk þess aðalsöngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, svo að segja má, að hann sé Creedence Clearwater Revival. Bróðir hans, Tom Fogerty, syngur og spilar á rytmagítar, Stu Cook spilar á bassagítar og Doug Clifford á trommur. Hljómsveitin er nú ein af vinsælustu hljómsveitum 1 heimi og I samræmi við það ver hún mestum tima í plötu- upptökur og æfingar, en leikur ekki nema endrum og eins á hljómleikum og þá i allra stærstu hljómleikasölum. Enda ekki von að þeir félagar vilji þeytast út um allar trissur eins og þeir hafa raunar gert sið- ustu tólf þrettán árin. Nú hvíla þeir sig heima hjá konun- um — og peningunum. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. jainúar 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.