Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Síða 9
samtals 102. Þar af eru 57 á fyrsta og öðru ári, eða í For- skóla I og II, þar sem lögð er stund á þau undirstöðuatriði, sem koma að notum í öllum sérgreinum. t kennaradeild og öðrum sérdeildum eru 45 nem- endur; viðfangsefni þeirra er einhverskonar myndsköpun allan liðlangan daginn, nema seinnipart vikunnar. Þá er gluggað f bókleg fræði, list- sögu, ensku og móðurmálið. En að auki er mikið lff og fjör á kvöldnámskeiðum skól- ans og hvorki meira né minna en 350 manns, sem sækja þessi námskeið. Þar af eru rúmlega 50 úr fimmta og sjötta bekk menntaskólans f Reykjavík; nemendur sem hafa byggingar- listog myndlistsem valgreinar. 1 þessu atriði kemur Myndlist- arskólinn hinu almenna skóla- kerfi til hjálpar. A eftirmiðdags og kvöldnám- skeiðunum er teikning og mál- un f barnaflokkum á verkefna- skrá; einnig fyrir fullorðna. Sjöfn Haraldsdóttir út- skrifaðist í frjálsri myndlist r vor. Er nú i akademíinu Þar að auki bókband, tauþrykk, almennur vefnaður, myndvefn- aður og upprifjunarnámskeið eru haldin þar fyrir eldri nem- endur skólans. Svo mikil aukn- ing er f þessum kvöldnámskeið- urn, að búizt er við öðrum álíka hópi á námskciðin sfðari hluta vetrar, sem hefjast eftir 20. janúar. Má lfta svo á, að hér sé um veigamikinn þátt í mennt- un fullorðinna að ræða. — 0 — Áður var fjöldi nemenda meiri og meðalaldurinn lægri; þá gátu allir komizt inn, sem vildu. En nú hefur önnur leið verið valin: Inntökupróf er látið skera úr og þar er sigtað miskunnarlaust úr. Og inntökuprófið hefur ráðið úr- slitum um, að meðalaldur nem- enda hefur hækkað verulega. Með altalið við inngöngu í skólann er nú 21 ár. Afleiðing þessarar breytingar er meðal annars sú, að skólinn hefur fengið betri og þroskaðri nemendur. Síðastliðið haust sóttu 87 unt skólavist, 67 mættu til prófs og33 stóðust próf- ið. Þarna er undirbúningur, geta og hæfileikar hinna væntanlegu nemenda kannað rækilega. Fyrsta dag prófsins eru umsækj- endur látnir teikna einhvern ein- faldan hlut. Annan daginn er gerð mynd í sambandi við tlltekið verkefni, til dæmis sumarleyfið, landhelgina, herbergið mitt, o.s.frv. Þriðja dag prófsins er módelteikning eftir lifandi módeli, fjórða daginn svonefndur línuleikur, óhlutlæg litameðferð. En fimmta og síðasta dag prófsins er almenn þekkingarkönnum; umsækjendur eru spurðir um heiminn og atburði samtímans. Að iokum skrifa þeir ritgerð: Hversvegna ég vil stunda nám i Myndlistar- og handíðaskóla ís- lands. Af öllu þessu má sjá, að bóhem- ar með dapra listræna hæfileika og óljós markmið lenda mjög lik- lega i úrkastinu. Hitt er svo annað mál, að slagorð dagsins hljóðar ekki beinlínis uppá að ganga sér Tove Kjarval og fjórar ungar stúlkur, sem valiS hafa keramik sem sérgrein. til húðar með vinnu, þegar skóla- æskan er annarsvegar. í þvi efni virðist enginn teljandi munur á listnemum og annarra skóla fólki. Þetta barst í tal i kaffinu á kenn- arastofunni; ég kvaðst hafa átt von á eldlegum áhuga, þar sem svo margt ungt fólk væri saman komið, sem allt hefði áhuga á að ná listrænum árangri eftir því sem maður gæti haldið. Mundi ekki þessi áhugi verða smitandi, þegar svo margir kæmu saraan og magna hugsjónabál eins og i menningarbyltingunni í Kina? Menn voru eitthvað dræmir yfir því og skýringarnar hnigu helzt í þá átt, að áhrifin frá gagnfræða- skólunum næðu langt; stundum væri svo að sjá að nemendurnir legðu þetta á sig kennaranna vegna, auk þess sem tíðarandinn væri sísona. Þær skýringar heyrð- ust lika, að til væru þeir nemend- ur, stundum Búnir ágætum hæfi- leikum, sem litu á listina sem einskonar ávísun uppá góða og náðuga daga. En það fylgdi sög- Gísli B. Björnsson, skólastjóri. unni, að sú afstaða væri sizt af öllu ný. — 0 — 1 upphafi þess pistils gat ég þess, að áhuginn virtist vakandi hjá þeirn, sem glímdu við hlutar- teikninguna í Forskóla I. Á nám- skrá þeirra eru að auki greinar eins og Frumformfræði, Litfræði, áferðarteikning, módelteikning, myndbygging og útiteiknun. Á öðru ári bætist við anatómia, form- og litfræði, myndmótun, málun, umhverfisteiknun og graf- Ljósmyndir: Sveinn Þormóðsson Bragi Ásgeirsson leiðbeinir nemanda í forskóla II. Við- fangsefnið var frjáls mynd- sköpun. Jafnóðum eru lausnirnar festar upp á vegg- inn. Beinagrindin virðist ánægð með þetta svona.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.