Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 8
SVÍÞJÓÐ í DAG Staðlaður heimur handa Svenson Framhald af . blaðsíðu 2 Sósíaldemókratar mega ekki heyra minnzt á slíkt tal. Upp á síðkastið hefur „jámlikhed" verið slagorð þeirra. Það merk ir jafnrétti, en erlendur frétta- ritari sem ég ræddi við í Stokkhólmi segir, að það tákni ekki aðeins jafnrétti, heldur einnig hitt, að allir eigi helzt að vera eins. Af þeim sökum sé það ekki í hin- um rétta sósíalíska anda, að leikvöllurinn leiði af sér sterka einstaklinga. Sterkur einstaklingur rekst ekki nægi- lega vel með hjörðinni; hann á ekki heima i hinni stöðluðu veröld. Úthverfin, t.d. í Stokkhólmi, eru skrifborðsvinna arkitekta; skipulagningin nær í gegnum þykkt og þunnt. Nú er íiims vegar að fæðast andstaða gegn slíkri skipulagningu og sænsk- ur arkitekt, Ralph Erskine, lét nýlega heyra frá sér um þá hluti. Kenning hans er eins og við mátti búast: Hin fuilkomna andstaða við skipulagningu. Hann segir, að arkitektar geti ekki tekið sér rétt til að ákveða alla skapaða hluti i umhverfi fólks. Hann vill að hver einstakur ibúðareigandi geti teiknað og ráðið sjálfur útiiti á íbúð sinni. Hann vill gera hús þannig úr garði, að þeim verði auðveldlega svipt sundur, ef sá sem þar býr, telji slíka breytingu til bóta. Blokltir eins og verksmiðju- unnar eldhúsinnréttingar Ekki gat ég séð að þessi mjög svo umtöluðu úthverfi, Skárgarden og Tensta, væru skapaðan hlut frábrugðin því sem við eigum að venjast t.d. í Álfheimahverfi, að ekki sé talað um Breiðholt. Við byggj- um risahverfi eins og Breiðholt án þess að hafa af þvi sýni- legar áhyggjur, hvort þar muni vaxa upp einstaka strák- ur, sem er hraustari í slag en sumir aðrir. Nýjum blokkahverfum í út- jöðrum Reykjavikur hefur ekki verið hátt lof haldið fyrir feg- urð. Ef unnt er að greina ein- hvern mun á útliti slíkra hverfa hér og i Svíþjóð, ætla ég að hann verði okkur þrátt fyrir allt hagstæður. Sænsku sambýl- ishúsin virðast sneydd persónu- leika og mér var sagt að höf- undareinkenni mættu ekki sjást. Þó er kannski hægt að finna enn flatneskjulegri bygg- ingarlist, t.d. i Austur-Þýzka- iandi og Rússlandi. í öðrum borgum, einkum Málmey, eru byggð fym af blokkahverfum, en yfirleitt er ekki minnzt á að þau séu varasamt mannlegt umhverfi. Það verður að segjast Sví- um til hróss, að þeir eru opn- ir fyrir hugmyndum og að þær eru ræddar vítt og breitt af miklum áhuga. En stundum skilst manni að vandamálin séu „tilbúin" fremur en raunveruleg og þá getur tals- verð hystería gripið um sig. Út- hverfin í Stokkhólmi eru ein- mitt dæmi um það. Að vísu er vandamál þar eins og hér, að fólk lifir litlu félagslífi. Það er kvartað yfir að íbúar hinna stóru sambýlis- húsa viti ekki hvað nágrann- arnir heita; samt virðast þeir ekki hafa áhuga á því sjálfir. Húsmæður með ung bönn verða að sjálfsögðu einangraðar og nú er mikill áróður rekinn fyr- ir því að konur vinni úti. Rauð sokkuhreyfingin, sem raun- ar er kölluð „Grupp 8“ hefur óspart haldið sjónarmiðum sín um á lofti og mér skilst að í staðinn fyrir liusmor, sem var virðingarheiti, hafi meir og meir komizt inn í daglegt mál heitið hemniafru (heimafrú) sem hefur á sér lítillækkandi blæ. Hingað til hefur vinnu- markaðurinn tekið við hús- mæðrum sem vildu vinna allan eða hálfan daginn, en sagt er að nú séu þeir möguleikar mjög teknir að mettast. Ofbeldisverk og eiturlyfjavandamál Sergelstorg, miðjan i glæstri endurreisn Stokkhólms, sem sænskt blað nefndi torg skammarinnar vegna eiturlyfjaneytenda, sem þar hafa aðsetur og sífellt vaxandi glæpaverka. Raunverulegt og mikið um- talað vandamál eru vax- andi glæpir hverskonar. Það er nokkuð algengt að heyra fólk í Stokkhólmi segja: „Nú er maður orðinn skíthræddur í neðanjarðarlestinni á kvöld- in.“ Árásir og rán eru tíð og mikinn óhugnað vakti, er mað- ur var stunginn til bana á Kóngsgötunni í Stokkhólmi. Það var rétt fyrir jólin og mað- urinn var með fangið fullt af jólapökkum. M'arga grunar að strangt aðhald og reglur hins yfirskipulagða þjóðféiags leiði af sér ofbeldisverk. Svíar hafa heldur ekki farið varhluta af eiturlyf junum, fremur en aðrar vestræn- ar þjóðir. Á Sergelstorgi í Stokkhólmi má sjá fórnar- lömbin reikandi ellegar útaf- liggjandi. Þetta torg er eigin- lega miðpunktur í glæstri end- urreisn miðborgarinnar. Þar fannst sumum fórnað of mikiu eins og gengur en það fór eng- in Bernhöftstorfubarátta fram og m.a. var húsi skáldsins Augusts Strindbergs fargað án þess að til teljandi mótmæla kæmi. Frá Sergelstorgi er víð- áttumikill undirgangur undir stóreflis hringtorg. Bæði þar og i grenndinni úir og grúir af tötralega klæddum útlend- ingum og innlendum hippum. Raggararnir, hinir umtöluðu og uppivöðslusömu unglingar sjötta áratugarins, eru lítið á dagskrá. Þeir eru nú orðnir harðfullorðnir menn, sumir hverjir, og hættir við mótor- hjólin, en komnir á gömul amerísk tryllitæki í þeirra stað. Að öðru leyti eru þeir víst enn við sama heygarðs- hornið og sagðir drekka lítt við sleitur. Nýja þinghúsið við Sergels- torg er stássiegt tákn fyrir þetta ríka samféiag. Virðuleg- ir rigsdagsmenn geta horft út um gluggana á „Skammens torg“ torg skammarinnar, eins og það hefur líka verið nefnt. Skömmin telst fólgin í því, sem blasir þar við allra aug- PIGS-SVIN Douglass Kneeðl&r Mannhatur hinna róttækustii kemur vel í ljós á þessari Ijós- myndasýningu, ]iar sem Svíar eru upp til hópa nefndir Pigs — Svín. um: Fjölmennum hippalýð, ým- is konar utangarðsmönnum, fyllibyttum, útlendum flæking- um og dópistum. Á lognkyrru kvöldi getur komið fyrir að daunn af hassreyk liggi þar í loftinu. Það virðist vitað nokkurn veginn með vissu, að þrír menn hafi með höndum þann ábat'a- sama atvinmuveg að smygla ávana- og fíkniefnum til Sví- þjóðar, einkum frá Hollandi. Þaðan eru sífellt í förum bíl- Nútímalistasafninu í Stokkhólmi. Geysilega fallegt safn, sem hýsir verk eftir alla stórmeistara í myndlist aldarinnar. 8 ÚESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. maí 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.