Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Side 6
Sættir fólk sig möglunarlaust við gallaða vöru eða lélega þjónustu og hver er réttur kaupandans gagnvart seljandanum? Rætt við forsvarsmenn neytendamála. Síðari hluti. >» RETTUR NEYTANDANS Rætt við Ásdísi Káradóttur skrifstofu- stúlku hjá Neytenda- samtökunum. Mest er kvartað yfir heimilistækjum Ásdís Káradóttir hefur í tvö ár verið skrifstofustúlka Neyt- endasamtakanna. Hún sinnir hinni viðamikiu kvörtunar- þjónustu og um þá daglegu starfsemi leitum við upplýs- inga hjá Áslaugu. Hve mörg mál hafa Neyt- endasamtökin tekið fyrir á síð- asta ári, Áslaug? Þau eru nœrri 2000, eða um það bii 5 á viku. Þar er um að ræða kvartanir, eða það, að fólk vill fá leiðréttingu á málum sínum. Auk þess er svo mikið hringt hingað i upplýs- ingaskyni. Við veitum að sjálf- sögðu þá fræðslu, sem við höf- um tiltæka, en oft getum við vísað til Leiðbeiningastöðvar húsmæðra. Við höfum með okkur góða samvinnu og oft vísar Leiðbeiningastöðin til okkar málum, sem betur eiga heima hér. — Þið keppið auðvitað að því, að auka fræðslu og upp lýsingastarfsemi ykkar. — Við stefnum að því, að geta fengizt meira við sjálf stæðar rannsóknir, en þar sem við erum aðilar að alþjóðasam- tökum neytenda, getum við jöfnum höndum notað þær rannsóknir, sem félög innan sambandsins hafa gert. Mikið af þeim fróðleik hefur verið birt í Neytendablaðinu. — Hvaða rannsóknir hafa is lenzku Neytendasamtökin gert? — Við höfum rannsakað þau þvottaefni, sem hér eru á mark aðnum, bæði innlend og erlend, verðlag á vörum hér í Reykja- vík og úti á landsbyggðinni, verðmerkingu í búðargluggum og sambandið á milli innihalds og þyngdarmerkingar íslenzks iðnvarnings. í næsta Neytenda blaði birtist svo niðurstaða síð ustu rannsóknar okkar, en hún er gerð á afborgunarskilmálum og öllu, sem því máii viðkemur. Niðurstöður þeirrar rannsókn- ar eru forvitnilegar og kemur margt óvænt í ijós. Við rannsókn á þvottaefnun- um sýndi sig, að íslenzk þvotta- efni eru fullkomlega jafngóð, og jafnvel betri en þau erlendu. Einnig voru niðurstöður rann- sóknarinnar á innihaldi og þyngdarmerkingu islenzks iðn- varnings mjög jákvæðar. Niður- stöður rannsókna á verðmis- muni á vörum í Reykjavík og úti á landi voru neikvæðar, þvi i ljós kom, að oft er miklu dýr- ara að búa úti á iandi. Loks var rannsóknin á verðmerking um í búðargiuggum mjög nei- kvæð. Ég vil geta þess, að sam- tökin berjast mjög fyrir þvi, að verðmerking sé góð á vörum í gluggum verzlana og eins því, að verð fylgi vöruauglýsingum í blöðum og annars staðar. Sam kvæmt núverandi lögum um verðlagsmál er i gildi tilskip- un um það, að allar útstilltar vörur skuli vera greinilega verðmerktar. En það er sjálf- sagt góð sölusálfræði, að vekja löngun eða ágirnd hjá kaup- andanum, áður en hann veit um verð beitunnar. - Hafið þið beitt ykkur fyr- ir nokkrum könnunum? — Ekki svo mikið ennþá. En nýlega létum við fara fram könnun á afstöðu íslenzkra neytenda til lokunartíma sölu- búða. Okkur hefur enn ekki unnizt tími til að vinna full- komlega úr könnuninni, en sam tökin hafa sem kunnugt er sent frá sér ályktun um mál- ið. Þar lýsa þau því yfir, að það sé tvímælalaust hagsmuna- mál neytenda, að afgreiðslutími verzlana verði sem lengstur og að á hann verði engar hömlur lagðar. Treysti seljandi sér til að haía opna verzlun sína á hverju kvöldi vikunnar á hann að fá að gera það. Það litla sem við höfum unnið úr könn- uninni sýnir líka, að neytend- ur vilja óbreytt ástand frá því sem var í haust. Kaupmenn höfðu ýmist opið eða lokað ut- an venjulegs sölutima eftir eig in geðþótta og reynslan sýndi, að verðlag hækkaði ekki við þetta, heidur var þjónustan ein ungis betri. f marz settum við svo í gang könnun um auglýs- ingar í sjónvarpi. — Svo við snúum okkur aft- ur að kvörtunarmálunum, yfir hverju er mest kvartað? — Fyrst og fremst er kvart- að i sambandi við heimilistæki. Þar eru miklir peningar i húfi hjá neytendum, en viðgerðar- þjónusta aftur á móti slæm og mikill skortur á varahlutum. Mjög erfitt er að eiga við þessi mál, en í drögum að hinni nýju neytendalöggjöf er gert ráð fyr ir skýrum ákvæðum varðandi þetta. Þar næst er svo kvartað út af alls konar fatnaði og álna vöru. Fyrir atbeina samtak- anna hafa vandræði út af fata- kaupum stórum minnkað. Um þessar mundir er verið að stofna matsnefnd Neytendasam takanna og vefnaðarvörukaup- manna, sem með tímanum tek- ur vonandi einnig til þeirra, sem selja tilbúinn fatnað. Við stefnum að samvinn/u við sem flesta aðila, sem neytendur eiga skipti við og þegar eru starfandi matsnefndir varðandi teppamál og efnalaugar. Hefur þetta samstarf auðveldað mjög lausn á ýmsum vandamálum, en næst á eftir fatnaði er mik- ið kvartað út af þessu tvennu, fatnaði, sem skemmist í hreins- un, og gólfteppum, sem ekki standast almennar gæðakröfur. Hvað er það helzt, sem fólk finnur að gólfteppum? — Þau slitna óeðlilega fljótt, eða þá að litur þeirra er við- kvæmur, og loks myndast sveipir við notkun, sem líta út eins og rendur eða óhrein- indi. Við sendum oft teppi til rannsóknar hjá Rannsókna- stofnun iðnaðarins og nú er eitt svokallað sveipamál i með- ferð hjá matsnefnd samtak- anna. Sjö til átta sams konar mál bíða þess, að niðurstaða þessa prófmáls komi í ljós. Því miður er í öllum kvörtunartii- vikum um islefnzk teppi að ræða. Hvað viðkemur efnalaug um hefur undanfarið mest ver ið kvartað um skemmdir á alls konar krumplakksfatnaði, sem greinilega þolir alls ekki hreinsun. Ekki er hægt að gera annað en vara neytendur við að kaupa óvandað krumplakk eða leðurlíki. — Hvernig taka seljendur þvi, þegar Neytendasamtökin koma áleiðis kvörtunum til þeirra ? -— Yfirleitt vel, þó að það sé að sjálfsögðu misjafnt. Við get um þurft að skrifa viðkomandi viðskiptaaðila allt að þrisvar sinnum, en í þriðja bréfi bend um við honum á, að við áskilj- um okkur rétt til að opinbera málið, ef svo má að orði kom- ast, og þá fáum við oftast svar. Það verður aldrei nógu vel FramhaJð á bls. 15. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. maí 1972 ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.